Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 160. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						72 SÍÐUR
160. tbl. 70. árg.
SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ 1983
Prentsmiðja Morgunblaösins
Ljósm. KÖE
SAMTAKA NU!
Ekki er gott að segja hvað þær stóllur ætluðust fyrir med samstilltu átaki sínu, en augsýnilega nutu þær fáeinna sólarstunda í Reykjavfk í vikulokin.
Höggvið á hnútinn
á öryggisráðstefhu
Mldrid. Soáni. 16. luh. AP.             ^       % ¦  * ^    *
Madríd, Spini, 16. juli. AP
STÓRVELDIN  hafa
náð
bráða-
birgðasamkomulagi um loka-
samþykkt á öryggismálaráðstefnu
Evrópu í Madrid. Ráðstefnan, sem
fylgjast átti með framkvæmd Hels-
inki-sáttmálans um öryggismál og
mannréttindi frá 1975, byrjaði fyrir
tveimur og hálfu ári, en komst í
sjálfheldu vegna þráteflis stórveld-
anna í síðasta mánuði.
Græddu
fætur á
ungbarn
Belgnd, 16. júlí. AP.
Læknum í Ljublana hefur tekist
að græða báða fætur á tveggja
ára pilt, og eru bjartsýnir á að
hann eigi eftir að ganga og
hlaupa á ný eins og ekkert hafi í
skorist.
Pilturinn, Dusan Valentic,
varð fyrir garösláttuvél og
missti báða fætur ofan ökkla.
Aðgerðin tók átta stundir og
bendir allt til að hún hafi tek-
ist eins og best verður á kosið
samkvæmt upplýsingum lækn-
anna.
í Washington skýrði háttsettur
embættismaður frá því í gær, að
samkomulagið væri „mikilsverð
betrumbót" á Helsinki-sáttmálan-
um þar sem kveðið væri á um
„grundvöll til að dæma um og
meta meðferð mannréttindamála í
Sovétríkjunum og Austur-
Evrópu". Aðalsamningamaður
Bandaríkjanna á ráðstefnunni,
Max Kampelman, sagðist í dag
vera „himinlifandi" yfir lokayfir-
lýsingunni.
Helstu ágreiningsefni stórveld-
anna undir lok ráðstefnunnar
voru hernaðarítök Sovétmanna í
Afganistan og herlögin í Póllandi.
í texta samþykktarinnar er hvergi
að finna margar breytingartil-
iagna vestrænna ríkja, sem stung-
ið var upp á í nóvember, svo sem
um almennan verkfallsrétt, trufl-
un útvarpssendinga og ferðafrelsi
blaðamanna. Hins vegar benti
Kampelman á að yfirlýsingin
styddi rétt verkamanna til að
mynda og gerast félagar í frjáls-
um verkalýðssamtökum svo og
friðhelgi trúrænna minnihluta-
hópa og þjóðarbrota. Talið er að
utanríkisráðherrar flestra aðild-
arþjóðanna þrjátíu og fimm muni
formlega undirrita yfirlýsinguna
á lokafundi ráðstefnunnar, sem
haldinn verður annað hvort síðar í
mánuðinum eða í september. Áður
en af undirritun getur orðið þarf
þó að leysa úr minniháttar vanda-
málum. Möltumenn hafa t.d. neit-
að að samþykkja yfirlýsinguna
nema að bætt verði við ákvæði um
sérstaka ráðstefnu um öryggi
Miðjarðarhafsríkja.
í fréttum frá Moskvu í dag segir
að einn af frumkvöðlum Hels-
inki-nefndarinnar,  andófsmaður-
inn Yuri Orlov, hafi byrjað hung-
urverkfall þann tíunda júlí í
þrælkunarbúðum í Úralfjöilum
þar sem hann er í haldi. Að sögn
eiginkonu hans, Irinu, ákvað Orlov
að fara í hungurverkfall í þeim
tilgangi að knýja sovésk yfirvöld
til að láta pólitíska fanga lausa.
Skriðdrekaskeyti
skotið að lögreglu
Belfwl, 16. júli. AP.
Hefndarverkamenn írska lýðveldishersins IRA skutu flugskeyti, sem ætlað
er að granda skriðdrekum, i lögreglustöð í Springfield Road í Belfast i
föstudagskvöld en hittu ekki og þykir kraftaverk að enginn skyldi slasast, en
flugskeytið fór m.a. í gegnum tvö íbúðarhús iður en það brann upp og félí til
jarðar in þess að springa.
Skeytinu var skotið af u.þ.b.
eitthundrað metra færi. Það
sveigði af leið og lenti fyrst á girð-
ingu, síðan á bifreið, fleytti svo
kerlingar á götunni en tókst á loft
og fór síðan gegnum tvö íbúðarhús
með því að fara inn og út um
glugga.
Blaðafulltrúi lögreglunnar í
Belfast sagði árásina „vitfirr-
ingabrjálæði", en írski lýðveldis-
herinn gekkst við henni í tilkynn-
ingu sem gefin var út í gærkvöldi.
Efnt var til ofbeldisaðgerða
sjötta daginn í röð í Norður-
írlandi. Um 50 unglingar réðust
með bensínsprengjum að lögreglu-
stöð í Londonderry. Einnig rændu
þeir bifreiðum í Creggan-hverfinu,
lögðu þeim á mikla umferðargötu
og báru eld að.
Enginn slasaðist í aðgerðunum í
Londonderry og heldur ekki þegar
fjarstýrð sprengja sprakk á sveit-
arvegi við Carrickmore suður af
Belfast, nokkrum sekúndum eftir
að lögreglubifreið ók þar fram hjá.
Stórsala
vopna til
Taiwan
Wuhington, I6.JÚIÍ. AP.
BANDARÍSKA varnarmálaráðuneytið
hefur tiJkynnt um meiri háttar vopna-
sölusamning við Taiwan. Ríkisstjórn
Reagans hefur að undanfornu unnið
að því að bæta sambúð Bandaríkj-
anna og Kíha, helsta andstæðings
Taiw&n-búa, og kemur því vopnasalan
i óvart.
í bréfi, sem varnarmálaráðuneyt-
ið sendi bandaríska þinginu í gær,
segir að Bandaríkin muni selja
hergögn að jafnvirði fimm hundruð
og þrjátíu millj. Bandaríkjadala til
Taiwan, þ.á m. sjö hundruð fimmtiu
og tvær loftvarnaeldflaugar og út-
búnað til að endurnýja úrelta
skriðdreka, sem smíðaðir voru í
Kóreu.
Vopnasölusamningurinn er ann-
ar stærsti samningur sinnar teg-
undar milli Bandaríkjanna og
Taiwan, en bandaríska þingið sam-
þykkti síðastliðið sumar að sjá eyj-
arskeggjum fyrir sextíu orrustuþot-
um af gerðinni F-5E og F-óF fyrir
um sex hundruð tuttugu og tvær
milij. Bandaríkjadala.
Bretar ætla
að afhenda
Hong Kong
Tókjo, 16. júh. AP.
MARGARET Thatcher, for-
sætisráðherra Bretlands, seg-
ir í bréfi, sem hún ritadi
Deng Xiaoping, leiðtoga Kín-
verja, aö Bretar muni af-
henda Kínverjum alla Hong
Kong, ekki einvörðungu
þann skika sem þeir leigja,
árið 1997, samkvæmt frétt
japanska blaðsins Asahi
Shimbun.
Blaðið vitnar í „mjög áreið-
anlegar heimildir" í Hong
Kong sem segja að Thatcher
segist vera að bíða eftir réttu
augnabliki til að leggja tillögur
um framtið Hong Kong fyrir
breska þingið.
Hér virðist um sama bréf að
raeða og vitnað var í fyrir
skömmu þar sem sagt var að
Thatcher hefði óbeint viður-
kennt yfirráðarétt Kínverja yf-
ir nýlendunni.
Bretar tóku nýienduna á
leigu til 99 ára árið 1898, og
rennur leigusamningurinn út
1997. Naer samningurinn til
mestallrar Hong Kong. Hong
Kong-eyja og mestur hluti
Kowloon féll Bretum í hendur
á miðri síðustu öld og hafa
breskir ráðamenn sagt að Bret-
ar muni ekki afsala sér yfir-
ráðarétti yfir þeim svæðum.
Breskir embættismenn vilja
ekki tjá sig um frétt Asahi og
segja að samningaviðræður um
framtíð Hong Kong fari fram
„í kyrrþey". Breskir og kín-
verskir embættismenn fjölluðu
um framtíð Hong Kong á
tveggja daga fundi í síðustu
viku þar sem Sir Edwar Youde,
landstjóri, var viðstaddur.
Leynd hvílir yfir viðræðunum,
sem þó voru sagðar jákvæðar
af beggja hálfu og verður ann-
ar fundur eftir 10 daga.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40