Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 151. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1983
47
Fátt um f ína drætti í leik
Vals og ÍA í Laugardal
Það var ekki mikið um mark-
tækifæri né mörk í leik Vals og IA
þegar liðin mættust í bikar-
keppnmni i gærkvöldi. Hvorugu
liðinu tókst aö skora mark eftir
venjulegan leiktíma og var því
framlengt, en það dugði ekki til.
Liðin munu maetast aftur í bik-
arnum og að þessu sinni á Akra-
nesi og mun sá leikur trúlega
verða leikinn í næstu viku.
Fyrri hálfleikurinn var fremur
daufur, jafnræöi var meö liöunum
og þau skiptust á um aö sækja.
Skagamenn voru þó allan tímann
nær því aö skapa sér færi en þaö
tókst þó ekki alveg. í síöari hálfleik
tóku Skagamenn öll völd á miöj-
unni og sóttu nokkuö stíft en þaö
voru þó Valsarar sem voru rétt vlö
aö skora á 65. mín. þegar Hilmar
Sighvatsson átti skot svo til frá
endamörkum efst í hornið fjær en
Bjarni sló boltann í horn. Fyrsta
raunverulega marktækifæriö kom
ekki fyrr en á 80. mín. og þaö átti
Sigþór en Brynjar varöi mjög vel.
Rétt fyrir leikslok fengu Valsmenn
aukaspyrnu sem Valur Valsson
tók. Hann renndi á Hilmar Sig-
hvatsson sem skaut föstu skoti aö
markinu en Bjarni varöi en hélt
ekki boltanu sem hrökk út til Úlfars
sem þrumaöi á markiö innan
markteigs en Bjarni varöi meist-
aralega, og framlengingin var orö-
FH-ingar tóku
norðanmenn
í kennslustund
ÞÓRSARAR voru í einu orði sagt
kafsigldír í gærkveldi er liöið
mættí FH á Kaplakrikavelli í bik-
arkeppninni. Gestirnir höfðu
reyndar forystuna í hálfleik, 1—0,
en í þeim síðari voru það
FH-ingar sem réöu logum og lof-
um á vellinum og þegar flautað
var til leiksloka höfðu þeir skorað
5 mðrk. Úrslitin því 5—1. Leifur
Helgason annar þjálfari FH var að
vonum ánægður með þennan
stóra sigur sinna manna og sagði
aö einbeitingin hefði komið (
seinni hálfleiknum, enda hefðu
leikmennirnir gert allt sem lagt
var fyrir þá í hléi. „Við sáum hver
veikleiki þeirra var í vörninni og
spiluðum hreinlega á hann."
Eins og Leifur sagöi kom ein-
beiting FH-inga ekki fyrr en í seinni
hálfleik, en í þeim fyrri voru þaö
Þórsarar sem áttu meirihlutann í
leiknum. FH-ingar voru afar seinir í
baráttunni um boltann og náðu
aldrei að skapa sér hættuleg færi í
fyrri hálfleik. Þórsarar áttu hins
vegar nokkur færi en Halldór í
markinu var oftast vel á verði. Á
22. mín. urðu FH-ingum hins vegar
á mistök sem kostuðu mark. Pálmi
var meö boltann á miöjum vallar-
helmingi Þórs og hugðist gefa
hann yfir þveran völlinn. Ekki tókst
hins vegar betur til en svo aö bolt-
inn fór inn á hans eigin vallarhelm-
ing og þar náöi Helgi Bentsson
boltanum, spilaöi á vörn FH og
renndi boltanum framhjá Halldóri í
markinu. Menn voru varla búnir aö
koma sér fyrir í seinni hálfleik þeg-
ar FH-ingar náöu aö jafna. Helgi
Ragnarsson náöi boltanum, spilaði
upp hægri kantinn, gaf fyrir mark-
iö, þar kom Ólafur Dan á fullri ferð
og þrumaði í netið. Þar með voru
FH-ingamir komnir í gang og eftir-
leikurinn var þeim næsta auöveld-
ur, sem sést best á því aö Þórsarar
komust ekki í minnisbókina í siöari
hálflelk.
Á 52. mín voru FH-ingar nærri
því aö skora sitt annað mark.
Pálmi fékk góöa sendingu frá Viö-
ari, komst einn inn fyrir Þórsvöm-
ina, en Þorsteinn bjargaöi meö út-
hlaupi. Einni mínútu siöar kom hins
vegar markiö. Jón Erlingur komst
inn fyrir vörnina á hægri kantinum,
gaf mjög vel fyrir markiö þar sem
Pálmi stóö einn og óvaldaður og
skallaði boltann í netiö. Um miðjan
seinni hálfleik komust Þórsarar í
sókn, Ólafur Danivalsson náði aö
hreinsa vel frá, Pálmi náði boltan-
um og brunaði einn í átt aö marki.
Þorsteinn  kom  út  úr teignum  á
FH-
Þór
5:1
móti en Pálmi náöi aö renna bolt-
anum framhjá honum og inn rúllaöi
hann, 3—1. Ekki liðu nema fjórar
mínútur þar til FH-ingar skoruöu
attur. Jón Erlingur átti í höggi viö
varnarmenn Þórs á vinstri kantin-
um, náöi aö leika á þá og gefa fyrir
markiö. Þorsteinn virtist hafa bolt-
ann en missti hann klaufalega úr
höndum sér og í markiö.
Eftir þetta fóru FH-ingar að taka
lífinu aðeins léttar, en engu aö síö-
ur skoruöu þeir eitt mark í viöbót
rétt fyrir leikslok, og var þaö Pálmi
sem átti mestan hlut í því. hann var
meö boltann á vinstri kantinum,
gaf vel fyrir markiö þar sem Viöar
kom á fullri ferö og lyfti boltanum
yfir Þorstein og í markiö.
FH-liöiö var afar frískt í síöari
hálfleik og átti fyllilega skiliö aö
skora þessi mörk. Áhorfendur
þurfa því ekki aö vera hræddir viö
aö mæta á völlinn ef þeir spila eins
og þeir geröu í gærkveldi. Þeir Viö-
ar, Ólafur og Pálmi áttu góöan leik
ásamt Halldóri í markinu. Helgi
Bentsson var einna skástur hjá
Þór.
— BJ.
in staöreynd.
Þaö eina sem geröist markvert i
framlengingunni var aö Sigþór
komst einu sinni einn inn fyrir vöm
Vals en steig á boltann rétt áöur
en hann ætlaði aö skjóta og missti
þar meö af knettinum.
Liö Vals í þessum leik var frekar
jafnt og erfitt aö gera upp á milli
leikmanna en Höröur var traustur í
vörninni þar til í framlengingunni
þá var hann oröinn ansi þreyttur,
Brynjar í markinu stóö einnig fyrir
sínu. Hjá Skaganum var Sigurður
Jónsson góður á miöjunni, heldur
boltanum mjög vel og er meö góð-
ar sendingar, Julíus Ingólfsson átti
einnig góöar sendingar og Sigþór
var ógnandi í framlínunni en var
óheppinn að skora ekki.
Dómari í þessum leik var Friö-
geir Hallgrímsson og var hann
frekar slakur án þess þó aö annaö
liðið hagnaðist neitt á því. Áhorf-
endur voru óvenju marglr eða
1377 sem er aösóknarmet í sumar.
— sus
Aðalsteinn
til Belgíu
Aðalsteinn Aðalsteínsson
leikmaöur Víkings halda til
Belgiu og dvelja í nokkra
daga hjá 2. deildar liöinu
Hasselt. Þá mun hann leika
einn æfingarleik með félag-
inu. Ef samningar takast á
milli Aöalsteins og hins belg-
íska félags mun Aðalsteinn
halda utan þegar keppnis-
tímabilinu lýkur. Aðalsteínn
hefur leyfi Víkings til aö fara
utan til félagsíns til aö kanna
aöstæður, þótt á miöju
keppnistímabili sé. SS/ÞR.
• Sigþór Ómarsson satkir hér að marki Valsmanna en Brynjar grípur
vel inn í leikinn. Ingi Björn er þarna aftasti maður f vörn eins og
stundum kom fyrir þsgar Skagamenn pressuðu sem mest.
MorgunMaMð/Ouftfðfl
ÍBV og Þróttur
leika aftur
ÍBV OG Þróttur verða að reyna
með sér aftur ( bikarkeppninni
þvf leí k þeirra f Eyjum f gærkvöldi
lauk með jafntefli, 2—2, eftir
framlengdan leik. Leikur liðanna
var ákaflega tilþrifalftill og lítt
skemmtilegur á að horfa þrátt
fyrir mörkin fjögur. Bikar-
stemmning mjög af skornum
skammti.
Eyjamenn byrjuöu meö látum og
skoruðu strax á 5. mín. Hlynur
Stefánsson sendi boltann laglega
inn á Kára Þorleifsson sem renndi
honum framhjá markveröinum og í
netiö. Eftir þetta datt leikurinn
niöur í meöalmennsku og til-
gangslítiö hnoö á miðjunni. 1—0 í
hálfleik og í byrjun síöari hálfleiks
hélt hnoðiö áfram og fátt um fína
drætti í leik liðanna. Marktækifæri
mjög af skornum skammti. Þrótt-
arar jöfnuöu metin, 1 — 1, þegar
stundarfjórðungur liföi af leiknum.
Júlíus Júlíusson skallaöi fyrirgjöf
Páls Ólafssonar í netiö og Páll
markvörður viðs fjarri.
Fyrri   hiuti   framlengingarinnar
var tíðindalaus en þegar 5 min.
voru eftir af seinni hluta hennar
skoraði Jóhann Georgsson meö
skalla eftir fyrirgjöf frá Ómari Jó-
hannssyni og kættust nú Eyja-
menn. Þó skammur tími væri til
stefnu dugöi þaö Þrótti til aö jafna.
Páll Ólafsson skoraði beint úr
aukaspyrnu þegar tvær mín. voru
til leiksloka, boltinn fór í sveig yfir
Pál Pálmason sem ekki geröi til-
raun til aö verja. Ákaflega ódýrt
mark en gott og gilt. Jafntefli rétt-
lát úrslit og því nýr leikur. Þetta er
slappasti leikur sem boöið hefur
verið uppá hér í Eyjum í sumar, lítil
knattspyma en því meira um hnoð
og þóf.
Kári Þorleifsson, Hlynur Stef-
ansson og Valþór Sigþórsson voru
bestu menn ÍBV. Hjá Þrótti áttu
bestan leik Sigurkarl Aöalsteins-
son, Ásgeir Elíasson og Þorvaldur
Þorvaldsson. Sævar Sigurðsson
dæmdi leikinn og sýndi tveimur
Þrótturum gult spjald, Arnari og
Páli.
hkj
KR-ingar mörðu sigur
í f ramlengdum leik
• Pálmi Jonsson skoraði tvð fai-
leg mork í gaw f stórslgri
FH-inga.
LIÐ KR-inga mátti þakka fyrir að
vinna sigur á Einherja frá Vopna-
firði í bikarkeppninni í gærkvöldí.
Þegar venjulegum leiktíma var
lokið var staðan jöfn, 0—0. Leikur
liöanna hafði verið mjög fjörugur
og jafn. Lið Einherja hafði átt góð
tækífæri og átti alla möguleika A
að vinna leikinn. Hinsvegar áttu
KR-íngar líka sin marktækífæri,
en snjall markvöröur Einherja,
Birkir, varði allt sem á markið
kom.
Þaö var því ekki fyrr en í fram-
lengingu að KR náði að knýja fram
sigur. Björn Rafnsson skoraði í
fyrri hluta framlengingarinnar og
Einherji
— KR
0:1
nægði þaö KR-ingum til sigurs í
leiknum og eru þeir því komnir í
átta liða úrslitin. Ahorfendur á
Vopnafirði í gærkvöldi voru rúm-
lega tvö hundruö og skemmtu þeir
sér hiö besta enda spilaöi lið
þeirra, Einherji, góða knattspyrnu
og gaf leikmönnum 1. deildar liös-
ins ekkert eftir nema síður væri og
sýndi jafnvel betri tilþrif.
Björn/ÞR.
• Bjöm Rafnsson skoraði sigur-
mark KR-inga gegn Einherja og
kom liði sínu éfram í bikarkeppn-
inni.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48