Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 151. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1983
23
Sprengingin í bandaríska sendiráðinu í Beirút:
Segja 16-manna samsæri sendi-
ráðsstarfsmanna vera orsökina
Lundúnum, 6. júlí. AP.
BRESKA sjónvarpsstöðin ITN
greindi frá því í gær, að sprenging-
in í bandaríska sendiráðinu í Keir-
út 18. aprfl síöastiiðinn, sem
grandaöi meira en 60 mönnum,
hefði ekki verið verk hryðju-
verkamanns sem ók bifreið hlað-
inni sprengiefni á bygginguna,
heldur hefði verið um samsæri 16
starfsmanna sendiráðsins að ræða
og enginn þeirra hefði látist eða
náðst eftir ódæðið.
Sjónvarpsstöðin greindi ekki
frá því hvaðan hún hefði heim-
ildir sínar, en lagði áherslu á að
þær væru eins öruggar og mögu-
leiki væri á. Sagði stöðin að þessi
niðurstaða væri byggð á um-
fangsmikilli rannsókn á miklum
og flóknum bankayfirfærslum í
Teheran, Beirút og Damaskus. í
fréttinni sagði að tveir samsær-
ismannanna 16 væru líbanskir,
en hinir 14 væru með sýrlensk og
írönsk sambönd og hafi spreng-
ingunni verið ætlað að trufla svo
um munaði fund bandarísku
leyniþjónustunnar sem sjón-
varpsstöðin fullyrðir að hafi
staðið yfir er verknaðurinn var
framinn. Einn Bandaríkjamann-
anna 16 sem létust í sprenging-
unni var Robert C. Ames, hátt-
settur maður hjá bandarísku
leyniþjónustunni CIA.
Þá segir ITN, að samsæris-
mennirnir hafi verið starfsmenn
í sendiráðinu, annað hvort unnið
við ræstingu, eða í mötuneyti
hússins. Þrenn hryðjuverkasam-
tök mikluðu sig af verknaðinum,
fyrst lítt kunn samtök sem kalla
sig Baráttusamtök Islams, síðan
tvö önnur áður óþekkt samtök,
þar á meðal samtök sem sögðust
sjá um hefndir fyrir fjöldamorð-
in á Palestínumönnum í flótta-
mannabúðunum í Beirút á sínum
tíma.
v!	,/
^ar- T     N.	^:
Veð víða um	ur heim
Akureyri	13 skýjað
Amsterdam	28 heioakírt
Aþena	33 heiðakirt
Barcelona	26 heiöskírt
Berlin	30 heiðskirt
Buenoa Airea	16 heiöskírt
Chicago	20 heiðskírt
Dublin	22 heiðskirt
Frankfurt	29 heioskírt
Genf	25 heiöskirt
Helainki	22 heiðskírt
Jerúsalem	26 heiöskírt
Jóhannesarborg	17 heiöskírt
Liaaabon	23 skýjaö
London	25 skýjað
Loe Angeles	27 skýjað
Madríd	31 heiðskírt
Malaga	27 heiðskirt
Mallorca	31 þokumóða
Miami	31 skýjaö
Moskva	21 rigning
New York	31 skýjaö
Osló	24 skýjað
París	30 skýjað
Reykjavík	11 léttakýjað
Róm	30 heiðskírt
San Francisco	21 heiðakíri
Slokkhólmur	22 heioskíri
Tókýó	25 skýjað
Vancouver	21 skýjað
Vín	25 heiðakírt
Shcharansky hitti
móður sína og bróður
Tel Avr», 6. julí. AP.
SOVÉSKI andófsmaðurinn Anatoly
Shcharansky fékk í fyrradag að hitta
móður sína og bróður og er þetta í
fyrsta skiptið í 18 mánuði að skyld-
menni hans fá að hitta hann. Eigin-
kona Shcharanskys, Avital, greindi
frá þessu í Tel Aviv í gær, þar sem
hún hefur búið um skeið og unnið
ötullega að því að fá eiginmann sinn
leystan úr haldi.
Shcharansky var dæmdur til 13
ára fangelsisvistar fyrir meintar
njósnir í þágu Vesturlanda árið
1978. Til að mótmæla meðferðinni
á sér, fór hann í fjögurra mánaða
hungurverkfall sem lauk í janúar
á þessu ári. Þegar föstunni lauk,
vó hann að eins 36 kílógrömm.
Avital Shcharansky hafði eftir
móður hans að hann hefði bragg-
ast nokkuð, hefði bætt á sig 20 kg,
en hann hefði misst allt hárið í
hungurverkfallinu.     Mæðginin
fengu að ræða við Shcharansky í
tvær klukkustundir og var aðeins
þunn rúða á milli. Þó gekk ekki
áfallalaust að fá viðtalið. Það
fékkst ekki fyrr en eftir mikið
japl, jaml og fuður. Átti heim-
sóknin svo að eiga sér stað á
mánudaginn og mættu mæðginin
þá stundvíslega, en var vísað til
baka og sagt að þau gætu ekki hitt
Shcharansky fyrr en daginn eftir,
í fyrradag.
Previn með
slæma gigt
Lundúnum, 6. júlí. AP.                  **-*     ^á^
BANDARÍSKI hljómsveitarstjónnn frægi André Previn
á við slæma slitgigt að stríða í fótunum og hefur neyðst
til að hætta við þrenna tónleika í Bretlandi í þessari
viku.
Aðstoðarmaður Previns, Angela Taylor, sagði í
gær, að Previn væri mjög þjáður í fótunum og ljóst
væri að hann yrði að gangast undir uppskurð. Það
væri hins vegar afar tímafrekt og Previn má hrein-
lega ekki vera að því um þessar mundir. Sagði frú
Taylor, að Previn myndi bíða til næstu jóla með
aðgerðina, hann hefði gert ráð fyrir góðri hvíld um
það leyti og það væri upplagt að nota tækifærið.
Læknar Previns hafa harðbannað honum að svo
mikið sem standa í fæturna þessa dagana og óvíst er
með næstu tónleika hans.
• André Previn ásamt leikkonunni Miu Farrow
Sendiráð tekið í Tyrklandi
Ankara, Tyrklandi, 6. júlí. AP.
MEIRA en þrjátíu nígerískir stúd-
entar tóku sér bólfestu í sendiráði
lands síns í höfuðborg Tyrklands,
Ankara, í dag, í mótmælaskyni við
meintar hömlur ræðismanna á yfir-
færslu gjaldeyris.
Málsvari  stúdentanna,  Percy
Omoregie, sagði fréttamönnum út
um glugga sendiráðsins að hópur-
inn hefði ekki tekið bygginguna
traustataki í pólitískum tilgangi
heldur aðeins til að láta í ljósi
óánægju sína með tilraunir sendi-
herrans, L.A. Fabunmi, til að læsa
inni fjölskyldufjármuni, sem sett-
ir voru á bankareikninga stúdent-
anna í Tyrklandi fyrir nokkrum
mánuðum.
Tyrknesk lögregla sendi flutn-
ingabifreiðir með sérþjálfaðar
sveitir á vettvang eftir að stúdent-
arnir neituðu að yfirgefa sendi-
ráðið. Hafa yfirvöld bannað
fréttaflutning af umsátrinu þar til
málið hefur verið leyst.
Rúmgóður og sparneytinn fjölskyldubíll. Búinn ýmsum kostum dýrari bíla og að sjálfsögðu
með framhjóladrifi. Bíll er hefur fengið lof gagnrýnenda um allan heim.
Verö 1.7. frá kr. 289.000.-
_____________________________Honda á Islandi, Vatnagörðum 24, símar 38772 — 39460.
í sumarbústaðinn
og ferðalagiö
Útigrill
GRILLTENGUR — GAFFLAR
VIDARKOL — KVEIKILÖGUR
Gasferðatæki
OLÍUPRÍMUSAR
STEINOLÍA, 2 TEG.
PLASTBRÚSAR
SLÖKKVITÆKI
•
Garðyrkjuáhöld
ALLSKONAR
GAROSLÖNGUR
HRÍFUR OG BRÝNI
GAROSLÁTTUVÉLAR
GARÐYRKJUHANSKAR
BLÓMASTANGIR
(Tonskinstokkar)
•
Handverkfæri
ALLSKONAR
KUBEIN — JÁRNKARLAR
JARDHAKAR — SLEGGJUR
MURARAVERKFÆRI
DOLKAR — VASAHNÍFAR
•
Málning og lökk
BÁTALAKK — EIROLÍA
PINOTEX — ALLIR LITIR
FERNISOLÍA — VIÐAROLÍA
TJÖRUR — ALLS KONAP.
KÍTTI — ALLS KONAR
VÍRBURSTAR — SKÓFLUR
PENSLAR — KÚSTAR
RÚLLUR
•
Björgunarvesti
ÁRAR — ÁRAKEFAR
BÁTADREKAR — KEOJUR
KOLANET — SILUNGANET
Handfæravindur
MED STÖNG
Sjóveiðistengur
MED HJÓLI
SJÓSPÚNAR — PILKAR
VIDLEGUBAUJUR
VÆNGJADÆLUR
BATADÆLUR.
ISLENSKIR
FÁNAR
Fánastangir
úr trefjagleri, fellanlegar meö
festingu, fluri stæröir.
Fánastangarhúnar
FÁNALÍNUR
FÁNALÍNUFESTINGAR
SÓLÚR
MINKAGILDRUR
MÚSA- OG ROTTUGILDRUR
Stillongs
Ullarnærföt
REGNFATNADUR
KULDAFATNAOUR
GÚMMÍSTÍGVÉL
VEIDISTÍGVÉL
FERDASKÓR
Föstudaga
opið til kl. 7
1

¦JJ
Ananaustum  *•»/
Simi 28855
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48