Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 160. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ 1983
Landmennirnir að störfum við fiskvinnslu Gaukstaða — Jóhannes Jónsson, faðir Þorsteins, er
fremstur á myndinni.
Sverrir Bjarnason landformaður i Jóni Finnssyni, emð rígaþorsk.
Þaö lifir enginn
á svartsýninni
Rætt við Þorstein Jóhannesson útvegsbónda í Garði
Þorsteinn Jóhannesson útvegsbóndi í Garði lét nýlega af störfum
sem formaður Sölufélags ísienzkra fiskverkenda. Þorsteinn er einn
aðaleigandi fiskverkunarstöðvarinnar Gauksstaöa hf. í Garði og
hefur haft rekstur fyrirtækisins á hendi um árabil, en áður var hann
skipstjóri á skipum fyrirtækisins um áratuga skeið. Þó starfsferill
Þorsteins sé orðinn ærið langur er hann ekki enn farinn að hugsa til
þess að setjast í helgan stein og hefur í mörgu að snúast. Það ætlaði
lengi að standa þessu viðtali fyrir þrifum að Þorsteinn hafði aldrei
tíma aflögu til að ræða við blm. Mbl. Þar kom þó að ein kvöldstund
var laus. Ég byrjaði á því að spyrja Þorstein um æskuár hans og
hvernig þá var umhorfs í Gerðum.

Menn reru hver frá sinni vór
„Ég er fæddur hér í Garði, árið
1914. ólst upp hérna og hef hvergi
annars staðar átt heima. Þegar ég
man fyrst eftír mér var byggðin
hérna fremur sveit en þorp —
þetta var útvegsbændasamfélag,
par sem menn stunduðu sjávar-
útveg og búskap jöfnum höndum.
Menn reru hver frá sinni vör og
voru skipin sett á bökum, því
hafnarskilyrði voru hér engin —
og það hefur ekki mikið breyst.
Hér hefur aldrei verið gert neitt
marktækt í hafnarmálum.
Það var róið á áttæringum, sex-
mannaförum, fjögurramannaför-
um, tveggjamannaförum — áttær-
ingunum var róið á vetrarver-
tíðinni en minni bátunum á vor-
og sumarvertíð. Flestir útvegs-
bændanna áttu þrjá báta: stóran,
miðlungs og lítinn. Allir sem gátu
voru með einhvern búskap þótt
þröngt væri um jarðnæði. Það
voru aðallega kýr, nokkrir áttu
kindur og svo voru þeir með hesta
til útreiða."
Voru ekki heldur liilir möguleikar
á að vera með búskap hér í Garði?
„Ég læt það vera — það var t.d.
nokkuð stórt bú á mínu heimili,
Gauksstððum. Faðir minn var
alltaf að auka við sig og rækta upp
meira land. Hann hafði mest 8 kýr
á fóðrum. Já, túnið bar þetta — en
það er á það að líta að fjaran var
mikið nýtt til að drýgja heyið.
Kúnum var gefinn koðri, smágert
þang, sem hirtur var á fjörunni.
Svo var þeim gefinn fiskafgangur
og hausar, hrogn o.fl. Þetta var nú
fóðurbætirinn sem menn höfðu þá.
Nú er þessu hent en fóðurbætir
keyptur dýrum dómum fyrir upp-
bætu og styrki — þannig er nú
það. Og ekki minnist ég þess að
það væri minni nyt í kúnum þá
heldur en gerist nú."
Útvegsbændur og
tómthúsmenn
Hversu margir voru þeir útvegs-
bændurnir hérna?
„Ja, látum okkur nú sjá ..."
Þorsteinn telur á fingrum sér.
„Guðjón í Réttarholti, Guðmund-
ur á Rafnkelsstöðum, sá frægi
maður, Ingimundur í Holti..." Og
þannig koma nöfnin eitt af öðru
unz komnir eru rúmlega 30 út-
vegsbændur. „Ég trúi að þeir hafi
verið milli 30 og 35, og þó nær 35,
segir Þorsteinn. Þar að auki voru
svo margir tómthúsmenn, sem
ekkert jarðnæði höfðu. Þeir áttu
flestir litla báta, sem þeir reru vor
og sumar, en reru svo á vetrarver-
tíðum hjá útvegsbændunum.
Það var mikið líf hér í Garði á
þessum árum og félagsstarfsemi
blómleg þótt fólkið væri fátt. Ég
get ekki neitað því að ég sakna
hins gamla félagsanda sem ríkti
hér í mínu ungdæmi — þá
skemmtu ungir og gamlir sér sam-
an og allir skemmtu sér konung-
lega. Hér var góður barnaskóli
sem vel stóð fyrir sínu. Hér var
starfandi stórstúka, sem starfar
reyndar enn að nafninu til, og
barnastúka. Hér var kaupfélag
stofnað snemma, Bárufélagið. Hér
var stofnuð deild Fiskifélags fs-
lands 1913 — ég á ennþá allar
fundargerðirnar. Hér var starf-
andi ungmennafélag og hér var
stunduð leiklist, en það hefur lengi
loðað við Garðsbúa, að þeir þykja
færir á því sviði. Hér voru starf-
andi tveir kórar, karla- og kvenna-
kór, og svo ágætur kirkjukór. Svo
má ég ekki gleynta kvennadeild
Slysavarnafélags tslands, sem
hefur starfað hér frá því að SVFÍ
var stofnað."
Hvenær ferð þú fyrst að stunda
sjó?
„Ég byrjaði fyrst tólf ára og reri
þá eina haustvertíð á áraskipi, en
ég var fjórtán ára þegar ég hóf
sjómennsku fyrir alvöru. Það var
öðruvísi að stunda sjó á þeim ár-
um en nú gerist og töluvert erfið-
ara, held ég að óhætt sé að segja.
Það var beitt á morgnana áður en
farið var út og þegar komið var af
sjónum varð hver að gera að sín-
horsteinn Jóhannesson
um afla. Það var gert hérna niður
frá á klöppunum: hausað, flatt og
þvegið. Síðan var fiskurinn borinn
upp á börum og saltaður í skúrum,
sem hafðir voru til þess arna. Þau
voru ófá handtökin sem gera
þurfti eftir að komið var af sjón-
um, og oft voru menn lúnir þegar
farið var í bólið.
Hollast er heima hvað
Á vetrarvertíðum var hins veg-
ar alltaf róið frá Sandgerði. Þar
voru hafðir landmenn sem sáu um
að beita lóðirnar og gera að fiskn-
um. Að lokinni vertíð var fiskur-
inn svo fluttur hingað í Garð, en
hér varð að skipa honum öllum
upp á uppskipunarbátum. í fjör-
unni tóku svo konur og krakkar
við og báru fiskinn upp á börum.
Það var svo lokið við að vinna
hann hér — hann var þveginn og
breiddur út á reitum sem hér voru,
en eru nú löngu horfnir."
Hefði ekki verið hagkvæmara að
Ijúka vinnslunni í Sandgerði?
„Ja, það er nú svona, að hollast
er heima hvað. Mórallinn var líka
þannig að menn voru ekkert að
spara sig og sáu ekki í handtökin
þegar lífsviðurværið var annars
vegar. Þegar svo skipin komu að
ná í fiskinn lögðust þau hérna
fyrir framan og varð að flytja
hann allan út á uppskipunarbát-
um. Það var mikið verk að koma
honum í lestarnar, því raða varð
hverjum og einum fiski á sérstak-
an hátt — það var kallað að stúfa
og var listgrein útaf fyrir sig, skal
ég segja þér.
Það gerði okkur afar erfitt fyrir
hérna hversu hafnarskilyrði voru
vond. Þetta voru í rauninni ekki
annað en uppsátur — varir sem
ruddar voru af mannahöndum eft-
ir því sem hægt var. Árið 1935 var
Frá síldarvertíð 1944 — Þorsteinn Jóhannesson bfður Sigurði Magnússyni
stýrimanni sfnum f nefið.
byrjað hér á hafnarframkvæmd-
um en það verk dagaði fljótlega
uppi, þannig að enn er hér hafn-
leysa. Þó hér hafi borist á land afli
fyrir milljarði króna virðist eng-
um þingmanni hafa dottið í hug að
stuðla að því að hér yrði reist
höfn, hvernig sem á því stendur."
Þið hafíð semáe ekki verið nógu
duglegir að selja atkvæðin ykkar?
„Nei, við hófum verið of sjálf-
stæðir. Ekki er það vegna þess að
flotinn sé of lítill. Héðan eru nú
gerð út 19 skip, stór og lítil: tveir
skuttogarar, einn síðutogari, sex
stórir bátar og tíu minni. Þó hefur
stjórnvöldum aldrei dottið í hug
að styrkja okkur til að gera hér
höfn."
Toguðu alveg upp í fjöru
ef því var að skipta
Við Þorsteinn snúum okkur aft-
ur að veröldinni eins og hún var
fyrir stríð. „Faðir minn, Jóhannes
Jónsson, hóf að gera út vélbát árið
1918 með mági sínum og tengda-
föður. Báturinn hét Gunnar Há-
mundarson. Árið 1923 keypti
pabbi svo Jón Finnsson 1. og á
honum hóf ég mína sjómennsku.
Það var sótt á þessi hefðbundnu
mið hérna og sótt fast: vestur á
Eldeyjarbanka og norður undir
Jökul, djúpt og grunnt.
Nei, þetta gekk allt vel. Ég kann
ekki við að vera að segja einhverj-
ar historíur af sjónum, þó auðvit-
að hafi ýmislegt hent hjá manni í
gegnum árin. Það fylgdi okkur
alltaf lánið og oft aflaðist vel."
Höfðu menn áhyggjur af því að
fiskurinn væri að klárast úr sjónum
hér áður eins og nú?
„Nei, það hafði engin áhyggjur
af því í þá daga. Ekki fyrr en Bret-
inn fór að toga hér upp í land-
steinum. Það var þegar landhelgin
var ekki nema 3 mílur — og þeir
gátu ekki einu sinni virt þá land-
helgi heldur toguðu þeir alveg upp
í fjöru ef því var að skipta. Það er
ómælt tjón sem þeir ullu okkur
íslendingum á veiðarfærum og
afla.
Það eru sjálfsagt ekki allir sem
vita að hér í Garði var fyrsta land-
helgisskip íslendinga gert út. Ég
man sjálfur eftir þessu skipi. Þá
áttu dönsku herskipin Filla og Is-
lands Falk að annast hér land-
helgisvörslu, en þóttu gera það
slælega. Garðsmönnum leiddist að
sjá Bretann toga hér upp í land-
steinum dag eftir dag, óáreittan.
Fyrir atbeina séra Kristins Daní-
elssonar á Útskálum, sem þá var í
sveitarstjórn, var leigður bátur
hingað til þess að annast land-
helgisgæzlu hér við ströndina.
Þessi bátur, sem hét Ágúst, var í
þessu verkefni um tvö sumur.
Honum varð vel ágengt við land-
helgisgæzluna þótt smár væri. Svo
illa tókst til seinna haustið sem
hann var við gæzlu að það gerði
óvænt norð-vestanátt, þegar hann
var á legunni hér fyrir framan og
hann rak upp og brotnaði í spón
hér í fjörunni."
Nú niði síðari heimsstyrjöldin til
ykkar hér í Garði, þótt hvorki væri
höfn né vegasamband — þú hlýtur
að minnast margs frá þeim árum.
Heimsstyrjöld
„Jú, maður varð var við að tölu-
vert gekk á. Það voru býsna fjörug
ár — mikið líf, og reyndar einnig
mikill dauði. Svo var þetta eins og
gengur — mannleg náttúra er
alltaf söm við sig og alltaf til
vandræða. Hér voru reistir geysi-
miklir kampar, eins og bragga-
hverfin  þeirra  voru  kölluð.  Við
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40