Morgunblaðið - 17.07.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.07.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ 1983 27 „Við eigum hlut í loðnustofninum“ — segir Andres Lava Olsen í Fuglafirði um rétt Færeyinga til norsk-íslenzka stofnsins „MÉR fínnst hart að íslendingar og Norðmenn hafí einir rétt til þess, að ákveða hve mikið af loðnu skuli veitt árlega, þar sem loðnan er um fjórðung ársins inn- an lögsögu Grænlands. Með þessu er ég ekki að véfengja rétt íslend- inga til loðnuveiða og ákvarðana- töku um veiðimagn, en mér fínnst eðlilegt að Grænlendingar séu þar með,“ sagði Andreas Lava OJsen, framkvæmdastjóri fiskimjölsverk- smiðjunnar Hafsbrúnar í Fugla- fírði, í samtali við Morgunblaðið. „Þess vegna sendi ég Paul Schluter, forsætisráðherra Dan- merkur, orðsendingu þess efnis er hann var hér í Færeyjum. Þar gat ég þess, að danska ríkis- stjórnin gætti ekki nægilega hagsmuna Færeyinga í þessu tilfelli, en svar hef ég ekki enn fengið. Mér finnst það hart, að Norðmenn geti gert tilkall til alls þessa hafsvæðis vegna Jan Mayen og Svalbarða. Það ergir marga Færeyinga. Danir ættu að gæta betur hagsmuna okkar hvað varðar þessar loðnuveiðar, við eigum rétt á okkar hlut þar,“ sagði Andres Lava Olsen. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Dagsferöir sunnud. 17. júlí: 1. Kl. 8.00 Þórsmörk. Verö kr. 400. Fritt fyrir börn. 2. Kl. 13.00 Tröllafoss — Star- dalur. Létt ganga. Stuölaberg og Skessukatlar. Verö kr. 200, frítt fyrir börn. 3. Esja — Hétindur (909 m). Verö kr. 200, fritt fyrir börn. Brottför frá bensínsölu BSÍ. Sjáumst. Útivlst. Trú og líf Almenn samkoma veröur í Fella- skóla í kvöld kl. 20.30. Ræöu- maöur: Tony Fitzgerald. Beöiö fyrir sjúkum. Allir velkomnir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11796 og 19533. Dagsferðir Ferðagélagins: Laugardag 16. júli — Kl. 09: Ökuferö um Mýrarnar. Ekiö er niöur aö sjó og síöan í Hítardal. Verö kr. 400. Sunnudag 17. júlf: 1. Kl. 08. Baula (934 m) — Noröurárdalur. Verö kr. 400. 2. Kl. 13. Botnsdalur — Glymur (hæsti foss landsins). Verö kr. 200. Fariö frá Umferöarmiðstöö- inni, austanmegin. Farmiðar viö bít. Miðvikudag 20. júlí: 1. Kl. 08 Þórsmörk — dvöl í lengri tima eöa dagsferö. 2. Kl. 20. Viöey — fariö frá Sundahöfn. Fararstjóri: Lýöur Björnsson. Allar upplýsingar um feröirnar á skrifstofunni, símar 19533 og 11798 Feröafélag íslands. Miálprœðijherinn Sunnudag kl. 20.30, kveöju- samkoma fyrir lautinant Míriam Óskarsdóttur. Hermannavígsla. Brigader Ingibjörg og Óskar Jónsson stjórna. Vidar Beck og Arne Brant Valer syngja. Velkomin. ÚTIVISTARFERÐIR Sumarleyfisferöir Hornstrandir. Snjórinn er horf- inn og blómskrúöiö tekiö viö. Hornstrandaferðir: 1. Hornvfk — Reykjafjörður. 22.7.—1.8. 11 dagar. 3 dagar með burö, síöan tjaldbækistöö i Reykjafirði. Fararstj. Lovisa Christiansen. 2. Reykjafjörður 22.7.—1.8. 11 dagar. Nýtt: Tjaldbækistöö meö gönguferöum f. alla. Fararstj. Þuríöur Pétursdóttlr. 3. Hornstrandir — Hornvfk 29.7.—6.8. 9 dagar. Gönguferöir f. alla. Fararstj. Gísli Hjartarson. 4. Suður Strandir 30.7.—8.8. Bakpokaferö úr Hrafnsfiröi til Gjögurs. 2 hvíldardagar. Aðrar ferðir: 1. Eldgjá — Strútslaug (bað) — Þórsmörk 25. júlf — 1. ágúst. Góö bakpokaferö. 2. Borgarfjörður eystri — Loðmundarfjörður 2.—10. ágúst. Gist í húsi. 3. Hálendishringur 4.—14. ágúst. 11 daga tjaldferö m.a. Kverkfjöll, Askja, Gæsavötn. 4. Lakagfgsr 5.-7. ágúst. Létt ferö. Gist i húsi. 5. Eldgjá — Strútslaug (bað) — Þórsmörk 8.—14. ágúst. 7 dag- ar. 6. Þjórsárver — Arnarfell hið mikla 11.—14. ágúst. 4 dagar. Einstök bakpokaferö. Fararstj. Höröur Kristinsson, grasafræö- ingur. 7. Þórsmörk. Vikudvöl eöa 'h vika í góöum skála í friösælum Básum. Helgarferðir 22.-24. júlf Veiðivötn — Hreysið. 2. Eldgjá — Laugar (hringferð: 3. Þórsmörk. Upplýsingar og framiöar á skrifstofunni Lækjar- götu 6a, sími: 14606 (simsvari). Sjáumst, ÚTIVIST FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11796 og 19533. Sumarleyfisferðir 1. 19,—25. júlf (7 dagar): Baröastrandarsýsla. Gist í hús- um. Skoöunarferðir frá gististað. 2. 20,—24. júlí (5 dagar); Tungnahryggur — Hólamanna- leiö. Gönguferð meö viöleguút- búnaö. 3. 22.-26. júlí (5 dagar): Skaftár- eldahraun. Gist á Kirkjubæjar- klaustri. Skoöunaferöir í byggö og óbyggö. 4. 22.-27. júlí ( 6 dagar): Land- mannalaugar — Þórsmörk. UPPSELT. 5. 3.—12. ágúst (10 dagar): Nýidalur — Heröubreiöarlindir — Mývatn — Egilsstaöir. Gist í húsum. 6. 5.—10. ágúst (6 dagar): Land- mannalaugar — Þórsmörk. Gönguferð milli sæluhúsa. 7. 6.—12. ágúst (7 dagar): Fjöröur — Flateyjardalur. Gist í tjöldum. Ökuferð/gönguferö. 8. 6.—13. ágúst (8 dagar): Hornvik — Hornstrandir. Tjald- aö í Hornvík og farnar dagsferöir frá tjaldstað. 9. 12.—17. ágúst (6 dagar): Landmannalaugar — Þórsmörk. Gönguferö milli sæluhúsa. 10. 13.—21. ágúst (9 dagar): Egilsstaöir — Snæfell — Kverk- fjöll — Jökulsárgljúfur — Sprengisandur. Gist í tjöldum/- húsum. 11. 18.—21. ágúst (4 dagar): Núpsstaöaskógur — Grænalón. Gist í tjöldum. 12. 18.—22. ágúst (5 dagar): Höröudalur — Hitardalur — Þórarinsdalur. Gönguferð meö viðleguútbúnað. 13. 27.—30. ágúst (4 dagar); Noröur fyrir Hofsjökul. Gist í húsum. Pantiö tímanlega í sumarleyfis- feröirnar. Upplýsingar og far- miöasala á skrifstofunni Öldu- götu 3. Simar: 19533 og 11796. Feröafélag íslands. Því ekki að byrja á toppnum og fljúga beint til Sviss? Við bjóðum þér hagstætt heildarverð fyrir flug + hótel eða bílaleigubíl Flestir munu sammála um að hápunktur hverrar ökuferðar um meginland Evrópu sé heimsóknin til Sviss. Þar eru fjöllin eins og þau gerast fegurst, dalirnir eins og þeir verða gróðursælastir og samspil nátt- úrunnar allrar eins og það gerist hljóm- þýðast. Með vikulegu áætlunarflugi til Zurich opnum við þér greiðfæra og beina leið til þessarar frábæru borgar og fallega lands. Við bjóðum þér flug + hótelgistingu á hagstæðu heildarverði og hyggirðu á öku ferð um Evrópu með viðkomu í Sviss er sjálfsagt að byrja á toppnum og fljuga beint á þennan skemmtilega áfangastað. Og þegar þú reiknar út bílaleigutilboðin er sjálf- sagt að spyrja: Er söluskattur innifalinn? Er tjónatrygging innifalin? Lendi ég í óvænt- um aukakostnaði þegar til útlanda er kom- ið eða er ég með rétt verð í höndunum? Við getum svarað öllum þessum spurningum játandi. Við gefum hér upp verð sem innifel- ur þetta allt og verndum þig fyrir öllum aukakostnaði í erlendum gjaldeyri. Verð miðað við 4 í bíl 1 vika 2 vikur 3 vikur A — Fiat Panda 14.388 15.882 17.425 B — Ford Fiesta 14.465 16.137 17.808 C - VW Golf o. fl. 14.671 16.548 18.425 D — Kadett sjálfsk. 15.069 17.344 19.619 Innifalið: Flug söluskattur. tryfígingar. ótakmarkaður akstur. Bkki innifalið: Flugvallarskattur. Verð miðast við hvern einstakling. Verð miðast við gengi l. júlí 1983. Alpaævintýrin í Sviss—ógleymanleg upplifun! 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.