Morgunblaðið - 07.07.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.07.1983, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1983 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1983 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakiö. Flugstöðvarbygging á Keflavíkurflugvelli Mikill meirihluti íslend- inga hefur lengi verið fylgjandi byggingu nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflug- velli. Til þess liggja þrjár meg- inástæður. í fyrsta lagi er slík bygging forsenda þess að koma fram æskilegum aðskilnaði al- mennrar flugumferðar og varnarliðsstarfs. í annan stað er Keflavíkurflugvöllur and- dyri íslands gagnvart hundr- uðum þúsunda flugfarþega, sem við viljum gjarnan að geymi fremur góðar en slæmar minningar um land okkar. Þriðja ástæðan — og ekki sú veigaminnsta — er sú, að nú- verandi flugstöð er löngu úrelt; aðstaða öll óviðunandi, bæði fyrir farþega og starfsfólk. Raunar býður óbreytt ástand upp á stórhættu, t.d. ef eldur yrði laus í stöðinni á annatíma. Bygging nýrrar flugstöðvar hefur tafizt vegna neitunar- valds Alþýðubandalagsins í fyrri rikisstjórn. Þetta neitun- arvald hefur ekki aðeins dregið nauðsynlega samgöngufram- kvæmd á langinn. Það hefur ekki síður stórhækkað bygg- ingarkostnað stöðvarinnar, eins og öllum má ljóst vera sem sætt hafa verðlagsþróun í landinu á stjórnarferli Al- þýðubandalagsins. Seinkunin tefldi og kostnaðarþátttöku Bandaríkjanna í hættu, en fjárveiting Bandaríkjaþings var bundin tímamörkum. — Fagna ber því að ný ríkisstjórn hefur skilað þessu máli svo skjótt á framkvæmdastig. Samkvæmt samkomulagi, sem ríkisstjórnir íslands og Bandaríkjanna hafa gert, skuldbinda Bandaríkjamenn sig til að leggja fram tuttugu milljónir dala til flugstöðvar- byggingar, auk þess sem þeir munu greiða allan kostnað við framkvæmdir utanhúss, flug- hlaðs og tilheyrandi. Geir Hallgrímsson, utanríkisráð- herra, sem undirritaði sam- komulagið fyrir íslands hönd, sagði þrjár ástæður réttlæta kostnaðarhlutdeild Banda- ríkjamanna: 1) Varnarliðið fengi afnot af eldri flugstöðv- arbyggingu, 2) aðskilnaður varnarliðsstarfs og almennrar flugumferðar kæmi því til góða eins og okkur, 3) það fengi afnot af hinni nýju flugstöð í neyðartillfellum, en mat á því, hvað væri neyðar- tilfelli, væri íslendinga einna. Engin ástæða er til að draga dul á það að þetta samkomulag tengist varnarsamstarfi vest- rænna ríkja. í því sambandi má minna á orð, sem Georg Bush, varaforseti Bandaríkj- anna, lét falla í heimsókn sinni til íslands í fyrradag. Hann minnti á að frá því Atlants- hafsbandalagið var stofnað fyrir um þrjátíu árum hafi Natóríki búið við frið, þrátt fyrir það, að yfir eitt hundrað staðbundnar styrjaldir hafi verið háðar í heiminum á þessu árabili. Fátt undirstrik- aði betur þann árangur, sem varnarsamstarf lýðræðisþjóða hefði fært þeim. Því má og við bæta, að bitur reynsla Norður- landa af hlutleysi í síðari heimsstyrjöldinni, þegar þrjár þeirra vóru hernumdar, færðu þeim heim sanninn um nauð- syn á varnarsamstarfi hins lýðfrjálsa heims. Allir íslendingar, utan þröngsýnasta hluta Alþýðu- bandalagsins, fagna því sam- komulagi sem nú hefur verið gert um byggingu nýrrar flug- stöðvar á Keflavíkurflugvelli. Loðdýrarækt Kaupstaðir og kauptún byggja atvinnu og af- komu í ríkara mæli á nærliggj- andi sveitum, úrvinnslu bú- vöru og margháttaðri þjónustu við landbúnað, en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Það er mjög mikilvægt, fyrir þéttbýli ekkert síður en strjálbýli, að samdráttur hefðbundinnar bú- vöruframleiðslu, sem nauðsyn- legt er að sníða að innan- landsmarkaði, leiði ekki til byggðaröskunar. Þess vegna ber að fagna því að svokallaðar hliðarbúgreinar hafa styrkt stöðu og breikkað atvinnusvið strjálbýlis. Ein mikilvægasta hliðarbúgreinin er loðdýra- rækt, sem virðist falla vel að íslenzkum aðstæðum. Uppistaðan í fóðri er fisk- og sláturúrgangur. Með starf- rækslu fóðureldhúsa í tengsl- um við loðdýraræktun er hægt að breyta úrgangi í verðmæta útflutningsvöru. Líta má á loðdýrarækt sem úrvinnslu- grein í þágu sjávarútvegs og landbúnaðar. Loðdýrarækt fel- ur og í sér möguleika á sviði skinnaiðnaðar. Frum- og úr- vinnslustörf kalla síðan á þjónustustörf. Vinnumarkað- urinn verður traustari eftir en áður. Sá þarf til heilbrigðrar at- vinnustarfsemi með hvetjandi en ekki letjandi stefnu í stjórnsýslu. Gildir það bæði um skattastefnu og lánsfjár- stýringu, ekki sízt meðan nýj- ar starfsgreinar eru að festa rætur og komast yfir byrjun- arörðugleika. Forseti tslands, Vigdís Finnbogadóttir, og bandarísku varaforsetahjónin, George og Barbara Bush, við upphaf kvöldveröarins á Bessastöðum f gærkvöldi. MwgublaM/ÓULM. Pað rigndi þegar komið var að hringsjánni á útsýnisskífunni á Þingvöllum. Þjóðgarðsvörður, séra Heimir Steinsson, flutti þar stuttan pistil um sögu Þingvalla. MorgaablaW/ÓLKJM. Frá málsverðinum í Valhöll f boði forseta sameinaðs Alþingis. Jón Helgason forseti sameinaðs Alþingis skálar við George Bush varaforseta Bandaríkjanna. MorgunblaöíO/ÓI.K.M. George Bush varaforseti Bandaríkjanna á Þingvöllum: Látum anda Þingvalla vera okkur leiðarijós í framtíðinni Varaforseti Bandaríkjanna George Bush átti rúmlega einnar og hálfrar klukkustundar viðræðufund með Steingrími Hermannssyni forsætis- ráðherrra og Geir Hallgrímssyni utan- ríkisráðherra í stjórnarráðshúsinu í gærmorgun. Meðal þeirra máiefna sem rædd voru á fundinum var vera bandaríska varnarliðsins á íslandi. Að fundinum loknum sagði George Bush að fundurinn hefði verið einlægur og gagnlegur og í sama streng tók Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra. Geir Hallgrímsson utanrík- isráðherra sagði: „Viðræðurnar voru mjög fróðlegar og gagnlegar og það var komið víða við. Við ræddum efna- hagsmál í heiminum, viðskiptin milli landanna og pólitískt samstarf. Komið var inn á afvopnunarviðræður og ifk- urnar á árangri af þeim. Þá ræddum við varnarsamstarf landanna, sam- skiptin við varnarliðið og hina nýju flugstöð. Engar ákvarðanir voru tekn- ar á fundinum". Viðstaðan í stjórnarráðshúsinu varð lengri en til stóð í upphafi og seinkaði komu varaforsetans til Þingvalla við það um 15 mínútur. Annars heilsaði annar dagur heim- sóknar bandaríska varaforsetans til íslands honum með sólskini í Reykjavík í gærmorgun. Að loknum viðræðufundinum í stjórnarráðs- húsinu, en fyrr um morguninn hafði varaforsetinn haft um klukkustund- ar viðdvöl í bandaríska sendiráðinu, hélt varaforsetinn áieiðis til Þing- valla í fylgd lögreglu, lífvarða og fylgdarliðs. Það rigndi þegar komið var að hringsjánni, þar sem sér yfir Þing- velli, en þar var numið staðar og bauð þjóðgarðsvörðurinn, séra Heimir Steinsson, varaforsetann velkominn og rakti sögu Þingvalla. Síðan var haldið að Þingvallabæ og skoðaði varaforsetinn Þingvalla- kirkju. Að Valhöll var matast í boði for- seta sameinaðs Alþingis og konu hans. Jón Helgason forseti samein- aðs Alþingis bauð varaforsetann velkominn og George Bush minntist á sögu Þingvalla í stuttu ávarpi og sagði meðal annars þar vera eina rót sameiginlegrar lýðræðishefðar vestrænna þjóða. „í dag erum við félagar í NATO og það er í hag þjóð- unum báðum að halda bandalaginu sterku. Menningar- og menntunar- leg samskipti auka stórlega á gagn- kvæman skilning og vináttu, og viðskipti okkar eru sterk og auka á gagnkvæma hagsæld. Ég er þess fullviss að vináttan milli Islands og Bandaríkjanna mun áfram vera sterk og djúp. Andi Þingvalla hefur þjónað okkur vel í fortíðinni. Látum hann vera okkur leiðarljós í fram- tíðinni," sagði George Bush síðan. Að loknum málsverðinum í Val- höll var haldið með TF-Rán, þyrlu Landhelgisgæslunnar, og þyrlu frá varnarliðinu til laxveiða í Þverá í Borgarfirði. Þyrlurnar lentu við Þverá laust fyrir klukkan 14.30 og hélt þá Bush til veiða í hyl skammt þar frá sem vélarnar lentu við ána, en þyrlurnar lentu við bæinn Norðtungu í Þver- árhlíð. Setti Bush fljótlega í lax og landaði hann fiskinum fagmann- lega, en litlu síðar fékk Steingrímur Hermannsson lax. Báðir voru fisk- arnir smáir, 4—5 pund að stærð. Er nóg þótti reynt á fyrrgreindum veiðistað, voru veiðimennirnir flutt- ir á annan stað við ána og flugu þyrlurnar með þá. Hins vegar báru frekari veiðitilraunir ekki árangur og hættu menn veiðum laust fyrir klukkan 18.00. Drukku gestir síðan kaffi f veiðihúsinu við Þverá, en héldu síðan með þyrlunum til Reykjavíkur. Öflug öryggisgæsla var um bandaríska varaforsetann og voru bæði innlendir löggæslu- menn og erlendir öryggisverðir með honum við veiðarnar. Auk þess hnitaði varnarliðsþyrla hringa yfir Að loknum viðræðunum f Stjórnarráðinu f gærmorgun veltu Steingrfmur Her- mannsson forsætisráðherra, Geir Haiigrfmsson utanríkisráðherra og George Bush varaforseti Bandaríkjanna vöngum smástund yfír því hvers konar flugu ætti að nota við fyrirhugaðar laxveiðar sfðar um daginn. Ljósm.: j»h»nnes Long. ^ tengslum við opnun sýningarinnar Scandinavia Today, en við það tæki- færi höfðu þau hist. Hann sagði að hann og kona hans hefðu notið dval- arinnar hér. í kvöldverðarboðinu á Bessastöð- um var fyrst boðið upp á „villibráð- arkjötseyði", síðan var fram borið „laxalauf með frægu hvítu smjöri og spergli í smjördeigi", í aðalrétt var „laukkryddaður lambageiri" og í eftirrétt var boðið upp á „appelsínu- köku með bláberjakraumís". Kvöldverðarboðið sátu eftirtaldir: Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, George Bush varaforseti Bandaríkjanna og frú Barbara Bush, Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og frú Edda Guð- mundsdóttir, Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra og frú Erna Finnsdóttir, Marshall Brement sendiherra Bandaríkjanna á íslandi og frú Pamela Brement, Hans G. Andersen sendiherra og frú Ástríð- ur Andersen, Ingvi S. Ingvason ráðuneytisstjóri og frú Hólmfríður Jónsdóttir, yfirmaður varnarliðsins, Ronald F. Marryott aðmíráll og frú Carol Marryott, Richard Burt, að- stoðarutanríkisráðherra, frú Krist- ín Claessen, Daniel J. Murphy skrifstofustjóri, ólafur Egilsson sendiherra, Guðmundur Bene- diktsson ráðuneytisstjóri, Jennifer A. Fitzgerald fulltrúi, Dan Sullivan ráðgjafi, Daniel Sommer ráðunaut- ur, Steven Rhodes ráðgjafi, Shirley Green blaðafulltrúi, frú Guðrún Björnsdóttir og Halldór Reynisson forsetaritari. Kvöldverði á Bessastöðum lauk klukkan tæplega ellefu. héraðinu á meðan á dvöl Bush stóð við Þverá. Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli kl. 18.40, klukkustundu á eftir áætlun. Þaðan héldu varaforsetinn og frú í gesta- hús forsetaembættisins á Laufás- vegi, en kvöldverður í boði forseta íslands átti að hefjast klukkan rúmlega átta að Bessastöðum. Þangað komu Bush og fylgdarlið stundvíslega, þrátt fyrir þá töf sem hafði orðið. Þar sagði Bush meðal annars að ísland myndaði tengilið milli Ameríku og Evrópu vegna legu sinnar. Hann minntist á komu for- seta íslands til Bandaríkjanna í Vistmenn að Dalbraut gáfu Barböru Bush handofið veggteppi Meðan bandaríski varaforset- inn átti í viðræðum í stjórnarráð- inu í gærmorgun skoðaði kona hans, Barbara Bush, þjónustu- miðstöð aldraðra við Dalbraut, hélt þá í Árbæjarsafn, þar sem hún hafði stutta viðdvöl, og heim- sótti loks í blíðskaparveðri Hall- dór og Auði Laxness á heimili þeirra að Gljúfrasteini. Að því loknu lágu leiðir varaforsetahjón- anna saman aftur og þau fóru til Þingvalla. Nokkrir vistmenn þjónustu- miðstöðvarinnar við Dalbraut söfnuðust saman fyrir framan bygginguna í góða veðrinu í gærmorgun til þess að taka á móti frú Bush, sem kom þar við og skoðaði sig um á dvalarheim- ilinu. Með Barböru Bush voru Edda Guðmundsdóttir og Erna Finnsdóttir. Sólveig Sigur- Halldór Laxness segir Barböru Bu.sh til staðhátta í Mosfeilssveit. MorgunblaAiðKmilía. jónsdóttir, einn íbúa hússins, afhenti varaforsetafrúnni handofið veggteppi að gjöf frá íbúum heimilisins. Barbara Bush skoðaði einmitt handa- vinnudeild heimilisins og fylgd- ist með fólkinu að störfum um stund. Að því loknu heimsótti vara- forsetafrúin Árbæjarsafn og naut þar leiðsagnar borgar- minjavarðar, Nönnu Her- mannsdóttur. Viðkoman var stutt og síðan haldið áleiðis að Gljúfrasteini. Þau hjón, Halldór og Auður Laxness, tóku á móti frú Bush og þakkaði hún þeim innilega fyrir gestrisnina svona árla dags. Varaforsetafrúnni og fylgd- arliði var boðið í bæinn að Gljúfrasteini, en einnig skoðuðu þau sig um utandyra. Þótti Barböru Bush m.a. mikið koma til heljarstórs steins í garðinum og spurði hvernig hann væri þangað kominn og svaraði Hall- dór Laxness því til, að steinninn hefði verið fluttur með krana- bifreið úr læknum sunnan við bæinn og upp á túnið hjá þeim. Benti Halldór á, að glöggt mætti á steininum sjá, að hann hefði slípast í lækjarfar- veginum í árþúsundir. Um það leyti er gestirnir bjuggust til brottferðar frá Gljúfrasteini dró ský fyrir sólu og nokkrir regndropar féllu til jarðar. Öryggisverðirnir, sem voru til staðar sem endranær í heimsókn varaforsetahjónanna, tóku að ókyrrast og litu til him- ins, en barnabarn hjónanna að Gljúfrasteini og vinur hennar létu sér hins vegar fátt um ör- yggisgæsluna og regndropana finnast og svömluðu áhyggju- Iaus í sundlauginni í garðinum. Laust fyrir klukkan 11 ók bílalest varaforsetans framhjá Gljúfrasteini og slógust frú Bush og föruneyti hennar þá í hópinn á leið til Þingvalla, þar sem m.a. beið þeirra hádegis- verður í boði Alþingis. I handavinnustofunni í þjónustumiöstööinni við Dalbraut.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.