Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 160. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 17. JÚLl 1983
Háskólaráð:
Óskar helmingshækk-
unar til framkvæmda
HÁSKÓLABÁÐ hefur gengið frá fjár-
veitingabeiönum til framkvæmdaliða
fyrir fjárlagafrumvarp ársins 1984.
Fer ráðið fram á helmingshækkun frá
fjárlögum ársins 1983, eða sem nemur
37,5 milljónum króna miðað við verð-
lag í maímánuði sl. Menntamálaráðu-
neytið á eftir að fara yfir tillögur há-
skólaráðs um fjárveitingar til fram-
kvæmdaliða.
Háskólaráð hafði áður lagt fram
tillögu um rekstrarfjárveitingu sem
nam 279 millj. kr. Við endurskoðun
menntamálaráðuneytisins var upp-
hæðin lækkuð í 211 millj. kr., en það
er 46,6% hækkun frá fjárlögum
1983.
Guðmundur Magnússon háskóla-
rektor sagði í samtali við Mbl. að
taka yrði tillit til þess er litið væri á
helmingshækkunarbeiðni háskól-
ans varðandi framkvæmdaliðinn að
fjárveitingin í ár hefði numið 13,7
millj. kr., en hún hefði öll runnið til
ríkisins á ný í formi innflutnings-
gjalda.
Ekkert bendir til
að miðbærinn sígi
„MIG minnir að ég hafí einhvers
staðar séð hugmyndir manna um að
eitthvað benti til þess að miðbærinn
vaeri að síga, en rök fyrir þeim hug-
myndum get ég ekki fundið í þeim
hæðamælingum sem við hófum gert,"
sagði Ragnar Árnason, forstöðumaður
Mælingadeildar Reykjavíkurborgar,
pegar Mbl. ræddi við hann vegna
fréttar um að sóknarnefnd Fríkirkj-
unnar hefði farið þess á leit við Mæl-
ingadeildina að athuga hvort kirkjan
sigi.
Þríburarnir
á Djúpavogi:
Lögin
leyfa ekki
undanþágur
— segir Matthías
Bjarnason
„ÞAÐ er búið að veita fyrir-
greiðslu að fullu og öllu, eins og
Tryggingastofnun ríkisins hefur
leyfi til og það er ekkert hægt að
gera meira í málinu að óbreyttum
lógura," sagðí Matthías Bjarna-
son heilbrigðis- og tryggingaráð-
herra, er Mbl. spurði hvort hann
hefði tekið afstöðu til óska um
undanþágu til greiðslu hærra
fæðingarorlofs vegna þríburanna
á Djúpavogi.
Matthías var þá spurður
hvort hann myndi veita undan-
þágu frá lögum eða beita sér
fyrir lagabreytingu svo til auk-
inna greiðslna gæti komið
vegna þríburafæðingarinnar.
Hann svaraði: „Ég ætla ekki að
gefa út bráðabirgðalög um
þetta. Það stendur bara eins og
það er, nema það verði gerð
lagabreyting, og þá verður það
Alþingis að fjalla um það. Það
er búið að ganga alveg eins
langt og lög frekast heimila og
ég hef engan rétt til þess að
veita undanþágu."
„Við gerðum endurmælingar á
hæðapunktum á seinni hluta síð-
asta áratugar og okkur fannst þá
vera alveg merkilega lítill munur
frá niðurstöðum fyrri mælinga. Við
gerðum ekki mælingar á öllum
merkjum sem komið hafði verið
fyrir og um þau merki verður sára-
lítið sagt."
Aðspurður um hvar þeir hefðu
aðallega mælt sagði Ragnar: „Það
var mældur hringur sem lá með-
fram Skúlagötu, upp hjá Ægisgötu,
suður á Mela, suður í Skerjafjörð,
yfir flugvöllinn, að Hótel Loftleið-
um, niður Snorrabrautina og aftur
niður á Skúlagötu. Þar mældum við
nokkuð mörg eldri merki sem sum
voru frá um 1950 og önnur frá um
1960, og þar var um alveg furðu lít-
inn mun frá fyrri mælingum að
ræða. Það var sjaldan sem um veru-
legan mun að ræða. Þá mældum við
einnig línu 1976 sem lá í gegnum
miðbæinn, þá mældum við í gegn-
um Tryggvagötuna og frá Háskól-
anum að Landspítalanum og þar
urðum við ekki heldur varir við
nein merki um sig. Hins vegar
mældum við frá sænska frystihús-
inu, sem var, yfir hafnargarðana og
yfir að Vélsmiðjunni Héðni. A
þeirri línu urðum við varir við sig
fremst á Ingólfsgarði og á Slysa-
varnafélagshúsinu. Viðdrógum þær
ályktanir af þessum mælingum að
þetta væru mannvirki sem væru á
fyllingu sem ekki væri fullsigin,"
sagði Ragnar að lokum.
Nýi Ennisveg-
urinn opnaður
Nýi Ennisvegurinn verður opnaður
til bráðabirgða fyrir almenna umferð í
dag, sunnudag. Hinn nýi vegur liggur
í fjörunni undir Ólafsvíkurenni.
Nú er um 72% af framkvæmdum
verktakans, Hagvirkis, lokið. 1
haust mun verktakinn halda áfram
með verkið og ljúka því að öllu leyti
fyrir 1. maí 1984. Næsta sumar
verður lagt slitlag á veginn og verð-
ur þá lauslega áætlaður heildar-
kostnaður orðinn allt að 85 millj.
kr. á núverandi verðlagi.
Sirkusinn opnar í dag
Fjölleikaflokkurinn Cirkus Ar-
ena er kominn til Reykjavíkur.
Flokkurinn, sem er danskur, kem-
ur hingað frá Danmörku og mun
hann dvelja hér í þrjár vikur og
sýna listir sínar.
í hópnum sem hingað kemur
eru um 40 manns og eru þeir frá
Danmörku, Þýskalandi, Rúm-
eníu og Tékkóslóvakíu. Meðal
þess sem fjölleikaflokkurinn
býður áhorfendum sínum upp á
að sjá er galdramaður, en einnig
verður boðið upp á ýmislegt
fleira.
Cirkus Arena verður með tvær
fyrstu sýningar sínar í dag,
sunnudag, og hefst sú fyrri kl. 15
en sú seinni kl. 20.
Aðra af meðfylgjandi mynd-
um tók ólafur Sigurvinsson,
þegar sirkusinn kom í land á
Seyðisfirði á miðvikudaginn og
hina tók Guðjón í gaermorgun,
þar sem sirkusmenn voru að
byrja að koma sirkusnum fyrir á
grasflötinni við Glæsibæ.
Handvömm hjá bönkum þegar
gjaldeyrisafgreiðsla dregst
segir Siguröur Örn Einarsson, skrifstofustjóri Seðlabankans
„Gengið hér er reiknað út frá
opnunargengi á gjaldeyrismarkaði í
London á hverjum morgni. Þegar við
mætum hér kl. 8.30-9.00, þá höfura
við samband við London og fáum
þessi gengi og reiknum þau út. Þeg-
ar það er gert er ákveðið hvernig
gengið verður skráð miðað við þær
breytingar sem orðið hafa i erlend-
um mörkuðum," sagði Sigurður Örn
Einarsson, skrifstofustjóri Seðla-
bankans í samtali við Morgunblaðið
vegna ibendinga til blaðsins um
dæmi þess, að ekki hafí verið hægt
að fí skipt í erlendan gjaldeyri í
gjaldeyrisdeild Landsbankans fyrr
en i tímabilinu hilf tíu og alli ti)
þess að klukkan er langt gengin í
tíu, þó svo Seðlabankinn gefi út
gengisskriningu klukkan 9.15 og
bankar opni þi.
„Allt tekur þetta sinn tíma, til
dæmis það að taka ákvörðum um
Fisksólur erlendis:
Minna selt
og verð
er lægra
UM MIÐJAN þennan mánuð höfðu
9 fískiskip selt afla sinn erlendis en
12 i sama tíma í fyrra. Alls er fvrir-
hugað að 16 skip selji erlendis í
þessum minuði nú, en 24 seldu í
fyrra. Þi er verð erlendis heldur
lægra nú en i sama tíma í fyrra og
gæti það itt sinn þitt í fækkun sölu-
ferða.
Eftirfarandi skip hafa selt er-
lendis það sem af er mánaðarins:
4. júlí seldi Patrekur BA 65,3 lestir
í Hull. Heildarverð var 1.273.500
krónur, meðalverð 19,51. 5. júlí
seldi Vestri BA 90,8 Iestir, mest
grálúðu í Hull. Heildarverð var
1.061.700 krónur, meðalverð 11,70
krónur. Sama dag seldi Þrymur
BA 62 lestir í Grimsby. Heildar-
verð var 764.400 krónur, meðal-
verð 12,33. 11. júlí seldi Ársæll
Sigurðsson HF 101 lest í Grimsby.
Heildarverð var 1.448.300 krónur,
meðalverð 14,36. 12. júlf seldi
Börkur NK 149,1 lest í Grimsby.
Heildarverð var 2.621.100 krónur,
meðalverð 17,58. 13. júlí seldi
Húnaröst ÁR 106,5 lestir í Hull.
Heildarverð var 1.570.000 krónur,
meðalverð 14,74. Sama dag seldi
Jón Vídalín ÁR 124,2 lestir í
Cuxhaven. Heildarverð var
1.643.600 krónur, meðalverð 13,24.
14. júlí seldi Höfrungur II GK 45,7
lestir í Hull. Heildarverð 843.800
krónur, meðalverð 18,46. í gaer
seldi Vestmannaey VE 135,4 lestir
í Cuxhaven. Heildarverð var
1.583.700 krónur, meðalverð 11,70.
Framkvæmdir á Bakka-
firði eru fjárfrekastar
Unnid fyrir 143,5 millj. á vegum Vita- og hafnamálastjórnar í sumar
Á ÞESSU sumri verður unnið um á vegum Vita- og hafnar- 143,5 milljónir kóna en í
á 40 stöðum víðs vegar um málastjórnar. Að þessu sinni fyrra var unnið að fram-
landið að hafnarframkvæmd-  verða  framkvœmdir  fyrir  kvæmdum fyrir 100,4 millj.
Daníel Gestsson, yfirverk-
fræðingur Vita- og hafnarmála-
stjórnar, sagði í samtali vift
Mbl., að unnið yrði við það sem
kallað væri almennar hafnir
fyrir 132 milljónir, en að með-
töldum landshöfnum, ferju-
bryggjum og sjóvarnargörðum
yrði upphæðin sem unnið væri
fyrir 143,5 milljónir. Hann
sagði, að ríkið styrkti fram-
kvæmdir við hafnargerð að
þremur fjórðu hlutum, en fram-
kvæmdir við landshafnir, ferju-
bryggjur og sjóvarnargarða
væru að fullu studdar af ríkinu.
Fjárfrekasta framkvæmdin á
þessu sumri er á Bakkafirði, en
þar verður reistur brimvarnar-
garður úr grjóti og er þar um að
ræða fyrsta áf anga í gerð nýrrar
hafnar sem á að rísa sunnan við
núverandi höfn. Fjárveiting á
þessu sumri í þennan fyrsta
áfanga er 14 milljónir. Aðrar
helstu framkvæmdirnar í sumar
verða í Hafnarfirði, en þar verð-
ur 8,4 milljónum veitt í dýpkun
hafnarinnar og lagfæringu á
suðurhöfninni, og í Bolungavík,
en þar verður komið fyrir 72
metra löngum stálþilsbakka til
að bæta löndunaraðstöðu tog-
ara. Þeirri framkvæmd er út-
hlutað 8 milljónum. Þá verða
einnig miklar framkvæmdir á
Stöðvarfirði, Hofsósi og Akur-
eyri.
Daníel sagði, að öll stærstu
verkin yrðu boðin út og að heild-
arupphæð útboðinna fram-
kvæmda væri 42,5 milljónir.
Fri höfninni í Bakkafirdi.
gengisbreytingar í samræmi við
áorðnar   breytingar   erlendis.
Venjulega erum við búnir hér í
Seðlabankanum að reikna þetta út
á bilinu 9.10-9.20. Ef að bankarnir
geta ekki byrjað að höndla með
nýja gengið fyrr en klukkan er
langt gengin tíu, þá er þar ákveðin
handvömm hjá þeim. Eðlilegast er
að bankarnir byrji með nýtt gengi
á morgnana, en skipti ekki um á
miðjum degi, eins og var hér fyrir
nokkrum árum. Að ósk bankanna
var þessu breytt og reynt að gera
þetta svona og þá var þeim sagt að
gengið gæti verið tilbúið um 9.15
og það á að standast nema að eitt-
hvað óvænt komi fyrir," sagði Sig-
urður ennfremur.
Jóhann Ágústsson, afgreiðslu-
stjóri í Landsbankanum sagði að
farið væri að afgreiða eftir nýju
gengi strax og það bærist bankan-
um frá Seðlabankanum.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40