Morgunblaðið - 17.07.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.07.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ 1983 „Ég heföi aldrei trúað því að rigning gæti verið svona blaut íí í heimsókn hjá kínverskum nálastungulækni á Taiwan — eftir Aðalheiði Karlsdóttur Loksins var tilkynnt í há- talarann að flugvélin væri að nálgast áfanga- stað. Ég hafði nú setið í einni af Boeing 747- flugvélum Cargolux í um átján klukkustundir samfleytt og þrátt fyrir góðan aðbúnað um borð var það tilhlökkunarefni að komast undir beran himin á ný. Ferðin hafði reyndar tekið mig heilan sól- arhring vegna tímamismunarins, því frá Luxemborgarflugvelli hafði flugvélin hafið sig á loft klukkan 22.00 þann 2. júní, en nú var klukkan 22.00 þann 3. júní, að staðartíma í Taiwan. Það var úrhellisrigning í Chiang Kai-shek-flugvellinum, sem stað- settur er skammt frá höfuðborg- inni Taipei, og þrátt fyrir að vera vön votviðrum heima á íslandi hefði ég aldrei trúað því að rign- ing gæti verið svona blaut. Með aðstoð góðra manna og ótal regnhlífa tókst þó að koma far- þegum, sem ekki voru nema ellefu talsins, inn í flugstöðv- arbygginguna. Þar tók ekki betra við, því þar var allt á floti. Ekki var það þó af völdum rigningar- innar, heldur var verið að skúra þar gólf og voru notaðar við það mjög undarlegar aðfarir. Heilu vatnsfötunum var skvett yfir gólf- in, þannig að við máttum vaða vatnið í ökla, en síðan virtust skúringakonurnar eiga margra tíma verk fyrir höndum við að þurrka vatnið upp aftur. Eftir að hafa lokið við nauðsyn- legar pappírsútfyllingar, sem út- heimtu mikil hlaup fram og aftur um flugstöðvarbygginguna, tókst mér að komast klakklaust í gegn- um tollskoðunina og ekki leið á löngu þar til ég var sest í aftur- sætið á bílnum hjá Morrison Li- ang og Alice Chen, sem komin voru að taka á móti mér. Þetta var upphafið að mikilli ævintýraferð, sem skipulögð var af JC-hreyfing- unni á Íslandi í samvinnu við JC-hreyfingarnar í Taiwan og Japan og ég hafði verið valin til að taka þátt í sem fulltrúi JC-hreyf- ingarinnar á íslandi. Dr. Chen ásamt dætnim sínum við morgunverðarborðið. Það var um að gera að láta heyrast nógu hátt þcgar sötrað var úr skálinni. Frú Chen við störf í lyfjaversluninni á fyrstu hæðinni. Jurtalyf af ýmsu tagi voru vigtuð upp úr krukkunum á bak við. Fyrir um það bil þrem áratug- um hafði íbúafjöldi Taiwan ekki náð átta milljónum. Iðnaður var stutt á veg kominn, en landbún- aður og fiskveiðar voru aðalat- vinnugreinarnar. f dag eru íbúar Taiwan um átján milljónir og búa um tvær milljónir í höfuðborginni Taipei. Landið er nú með þéttbýl- ustu löndum í heimi því þar eru tæplega 500 íbúar á hvern ferkíló- metra, eða um 1.900 íbár á hvern ferkílómetra af ræktanlegu landi. Til samanburðar má geta þess að á íslandi eru um tveir íbúar á hvern ferkílómetra. Með samstilltu átaki þjóðarinn- ar allrar hefur á tiltölulega skömmum tíma tekist að gjör- breyta atvinnuháttum og um leið lífskjörum fólksins í Taiwan. Taiwanska efnahagsundrið er nú löngu orðið heimsþekkt og vörur með áletruninni „Made in Taiwan" eru algeng sjón hvar sem er í heiminum. Meðal Asíuþjóða eru lífskjör fólksins þar talin koma næst á eftir lífskjörum í Japan. Eitt af því sem íbúar Taiwan Helgidómur Chen fjölskyldunnar. Eins og tóbas- lauf í laginu Taiwan er eyja, skammt frá meginlandi Kína. Hún er álíka stór og Holland og er ekki ósvipuð tóbakslaufi að lögun. Taiwan heillaði svo portúgalska sjómenn er þar komu á 16. öld að þeir gáfu eyjunni nafnið „Ilha Formosa", sem þýðir fallega eyja. Síðar breyttist nafnið í Taiwan, en eldra nafnið, þ.e. Formósa, er þó víða notað ennþá. Taiwan á að baki mjög við- burðaríka sögu. Eyjan varð verndarríki kínverska keisara- dæmisins snemma á 13. öld, en hefur í aldanna rás mátt þola inn- rásir og hersetu ýmissa þjóða, t.d. Hollendinga, Spánverja og Jap- ana, þar til kínversk yfirráð náðu þar fótfestu á ný eftir seinni heimsstyrjöldina. Að frátöldum um 260.000 frum- byggjum eru íbúar Taiwan kín- verskir og eiga rætur sínar að rekja til meginlands Kína. Þaðan hafa þeir flutt með sér kínverska siði og venjur og eru lífsvenjur þeirra kínverskar í eðli sínu. fbúar Taiwan líta á sig sem Kínverja og virðast stoltir af uppruna sínum. eru sérlega stoltir af er jöfn tekju- dreifing og virðist sem bil milli ríkra og fátækra minnki stöðugt. Þannig hefur verið bent á það að árið 1952 voru tekjur 20% tekju- hæstu einstaklinganna 15 sinnum það sem 20% af tekjulægstu ein- staklingunum höfðu. Árið 1979 var hlutfallið orðið 4 á móti 1. „Þegar lítið var að gera fékk kaup- maöurinn sér blund“ Ökuferðin frá flugvellinum tók um það bil 45 mínútur, en þegar beygja átti niður í Ta Ton-götu, sem þýðir friðargata, kom í ljós að bíllinn komst alls ekki að húsinu sem samferðakona mín, Alice Chen, bjó í og átti að verða dval- arstaður minn í Taiwan. Þrátt fyrir að komið væri fram undir miðnætti og úti væri úrhellisrign- ing, voru þar svo mörg söluborð að ekki var hægt að komast eftir göt- unni á bílnum. Það var því ekki annað að gera en að ganga það sem eftir var leiðarinnar. Þegar ég ætlaði að fara að fást við ferða- töskurnar var eins og heilt lið af burðarkörlum sprytti upp úr jórð- inni, og fannst mér leiöinlegast að ég hafði ekki nægan farangur handa þeim öllum. Ta Ton-gata er ein af aðalmark- aðsgötum San Chun-borgar, sem er skammt frá Taipei. Þar er aðal- lega verslað með matvörur og daglegar nauðsynjavörur og virt- ist þar allt vera hvað innan um annað og enginn ákveðinn opnun- artími, því margir höfðu opið all- an sólarhringinn. Viðskiptavinur- inn þurfti jafnvel að vekja kaup- manninn til þess að geta verslað við hann, því þegar lítið var að gera fékk kaupmaðurinn sér blund á bak við söluborðið. Það var heilt ævintýri að ganga eftir Ta Ton-götu í myrkrinu og rigningunni og fylgjast með mannlífinu þar. Þegar loks var staðnæmst fyrir framan eitt sölu- borðið þar sem mikið úrval virtist vera af alls konar ávöxtum og ferskum fiski, og mér sagt að þarna byggi Chen-fjölskyldan, leist mér satt að segja ekki á blik- una. Þegar betur var að gætt kom þó í ljós að hús Chen-fjölskyld- unnar var á bak við söluborðið og þegar inn var komið létti mér stórum því þar inni var mun snyrtilegra umhorfs en á götunni fyrir utan. Á fy-rstu hæðinni var lyfjaverslun, sem seld! kínversk lyf unnin úr jurtum. Mér var strax boðið upp á loft og þar beið hús- móðirin með dýrindis veitingar. Dr. Chen, húsbóndinn á heimilinu, opnaði flösku af hrísgrjónavíni og bragðaðist það ágætlega með baunasúpunni og möndlueggja- kökunum, sem húsmóðirin bar fram. Nálastungulæknir og lyfsali Heimili Chen-fjölskyldunnar bar þess vott að hér væri um fremur efnað fólk að ræða. Dr. Chen er þekktur nálastungulækn- ir í Taiwan og rekur þar eigið sjúkrahús, en sjúklingar hans koma margir langt að. Að sögn dr. Chen gefur hann sér ávallt góðan tíma með sérhverjum sjúklingi til að kynna sér fyrra líferni hans þannig að hann geti sem best fundið út orsakir sjúkdómsins. Með því að horfa í augu sjúklings- ins og fylgjast með hinum ýmsu viðbrögðum hans kemst hann að því hvers eðlis sjúkdómurinn er og þá fyrst getur hin eiginlega nála- stungumeðferð hafist. Sú meðferð getur tekið mislangan tfma eftir því hver sjúkdómurinn er og á eft- ir gefur dr. Chen sjúklingum sín- um ströng fyrirmæli um það hvernig þeir skuli haga lífi sínu í framtíðinni til þess að halda fullri heilsu. Dr. Chen á einnig lyfjaverslun- ina á fyrstu hæðinni, en kona hans og dætur sjá um daglegan rekstur hennar. Yngri dóttirin er lyfja- fræðingur að mennt. Hún hefur lært vestræna lyfjafræði, eins og hún kallaði það, en leggur nú áherslu á að kynna sér gömul kínversk lyf unnin úr jurtum, og hvernig þau skuli notuð. Sagðist hún telja að jurtalyfin gætu í mörgum tilvikum komið að gagni þegar hin vestrænu lyf bregðast og að mikilvægt væri fyrir ungt fólk að kynna sér hin gömlu kín- versku lyf, þannig að mikilvægur fróðleikur um lækningamátt hinna ýmsu jurta tapaðist ekki. í lyfjaversluninni niðri virtust lyfin seld eftir vigt og oft blönduð eftir óskum viðskiptavinarins. Ekki virtist þurfa neina lyfseðla, og í einu tilvikinu fékk viðskipta- vinurinn að smakka á nokkrum tegundum til að geta á sem bestan hátt fundið út hvað hentaði sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.