Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 151. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1983
27
Vinur 953. Knapi er Einar 0. Magnússon.
Stóðhesturinn Vinur 953
frá Kotlaugum seldur
— Kaupandi var hrossaræktarsamband Suðurlands
FYRIR skömmu keypti hrossa-
ræktarsamband Suðurlands I.
verðlauna stóðhestinn Vin 953 frá
Kotlaugum af Sigurði Krist-
mundssyni og er söluverð hundrað
og tuttugu þúsund krónur.
Vinur, sem er undan Sörla 653
frá Sauðárkróki og Pöndru frá
Unnarsholtskoti, var sýndur á
síðasta landsmóti þá fjögurra
vetra gamall. Hlaut hann í ein-
kunn 8.00 fyrir byggingu og 8.07
fyrir hæfileika eða 8.03 í meðal-
einkunn og varð hann annar í
röð fjögurra vetra hesta.
Það vekur athygli hversu lágt
verðið er á svo hátt dæmdum
stóðhesti en að sögn Haraldar
Sveinssonar,  formanns  hrossa-
ræktarsambands Suðurlands, er
ástæðan fyrir því sú, að seljandi
vildi óðru fremur að hesturinn
færi ekki út úr héraðinu og hitt
að hrossaræktarsambandið væri
ekki fjársterkt um þessar mund-
ir.
Ekki er ósennilegt að hægt
hefði verið að fá allt að tvö
hundruð þúsund fyrir hest sem
þennan ef seljandi hefði látið
eigin hagsmuni sitja í fyrirrúmi.
Aðspurður kvað Haraldur að
hesturinn yrði notaður á vegum
sambandsins í sumar og væri
fullt hjá honum fyrri hlutann en
hinsvegar væru laus pláss seinna
timabilið.
VK
Frá keppni í
hestaíþróttum.
Björn Sveins-
son og Hrímnir
frá Hrafnagili
íslandsmeist-
arar í tölti
1981.
Úrtaka  fyrir  EM:
Útlit fyrir æsi-
spennandi keppni
DAGANA 14. og 15. júlí verður
haldin úrtaka fyrir Evrópumótið
sem haldið verður í Þýskalandi í
byrjun september nk. I úrtökunni
verður keppt í sömu greinum og
keppt verður í á sjálfu Evrópu-
mótinu og eru þær alls sjö, tölt,
fjórgangur, fimmgangur, 250
metra skeið, gæðingaskeið,
hlýðniæfingar og víðavangs-
hlaup.
Mótssvæðið verður opnað kepp-
endum mánudaginn 11. júlí til
æfinga og búið er að útvega að-
stöðu í hesthúsum á Hellu fyrir
keppnishesta og hagabeit fyrir þá
sem þess óska. Þeir Gunnar Frið-
þjófsson og Höskuldur Hildi-
brandsson munu sjá um að koma
hestunum fyrir og verða þeir á
staðnum.
Verið er að byggja nýjan tvö-
hundruð metra vóil á vallarsvæð-
inu auk þess sem stikuð hefur
verið út 2.300 metra löng og erfið
braut fyrir víðavangshlaupið, en
þess má geta að víðavangshlaupið
á undanförnum Evrópumótum
hefur verið mjög erfitt. Hlýðni-
æfingar eru með nokkuð nýstár-
legu sniði sem veitir keppendum
meiri möguleika, þannig að knap-
ar geta valið einfaldar B-hlýðni-
æfingar og allt upp í þungar æf-
ingar sem gefa fleiri stig ef vel
tekst til. Með öilum hlýðniæfing-
Hestar
Valdimar Kristinsson
um verður að fylgja tónlist sem
fellur vel að æfingunum. I víða-
vangshlaupinu verða hindranir
bæði tilbúnar og frá náttúrunnar
hendi, s.s. ár, lækir og moldar-
börð. Keppni í gæðingaskeiði og
250 metra skeiði verður með
sama sniði og verið hefur á hesta-
mótum hérlendis.
Eins og áður segir stendur úr-
takan yfir í tvo daga og verður
tvöföld umferð og mega keppend-
ur vera á ótakmörkuðum fjölda
hesta fyrri daginn. Seinni daginn
mætir hver keppandi með einn
hest. Ástæðan fyrir þessu fyrir-
komulagi er sú að þegar endan-
lega verður valið í keppnissveit-
ina má hver maður aðeins vera
með einn hest.
Nú þegar er farin að myndast
töluverð spenna fyrir úrtökuna,
enda mikið í húfi því telja má að
sæti í landsliði íslands í hesta-
íþróttum sé einhver mesti heiður
sem íslenskum reiðmanni getur
hlotnast. Skráningu lauk síðast-
liðinn þriðjudag og eru til leiks
skráðir þekktir hestar og kunnir
knapar og má því búast við
hörkuspennandi keppni.
423 luku námi á 79. skóla-
ári Iðnskólans í Reykjavík
IDNSKÓLANUM í Reykjavík var
slitið 31. maí sl. og lauk þá 79.
starfsári hans.
í ræðu sinni við skólaslit minnt-
ist Ingvar Ásmundsson, skóla-
stjóri, á framtíðaráætlanir skól-
ans, en stefnt er á að tölvufræði-
braut verði sett á laggirnar sem
útskrifi stúdenta. Þá þakkaði
skólastjóri þeim Sigurði Krist-
jánssyni og Stefaníu Ólafsson vel
unnin störf, en þau láta nú bæði af
kennslu við skólann. Einnig
minntist hann Vigfúsar Árnason-
ar, deildarstjóra í hárskurðardeild
en hann lést í vetur.
Að lokum hafði Snorri Jónsson
orð fyrir 50 ára nemendum skól-
ans og skýrði frá fyrirhugaðri gjöf
þeirra, málverki af Sigurði Skúla-
syni, magister.
Alls lögðu 1492 stund á nám við
skólann í vetur og iuku 286 prófi
að þessu sinni og voru veitt 18
verðlaun fyrir góða frammistöðu.
Er hér birtur fjöldi þeirra sem út-
skrifuðust úr hverri deild í vor, en
skólinn útskrifaði 137 nema um
áramót og hafa því 423 nemendur
lokið prófi á þessu skólaári.
Pípulögn	8	Tannsmíði	1
Prentsetning	4	Veggfóðrun-dúkl.	2
Hæðarprent	2	Vélvirkjun	19
Rafvélavirkjun	5	Rafeindavirkjun	
Rafvirkjun	27	(útvarps- og sjónv.v.)	31
Rennismíði	1	Tækniteiknun	32
Bakaraiðn	5
Bifreiðasmíði	10
Bifvélavirkjun	4
Blikksmíði	10
Bókband	4
Gull- og silfursmíði	3
Hárgreiðsla	23
Húsasmíði	67
Húsgagnasmíði	7
Kjötiðn	7
Ljósmyndun	1
Málaraiðn	4
Múraraiðn	5 1 1
Netagerð Skeyting og plötugerð	
Offsetprentun	2
Patreksfjörður:
Landsbankinn opnar nýtt útibú
LANDSBANKINN opnaði 1. júlí sl.
nýtt bankaútibú að Aðalstræti 75,
Patreksfirði.
Húsið Aðalstræti 75 er upphaf-
lega byggt fyrir Apótek Patreks-
fjarðar. Bygging þess hófst mið-
sumars 1972. Það er steinsteypt,
tvær hæðir. 200 fermetrar að
grunnfleti. A neðri hæð þess var
apótekið og vinnustofur því tengd-
ar, auk tvöfaldrar bílgeymslu. Á
efri hæð var íbúð lyfsalans, Sig-
urðar G. Jónssonar. Húsið er
teiknað af Jóni Haraldssyni, arki-
tekt.
Á árinu 1982 keypti Landsbank-
inn húsið til starfrækslu banka-
útibús, en apótekið hefur verið
flutt.
Á neðri hæð hússins er nú af-
greiðslusalur útibúsins, viðtals-
herbergi, tölvuherbergi, öryggis-
hvelfing með geymsluhófum fyrir
viðskiptamenn, skjalageymsla,
kaffistofa starfsfólks o.fl. Á efri
hæð er íbúð útibússtjóra.
Hið nýja útibú Landsbankans á
Patreksfirði annast öll venjuleg
bankaviðskipti, jafnt erlend sem
innlend.
Kynntu þér
vörumarkaðsverð
Hringborð
95 cm og 4 stólar
kr. 8.180.-
ef staogreitt.
Aflangt borð
120x80 og 4 stólar
kr. 8.180.-
ef staögreitt.
Borðplötur hvítar, fótur natur, rauöur, brúnn eöa svartur.
Stólar 4 litir, natur, rauöir, brúnir og svartir.
Afborgunarskilmálar
Opiö til kl. 8 í kvöld fimmtudag.
Sendum um
land allt
¦y_} Vnrumarkaðurnnh.
Sími 86112.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48