Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 151. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 7. JULÍ 1983
37
flimtingum og taldi það helvíti
hart að fá ekki að drepast heima
hjá sér.
Hinn 5. október 1940 gekk
Hjörtur að eiga Einöru A. Jóns-
dóttur, bónda Jónssonar á Kirkju-
bæ í Norðurárdal í Húnaþingi, og
konu hans Halldóru Einarsdóttur.
Gekk hann þá í föðurstað syni
Einöru af fyrra hjónabandi, Jóni
Gunnari Kristinssyni og var
einkar kært með þeim fósturfeðg-
um alla tíð og ástríki mikið á öll-
um barnabörnunum sem ólust upp
undir handarjaðri þeirra hjóna.
Einara er einstök atorku- og
mannkostakona og tryggari lífs-
förunaut gat Hjörtur ekki fundið.
Þrek hennar og fórnarlund í veik-
indum hans og annarra vensla-
manna átti sér engin takmörk. En
jafnvel mestu kempum kemur ell-
in að lokum á kné og nú liggur hún
þungt haldin á sjúkrahúsi.
Heimili Hjartar og Einöru stóð
í þjóðbraut um áratuga skeið.
Þangað lögðu leið sína skáld og
listamenn, ungir og aldnir,
oddborgarar og umkomuleysingj-
ar. Allir voru þar aufúsugestir.
Við undirrituð erum í hópi
þeirra sem átt hafa þau hjón að
tryggðavinum í áratugi, sótt til
þeirra holl ráð og leiðsögn í ýms-
um vanda, notið gestrisni þeirra
og góðvildar og glaðst með þeim á
vinafundum. Það er okkur ljúft og
skylt að þakka þegar Hjörtur
Kristmundsson er kvaddur.
Einöru, Jóni Gunnari, Hirti
yngra, Einari, Guðna og Ingu Völu
sendum við og okkar fólk innilegar
samúðarkveðjur.
Ingólfur A. Þorkelsson
Sigrún Árnadóttir
Hjörtur Kristmundsson fyrr-
verandi skólastjóri andaðist í
Landakotsspítala þann 17. júní sl.,
rúmlega 76 ára að aldri. Hann
hafði undanfarin ár átt við erfiðan
sjúkdóm að striða og vissi sjálfur
að hverju dró og tók því með ró-
semi og karlmennsku.
Með Hirti Kristmundssyni er
genginn persónuleiki sem jafnan
verður þeim minnisstæður sem
áttu því láni að fagna að kynnast
honum og öðlast vináttu hans. Ég
þekkti ekki fjölskyldu hans enda
er ég Skaftfellingur og á þeim ár-
um voru engar samgöngur þaðan
til Vestfjarða. Ég kynntist honum
fyrst í Danmörku eins og síðar
verður að vikið, en eftir að ég
fluttist hingað heim endurnýjuð-
ust fyrri kynni okkar Hjartar, en
þá höfðum við ekki sést í 15 ár þar
sem ég var búsettur í Kaup-
mannahöfn fram yfir stríð. Er
heim kom kynntist ég einnig bróð-
ur hans, skáldinu Steini Steinarr.
Hjörtur var fæddur 1. febrúar
1907 á Laugalandi i Nauteyrar-
hreppi. Foreldrar hans voru Krist-
mundur Guðmundsson vinnumað-
ur þar og kona hans Etelríður
Pálsdóttir. Hjörtur ólst upp hjá
merkisbóndanum Halldóri Jóns-
syni á Rauðamýri. Halldór nam
ungur búfræði í Noregi og Dan-
mörku, fyrir tilstilli Jóns Sigurðs-
sonar forseta sem var þingmaður
ísfirðinga. Halldór var mikils
metinn ráðgjafi um búnaðarmál i
héraði sínu.
Hjörtur hleypti heimdraganum
tvítugur og tók íþróttakennara-
próf í Reykjavík 1927. Stundaði
síðan nám i alþýðuskólanum á
Eiðum 1928-1930 og í Askov lýð-
háskóla í Danmörku 1930—1931.
Kennarapróf tók hann í Reykjavík
1935 og var kennari við ýmsa skóla
til 1955, er hann gerðist skóla-
stjóri Breiðagerðisskóla.
Hjörtur tók mikinn þátt í fé-
lagsmálum kennara, en frá því
starfi geri ég ráð fyrir að verði
greint af aðilum sem kunnugri eru
en ég.
Eins og áður sagði kynntist ég
Hirti fyrst haustið 1930. Það var í
Askov lýðháskóla í Danmörku, en
þar hafa að jafnaði íslendingar
verið við nám. Þennan vetur vor-
um við 5. Rúmum hálfum þriðja
áratug áður voru þar Gunnar
Gunnarsson rithöfundur; Sveinn
Jónsson á Egilsstöðum; Fanney,
síðar kona hans; Friðrik Ás-
mundsson Brekkan rithöfundur,
svo nokkrir séu nefndir.
Askov er þekktasti lýðháskóli á
Norðurlöndum. Þar eru að jafnaði
300 nemendur ár hvert. Skólann
sóttu menn frá mörgum löndum,
þegar við Hjörtur vorum þar voru
þar m.a. 2 Júgóslavar, 2 Þjóðverj-
ar, 1 Ameríkani, 1 Japani og 3
Norðmenn. Það tókst fljótlega
góður kunningsskapur með okkur
útlendingunum.
Kennararnir voru margir meðal
fremstu manna í dönsku menning-
arlífi. Skólastjórinn, Arnfred, var
kunnur eðlisfræðingur. Hann var
einn þeirra sem komu hingað í til-
efni afhendingar handritanna
1971. í Askov kynntumst við
Hjörtur rithöfundinum Jörgen
Bukdahl og vorum oft gestir á
heimili hans, en Bukdahl var einn
af áhrifamestu fylgismönnum
okkar íslendinga í handritamál-
inu.
Sagnfræðingurinn      C.P.O.
Christiansen og Hjörtur urðu
miklir mátar, enda var Hjörtur
góður sögumaður og mun hafa
lært margt af viðkynningunni við
þennan merka sagnfræðing. Þess
skal getið að Christiansen var
frumkvöðull þess að lýðháskólarn-
ir sendu hina frægu áskorun til
Ríkisdagsins að skila íslendingum
handritunum.
Einn kennaranna, dr. Holger
Kjær, hafði árið áður verið hér á
landi að safna til bókar um ís-
lenska menningu. Sú kom 3 árum
síðar: „Kampen om hjemmet".
Margt er í bókinni um islenskan
kveðskap. Kjær fékk Hjört til að
þýða lausavísur á óbundið danskt
mál, og birtust sumar þýðinganna
í árbók Dansk-íslenska félagsins
1933.
Hjörtur var mikill sögumaður,
einkum hafði hann ríkan áhuga á
íslandssogu. En við dvölina á Ask-
ov tók hann að kynna sér sögu
Suður-Jótlands og þjóðernisbar-
áttu danska minnihlutans við
stórveldið Þýskaland.
Hann var líka vel að sér í bók-
menntum, og ég held að hann hafi
kunnað sumar af Islendingasög-
unum utan að. Áhrif sagnastílsins
voru auðsæ í skrifum hans, en
hann ritaði fjölda blaða- og tíma-
ritsgreina um hin margvíslegustu
efni.
Hjörtur var ágætt ljóðskáld og
varpaði oft fram vísum af munni
fram. Einnig átti hann í fórum
sínum fjölda ljóða. Margir hvöttu
hann til að gefa út ljóðabók, en af
því varð ekki og fór hann heldur
dult með. Hann var mikill
mælskumaður og flutti oft ræður
við ýmis tækifæri, jafnvel óund-
irbúinn.
Árið 1940 kvæntist hann eftir-
lifandi konu sinni, Einöru Andreu
Jónsdóttur frá Kirkjubæ í Aust-
ur-Húnavatnssýslu. Þau bjuggu í
mörg ár á Skólavörðustígnum en
síðast á Þórsgötu 21. Gestrisni
þeirra hjóna var rómuð. Þar komu
flest skáld og listamenn og var þá
oft glatt á hjalla. Hjörtur hafði
mikil afskipti af málefnum lista-
manna þar sem hann í nokkur ár
var fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í
Úthlutunarnefnd listamanna-
launa.
Hjörtur var ákveðinn í skoðun-
um á landsmálum og fylgdi lengst
af Sjálfstæðisflokknum að málum,
en hann var laus við þá þröngsýni
sem oft vill verða fylginautur
manna sem taka virkan þátt í
pólitík.
Að endingu sendum við hjónin
frú Einöru og vandamönnum
þeirra hjóna okkar innilegustu
samúðark veðj ur.
Jón Björnsson
Vinur minn og skólabróðir
Hjörtur Kristmundsson fyrrum
kennari og skólastjóri í Reykjavík
er látinn. Það var á fögrum lífs-
morgni drauma og vængfleygra
vona sem fundum okkar bar fyrst
saman austur í Alþýðuskólanum á
Eiðum og vorum við þá rúmlega
tvítugir að árum. Hörtur var
þangað kominn langan veg, og
eins og samgöngum var þá háttað
á landi hér, erfiðan, alla leið vest-
an frá ísafjarðardjúpi, en ég
skemmri leið úr fjörðum neðan á
Austurlandi. Ég hafði einnig verið
í Eiðaskóla veturinn áður, en
Hjörtur kom þangað sem nýnemi í
yngri deild. Samvera okkar á Eið-
um varð því aðeins einn vetur, en
þó tókst með okkur þennan eina
vetur sú tryggðavinátta sem síðan
hefur aldrei brugðið lit, á hverju
sem annars hefur gengið í þessum
hringsóla hrakfallaheimi.
Að loknu námi á Eiðum fór
Hjörtur til eins vetrar náms í As-
kov í Danmörku, en gekk síðan í
Kennaraskóla í slands og lauk það-
an kennaraprófi. Að því loknu
gerðist hann, sem áður er sagt,
kennari og skólastjóri hér í
Reykjavík og gegndi þeim störfum
uns hann fyrir nokkrum árum
hætti þeim sakir aldurs.
Með Hirti Kristmundssyni er af
sjónarsviði þessa jarðlífs genginn
maður, sem ávallt mun geymast í
minningu þeirra allra, er af hon-
um höfðu náin kynni. Svo sérstæð-
ur persónuleiki var hann í við-
kynningu allri, umgengni og gerð.
Sterkar gáfur hans, víðlesni og
þekking á hverskyns fróðleik og
bókmenntum gæddu oft og einatt
samveru- og samræðustundir með
honum þvi litríki og lifi, að þær
stundir margar fyrntust ekki né
fölnuðu þó dagar liðu fram. Hann
var orðsins og málsins maður í
fyllstu merkingu og voru meitlað-
ar snillisetningar þær er hann oft
mælti og orðkynngi alþekkt jafnt í
persónulegum viðræðum og þá
stundum er hann kvaddi sér hljóðs
á mannamótum eða málþingum.
— Þá var hann, svo sem bróðir
hans Steinn Steinarr, skáld gott
bæði á ljóð og lausavísur og átti
létt með að láta fjúka af munni
fram snjallar stökur, þá er honum
þótti efni standa til og fór þá oft á
kostum.
Allir þessir eiginleikar gerðu
Hjört að skemmtilegum félaga og
öfluðu honum vina og kunningja.
En þrátt fyrir þessar góðu gáfur,
sem hann hafði hlotið geymist i
minnum okkar, sem við hann
bundum vinskap og höfðum af
honum nánust kynni, þá fer þó svo
nú að leiðarlokum, er samvistum
lýkur að einn verður sá þáttur í
skapgerð hans og umgengni sem
öllu öðru fremur markar dýpstu
minningarnar í hugi okkar og
hjörtu.
Skáldið Gunnar Gunnarsson
komst svo að orði í einu ritverka
sinna: „Hinn sanni aðall er alltaf
andinn." Þegar ég lít yfir meira en
hálfrar aldar vináttu okkar Hjart-
ar finnst mér að það sem fastast
tengdi okkar vináttubönd hafi
verið hinn einlægi andi dreng-
skapar og tryggðar, sem hann í
öllu sýndi gagnvart okkur vinum
sínum og sem ávallt var hinn sami
gegnum öll ár, hversu sem annað
valt. Sá andi hygg ég að verða
muni hjá okkur öllum, sá aðall
minninganna er síðast mundi
gleymast.
Arið 1940 kvæntist Hjörtur og
gekk að eiga Einöru A. Jónsdóttur
sem um áratugi rak í Reykjavfk
saumakennslustofu. Einara var þá
ung ekkja, hafði misst fyrri mann
sinn eftir stutta sambúð, en átti
frá því hjónabandi fárra ára
gamlan son, Jón Gunnar, sem er
deildarstjóri í Slippfélaginu i
Reykjavík. Einara Jónsdóttir var
með heimili sitt og kennslustofu
að Skólavörðustíg 21 og gekk
Hjörtur inn í það heimili er þau
giftust.
í biskupasögu segir svo að þá er
Lárentíus biskup á Hólum hafði
lokið að lesa fyrir erkibiskup í
Niðarósi Iofkvæði það er hann orti
til Hallberu abbadísar í Reyni-
staðaklaustri spurði erkibiskup:
„Er hún góð kona, er þú lofar hana
svo?" „Það halda menn satt á ís-
landi," svar'aði Hólabiskup. — Ég
fullyrði að hvorki er þar um oflof
né staðleysustafi að ræða þá ég
segi að með kvonfangi sínu hafi
Hjörtur, vinur minn, fengið þá
konu, sem allir er kynntust henni
héldu fyrir satt að væri mikilhæf
og góð kona. Hin listræna og
raunsæja greind Einöru Jónsdótt-
ur, ásamt háttvísri kurteisi og því
kærleiksþeli er aldrei brást, vakti
við fyrstu samfundi virðingu sem
með aukinni kynningu leiddi til
vaxandi trausts og sannrar vin-
áttu. Það var hvorttveggja að þau
hjónin Einara og Hjörtur voru
bæði vinamörg og gestrisin svo af
bar, enda fór svo að á heimili
þeirra var jafnan gestkvæmt
mjög. Og þar þótti öllum gott að
koma, slíkt var viðmót húsráðenda
og viðtökur allar. Það er því að
vonum að okkur sem þar vorum
tíðastir gestir og sem eigum frá
þeim heimsóknum ótalinna
ánægjustunda að minnast, finnist
að brugðið hafi nú sól sumri, er
svo hefur að syrt að húsbóndinn er
látinn og í sömu andrá hefur það
hörmulega atvik að borið, að hús-
móðirin liggur þungt haldin á
sjúkrahúsi og ekki séð fyrir
hversu um bata fer.
Fyrir nokkrum árum kenndi
Hjörtur fyrst þess erfiða sjúk-
dóms sem nú hefur lokið lífi hans,
og varð hann siðan að ganga undir
fleiri aðgerðir á sjúkrahúsum, auk
þess sem hann aldrei hin síðustu
missiri gekk þess á milli að fullu
heill til skógar þó heima dveldi.
Allan þennan tíma vakti Einara
kona hans yfir lífi hans og liðan af
slíkri kostgæfni og alúð, og þvi
æðruleysi er allt sannaði hve
sterkt hennar kærleiksþel var.
Fljótlega eftir að Hjörtur tók að
finna til sjúkdóms síns mun hann
hafa vitneskju fengið um hvað þar
var á ferð og til hvers mundi leiða.
En hann tók því öllu með karl-
mennsku og skynsemi og vitnaði
oft til orða þeirrar hetju Islend-
ingasagnanna, er svo kvað er hún
gekk móti dauða sínum: „Kostaðu
hug þinn herða, hér skaltu lífið
verða."
Slíkar hetjur fornsagnanna áttu
hug Hjartar öðrum fremur. Sjálf-
um var honum og hetjuhugur í
brjóst borinn og með þeim huga
hefur hann nú fellt lífsegl sín í
þeirri feigðarvör, sem ðllu mann-
lífi þessarar jarðar er boðin að
lokum lending í.
Megi Guð láta honum þar raun
alla lofi betri.
Ég og mín fjðlskylda sendum
okkar ástkæru vinkonu, Einöru
Jónsóttur okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur, svo og syni hennar,
Jóni Gunnari, fjölskyldu hans og
öðrum ættingjum Hjartar og
vandamönnum. í veikindum
Hjartar hefur Jón Gunnar sýnt
mikla ræktarsemi og drengskap-
arhug til fóstra síns og verið móð-
ur sinni sá styrkur í hennar erfiði
og umönnun, sem hún sannarlega
mat að verðleikum. Þess dreng-
skapar skyldi hér síst gleymt að
minnast.
Knútur Þorsteinsson.
t
Utför
HELGA SIGURDSSONAR
frá Heggsstöðum,
sem andaöfst 2. júlí í sjúkrahúsi Akraness, fer fram frá Borgar-
neskirkju laugardaginn 9. júlí kl. 2 e.h.
Börn, tengdaböm. barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
ADALSTEINN JÓNSSON,
rafemdavirki, Birkimel 8a,
veröur jarösunginn frá Neskirkju föstudaginn 8. juli kl. 13.30.
Valgaröur Stafénadóttir,
Helga A. Richler.             Orlygur Richfer,
Gunnar Aðalateinsson.        Valdia Einaradóttir,
Stefán Aðaistemsson.        Aöalbjörg Erlendsdóttir.
og barnabörn.
t
Þökkum innilega auðsynda samuö vegna andláts og jarðarfarar
bróöur míns,
HALLDÓRS SIGURDAR GUDLAUGSSONAR.
vélatjóra,
Langeyrarvegi 15, Hafnarfiröi,
Fyrir hönd aöstandenda.
Magnea Guölaugadóttir.
Tökum að okkur að rétta og
lagfæra legsteina í kirkjugördum.
S.HELGASONHF
SKBAMUVEQi 48 SÍMI 78677
Legsteinar
Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum.
Veítum fúslega upplysingar 09 ráðgjöf
__________um gerð 09 val legsteina.__________
Í* S.HELGASON HF
STEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48 SM! 76677
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48