Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 151. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						36
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1983
Dóttir okkar,
t
KRISTÍN VILBORG ARNADÓTTIR,
lést af slysförum þriðjudaginn 5. júlí.
Fyrir hönd vandamanna.
Björk Hafrún Kr.stinsdóttir,
Árni Heiðar.
t
Móöir okkar,
SIGRÍDUR MAGNÚSDÓTTIR,
Hverfisgötu 83, Reykjavík,
lést í Borgarspítalanum aö morgni 6. júlí.
Börn hinnar latnu.
t
Eiginmaöur minn, sonur, bróðir og mágur,
JÓN KR. ÞORLÁKSSON,
rafvirki,
lézt í sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn þann 5. júlí sl.
Margot Holdt Þorláksson,
Páll Þorláksson,
Gunnar Þorláksson,
Auöur Þorláksdóttír,
Rikey Einarsdóttir,
Þorlákur Jónsson,
Ásthildur Pétursdóttir,
Kolbrún Hauksdóttir,
Gunnar Már Torfason,
Magnús Gunnlaugsson.
+
GUOMUNDUR HELGI ÁGÚSTSSON,
Bergþórugötu 51, Reykjavík,
lést á Höfn í Hornafiröi 3. júlí.
Jarðsett verður frá Fossvogsk/rkju föstudaginn 8. júlí kl. 13.30.
Fyrir hönd vandamanna,
Steínunn Óladóttir,
börn og systkini hins latna.
+
Maöurinn minn, faöir, tengdafaöir og afi,
JÓN HELGASON,
Krókatúni 15,
Akranosi,
verður jarösunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 8. júlí kl. 11.30.
Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Sjúkrahús Akraness.
Fyrir hönd ættingja,
Sigurlaug Svemsdóttír.
+
Móöir okkar,
JÓNA EGILSDÓTTIR,
Ljósheimum 20,
veröur jarösungin frá Dómklrkjunni föstudaginn 8. júli kl. 10.30.
Asthildur Sveinsdóttir,         Egill Svemsson.
+
Útför bróður okkar,
EINARS J. GUDMUNDSSONAR,
bifreiöastjóra fré Þingoyri,
öldugötu 59, Reykjavik,
fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. júlí kl. 10.30.
Þeir sem vildu minnast hins látna vinsamlegast láti SÍBS njóta
þess.
Guölaug Guðmundsdóttir,
Jóhanna Guðmundsdóttir,
Laufey Guðmundsdóttir,
Kristin Guðmundsdóttir.
+
Útför eiginmanns míns, föður, tengdafööur og afa,
VIGFUSAR (BÓBÓ) SIGURJÓNSSONAR,
stýrimanns,
Austurgötu 40, Hafnarfirði,
fer fram frá Hafnarfjaröarkirkju föstudaginn 8. júlí kl. 15.00.
Þeir sem vildu minnast hins látna vinsamlegast láti líknarstofnanir
njóta þess.
Jóhanna Andrósdóttir,
Guöleif Hrefna Vigfúsdóttir,   Magnús Hallsson,
Andrés Ingi Vigfússon,
Sigurjón Vigfússon,            Sigurlaug Jóhannsdóttir.
Hinrik Vigfússon,
Rannveig Vigfúsdóttir,         Eyjólfur R. Sigurðsson,
Rannveig Vigfúsdóttir,
og barnabörn.
Minning:
Hjortur Kristmunds-
son fv. skólastjóri
Fæddur 1. febníar 1907
Dáinn 17. júní 1983
„Þurftir aldrei þig að beygja
þorðir bæði að lifa og deyja."
Hjörtur Kristmundsson
Ég hverf að Sólbakka á Seyðis-
firði fagran sumardag árið 1940.
Gesti hefur borið að garði, tvær
móðursystur mínar, Gunnfríði og
Einöru Jónsdætur, lítinn son
hennar, Jón Gunnar, og kennara
úr Reykjavík, er reyndar varð
seinni maður frænku minnar, Ein-
öru.
Get ég eftir 43 ár lýst þessum
manni með augum unglings-
stúlku?
Hann var þéttvaxinn, herða-
breiður og snar í hreyfingum.
Hárið var fagurlega sveipað, aug-
un skínandi skörp undir dökkum
brúnum. Augnaráðið einkennilega
áleitið enda varð mér starsýnt á
manninn. Hann var kankvís á
svipinn qg oft meira en lítið
háðskur. Átti hann það kannski til
að vera kaldranalegur? Og þó.
Hafði hann ekki strokið mér um
vangann er hann heilsaði og mér
varð eitthvað svo vært. Röddin var
sterk og hljómmikil og mér fannst
hann tala hátt. Það læddist að
mér sá grunur að hann gæti verið
fyrirferðarmikill.
Svo hóf þessi furðulegi maður
að lesa frumort ljóð.
„Stofan fylltist öll af orðum
undir dýrum bragarhætti."
Ekkert vit hafði ég á ljóðunum
en nú veit ég að frá þessum sama
degi dáði ég Hjört Kristmundsson
á ollum mínum aldursskeiðum.
Lítið grunaði feimna ferming-
artelpu að þarna hefði hún eignast
ævivin og annan föður.
- O -
Hjörtur og Einara bjuggu
lengst af á Skólavörðustíg 21. Þar
rak Einara kjólasaumastofu, enda
meistari í þeirri iðn frá Kaup-
mannahöfn. Hjörtur stundaði
kennslu við Laugarnesskólann og
þótti afbragðs kennari. Síðar varð
hann skólastjóri Breiðagerðisskól-
ans.
í skjóii þeirra hjóna var ég
fyrstu skólaárin mín í Reykjavík
— reyndar alla tíð — og þegar ég
færði á fund þeirra óframfærinn,
ungan mann, Albert Guðmunds-
son, þá gerðu þau ekki upp á milli
okkar heldu tóku hann líka undir
sinn verndarvæng. Okkar skuld
við þau verður aldrei goldin.
Það voru sífellt á sveimi í kríng-
um Hjört greindir, lesnir, ljóð-
elskir og skáldmæltir einstakl-
ingar. Hann var sjálfur afburða
kjarnyrtur og hagorður, fádæma
gott skáld og víðlesinn. En lítt
hirti hann um ljóðin sín, þótt væri
hann þess vel beðinn.
Það þarf ekki að eyða orðum að
því að Hjörtur reyndist stjúpsyni
sínum sem besti faðir og börnum
hans ástríkur afi.
Frænka rnín, Einara, var manni
sínum stoð og styrkur, hún var sú
eik, er engir stormar buguðu. Hún
sat löngum við sjúkrabeð Hjartar
en auðnaðist ekki að fylgja honum
á leiðarenda. Örlögin brugðu
ómaklega fyrir hana fæti, nú ligg-
ur hún illa haldin á Landakots-
spítalanum.
Hjartar verður sárt saknað en
þó er huggun harmi gegn að hann
fær nú lausn undan oki erfiðra
veikinda.
Guð blessi minningu hans.
Brynhildur og Albert
Guðmundsson
Hjörtur Kristmundsson, fyrr-
verandi skólastjóri Breiðagerðis-
skóla í Reykjavík, lést þjóð-
hátíðardaginn 17. júní sl.
Andlát hans kom mér ekki á
óvart, því hann var búinn að berj-
ast við erfiðan sjúkdóm um tíma
auk þess sem ellin var farin að
mæða hann nokkuð.
Magnús Hjörtur, eins og hann
hét fullu nafni, var fæddur 1.
febrúar árið 1907 á Laugarlandi í
Nauteyrarhreppi í N-lsafjarðar-
sýslu.
Foreldrar hans voru hjónin Et-
ilríður Pálsdóttir og Kristmundur
Guðmundsson. Hann ólst upp hjá
Halldóri Jónssyni, bónda á Rauðu-
mýri, og konu hans, Ingibjörgu
Jónsdóttur.
Hjörtur tók íþróttakennarapróf
árið 1927, stundaði síðan nám við
Eiðaskóla 1928—1930 og Askov í
Danmörku 1930—1931. Kennara-
prófi lauk hann árið 1935. Hann
gerðist kennari við Laugarnes-
skóla árið 1935 og var þar í 20 ár
eða þar til hann tók við skóla-
stjórastarfi við Breiðagerðisskóla
árið 1955. Því starfi gegndi hann
til haustsins 1973, er hann lét af
störfum og settist að mestu í helg-
an stein.
Árið 1940 kvæntist Hjörtur Ein-
öru Andreu Jónsdóttur sauma-
kennara, sem er hin mætasta
kona. Hún er dóttir Jóns Jónsson-
ar, bónda á Kirkjubæ í Vindhælis-
hreppi. Hjónaband þeirra entist í
43 ár og var mikið jafnræði með
þeim hjónum. Hjörtur gekk syni
Einöru, Jóni Gunnari, í föðurstað
og leit alla tíð á hann sem sinn
eigin son. Var mjög kært með
þeim stjúpfeðgum.
Hjörtur var hnellinn maður,
ekki hár en þrekinn vel og breiður
um herðar, hárið brúnt en hafði
víst verið rautt, liðað og þykkt,
röddin var mikil, djúp og mögnuð,
andlitsfallið allt sterklegt og vitn-
aði um þann litríka persónuleika
er inni fyrir bjó. Gáfurnar og and-
ríkið gneistaði af honum og hnytt-
in tilsvörin gleymast þeim ekki, er
urðu þeirrar ánægju aðnjótandi
að kynnast þessum fágæta manni.
Hjörtur var skáld gott en flíkaði
því ekki mikið. Hann hafði tölu-
verð afskipti af félagsmálum, var
formaður Stéttarfélags barna-
kennara í Reykjavík 1942—1945 og
aftur um skeið upp úr 1952. Hann
hafði ákveðnar stjórnmálaskoðan-
ir og fór ekki dult með þær, því að
maðurinn var með afbrigðum
hreinlyndur.
Kynni mín af Hirti hófust ekki
fyrr en haustið 1958 er ég vistaðist
hjá honum sem kennari við
Breiðagerðisskóla. Ég hafði þó
hitt hann á útmánuðunum er Jón-
as B. Jónsson, t'ræðslustjóri, fór
með okkur kennaraefnin í heim-
sókn í nokkra skóla. Leist mér
strax vel á manninn og hugsaði
sem svo, að hjá honum vildi ég
gjarnan vinna. Reyndin varð líka
sú að hjá honum var gott að vera.
Hann stjórnaði skólanum, sem um
tíma var fjölmennasti barnaskðli í
Reykjavík, af atorku og festu með
dyggri aðstoð sfns ágæta yfir-
kennara, Gunnars Guðröðarsonar,
sem einnig kom úr Laugarnes-
skóla. Ég tel það gæfu mína að
hafa fengið að mótast sem kennari
undir stjórn þessara ágætu
manna, sem áttu ekki til
smámunasemi eða sýndar-
mennsku.
Tilviljunin hagaði því svo að ég
ók Hirti tíðum heim úr skólanum.
Áttum við þá oft langar samræður
fyrir framan heimili hans, fyrst á
Skólavörðustígnum en siðar á
Þórsgötunni. Varð ég þá margs
vísari því Hjörtur var hafsjór
fróðleiks og tungutak hans slíkt að
lærdómsríkt var á hann að hlýða.
Vil ég nú við ævilok hans þakka
honum alla þá vinsemd og stuðn-
ing, er hann sýndi mér þessi
ógleymanlegi maður, og óska hon-
um góðrar ferðar á ókunnum stig-
um ómældrar víddar annars
heims.
Einöru, sem nú liggur helsjúk á
sjúkrahúsi, Jóni Gunnari og börn-
um hans votta ég samúð mína.
Hrefna Sigvaldadóttir
Hjörtur Kristmundsson, fyrr-
verandi skólastjóri, lést í Landa-
kotsspitala 17. júní sl. eftir all-
langa sjúkdómslegu, á 77. aldurs-
i ári.
Hjörtur fæddist 1. febrúar árið
1907 á Laugalandi í Nauteyrar-
hreppi, N-fsafjarðarsýslu. For-
eldrar hans voru Kristmundur
Guðmundsson vinnumaður þar,
Guðmundssonar bónda í Bessa-
tungu í Saurbæ í Dalasýslu, og
kona hans Etelríður Pálsdóttir
Andreásonar formanns á ísafirði.
Hjörtur ólst upp hjá Halldóri
Jónssyni á Rauðamýri og Ingi-
björgu Jónsdóttur konu hans.
Kenndi hann sig jafnan við þannn
bæ.
Á æskuárum vann Hjórtur
hörðum höndum, eins og þá var
títt, við margs konar störf til
lands og sjávar. Ungur að aldri
hleypti hann heimdraganum og
árið 1927 tók hann íþrótta-
kennarapróf í Reykjavík. Síðan lá
leið hans austur á land og starfaði
hann um hríð á Seyðisfirði en
stundaði eftir það nám í alþýðu-
skólanum á Eiðum 1928—30. Síðar
hélt hann til Danmerkur og stund-
aði nám við lýðháskólann í Askov
um eins árs skeið en lauk því næst
prófi frá Kennaraskóla íslands
1935. Sama ár réðst hann kennari
að Laugarnesskólanum í Reykja-
vík og gegndi því starfi til ársins
1955 er hann gerðist skólastjóri
Breiðagerðisskóla, og þar lauk
hann starfsferli sínum í fyllingu
tímans.
Hvar sem Hjörtur fór markaði
hann spor, enda í hópi þekktustu
skólamanna hér um árabil. Hann
var ætíð ódeigur að axla ábyrgð og
takast vanda á hendur. Hann tók
mikinn þátt í félagsmálum kenn-
ara, var m.a. allmörg ár formaður
Stéttarfélags barnakennara í
Reykjavík og átti um skeið sæti í
stjórn Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja. í tólf ár sat hann í
úthlutunarnefnd listamannalauna
og hlaut misjafnar þakkir fyrir
eins og aðrir sem til þeirrar iðju
hafa verið kvaddir.
Hjörtur var harðduglegur að
hverju sem hann gekk og mátti
einu gilda hvort um var að ræða
andleg eða líkamleg störf. Fáir
fylgdu honum eftir við erfiðisverk,
enda maðurinn ókvalráður og af-
renndur að afli. Hann var aðsóps-
mikill kennari og röggsamur
skólastjóri er hafði skýrar for-
sagnir um hvaðeina. I félagsmál-
um var hann raunsær og glögg-
skygn og málafylgjumaður hinn
mesti, orðheppinn með afbrigðum
og ekki örgrannt um að andstæð-
ingar kveinkuðu sér undan skeyt-
um hans á kappræðufundum, en á
hinn bóginn svo hreinlyndur að
aldrei hefði hvarflað að honum að
vega aftan að nokkrum manni.
Okunnugum kann að hafa fund-
ist Hjörtur stundum hrjúfur í við-
mótí. En það var aðeins á ytra
borði. Hlýtt hjarta og milt hugar-
þel bjó þar undir, svo sem vanda-
menn hans og vinir gerst þekktu.
Hjörtur mátti ekkert aumt sjá og
var ætíð boðinn og búinn að
hlaupa undir bagga með vinum og
kunningjum — og raunar öllum er
til hans leituðu — og sparaði sig
þá hvorki né spurði að launum.
Um auðsöfnun var og ekki heldur
að ræða hjá Hirti frekar en öllum
þorra starfsbræðra hans. Ríki-
dæmi hans var af ððrum rótum
runnið. Hann var feikilega vel
heima í íslenskum bókmenntum
og þjóðfræðum allt frá Eddukvæð-
um til okkar tíma, sögumaður
ágætur og svo minnugur að mörg-
um blöskraði. Fáir stóðu honum á
sporði þegar rætt var um íslend-
ingasögur og Sturlungu. Hjörtur
var sannkailaður samræðusnill-
ingur og auk þess ágætlega
skáldmæltur. Mörg listfeng kvæði
lætur hann eftir sig liggja og
ógrynni lausavísna mælti hann af
munni fram við margvísleg tæki-
færi, einatt fremur í þeim tilgangi
að gera viðstöddum glatt í geði en
til að auka eigin hróður, enda
allra manna tómlátastur að halda
slíkum yrkingum til haga.
Hjörtur hafði um alllanga hríð
átt í erfiðri glímu við óvæginn
sjúkdóm. En þótt af honum drægi
líkamlega fékk ekkert bugað hug-
arþrek hans og hressilega kímni.
Þegar við heimsóttum hann síð-
asta sunnudaginn sem hann lifði
hafði  hann  krankleika  sinn  í
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48