Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 151. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 7. JÚLl 1983
31
gjöld til Islands var verðmunur
hins vegar í mörgum tilvikum
minni en ætla hefði mátt á þeim
vörum sem fluttar eru inn.
Meðal helstu atriða sem úr könn-
uninni má lesa eru eftirtalin:
1. Ósekkjað sement sem framleitt
er í hvoru landi fyrir sig og selt
steypustöðvum er allt að 60%
dýrara í Reykjavík en t.d. í
Stokkhólmi. Hins vegar er lítill
verðmunur á sekkjuðu sementi
og er það að jafnaði heldur dýr-
ara í Svíþjóð. Ef miðað er við
verðlag á sementi nú væri jafn-
vel ódýrara fyrir steypustöðvar í
Reykjavík að flytja það inn frá
Suður-Svíþjóð en að kaupa það
frá Sementsverksmiðju ríkisins.
Söluverð ísl. verksmiðjunnar er
það sama fyrir sekkjað og
ósekkjað sement þrátt fyrir
mikinn kostnaðarmismun vegna
pökkunar (reyndar er steypu-
stöðvum selt með 4—9% af-
slætti).
2. Ef flutningskostnaður er dreg-
inn frá timburverði væri það í
sumum tilvikum lægra í Reykja-
vík en í Svíþjóð.
3. Mikill kostnaður leggst á inn-
kaupsverð glerullar (flutnings-
kostnaður og vörugjald), hrein-
lætistækja (138% tollur og vör-
ugj-), veggflísa (67% tollur og
vörugj.) og fleiri vörutegunda.
Þrátt fyrir það eru sumar þessar
vörur ódýrari til kaupenda í
Reykjavík en í Svíþjóð. Bendir
það til hagstæðra innkaupa inn-
flytjenda á markaði þar sem
samkeppni er mikil.
4. Einangrunargler er mun ódýr-
ara í Reykjavík en í Svíþjóð
þrátt fyrir sömu gæði skv. upp-
lýsingum frá Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins.     Sam-
keppnin er mikil á glermarkaði
hérlendis og hvetur vafalaust til
hagstæðra innkaupa og hag-
kvæmni í rekstri.
Jafnhliða verðkönnuninni voru
laun starfsmanna í byggingarvöru-
framleiðslu og starfsmanna í bygg-
ingarvöruverslunum á íslandi bor-
in saman við laun sömu starfs-
stétta í Svíþjóð. Nokkurrar óvissu
gætir um launin á Islandi, einkum
er varðar skatta en reynt var að
bera saman ráðstöfunartekjur. Má
þó með nokkurri nákvæmni segja
að tekjur fyrrnefndra stétta að frá-
dregnum beinum sköttum séu um
30% hærri í Svíþjóð en á íslandi.
Gefur það vísbendingu ásamt
verðupplýsingum um hvað það
kostar þessa launþega á íslandi að
kaupa byggingarvörur í hlutfalli
við laun með hliðsjón af sömu
starfsstéttum í Svíþjóð.
LjwmyiKl Mbl. GuAjðn.
Georg Olafsson, verðlagsstjóri, og Áke Ilallmann. verðlagsstjóri Svíþjóðar til
vinstri.
Niðurstöðurn-
ar komu mér
verulega á óvart
— segir Áge Hallmann, verðlagsstjóri Svíþjóðar
„NIÐURSTÖÐUR verðkönnunarinnar komu mér töluvert á
óvart. Ég átti óneitanlega von á mun meiri verðmun, en þarna
kemur fram," sagði Áke Hallman, verðlagsstjóri Svíþjóðar, í
samtali við Mbl. Georg Ólafsson, verðlagsstjóri tók í sama
streng og sagði verðmuninn vera mun minni en hann hefði
átt von á. Það sem hins vegar ylli sér ákveðnum áhyggjum,
væri hinn gríðarlega mikli verðmunur á sementi, íslending-
um í óhag.
Það kom fram hjá sænska verð-
lagsstjóranum, að verðlag er
frjálst á sem næst öllum vöruteg-
undunum sem um ræðir. Hins veg-
ar væri um ákveðna verðgæzlu að
ræða, sem reynzt hefði vel. Georg
Ólafsson sagði þessa könnun stað-
festa þá skoðun sína, að frjálst
verðlag ætti við í ákveðnum til-
fellum, síðan þyrfti að hafa ákveð-
na verðgæzlu í öðrum tilvikum.
Hann nefndi sem dæmi, að verð á
gleri sem er mun lægra hér á landi
heldur en í Svíþjóð. Þar virkaði
mikil samkeppni greinilega vel,
auk þess sem launakostnaður er
lægri hér á landi.
Georg ólafsson sagði könnunina
ótvírætt gefa til kynna, að í mörg-
um tilvikum gerðu íslenzkir inn-
flytjendur  mjög  hagkvæm  inn-
kaup og væri það ánægjulegt. Áke
Hallmann tók undir það og sagði
eina skýringuna á hagstæðu inn-
kaupsverði íslenzkra fyrirtækja
eflaust vera þá, að framleiðendur
litu íslendinga sérstökum augum,
smæðarinnar vegna. Þeir sæju
einfaldlega fram á, að lækkuðu
þeir verðið ekki nægilega mikið
yrði ekkert af sölu.
Georg Ölafsson vakti sérstaka
athygli á litlum verðmun á hrein-
lætistækjum, sem framleidd væru
að hluta í Svíþjóð. Verðmunurinn
væri ekki nema á bilinu 4—27%,
en á CIF-verð hreinlætistækja
legðust 138% í tollum og vöru-
gjaldi hér á landi. Verðið væri því
í raun mun lægra hér á landi.
Sömu sögu væri reyndar að segja
af veggflísum og gólfefni.
Aðalfundur sýslunefnd-
ar Norður-Múlasýslu
SÝSLUNEFND Noröur-Múlasýslu hélt
aðalfund sinn á Seyðisfirði dagana
10.—12. júní sl. og voru lögð fram og
afgreidd 97 mál á fundinum.
Á fundinum var fjárhagsáætlun
sýslusjóðs 1983 samþykkt en heild-
artekjur eru um kr. 711.577.000. Þá
var ítrekuð fyrri samþykkt um
Fljótsdalsvirkjun og skorað á Hafnar-
málastofnun að hraða hafnarfram-
kvæmdum á Bakkafirði, Vopnafirði og
Borgarfirði. Einnig var skorað á Al-
þingi að samþykkja frumvarp um kís-
ilmálmverksmiðju á Reyðarfirði og
vegaframkvæmdir yfir Hellisheiði.
Sýslufundurinn samþykkti að koma
á fót sýsluráði sem starfaði milli aðal-
funda og yrðu í því tveir úr hópi sýslu-
nefndarmanna sem væru kosnir,
ásamt sýslumanni sem yrði sjálfkjör-
inn. Þá var ákveðið að fela sýsluráði
að leita úrbóta á ranglátum og úrelt-
um úthlutunarreglum sýsluvegafjár í
landinu.
Að lokum var gerð sérstök sam-
þykkt vegna tillagna um breytt verk-
svið sýslunefnda og frumvarps til
laga, 79. mál á 104. löggjafarþingi
1981, um að leggja sýslunefndir niður.
Hljómar samþykktin svo: Hjá sýslu-
nefndum er enn það eina sem eftir er
af stjórnarfarslegu valdi landsbyggð-
arinnar. Afnám þess valds er í and-
stöðu við yfirlýst sjónarmið flestra
landsmanna um valddreifingu. Sýslu-
nefnd Norður-Múlasýslu leggur höf-
uðáherslu á sjálfstæði og sjálfs-
ákvörðunarrétt sveitarfélaga að
margvíslegum málum.
Ályktunin var samþykkt samhljóða.
Oddviti sýslunefndar Norður-Múla-
sýslu er Sigurður Helgason, sýslumað-
ur og bæjarfógeti á Seyðisfirði.
Málarafélag Reykjavíkur:
Mótmælir bráðabirgðalögum
MBL. HEFUR borist ályktun frá
stjórn og trúnaðarráði Málarafé-
lags Reykjavíkur sem samþykkt
var á fundi þann 14. júní sl. Álykt-
unin er svohljóðandi:
„Stjórn og trúnaðarráð Málara-
félags Reykjavíkur mótmælir
harðlega þeim harkalegu árásum
á kjör launafólks sem felast í
bráðabirgðalögum ríkisstjórnar
Steingríms Hermannssonar og
tekur undir framkomin mótmæli
miðstjórnar ASÍ.
Stjorn og trunaðarráð
Málarafélags Reykjavíkur."
Heilsuhelgi
hefst kl. 17.00 fimmtudaa 7/7 1983 oo lvkur^—7
hefst kl. 17.00 fimmtudag 7/7 1983 og lýkur'
þriöjudaginn 12/7. Frjáls mæting.
LÆKNIR OG LÆKNANEMAR VERDA A STAÐNUM
JónÓttar
ráðleggur um
mataræði.
HjðrdM Magnúsdóttir
iþróttarrasðingur
Dagný Pétursdóttir,
danakannarí.
Samkvaimisdanur.
Jónini
Banediktsdóttir,
ípróttarraðingur.
JanaFonda.
Jackie Genova.
Fred Schalk,
nuddari.
ÆNNGASTOÐIN
ENGIHJALLA 8 * «46900
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48