Morgunblaðið - 07.07.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.07.1983, Blaðsíða 22
22 hrr.^- MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1983 Hass rak á fjörur Svía Stokkhólmi, 6. júlí. AP. ÞRETTAN pokar, troðfullir af hassi í lofttæmdum umbúðum, hafa fundist á fjöru á vesturströnd Svíþjóðar á undanlornum dögum að sögn lögreglu. Verðmæti hassins er talið vera meira en hundrað og fjörutíu milljónir íslenzkra króna. Lögreglan hóf strax umfangs- mikla leit með þyrlum og bátum eftir að ferðamenn fundu fyrstu pokana á við og dreif um þrjátíu kílómetra strandlengju við Gauta- borg. Hver poki um sig var um þrjátíu kíló að þyngd og var hassið sem fannst um þrjú hundruð og níutíu kíló í heild. Pokunum hafði greinilega verið varpað í sjó af báti eða úr flugvél, en af einhverj- um ástæðum láðist fyrirhuguðum viðtakanda að vitja glaðningsins. Hassfundurinn mun vera hinn mesti í Svíþjóð til þessa. Barnamorðingi bíður dauðans Parrhman, Mississippi, 6. júlí. AP. Skiptapi Birgðaskipið Spearfish sekkur í miklu brimi skammt út af ströndum Wighteyjar við Bretlandseyjar. Sex mönnum var bjargað og engan sakaði. Skipið flutti vistir til olíuborpalla, en er það lagði upp að pallinum Penrod 85, kom mikil holskefla og þeytti skipinu utan í pallinn með þeim afleiðingum sem sjá má á meðfylgjandi símamynd frá AP JIMMY Lee Gray, sem var sekur fundinn um barnamorð, beið þegar síðast spurðist í fangaherbergi sínu í Mississippi eftir úrskurði áfrýjunardómstóls um hvort ríkisyfirvöld fengju að taka hann af lífi fyrir miðnætti á miðviku- dagskvöld. Ríkissaksóknarinn í Mississippi, Bill Allain, sagðist í dag vona að aftakan færi fram eins og fyrir- hugað hafði verið. Benti hann á að ef frestun, sem dómstóll ákvað nýlega, yrði ekki aflétt, kynni svo að fara að vikur liðu áður en Gray yrði tekinn af lífi. Gray er 34 ára gamall og var hann dæmdur til dauða fyrir að ræna, nauðga og myrða þriggja ára gamla stúlku, Deressa Jean Scales árið 1976. Þegar morðið var framið var sökudólgurinn í náðun- arleyfi til reynslu eftir að hafa myrt unnustu sína í Arizona 1968. 19 manns létu lífið er byggingin varð fyrir skemmdum á síðasta ári og þegar óhappið átti sér stað nú, voru margir franskir og líb- anskir hermenn á staðnum auk líbanskia verkamanna. Þeir sem létust voru allir úr röðum verka- mannanna, en þeir sem björguðust hins vegar hermenn beggja sveita. Það átti að fara að rífa bygging- una þar sem hún þótti orðin hættuleg fólki. Hafði hrunið úr henni, auk þess sem hún hallaðist æ meira eftir því sem dagarnir liðu. Sex hermenn og átta verka- ménn voru inni í húsinu er það féll Stálverndarstefna Reagans gagnrýnd Fimm létust er bygging hrundi Beirút, 6. júlí. AP. LEIFAR íbúóarblokkar sem skemmdist í sprengingu 11. júní 1982 hnindu til grunna í fyrradag með þeim afleiðingum að fimm manns létu lífið og fimm var bjargað slösuðum úr rústunum. Washington, 6. júlí. AP. REAGAN Bandaríkjaforseti tilkynnti á þriðjudag að Bandaríkin myndu setja tolla og kvóta á innflutning á stálblöndu til verndar innlendum stálframleið- endum fyrir útlendri samkeppni. Forsetinn skírskotaði til „víðtækra afleið- inga óréttlátra viðskiptahátta í stáli“. Efnahagsbandalag Evrópu, ásamt Jap- önum, hafa gagnrýnt ákvörðun Bandaríkjamanna. Bjargaráætlun stjórnarinnar nær til fjögurra ára og koma toll- arnir á vörur, sem ná yfir 55 pró- sent af innlenda stálblöndumark- aðnum í Bandaríkjunum. Meiri- hluti stálblöndu, sem fluttur er til Bandaríkjanna, kemur frá Japan, Vestur-Þýzkalandi, Frakklandi, Spáni og Svíþjóð. Ræmustál og stálþynna munu sæta 10 prósent tolli fyrsta árið en minni tolli ár frá ári yfir fjögurra ára tímabil. Innflutningstollur á plötustáli verður 8 prósent fyrsta árið en minnkar síðan í fjögur prósent. Innflutningskvótar verða settir á stangarstál, stálteina og Fiðlarinn yljaði verði um hjartað Stokkhólmi, 6. júlí. AP. SOVÉZKI fiðluleikarinn Viktoria Mullova, sem er landflótta, æfði sig í dag í aðalstöðvum sænsku ör- yggislögreglunnar í Stokkhólmi. Herma fréttir að fiðluleikarinn hafi sótt um hæli sem pólitískur flóttamaður í Bandaríkjunum og bíði hún svars frá þarlendum yfir- völdum. „Hún sagði okkur að hún þyrfti að æfa sig fimm klukku- stundir á dag svo að sér færi ekki aftur," sagði Tore Forsberg lögregluforingi. „Hún spilar þarna hinum megin við vegginn og það er stórkostlegt á að hlýða,“ bætti hann við. Lögregl- an mun hafa haft samband við Gert Crafoord konsertmeistara við Fílharmoníusveit Stokk- hólms og beðið hann að lána ungfrú Mullovu fiðlu til æfinga. Grafoord, sem leikur á þrjú hundruð ára gamla Stradivari- us-fiðlu, sagði síðan í viðtali við fréttastofu AP í dag: „Ég er í fríi svo ég lánaði henni Stradivari- usinn minn til bráðabirgða." Mullova mun hafa skilið eftir fiðlu svipaðrar tegundar á rúmi hótels síns í Kuusamo í Norð- austur-Finnlandi eftir að hún ákvað að stökkva burt ásamt FRELSINU FEGIN — Viktoria Mullova, 23 ára sovézkur fiðluleikari, og undirleikari hennar, Varthan Zhordania, 40 ára, f Stokkhólmi. Lista- mennirnir ákváðu að leita pólitísks hælis á erlendri grund er þau voru á tónleikaferð í Finnlandi nýlega. undirleikara sínum, Wartan Zhordania. Fiðla Crafoords er eign hans sjálfs, en fiðla sú er Mullova skildi eftir í Kuusamo mun hafa verið fengin að láni hjá sovézkum yfirvöldum. Að sögn Crafoords eru aðeins þrjár eða fjórar Stradivarius-fiðlur eftir í Svíþjóð. Ungfrúin bar sigur úr býtum í Síbelíus-fiðlukeppninni í Hels- inki 1980 og deildi fyrstu verð- launum með öðrum í Tchaik- ovsky-fiðlukeppninni í Moskvu í fyrra. „Hún er að byrja feril sinn,“ sagði Crafoord, „og á sennilega eftir að verða stór- stjarna." málmblandað stál, sem ná yfir 45 prósent af innlendum stálmarkaði í Bandaríkjunum. Fyrsta árið verður innflutningskvóti á stang- arstáli 27.000 tonn en verður kom- inn upp í 29.500 tonn fjórða árið. Það var viðskiptaráðunautur forsetans, Bill Brock, sem fyrstur stakk upp á áætluninni. Mun for- setinn hafa falið Brock að hefja viðræður við fulltrúa stjórnvalda í öðrum löndum, sem undanþágu óska, að níutíu dögum liðnum. Efnahagsbandalag Evrópu gagnrýndi bandarísku stjórnina í dag fyrir innflutningshömlurnar og lét í veðri vaka að bandalagið kynni að reyna að fá ákvörðuninni hnekkt í skjóli samþykkta Al- þjóðatollabandalagsins GATT. „Ráðherranefnd bandalagsins er sáróánægð með þessa þróun mála og mun rannsaka ákvörðun bandarísku stjórnarinnar í ljósi þeirra skyldna og réttinda, sem kveðið er á um í samkomulagi tollabandalagsins", sagði talsmað- ur EBE í Brussel. Hann bætti við að ákvörðunin væri brot á lögmál- um frjálsra viðskipta og neitaði að stálútflutningur Efnahagsbanda- lagsins skaðaði bandarískan stál- iðnað. Viðskiptamálaráðherra Breta, Paul Cannon, sakaði Reagan í dag um að leita sér að blórabögglum. Hann sagði að ákvörðunin hefði orðið mikið vonbrigðisefni öllum þeim sem unnið hafa að bættum viðskiptum fyir Atlantsála. Cann- on sagði að innflutningshömlur forsetans væru ósamrýmanlegar skuldbindingum um að hamla gegn varnarstefnu, en slíkar skuldbindingar hefðu m.a. verið gerðar á nýafstöðnum fundi vest- rænna leiðtoga í Williamsburg. Japanir gagnrýndu ákvörðun Reagans í dag og sagði talsmaður eins stærsta stálvers í Japan, að stálútflutningur Japana til Bandaríkjanna hefði verið með skipulegum hætti og hefði hann í engu veikt stöðu þarlends stáliðn- aðar. Segja 1000 stríðs- glæpamenn í Kanada Toronto, 6. júlí. AP. TALSMENN „Varnarsamtaka gyð- inga“, sem hafa aðsetur í Bandaríkjun- um sögöu á blaðamannafundi f Kan- ada í gær, að hundruð þýskra stríðs- glæpamanna lifðu eins og blómi í eggi í landinu og væru óhultir fyrir lögum þar sem Kanada hefur aldrei gert neina samninga sem heimila að slíkir glæpa- menn séu reknir úr landi, framseldir eða dregnir fyrir dóm. Meir Halevi var í forsvari fyrir samtökin og hann sagði þessa stað- reynd bera vott um vítavert kæru- leysi af hálfu kanadískra stjórn- valda, „að hafa leyft þessum glæpa- mönnum að skorast undan að svara fyrir sakir sínar í 40 ár“, eins og hann komst að orði. Sagði Halevi að þýskir stríðsglæpamenn væru um 1000 talsins, kannski fleiri, og kan- adísk stjórnvöld ættu að sjá sóma sinn í því að búa svo um hnútana að mennirnir yrðu fluttir til ísraels til réttarhalda. Halevi gat þess að auki, að flótta- menn frá „járnsveitunum", rúm- ensku útgáfunni af SS-sveitunum ill- ræmdu, væru í Kanada og þeir hefðu staðið fyrir gyðingaofsóknum allar götur siðan án þess að kanadísk stjórnvöld hafi sýnt hinn minnsta lit að gera eitthvað í málinu. Bretar draga úr reykingum Lundúnum, 6. apríl. AP. KÖNNUN sem nýlega var gerð, sýndi fram á, að reykingar hafa minnkað gffurlega á Bretlandseyj- um síðustu tvö árin. Hið opinbera stóð fyrir könnuninni og í Ijós kom að í fyrra reyktu aðeins 38 prósent Breta, miðað við 42 prósent árið 1980. Bretar eru um 56 milljónir og prósentin fjögur hljóða því upp á milljón manna. Tölurnar sýndu jafnframt að reykingafólk er í min- nihluta í fyrsta skipti f öllum þjóð- félags- og félagshópum. Mikil áróðursherferð um skað- semi reykinga hefur verið í gangi á Bretlandseyjum síðustu árin og aðstandendur hennar eru sagðir himinlifandi yfir þessum niður- stöðum, segja að þær muni draga úr dauðsföllum um aldur fram, sjúkdómum og örkumlum sem sannað er að reykingar valdi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.