Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 160. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						38
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 17. JULÍ 1983
Á vit gamalla
slóða eftir 43 ár
,,Kg man eftir svartnætti, hauga-
sjó og rigningarslepju þegar skipið
steytti á ísninn. Áreksturinn var all
harður, en þó tæplega jafn harkaleg-
ur og ef um árekstur tveggja skipa
nefði verið að ræða. Á þessum árum
var auðvitað engum ratsjám til að
dreifa. Menn stóðu í brúnni og
rýndu út í sortann. En það kom allt
fyrir ekki. Jakinn reif göt á búkinn
bæði stjórnborðs- og bakborosmegin
og sjór tók að streyma inn í fram-
rúmið. Það fylltist á u.þ.b. átta
klukkustundum."
1 þessum orðum byrjaði Gustav
Bendick, fyrrverandi háseti á
þýzka flutningaskipinu Baiha
Blanka, að rifja upp er skip hans
varð fyrir því óhappi að sigla á
ísjaka út af Látrabjargi 10. janúar
1940. Eins og mðrgum er í fersku
minni var það togarinn Hafsteinn,
sem kom áhöfninni til bjargar og
flutti hana til Reykjavíkur. Ben-
dick sagðist kominn til íslands til
að litast um á gömlum slóðum og
endurnýja kunningsskap við eftir-
lifandi fólk, er hann kynntist með-
an á dvöl hans hér stóð. „Við vor-
um fjóra mánuði á íslandi 1940,"
sagði hann, „frá janúar fram í
maí. Þá var farið með okkur til
Englands í stríðsfangabúðir í tvo
mánuði og því næst til Kanada.
Heim komst ég ekki fyrr en eftir
að stríðinu lauk i ársbyrjun 1946."
ísjakar í stað kafbáta
Bendick sagðist vera fæddur í
Danzig árið 1920 og hafi því verið
tvítugur að aldri er Baiha Blanka
fórst. Flutningaskipið, sem var
tólf þúsund og átta hundruð tonn
að stærð, hafði sextíu og tveggja
manna áhöfn og komust allir af.
En hvers vegna hafði skipstjóri
ákveðið aö sigla um Grænlandshaf
norður fyrir ísland á leið til
Þýzkalands?
„Ástæðan fyrir því að þessi leið
var valin var einföld. Hefðum við
siglt beinustu leið yfir Atlantshaf-
ið hefði okkur verið bráð hætta
búin af völdum kafbáta. Norðvest-
ur af íslandi beið okkar hins vegar
danskt skip, er skyldi leiða okkur
til Bergen í Noregi, en þaðan hefð-
um við getað fylgt skipalest suður
til Þýzkalands. Isinn sá auðvitað
til þess að við náðum ekki fundum
við skipið." Aðspurður bætti
Bendick við að farmurinn hefði að
mestu verið kaffi og tóbak, sem
sett var um borð í Rio de Janeiro.
Sæfarinn var að því spurður
hvað honum væri minnisstæðast
um björgunina, fjörutíu og þrem
árum síðar.
„Mér er líklega minnisstæðast
hvernig við komumst um borð í
Hafstein.   Eftir  áreksturinn   við
jakann tókst okkur að losa okkur
og byrjuðum þá strax að dæla sjó.
Við tókum stefnuna til lands í von
um að ná þangað í tima. Hins veg-
ar kom brátt í ljós að dælurnar
myndu ekki hafa undan lekanum
og stefni skipsins seig jafnt og
þétt í sjóinn. Þegar við loksins
BJARGVÆTTURINN — Togarinn Hafateinn, sem kom Blanka-mönoum til bjargar. Samkva-mt Gylfa Guðmunds-
syni hjá Landssambandi íslenzkra útvefmiaan*, var togarinn síðar seldnr til Fereyja og breytt í fhitningaskip. Fyrír
nokkrum árum rak skipið á land í 6tafsflr*i með aahfarm frá Færeyjum — og liggur fuk þess þar enn.
HmtudaKur 11. j«núar 1940.
MOfcGUNBLA'ÐIÖ
Þvskt flutningaskip rekstá ísjaka
út af Látrabjargi
Togarinn „Hafsteinn" bjargar
skipshöfninni, 62 mönnum
Finskt virki í Mannerheímlínunni
Erfið björgun
í stórsjó
Kr. 4.50
nnnhnt i
MENN f DULARGERVUM? -
Áhöfnin af Baiha lilanka. Myndin er
tekin á þrepum Þjóðleikhússins. Há-
setinn Bendick er lengst til vinstri í
þriðju röð.
SJÓSLYS — Morgunblaðið segir frá einu eftirminnilegasta sjóslysi við strendur íslands, fimmtudaginn 11. janúar.
sendum neyðarskeyti var langt
liðið á kvöld. Ég held að skipstjór-
inn hafi þá ennþá gert sér vonir
um að hægt væri að draga skipið
til lands. Þegar Hafsteinn kom svo
á staðinn, u.þ.b. fjórum klukku-
stundum eftir að skeyti var sent,
var þó ljóst, að áhöfnin yrði að
yfirgefa skipið. Það voru fjórir
björgunarbátar um borð í Baiha
Blanka, en þar sem sjór var mjög
úfinn gekk illa að komast burt frá
skipinu. Þá var brugðið á það ráð
að hella olíu í sjóinn og gerði það
okkur kleift að láta reka frá
skipshliðinni. Með þessu var pó
ekki bitið úr nálinni fyrir okkur,
því myrkur og öldurót gerðu að
verkum að erfitt var fyrir skip-
verja á Hafsteini að koma auga á
okkur, eða fyrir okkur að nálgast
togarann. Á endanum var okkur
þó öllum borgið og er erfitt að lýsa
þeim þakklætistilfinningum sem
við bárum til áhafnarinnar og
skipstjórans, Ólafs ófeigssonar,
sérstaklega."
Gestrisnin
gleymist seint
Um veru sína í Reykjavík frá
þvi í janúar fram í maí 1940, sagði
Bendick að hún hefði verið likust
ánægjulegu hvíldarleyfi. „Hótelið
þar sem ég bjó ásamt hluta áhafn-
arinnar hét Skjaldbreið og olli
mér vonbrigðum að það er nú
horfið. Gestrisni íslendinga
gleymist mér seint, því okkur var í
alla staði vel tekið. Hvernig við
höfðum ofan af fyrir okkur? við
dönsuðum, sungum, átum vel og
sváfum," sagði hann og hló við.
Aðspurður hvort brögð hefðu ver-
ið að því að íslendingar legðu
óþokka á skipbrotsmenn út af
stríðsbrölti Hitlers, dró hann
seiminn og kvaðst ellin hafa gefið
því neinn gaum.
Bendick sagði að sér sýndist að
íslendingar hefðu lítið breytzt.
Þeir hugsuðu og töluðu eins og
fyrir fjörutíu árum og væru engu
síðri gestgjafar en þá. Varðandi
borgina sjálfa sagðist hann hafa
tekið eftir nokkrum breytingum
og hefði hann fyrst rekið augun í
kirkjubygginguna á Skólavörðu-
holti, sem honum þótti stór í
hlutfalli við bæinn.
TiJ Kanada í
fangabúðir
En sæludagar í Reykjavík tóku
skjótan enda. Daginn sem Bretar
hernámu landið voru skipverjar
settir í herskip og fluttir til Bret-
lands. Mun fæstum hafa komið
það á óvart, enda höfðu málsmet-
andi menn, þ.ám. lögreglustjóri,
haft mennina grunaða um að vera
útsendara nazista, sem ættu að
vera tiltækilegir ef innrás yrði
gerð (sjá ramma). Bendick virtist
hafa lítið að segja um slikar
vangaveltur, en lét þess getið að
sér hefði þótt miður að yfirgefa
ísland.
„Bretar fóru vel með okkur,"
sagði hann, „en náttúrlega vorum
við ekki lengur frjálsir ferða
okkar. Aðeins tveimur mánuðum
eftir komuna til Bretlands var far-
ið með okkur vestur um haf til
Kanada og okkur komið fyrir í
nokkurs konar fangabúðum fyrir
óbreytta borgara. Ég minnist þess
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40