Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 160. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JÚLl 1983
23
staða fyrir vikið. Bygging litlu
skálanna, sem aldrei eru annað
nefndir en nípur manna á meðal
þarna uppfrá, hófst 1969 og hefur
þeim f jölgað hægt og bítandi.
Sagði Eiríkur, að það hefði ekki
verið fyrr en með tilkomu litlu
húsanna, að skólinn fór að skila af
sér einhverju umfram útgjöld. Nú
þegar væri kominn vísir að áætl-
unum um frekari stækkun og þá
með nýtingu jarðhita í huga. Ann-
að hvort væri að bora eftir heitu
vatni eða þá að leiða það um fjög-
urra kílómetra leið ofan úr Hvera-
dölum.
En þeir Kerlingarfjallakappar
hafa fleira gert en að byggja við
húsakost sinn með reglubundnum
hætti. Árið 1969 byggðu þeir
rafstöð og hús yfir hana eftir að
hafa komist yfir gamla rafstöð,
sem síðar var gerð upp, og ódýran
rafal. Þessi rafstöð framleiðir 70
kW og er öll sú orka fullnýtt í
þágu skólans. Við byggingu stífl-
unnar og rafstöðvarinnar kom það
sér vel, að hópurinn, sem að baki
skólanum stendur, er fjölskrúðug-
ur.
Auk Eiríks, Valdimars og Sig-
urðar Guðmundssonar frá Leirá,
er þar að finna þá Jakob Alberts-
son (Kobba klaka), Einar Eyfells,
Jónas Kjerúlf, Þorvarð Örnólfsson
og Magnús Karlsson. í þessum
hópi eru m.a. verkfræðingur, tré-
iðnaðarmeistari, raf- og bif-
vélavirki.
Núna eru fjórar færanlegar
lyftur til uppi í Kerlingarfjöllum.
Sjálfur Skíðaskólinn, þ.é. bygg-
ingarnar, eru í um 720 metra hæð
yfir sjó, en lyfturnar eru í frá
8—1100 metra hæð, en hægt væri
að komast allt upp í um 1400
metra hæð.
Sökum hins stutta sumars og
mikillar hæðar er aðeins unnt að
reka Skíðaskólann í um 10 vikur á
ári hverju. Að sögn Eiríks var
ástandið um tíma orðið ansi bág-
borið en þegar útlitið var sem
verst jókst áhugi landsmanna á
skíðaíþróttinni stig af stigi og nú
er svo komið, að flestöll vikunám-
skeiðin eru þéttsetin. Hins vegar
hefur aðsókn í helgarnámskeiðin
ekki verið eins mikil. Alls er hægt
að rúma 80—90 manns í einu með
góðu móti og tæpast þarf nokkur
að kvarta yfir aðstöðunni, hvað þá
heldur matnum, sem er hreint
frábær. Um það getur undirritað-
Á jafnsléttu
Eftir dulítið stapp var hægt að
koma mér á skiðin og á því augna-
bliki fannst mér þetta allt saman
horfa betur við. Ég stóð þarna á
skíðunum á jafnsléttu að ég hélt,
með stafina sinn í hvorri hendi, og
reiðubúinn að bjóða máttarvöld-
unum byrginn.
En viti menn! Sem ég var í
mestu makindum að ræða við
samferðafólkið (svona til þess að
dylja óttann eftir að í ljós hafði
komið við handauppréttingu, að ég
var sá eini, sem aldrei hafði
kynnst þessari íþrótt) um daginn
og veginn rann ég af stað. Það var
ekkert að óttast eða svo hélt ég.
Ég var fjandakornið á jafnsléttu.
Skíðin voru hins vegar ekki á
sama máli og runnu af stað með
farþegann, Sigurð Sverrisson,
skelfingu lostinn.
Ég reyndi að láta á engu bera,
en varð að endingu að kyngja
þeirri staðreynd, að ég kynni ekk-
ert fyrir mér í þessu eftir að hafa
runnið stjórnlaust með hálf skíðin
upp á nærliggjandi malarkamb.
Kannist menn við orðtækið um
þorskinn á þurru landi átti það
svo sannarlega við í þessu tilviki.
Hoppað meo herðatré á milli hnjánna á kvoldvókunni. Ekki ber i öoru en
áhorfendum sé skemmt.
Siguröur Guðmundsson, einn forsprekki Skídaskólans f Kerlingarfjóllum, og
Pétur Jónasson, gítarklassíker og skíðakennari, stilla saman strengi sína í
eldhúsinu fyrir kvöldvökuna.
ur glöggt vitnað. Verðið ætti held-
ur ekki að fæla nokkurn mann frá.
Eftir góðan nætursvefn var ris-
ið úr rekkju laust fyrir klukkan
níu á laugardagsmorgninum.
Staðreyndin varð ekki flúin úr
þessu. Mér var ætlað að binda á
mig skíði í fyrsta sinn á ævinni,
eftir rúman klukkutíma. Af-
bragðsgóður morgunverður hefur
vafalítið átt sinn þátt í því að róa
taugarnar, a.m.k. minnist ég ekki
neinna svimakasta fyrr en komið
var í skíðaskóna. Þeir voru annars
nokkuð, sem ég átti óskaplega
erfitt með að sætta mig við. Níð-
þungur andskoti, sem gerir manni
ekki kleift að ganga eðlilega með
nokkru móti hversu svo sem reynt
er. Skórnir eru enda ekki ætlaðir
sem slíkir, en út í það var að
sjálfsögðu ekki hugsað þegar hug-
urinn var allur á iði við að finna
þessu sporti allt til foráttu.
Það var þá sem bjargvætturinn
í líki Péturs Jónassonar kom til
sögunnar. Lesendur kannast
kannski betur við hann í tengslum
við klassískan gítarleik, þar sem
hann er í fararbroddi. Hann hefur
hins vegar um margra ára skeið
kennt á skíðum í Kerlingarfjöllum
og tók mig upp á arma sína þenn-
an grámyglulega laugardagsmorg-
un. Við urðum fljótt ásáttir um að
vænlegast væri að finna einhvern
aflíðandi slakka og hefja æfingar
frá grunni. Það var óneitanlega
súrt í broti að horfa á eftir öllum
skaranum, þar sem hann leið upp
eftir brekkunni í lyftunni, á með-
an auminginn ég mátti sætta mig
við barnaæfingar í 2% halla.
Eðlilega gekk ég í gegnum þann
„prósess" sem allir algerir byrj-
endur gera. Frumstigið er að finna
rétt jafnvægi á skíðunum og svo er
það plógurinn alkunni. Það þurfti
ótal ferðir og þreytandi göngur til
baka þar sem fæturnir vísuðu
hvor í sína áttina að hætti meist-
ara Chaplins, upp slakkann að
nýju áður en ég náði minnsta valdi
á þessari nýju og framandi tækni.
Mér til undrunar féll ég ekki flat-
ur nema tvívegis og það í bæði
skiptin er þreytan tók að gera vart
við sig og skíðin tóku upp á þeim
óskunda að leggjast þvert, hvort á
annað. Þannig kemst enginn mað-
ur leiðar sinnar á skíðum og ég
var engin undantekning. Fallið
varð ekki umflúið.
Eftir heitt kakó og brauðsneið-
ar, sem okkur voru færðar upp í
fjall uppúr hádeginu, og góða
hvíld var ég til í slaginn að nýju.
Gekk mun betur en fyrr og greini-
legt var að hvíldin hafði haft góð
áhrif. Þegar dagurinn var á enda
hafði ég náð að upplifa það nokkr-
um sinnum að geta beygt í þessum
áðurnefnda 2% halla án þess að
detta eða stórskadda mig. Ég var
enda allur annar og kokhraustari
maður er við snerum heimleiðis í
skálann síðdegis. Fæturnir voru
hins vegar orðnir býsna lúnir, ekki
hvað síst eftir allt Chaplínlabbið á
skíðunum í þessum þungu skóm,
en þetta var kannski ekki svo vit-
laust eftir allt saman.
Laugardagskvöldið var kær-
komin hvíld eftir 5—6 tíma stím á
skíðunum. Frábær kvöldverður, þá
smá afslöppun áður en boðið var
til kvöldvöku. Þar voru þeir Pétur
og Sigurður Guðmundsson í essinu
sínu; sungu og spiluðu á gítara af
fítonskrafti. Heldur var þó fá-
mennt á þessari kvöldvöku miðað
við  það  sem  almennt gerist og
kunnugir sögðu stemmninguna
hafa verið fremur litla. Á milli
þess sem íbúar nípanna fluttu
skemmtiatriði og farið var í leiki
var haldið uppi linnulausum söng.
Dagskránni var ekki aldeilis
lokið þótt kvöldvakan væri afstað-
in. Næst var það dansleikur og
ekkert minna. Mönnum gafst þá
færi á að fara og næla sér í betri
fötin væru þeir á annað borð á
þeim buxunum, eða einfaldlega
hvíla lúin bein örlítið lengur áður
en tekið var til við dansinn. Undir-
ritaður var þegar hér var komið
sögu örþreyttur orðinn og hefur
þar að auki aldrei talist til verð-
launamanna í dansmenntinni. Ég
sat því heima og lagðist til hvílu.
Af og til rauf glymjandi danstón-
listin fjallakyrrðina og stef úr
Kokknum bárust til eyrna. Ég
reyndi ítrekað að ímynda mér
sjálfan mig í þeim fansi en tókst
ekki. Svefninn varð því fljótt yfir-
sterkari.
Sunnudagurinn hófst á sama
hátt og dagurinn á undan.
Snemma úr rekkju, morgunverð-
urinn afgreiddur á methraða og
síðan beint upp í fjall með rútunni
Tómasi.
Harðsperrurnar létu heldur bet-
ur til sín taka í fyrstu skrefunum
eftir að uppeftir var komið, en áð-
ur en varði voru þær á braut og
hugurinn límdur við það eitt að ná
að reyna barnalyftuna áður en
heim yrði snúið á ný. Og það tókst!
Eftir nokkar æfingaferðir í 2%
slakkanum umtalaða (nánast
jafnslétta) ákvað Pétur, kennari
minn, að mér ætti a.m.k. að vera
óhætt að reyna neðstu brekkuna.
SéA heim að Skíöaskólasvæðinu.
Fyrir horn
Stoltið var slíkt eftir langþráða
yfirlýsingu hans, að ég hélt ég
myndi bara ekki lifa þetta af.
Tókst þó að komast klakklaust að
lyftunni og rann síðan fyrirhafn-
arlítið af stað upp eftir slakkan-
um. Við höfðum orðið ásáttir um
að ég færi úr lyftunni í miðri
brekkunni, þar sem það væri
meira en nægur halli til þess að
æfa sig í.
Ég jánkaði því í sigurvímunni,
en hins vegar kom babb í bátinn
þegar átti að losa sig úr lyftunni.
Ekki tókst betur til en svo að ég
rann aftur á bak að vírnum og það
var aðeins snarræði kennarans
sem bjargaði mér frá því að strá-
fella aðra lyftugesti, þar sem ég
var um það bil að hefja stjórn-
lausa ferð á skíðunum rétt eina
ferðina — að þessu sinni aftur á
bak í þokkabót.
Eftir nokkrar ferðir upp með
lyftunni og áfallalitlar ferðir
niður brekkuna jókst sjálfstraust-
ið í slíkum stökkum, að ég gleymdi
stað og stund og það átti eftir að
hefna sín. Ég var sem fyrr á leið
upp í lyftunni er ég vissi ekki fyrr
til en ég tók að halla ískyggilega.
Mér varð skyndilega litið niður á
fætur mér og sjá: skíðin voru kom-
in í kross. í stað þess að kippa því
snarlega í liðinn með því að lyfta
hægra skíðinu ofan af því vinstra
brást undirmeðvitundin alveg. Ég
hélt bara dauðahaldi í tog\'írinn
og vonaðist eftir að þetta lagaðist
allt saman. Það gerði það bara
ekki og að endingu lá ég kylliflat-
ur. Sjálfstraustið fékk þarna rétt
eina ofanigjöfina.
Mér tókst þó að komast upp á ný
og beit á alla þá jaxla sem ekki
höfðu verið fjarlægðir við tann-
réttingaaðgerðirnar á fermingar-
skeiðinu. Niður komst ég á ný og
siðan aftur upp og svo niður og
upp og niður og upp og niður ...
Aðeins einu sinni eftir þetta féll
ég kylliflatur, en það mun sam-
kvæmt lýsingu sjónarvotta hafa
verið tignarlegt fall. Skíðin tóku
skyndilega að fjarlægjast hvort
annað og áður en ég vissi af var ég
kominn á magann á fullri ferð
niður brekkuna. Skíðin biðu hins
vegar eftir mér við fallstaðinn í
mestu makindum — þökk sé
stoppara-uppfinningunni ágætu.
Ég hef ekki lengur töiu á ferð-
unum, sem ég renndi mér, en mik-
ið andsk .. .var þetta orðið gaman
í lokin. Því varð ekki með nokkru
móti neitað að skoðanaskipti, kú-
vending öllu heldur, höfðu orðið i
kollinum á mér við þessa tveggja
sólarhringa dvöl í Kerlingarfjöll-
um. Nú er það bara spurningin
hvenær maður kemst aftur á skíði.
— SSv.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40