Morgunblaðið - 07.07.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.07.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1983 nwn 1000 KRÓNURÚT Philips ryksugur. 2JA ÁRA BIR GÐIR AF POKUM. Skrúfur á báta og skip Allar staeröir frá 1000—4500 mm og allt að 4500 kíló. Efni: GSOMS—57—F—45 Eöa: GNIALBZ—F—60. Fyrir öll klössunarfélög. Skrúfuöxlar eftir teikníngu. I V SðyoUmíigjytr <®z <&g> Vesturgotu 16, Sími14680. Látið ykkur líða vel á meö- göngutímanum, tækifæris- belti, tækifærisnærbuxur, mjólkurgjafabrjóstahöld. Viðurkenndar gæðavörur. lympíi Laugavegi 26, sími 13300. Glæsibæ, sími 31300. Framdrifslokur - Aflstýrl - Lltað gier • Rúllubeltl - upphituð afturrúða - Þurrka og vatnssprauta á afturrúöu - o.m.fl. Verö frá kr. 514.000 (Gangi 31.5. ’83) HEKIA HF Laugavegi 170-172 Sími 21240 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir BRUCE HANDLER, fréttamann AP ÓFRIÐARALDA í SUÐUR-AMERÍKU — Atvinnuleysingjar þustu um göt- ur í Sao Paulo, Brasilíu, fyrr á árinu, brutu rúður og rændu verzlanir. Á myndinni má sjá að bankavörðurinn Lv. er við öllu búinn. Atvinnuieysi í Brasilíu hefur aldrei verið meira en nú. greiðslur við Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn. Skyndiverkföil hafa verið tíð í Perú og þann 27. maí færðu vinstrisinnaðir skæruliðar sér óreiðuna í nyt og tóku allt raf- magn af höfuðborginni, Lima, með sprengjuáras á rafveitu- mannvirki. Urðu hermdarverkin til þess að Fernando Belaunde, forseti, lýsti yfir neyðarástandi og gaf hernum aukin völd. { Argentínu, þar sem verka- lýðsfélög sæta enn „eftirliti" her- stjórnarinnar, efndu verkalýðs- leiðtogar til allsherjarverkfalls 28. mars, sem nánast lamaði at- vinnulíf landsins. Kröfðust þeir meiri launahækkana svo verka- menn gætu haldið í við verðbólgu, sem er 300 prósent á ári og er hvergi meiri í veröldinni. At- vinnuleysi í Argentínu er nú 12 Ókyrrðaralda í Sudur-Ameríkii Efnahagslegir örðugleikar hafa hrundið af stað ókyrrðaröldu um gervalla Suður-Ameríku að undanförnu. Óðaverðbólga og atvinnuleysi ásamt vand- ræðum margra landa með endurgreiðslur á erlendum lánum, hafa leitt til fjöldamótmæla, verkfalla, götubardaga og framleiðslustöðvunar um heims- álfuna þvera og endilanga. Óánægja almennings, sem skýra verður í Ijósi samdráttar í heiminum, verðfalls á hráefnum, óhóflegrar lántöku og éstjórnar, kynni að hafa afdirfaríkar pólitískar afleiðingar ef fram fer sem horfir. Aðþrengdir íbúar Suður-Amer- íkuríkja hafa ekki aðeins mótmælt rótgrónum herstjórnum á hægri væng stjórnmálanna heldur einnig þorgaralegum stjórnvöldum, sem vart hafa slit- ið barnsskónum síðan herstjórn lauk. Mest hefur ókyrrðin verið í Chile, þar sem þúsundir manna æddu um götur 11. maí og 14. júní, köstuðu grjóti, settu upp vegartálma og létu glymja í pott- um og pönnum. Fimm manns létu lífið og átján hundruð voru hand- teknir í mótmælum þessum, sem urðu út af banni við hækkun kaupgjalds og þreföldun atvinnu- leysis á skömmum tíma. Chile var fyrir þungu áfalli á síðasta ári er samdráttur varð á heimsmarkaði og verð féll á kop- ar, en það er aðalútflutningsvara landsins. í janúar sótti stjórn Pinochets um lán til Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins að upphæð 882 milljónir Bandaríkjadala og ákvað sjóðurinn að verða við beiðninni gegn því að Pinochet reisti skorður við opinberum fjár- útlátum. Verkalýðsfélög í landinu hafa á hinn bóginn krafizt þess að stjórnin sparaði minna við sig til að örfa eftirspurn neytenda og skapa atvinnu. Bændur, flutn- ingabifreiðastjórar og smá- kaupmenn, sem studdu stjórn Pinochets áður en kreppan skall á, hafa nú einnig skellt skuldinni á hershöfðingjann fyrir minni viðskipti og meiri skuldir. Allir þessir hópar hafa heimtað að borgaralegri stjórn verði komið á að nýju, en Pinochet hefur þrá- faldlega neitað að verða við því. Annar ólgupottur er Brasilía þar sem meira en tvö þúsund at- vinnuleysingajar í stærstu borg landsins, Sao Paulo, gerðu há- reysti á götum úti, brutu rúður, rændu verzlanir og voru nærri búnir að brjótast inn í höll ríkis- stjórans í apríl. Atvinnuleysi í Brasilíu er 15 prósent og hefur aldrei verið meira. Þjóðin hefur lítið fé til ráðstöfunar og hefur engin tök á að greiða erlendar skuldir sínar að upphæð 90 milljarða Banda- ríkjadala. Lán þessi voru tekin að mestu á sjöunda og áttunda ára- tugnum til að fjármagna viða- mikil þróunaráform og greiða þeim fjölmörgu skiffinnum sem spruttu upp eins og gorkúlur í kring um áformin. Eftir að út- flutningsmarkaðir brugðust og gífurlegir olíureikningar tóku að setja strik í reikninginn nýlega snéri stjórnin sér til Alþjóðgjald- eyrissjóðsins og stórbanka í Bandaríkjunum og Evrópu og fór fram á neyðarlán. Hafa stofnanir þessar lánað Brasilíumönnum milljarða Bandaríkjadala með því skilyrði að þeir hertu aðhald og hættu sóun. Stjórnvöldum hef- ur hins vegar gengið treglega að gera alvöru úr loforðum sínum. Þegar stungið var upp á að fríð- indi yrðu tekin af starfsmönnum ríkisfyrirtækja, sem margir fá ríflegar aukagreiðslur fimm sinn- um á ári, brutust út víðtæk verk- föll embættismanna. Forseti landsins, Joao Figu- eiredo hershöfðingi, sem leitast við að koma á borgaralegri stjórn eftir nítján ára herstjórn, hefur þó sagst vera staðráðinn í að binda endi á forréttindi og hefur hann sýnt verkfallshópunum fulla einurð. í Perú létust fjórir í mótmæla- aðgerðum gegn fjárhagsstefnu stjórnarinnar í mars. Verðbólga í Perú er 101 prósent í ár, en var 62 prósent í fyrra. Atvinnuleysi, opinbert og dulbúið, er talið vera um 50 prósent og er það hærra hlutfall en nokkru sinni fyrr. Bú- ist er við að heildarþjóðarfram- leiðsla skreppi saman um 5 pró- sent á árinu sem er að líða, en lítilsháttar vöxtur átti sér stað í fyrra. Stjórnvöld í Perú, sem lýst hafa yfir að þau hafi engin tök á að greiða aftur erlendar skuldir að upphæð ellefu milljarða Bandaríkjadala, eru um þessar mundir að semja um endur- prósent og hefur kaupgeta Arg- entínumanna rýrnað um helming síðan herinn tók völd, árið 1976. Herstjórnin, sem búist er við að hverfi frá að loknum almennum kosningum síðar á árinu, snéri sér til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og bað um hjálp til að endur- greiða hluta erlendra skulda, að upphæð fjörutíu milljarða Bandaríkjadala. Sjóðurinn sam- þykkti að verða við beiðninni, en gerði að skilyrði að kauphækkan- ir yrðu stöðvaðar og taumhald haft á peningamagni í umferð. Aðgerðirnar hafa að sjálfsögðu mælst illa fyrir hjá milljónum verkamanna og benda skoðana- kannanir til að þeir muni ljá fylgi sitt stjórnmálaflokki, sem hefur hugsjónir Perons, fyrrverandi einræðisherra, að leiðarljósi. í landbúnaðarríkinu Uruguay stöðvuðu bændur framleiðsíu í einn dag, 15. júní, til að mótmæla samdrætti í efnahagslífi, sem tíu ára gamalli herstjórn landsins er kennt um. Verðbólga skauzt upp í 45 prósent á þessu ári, en var 20 prósent í fyrra. Gripið hefur verið til verkfalla annað veifið í Bólivíu það sem af er árinu, en víðtækar mótmæla- aðgerðir hafa ekki sézt ennþá. Borgaraleg ríkisstjórn hefur nú setið að völdum í Bólivíu í níu mánuði, en áður hafði einræðis- stjórn hersins farið með völd í tuttugu ár. Vinstrisinnar mótmæltu efna- hagsráðstöfunum Beatncur for- seta í Kólumbíu 24. júní, en þar er að jafnaði allt með kyrrum kjör- um. Mótmælendurnir sögðu að stjórnin beitti verkamenn mis- rétti með því að halda niðri laun- um þeirra til að greiða úr fjár- hagsvanda ríkisins. Okyrrð er á hinn bóginn algeng í Venezuela, en afkomu landsins, sem byggist að verulegu leyti á olíuútflutningi, er nú ógnað vegna verðstríðs innan OPEC. Stjórnvöld settu á gjaldeyris- hömlur í febrúar í fyrsta skipti í tuttugu ár og semja nú við Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn um endurgreiðslur á skammtímalán- um að upphæð sextán milljarða Bandaríkjadala. Engin uppþot hafa verið í Venezuela það sem af er árinu og bíða íbúar eftir að stjórnarskipti verði að loknum kosningum í desember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.