Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 160. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ 1983
„Um þessar mundir bar enn
svo við, að mikill mannfjöldi
var saman kominn og hafði
ekkert til matar. Jesús kallar
þá til sín lærisveinana og segir
við þá: Ég kenni í brjósti um
mannfjöldann. Láti ég þá fara
fastandi heim til sín, örmagn-
ast þeir á leiðinni, en sumir
þeirra eru langt að ..."
(Mark. 8:1-9.)
Guðspjall dagsins segir
okkur frá því þegar Jesús
mettar 4000 manns. Við þekkj-
um þessar frásagnir guðspjall-
anna, því þær eru fleiri. f Jó-
hannesarguðspjalli er að finna
frásögn af mettun 5000 karl-
manna auk kvenna og barna.
Það er í því sambandi sem Jes-
ús sagði: Ég er brauð lífsins.
Mettunarfrásagnirnar og
reyndar öll kraftaverk Jesú
ber að skoða í því ljósi hvað
Jesús er að kenna með þeim.
Jesús gerði aldrei kraftaverk
út í bláinn. Hann notaði
kraftaverkin til að leggja
áherslu á prédikun sína.
Oft er sagt frá því í guð-
spjöllunum, að Jesús hafi sam-
neytt fólki. Fræðimennirnir
gerðu mikið veður út af þessu,
ekki síst þegar hann vogaði sér
að samneyta tollheimtu-
mönnum og syndurum.
Þegar samtímasaga Jesú er
skoðuð, sjáum við að þetta eru
ef til viíl ekki svo undarleg
viðbrögð. Á þessum tíma var
það mikið mál að neyta mál-
tíðar með einhverjum. Þetta
þýddi nánast það, að þú varst
orðinn einn af þeim, þú varst
viðurkenndur af fjölskyldunni.
Máltíðin var þá eins og innsigli
þess.
Þessi skilningur var ekki
einskorðaður við þennan
ákveðna tíma sem guðspjallið
greinir frá. í Gamla testa-
mentinu eru mjög skýr dæmi
einmitt um gildi sameiginlegr-
ar máltíðar. í 1. Mósebók get-
um við lesið í 26. kafla að Isak
sonur Abrahams gerði sátt-
mála, nokkurs konar friðar-
sáttmála við Abimelek Filista-
konung. Þegar þeir höfðu gert
með sér sáttmálann þá bjó ís-
ak út veislu og þeir átu og
drukku. í Dómarabókinni 19.
kafla, er sagt frá Levíta sem
kom til borgar að nafni Gibea.
Hann átti engan vissan nætur-
stað, svo hann var að flækjast
um á torginu. Þá bar þar að
gamlan mann sem tók Levít-
ann með sér heim á heimili sitt
og gaf honum að borða. Eftir
nokkra stund kom fólk í bæn-
um og vildi að þessi gamli
maður framseldi Levítann,
gestinn. En það gat gamli -
maðurinn ekki, því þegar hann
var búinn að samneyta honum
í húsi sínu þá bar honum að
vernda hann, hann var orðinn
vinur fjölskyldunnar.
Við tökum líka eftir því, að
það var mjög sjaldgæft að Jes-
ús væri boðinn til leiðtoganna
í ísrael, ekki vegna þess að Jes-
ús vildi það ekki, heldur vegna
þess að þeir vildu ekki sam-
neyta honum. Þeir voru
hræddir við að bendla hús sitt
við smiðinn frá Nazaret.
Aftur á móti sat Jesús oft til
borðs með þeim sem voru eins
og útilokaðir frá veislum
þeirra hátt settu, hann sam-
neytti syndurunum. Og þegar
Jesús var spurður, hvers vegna
hann gerði þetta, þá svaraði
hann: Heilbrigðir þurfa ekki
læknis við, heldur þeir sem
sjúkir eru. Hann reyndi að
sýna, að hann var frelsari allra
manna, ríkra og fátækra og
einnig þeirra sem allir aðrir
fyrirlitu.
Nú má segja að enn ríki
svipaður skilningur á borð-
haldi jafnvel hér á íslandi. Við
þekkjum vel hvað borðhald
getur sameinað og veitt mikla
ánægju. Þú getur varla sýnt
manni meiri virðingu en að
bjóða honum í mat inn á heim-
ili þitt, og við vonandi þekkj-
um öll hvað slík máltíð getur
bundið vinabönd.
Vísasta leiðin til þess að
fjölskylda sundrist, hætti að
tala saman, er ef hún hættir
að eiga sameiginlegar máltíð-
ir. Því miður er þetta alltof al-
gengt. Vinnuálag fólks er oft
svo mikið, að það má ekki vera
að því að setjast til borðs með
sínu fólki, heldur nartar, jafn-
vel standandi, við ísskápinn,
hleypur síðan af stað til vinnu
eða í skóla.
Jesús lagði mikið upp úr
sameiginlegum máltíðum með
sínum nánustu vinum. Sterk-
asta dæmið er einmitt síðasta
kvöldmáltíðin á skírdagskvöld.
Við borð Drottins finnum
við það líka betur en nokkru
sinni, að við erum eitt í Kristi,
allir eru þar jafnir, allir
krjúpa með það eitt í huga að
mæta Jesú og þiggja fyrirgefn-
ingu hans, þiggja blessun
hans, friðinn hans, sem er æðri
öllum skilningi.
En hvers vegna nefni ég
þetta í sambandi við guðspjall-
ið um mettunina. Jú, Jesús
gerði kraftaverk og þau voru
undursamleg, hann gat ekki
horft á neitt aumt né svangt,
hann kom með hjálp sína inn í
samtíðina, en með hjálp sinni
var hann alltaf að benda
lengra. Samferðamenn hans
sáu hann metta fleiri þúsund
manns af fáeinum brauðum og
fáeinum fiskum. Kraftaverkið
var augljóst og það benti til
þess að Jesús er sjálfur hið lif-
andi brauð, sem kom niður af
himnum til þess að metta ekki
bara fjögur þúsund eða fimm
þúsund heldur kom hann til
þess að metta alla. Hann kom
til þess að metta alla þeim
gæðum sem skipta máli í lífi
og dauða.
Jesús líkti sjálfum sér við
brauð, fæðuna sem heldur lík-
ama okkar við, og þar með er
hann að kenna okkur hvað
hann sjálfur er mikilvægur
fyrir líf hvers manns.
Mettunarfrásögurnar eru
líka fyrirboði kvöldmáltíðar-
innar. Þar mætir hann okkur
með sérstökum hætti beinlínis
til að metta okkur gæðum
himinsins. Og þegar við göng-
um að altarisborði Drottins,
þá megum við trúa því að við
séum viðurkennd af honum,
við erum í fjölskyldunni stóru
sem tilheyrir kirkju Krists á
jörð.
k Guð gefi að við öll komum
auga á náð Guðs og kærleika í
texta dagsins, þannig að
boðskapurinn verði okkur til
uppörvunar og blessunar.
Til sölu eru tveir
sumarbústaöir við
vatn á Suðurlandi
Til sölu eru tveir fallegir sumarbústaöir á 1 ha.
eignarlandi sem liggur aö vatni. Annar sumar-
bústaöurinn er ca. 50 fm hinn er ca. 30 fm.
Veiöiréttur í vatninu fylgir. Tilvaliö tækifæri fyrir
fjölskyldu eöa félagasamtök.
Huginn fasteignamiölun,
Templarasundi 3,
símar 25722 og 15522.
Höföar til
.fólksíöllum
starfsgreinum!
-..
sparifé þitt
W
I J  mmy  Wj  ¦¦¦¦
eða 8% ?
Verðtrygging veitir vörn gegn veröbólgu - en hefur þi
hugleitt hversu mikla þýöingu mismunandi raunvextir hafí
fyrir arösemi þína?
Yfirlitið hér að neðan veitir þér svar við því.
VERÐTRYGGÐUR SPARNAOUR - SAMANBURÐUR A ÁVOXTUN				
Verötrvgging m.v.lánskiaravisitókj	Nafn-vextir	Raun-ávöxtun	Fjöldi ára til að tvöf. raungildi höfuðstóls	Raunaukning höfuðst eftir 9 ar
Veðskuldabrét	3%	8%	9ár	100%
Sparisk. rikissj.	3.5%	3 7%	19ár	38 7%
Sparisjóðsreikn.	1%	1%	70ár	9.4%
I Verðtryggð
|5 spariskírteini rikissjóðs I
Verðtryggður
sparisjóðsreikningur
1 9.4% 1
GENGI VERÐBREFA
17. JÚLÍ1983:
VERÐTRYGGÐ
SPARISKÍRTEINI
RIKISSJÓDS:
1970 2. flokkur
1971  1. flokkur
1972 1.
1972 2.
1974  1
1975  1
flokkur
flokkur
1973 1. flokkurA
1973 2. flokkur
flokkur
flokkur
1975 2. flokkur
1976  1. flokkur
1976 2. flokkur
1977  1. flokkur
1977 2. flokkur
1978  1. flokkur
1978 2. flokkur
1979  1. flokkur
1979  2. flokkur
1980  1. flokkur
1980  2. flokkur
1961 1. flokkur
1981  2. flokkur
1982  1. flokkur
1982  2. flokkur
1983  1. flokkur
15.270,64
13.197.03
11.449,82
9.708,00
6.878,39
6.336,78
4.374,04
3.600,41
2.712,74
2.570,51
2.047,56
1.899,45
1.586,05
1.287,88
1.013,25
854,17
660,18
498,21
391,73
336,54
249,94
226,95
169,63
131.70
Sölug»ngi
pr. kr. 100.-
Maoalávoxtun umrram varðtryggingu «r
3,7—5,5%.
VEÐSKULDABRÉF
ÓVERDTRYGGD:
Sölugengl m.v. nafnvaxti
(MLV)
18%  20%         47%
1 ár       55   56           68
2 ár       44 45           61
3ár 37 39           56
4ár
láf
VEDSKULDABREF
MEÐ v. 7—8% ávöxtunarkröfu:
Sölugengi     nafn-  Ávöxtun
m.v.       vextir  umfram
2 afb./ari      (HLV)  verötr.
1 ár   96,49     2%     7%
2 ár    94,28      2%      7%
3ár    92,96     2Vi%     7%
4ár    91,14     2Vi%     7%
5ár    90,59      3%      7%
6ár    88,50      3%     7'/4%
7ár    87,01      3%     7V»%
8ár    84,85      3%     7V2%
9ár    83,43      3%     7Vt%
10 ár    80,40      3%      8%
15 ár    74,05      3%      8%
VERÐTRYGGÐ
HAPPDRÆTTISLÁN
RÍKISSJÓÐS     HEZSt
C — 1973                       4.292,-
D — 1974                       3.730,-
E —  1974                       2.659,-
F — 1974                        2.659,-
Q — 1975                       1.791,-
H — 1976                       1.633,-
I  — 1976                        1.320,-
J  — 1977                       1.181,-
1.fl. - 1981                       239,-
Ofanskráð gengi er m.a. 5% ávöxtun
p.á. umfram verðtryggingu auk vinn-
ingsvonar. Happdrættisbrófin eru gef-
in út á handhafa.
Veröbréfamarkaöur
FjMestlngarfélagsins
Lækjargötu12 101 Reykjavik
lónaöarbankahúsinu Sími 28566
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40