Morgunblaðið - 07.07.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.07.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1983 27 Vinur 953. Knapi er Einar Magnússon. Stóðhesturinn Vinur 953 frá Kotlaugum seldur — Kaupandi var hrossaræktarsamband Suðurlands FYRIR skömmu keypti hrossa- ræktarsamband Suöurlands I. verðlauna stóöhestinn Vin 953 frá Kotlaugum af Siguröi Krist- mundssyni og er söluverð hundrað og tuttugu þúsund krónur. Vinur, sem er undan Sörla 653 frá Sauðárkróki og Pöndru frá Unnarsholtskoti, var sýndur á síðasta landsmóti þá fjögurra vetra gamall. Hlaut hann í ein- kunn 8.00 fyrir byggingu og 8.07 fyrir hæfileika eða 8.03 í meðal- einkunn og varð hann annar i röð fjögurra vetra hesta. Það vekur athygli hversu lágt verðið er á svo hátt dæmdum stóðhesti en aö sögn Haraldar Sveinssonar, formanns hrossa- ræktarsambands Suðurlands, er ástæðan fyrir því sú, að seljandi vildi öðru fremur að hesturinn færi ekki út úr héraðinu og hitt að hrossaræktarsambandið væri ekki fjársterkt um þessar mund- ir. Ekki er ósennilegt að hægt hefði verið að fá allt að tvö hundruð þúsund fyrir hest sem þennan ef seljandi hefði látið eigin hagsmuni sitja í fyrirrúmi. Aðspurður kvað Haraldur að hesturinn yrði notaður á vegum sambandsins í sumar og væri fullt hjá honum fyrri hlutann en hinsvegar væru laus pláss seinna tímabilið. VK Frá keppni í hestaíþróttum. Björn Sveins- son og Hrímnir frá Hrafnagili íslandsmeist- arar í tölti 1981. Úrtaka fyrir EM: Útlit fyrir æsi- spennandi keppni DAGANA 14. og 15. júlí verður haldin úrtaka fyrir Evrópumótið sem haldið verður í Þýskalandi í byrjun september nk. I úrtökunni verður keppt í sömu greinum og keppt verður í á sjálfu Evrópu- mótinu og eru þær alls sjö, tölt, fjórgangur, fimmgangur, 250 metra skeið, gæðingaskeið, hlýðniæfingar og víðavangs- hlaup. Mótssvæðið verður opnað kepp- endum mánudaginn 11. júlí til æfinga og búið er að útvega að- stöðu í hesthúsum á Hellu fyrir keppnishesta og hagabeit fyrir þá sem þess óska. Þeir Gunnar Frið- þjófsson og Höskuldur Hildi- brandsson munu sjá um að koma hestunum fyrir og verða þeir á staðnum. Verið er að byggja nýjan tvö- hundruð metra völl á vallarsvæð- inu auk þess sem stikuð hefur verið út 2.300 metra löng og erfið braut fyrir víðavangshlaupið, en þess má geta að víðavangshlaupið á undanförnum Evrópumótum hefur verið mjög erfitt. Hlýðni- æfingar eru með nokkuð nýstár- legu sniði sem veitir keppendum meiri möguleika, þannig að knap- ar geta valið einfaldar B-hlýðni- æfingar og allt upp í þungar æf- ingar sem gefa fleiri stig ef vel tekst til. Með öllum hlýðniæfing- Hestar Valdimar Kristinsson um verður að fylgja tónlist sem fellur vel að æfingunum. í víða- vangshlaupinu verða hindranir bæði tilbúnar og frá náttúrunnar hendi, s.s. ár, lækir og moldar- börð. Keppni í gæðingaskeiði og 250 metra skeiði verður með sama sniði og verið hefur á hesta- mótum hérlendis. Eins og áður segir stendur úr- takan yfir í tvo daga og verður tvöföld umferð og mega keppend- ur vera á ótakmörkuðum fjölda hesta fyrri daginn. Seinni daginn mætir hver keppandi með einn hest. Ástæðan fyrir þessu fyrir- komulagi er sú að þegar endan- lega verður valið í keppnissveit- ina má hver maður aðeins vera með einn hest. Nú þegar er farin að myndast töluverð spenna fyrir úrtökuna, enda mikið í húfi því telja má að sæti í landsliði íslands í hesta- íþróttum sé einhver mesti heiður sem íslenskum reiðmanni getur hlotnast. Skráningu lauk síðast- liðinn þriðjudag og eru til leiks skráðir þekktir hestar og kunnir knapar og má því búast við hörkuspennandi keppni. 423 luku námi á 79. skóla- ári Iðnskólans í Reykjavík IÐNSKÓLANUM í Reykjavík var slitið 31. maí sl. og lauk þá 79. starfsári hans. í ræðu sinni við skólaslit minnt- ist Ingvar Ásmundsson, skóla- stjóri, á framtíðaráætlanir skól- ans, en stefnt er á að tölvufræði- braut verði sett á laggirnar sem útskrifi stúdenta. Þá þakkaði skólastjóri þeim Sigurði Krist- jánssyni og Stefaníu ólafsson vel unnin störf, en þau láta nú bæði af kennslu við skólann. Einnig minntist hann Vigfúsar Árnason- ar, deildarstjóra í hárskurðardeild en hann lést í vetur. Að lokum hafði Snorri Jónsson orð fyrir 50 ára nemendum skól- ans og skýrði frá fyrirhugaðri gjöf þeirra, málverki af Sigurði Skúia- syni, magister. Alls lögðu 1492 stund á nám við skólann í vetur og iuku 286 prófi að þessu sinni og voru veitt 18 verðlaun fyrir góða frammistöðu. Er hér birtur fjöldi þeirra sem út- skrifuðust úr hverri deild í vor, en skólinn útskrifaði 137 nema um áramót og hafa því 423 nemendur lokið prófi á þessu skólaári. Bakaraiðn 5 Bifreiðasmíði 10 Bifvélavirkjun 4 Blikksmíði 10 Bókband 4 Gull- og silfursmíði 3 Hárgreiðsla 23 Húsasmíði 67 Húsgagnasmíði 7 Kjötiðn 7 Ljósmyndun 1 Málaraiðn 4 Múraraiðn 5 Netagerð 1 Skeyting og plötugerð 1 Offsetprentun 2 Pípulögn 8 Prentsetning 4 Hæðarprent Rafvélavirkjun 5 Rafvirkjun 27 Rennismíði 1 Tannsmíði 1 Veggfóðrun-dúkl. 2 Vélvirkjun 19 Rafeindavirkjun (útvarps- og sjónv.v.) 31 Tækniteiknun 32 Patreksfjörður: Landsbankinn opnar nýtt útibú LANDSBANKINN opnaði 1. júlí sl. nýtt bankaútibú að Aðalstræti 75, Patreksfirði. Húsið Aðalstræti 75 er upphaf- lega byggt fyrir Apótek Patreks- fjarðar. Bygging þess hófst mið- sumars 1972. Það er steinsteypt, tvær hæðir, 200 fermetrar að grunnfleti. Á neðri hæð þess var apótekið og vinnustofur því tengd- ar, auk tvöfaldrar bílgeymslu. Á efri hæð var íbúð lyfsalans, Sig- urðar G. Jónssonar. Húsið er teiknað af Jóni Haraldssyni, arki- tekt. Á árinu 1982 keypti Landsbank- inn húsið til starfrækslu banka- útibús, en apótekið hefur verið flutt. Á neðri hæð hússins er nú af- greiðslusalur útibúsins, viðtals- herbergi, tölvuherbergi, öryggis- hvelfing með geymsluhófum fyrir viðskiptamenn, skjalageymsla, kaffistofa starfsfólks o.fl. Á efri hæð er íbúð útibússtjóra. Hið nýja útibú Landsbankans á Patreksfirði annast öll venjuleg bankaviðskipti, jafnt erlend sem innlend. Kynntu þér vörumarkaðsverð Hringborð 95 cm og 4 stólar kr. 8.180.- ef staögreitt. Aflangt borð 120x80 og 4 stólar kr. 8.180.- ef staðgreitt. Borðplötur hvítar, fótur natur, rauöur, brúnn eöa svartur. Stólar 4 litir, natur, rauöir, brúnir og svartir. Afborgunarskilmálar Opið til Sendum land allt kl. 8 í kvöld fimmtudag. um © Vörumarkaðurinn hf. Sími 86112.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.