Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 154. tölublaš - II 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						**gmtÞIafeffe
4 SIÐUR
Fimmtudagur 10. julii 1783
Eldarnir í Úlfarsdal á Síöumannaafrétti:
Hraunið æðir
yfir sveitirnar
Bæir og kirkjur brenna — Ár þorna — Ólyfjan rignir yfir byggðir
Kirkjubiejarklaustri, 9. julii. Frá tíoindamanni Morgunblatains.
ÞEIRRI landplágu og jarðeldum, sem lagst hefur yfir byggðir í vestaraparti
Skaftafellssýslu, linnir ekki. Eldkastið hefur nú lagt 10 bæi af, aðrir tugir eru
óbyggilegir, fólk og fénaður ferst og margir hrökklast í örvilnan í aðrar
sveitir.
Suða og dynkur heyrast í land-
norður af Kaldbaknum, á hverju
striki eitt hátt fja.ll liggur á af-
réttinum, er kallast Blængur.
Ógnarlegur mökkur hefur og upp-
stigið, sem sést um landið hálft.
Móða og mistur fyllir loftið, svo að
ekki nýtur skyggnis í blíðviðri. Á
bæjum í eldsveitunum sér lítið til
í húsum af dagsbirtu vegna þessa.
Rignt hefur sandi miklum og
steinhárum, svipuðum selskömp-
um að lengd og gildleika. Þessu
fylgir fýla svo mikil, þegar regni
slær yfir, að fólki liggur við öng-
viti, einkum brjóstveikum.
Hvílíkar ógnir hér ganga á og
yfir á Síðunni og svo annarsstað-
ar.
Fyrst urðu menn varir við jarð-
hræringar í byrjun sumars. Á
hvítasunnudag, þann 8. fyrri mán-
aðar, gaus svo dökkrauður eldur
og reif upp jörðina, sem rist væri
með hnífi, þar sem heitir Úlfars-
dalur á Síðumannaafrétti. Sann-
orðir menn sáu, að þeim virtist, 22
stórbál eður loga, standa réttlinis
upp úr þeirri gjá. Sfðan rann
hraunið rumlandi niður í sveitirn-
ar og kvíslaðist þegar það með
ógnarkrafti flæddi úr Skaftár-
gljúfri í annarri viku eldhlaups-
ins.
Vatn var þá löngu farið að
þverra í Skaftánni, að öllu leyti,
nema byggðarvötnin sem í það
renna. Pestarverkunin af eldinum
útleikur þannig og deyðir hesta,
sauðfé og kúpening: Hestarnir
missa allt hold, skinnið fúnar á
allri hryggjarlengjunni á sumum,
tagl og fox rotnar og dettur af, ef
hart er í það tekið. Hnútar renna í
liðamót, sérdeilis um hófskegg.
Innyfli morkna, bein visna aldeilis
merglaus. Höfuð þrútnar fram úr
lagi, máttleysi fer i kjálkana, svo
þeir geta ei bitið gras né étið.
Sauðfé er enn hörmulegar útleik-
ið. Nautpeningur er og sömu plágu
undirorpinn.
Kvífé og geldfé tvístraðist strax
hingað og þangað; héðan og úr
Hverfinu hraktist það út í Meðal-
land, Álftaver og Skaftártungu;
sumt fór í vötn, sjó, eld, hraun, á
eyðisanda og torfærur og drapst
þar. Það ráfaði inn í bæi og varð
þá margt ófrómum að bráð, fram-
ar en frá er segjandi. Hversu mörg
hundruð fjár hér hafa drepist,
verður ei sagt, því nokkrir eru sem
vissu ei hvað mikið þeir áttu af
því, og þar með munu margir
blygðast að segja til þess rétt fyrr
og síðar, vegna tiundarinnar.
Annars hefur náttúran öll
brugðið lit og eðli. Smásilungur
finnst dauður, sömuleiðis fuglar
hópum saman, járn ryðgar, trjá-
viður sviðnar og grasið visnar.
Hvílíkur flótti er nú og á búandi
fólki, sem eigrar í örvilnan fram
og til baka, er oflangt frá að segja.
Einn fer þar í hús, sem annar hef-
ur yfirgefið, því allt er með reik-
andi ráði. Mannfall hefur þó lítið
orðið þótt menn hafi lifað stórar
harmkvælingar. Líkami sumra
hefur þrútnað upp, gómur og
tannhold bólgnað og sundur-
sprungið  með kvalræðisverkjum
og tannpínu. En eins og guð gaf
öllum í líkamlegum efnum, svo gaf
hann hverjum einum í þeim and-
legu nógan iðrunar- og umvöndun-
artíma, öllum þeim, er hann hafði
ásett og fyrirhugað, að af þeirri
pest burtkallast skyldu. Þeir sem
úr þessu plássi dóu voru svo á sig
komnir, að ei var stór mannsökn-
uður af þeim, nema þá örfáum
sem réttskynjandi menn hafa síð-
an grundað, frátakast þá ungbörn,
er enginn kunni segja að hverjum
manni þau kynnu að verða.
Hörmungin er hér slík, að eng-
inn veit, hvort byggð verður hér
óhætt. Sú stóra neyð, sem nú er á
ferð og yfirhangandi kennir
mönnum nú, að biðja guð með
réttilegri andakt, um náð og hans
miskunn.
Sjá  nánar  um  ótíðindi  af
eldhlaupinu á næstu 3 síðum
Frá eldstöðvunum í IIlfarsdal. Þar hafa verið greind 22 stórbál eður logar, sem réttlínis staada upp úr gjánni.
Messufall
kunni eigi
góðri lukku
að stýra
Kirkjubæjarklaustri, 9. julii.
Fri tíoindamanni Morgunblaosins.
SÁ FRÓMI síra Jón Steingríms-
son gat þess við Morgunblaðsins
tíðindamann í gær, að í vetur
hafi orðið embættisfall á 9 dög-
um í röð, þó bezta veður væri
allar vikurnar. „Ég féll í djúpa
þanka af þessu og ályktaði með
sjálfum mér, hér mætti eitthvert
yfirhangandi straff ókomið vera,
þar svoddan dómur byrjaðist á
guðs húsi, og tók að vanda mig
sem bezt ég kunni," mæltist síra
Jóni. Eina og þá síðustu laugar-
dagsnótt í þeirri tölu, þegar síra
Jón var í svefni, þótti honum sem
tígurlegur maður kæmi og segði:
„Allt er svo sem þú meinar, en
það er af því þú kennir ekki fólk-
inu rétt." Síra Jón sagði að hann
angraðist af því orði og þóttist
því spyrja að því, hvað hann ætti
að kenna, en hinn tiginmannlegi
hafi þá svarað: „Esaiæ 30. kap.
Og haf það til sannindamerkis,
þú skalt fá gott tækifæri til að
embætta á morgun," hvað og
skeði þó þá ólíklegt væri.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80