Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 161. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI
161. tbl. 70. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1983
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Strangari hömlur
í stað herlaganna
Varaii  1»  inlí  AP                                                                                ^" ^
Varejá, 18. júlí. AP.
YFIRVÖLD í Póllandi samþykktu í dag, að herlögum skyldi anétt. Var frá
þessu skýrt í opinberu pólsku fréttastofunni, PAP. Hins vegar var ekki getið
um neina ákveðna tímasetningu. Almennt er þó lalið, að miðað sé við næsta
föstudag. Endanleg dagsetning verður væntanlega Ijós á miðvikudag eða
fimmtudag er þing kemur saman til fundar.
Sumir þingmanna, sem óttast
nýja mótmælaöldu af hálfu stuðn-
ingsmanna Samstöðu, er þess
verður minnst í næsta mánuði, að
þrjú ár eru liðin frá stofnun
verkalýðssamtakanna, eru þeirrar
skoðunar að fresta beri þessari
ákvarðanatöku.  Opinber  starfs-
maður sagði, að þessa stundina
væru þingmennirnir að reyna að
kanna nýjar og strangari hömlur
sem ættu að koma í stað herlaga.
Lech Walesa sneri í morgun aft-
ur til vinnu sinnar við Lenín-
skipasmíðastöðina í Gdansk eftir
að  hafa  verið  í  tveggja  vikna
OPEC ákveður
óbreytt olíuverð
Helsinki, 18. Júlf. AP.
SAMÞYKKT var á fundi
OPEC-ríkjanna í Helsinki í
dag að halda óbreyttu olíu-
verði og framleiðslukvótum.
Verð og kvótar voru ákveðin
á síðasta fundi landanna 13,
sem að samtökunum standa.
Afslappað andrúmsloft ríkti á
fundinum, andstætt því sem var á
fundinum í Lundúnum í mars. Þá
var hart deilt um verð og fram-
leiðslukvóta. Virtust allir full-
trúar einhuga um að styrkja inn-
byrðistengsl aðildarríkjanna 13.
Haft var eftir Humberto Cald-
eron frá Venezúela, að lítilla tíð-
inda væri að vænta á fundi sam-
takanna að þessu sinni. Sagði
hann markaðinn hafa brugðist
vel við þeim ákvörðunum, sem
teknar voru í Lundúnum. Fund-
urinn í Helsinki væri einkum æt-
laður til þess að íhuga stöðu sam-
takanna.
Vamani,  olíumálaráðherra  Saudi Araba.  umkringdur  fréttambnnum  á
OPEC-fundinum f Helsinki                           Simamynd ap.
sumarleyfi í trássi við yfirboðara
sína. Walesa var tekið með kost-
um og kynjum og kvað við dynj-
andi lófatak 5.000 samstarfs-
manna hans, sem safnast höfðu
saman við aðalinnganginn, er
hann kom til vinnu. Þá ákváðu
yfirboðarar Walesa að veita hon-
um tveggja vikna sumarleyfi til
viðbótar.
„Ég ber alltaf sigur úr býtum
spyrni ég við fótum," sagði Walesa
við fréttamenn er hann kom til
vinnu. í viðtali í gærkvöld sagði
Walesa, að hugmyndafræði Sam-
stöðu liði aldrei undir lok. „Sá
dagur kemur, að þær hugmyndir
verða viðurkenndar. Hvenær það
verður get ég ekki sagt."
Aðspurður um hinar hugsan-
legu nýju aðhaldsaðgerðir í stað
herlaga sagði hann: „Það er nokk-
uð, sem ég get ekki sætt við mig.
Ég hef séð sumar af tillögum
stjórnvalda varðandi nýju lögin og
vona að þeim verði hafnað. Af
tvennu illu eru herlögin betri."
Lech Walesa snýr hér aftur til vinnu sinnar við Lenín-skipasmíðastöðina í
gærmorgun.                                      Simamynd AP.
El Salvador:
Stjórnvöld ljúka her-
ferð gegn skæruliðum
Saa Salv.dor, 18. júlí. AP.
HERMENN stjórnarinnar skutu til bana eða særðu 30 skæruliða í tveggja
vikna langri herferð, sem lauk um helgina. Það var varnarmálaráðuneytið í
San Salvador, sem skýrði frá þessu í dag. Ekki var getið um manntjón í
röðum stjórnarhersins, en alls tóku um 2.500 hermenn þátt í aðgerðunum. Þá
binist fregnir af því að 6 stjórnarhermenn hefðu fallið í gær er þeira var gerð
fyrirsát.
Útvarpsstöð skæruliðanna sak-
aði í dag hermenn frá Hondúras
um að hafa farið inn yfir landa-
mærin til El Salvador á föstudag,
skammt norðan þess staðar þar
sem aðgerðir stjórnvalda gegn
skæruliðunum áttu sér stað, í
Chalatenango.
Fjögur ár eru á morgun frá því
stjórn sandinista tók við völdum í
Nicaragua. Verður þess minnst
með miklum hátíðahöldum i iand-
inu. Talið er að um 130.000 manns
sæki meginhluta hátíðarinnar,
sem verður í Leon. Stjórnarand-
stæðingar, sem hafa bækistöðvar í
Hondúras, hafa undanfarið hótað
róttækum aðgerðum í tilefni há-
tíðahaldanna.
Reagan Bandaríkjaforseti til-
kynnti í dag, að Henry Kissinger,
fyrrum utanríkisráðherra, myndi
verða í forsæti í sérstakri Mið-
Ameríkunefnd beggja þingflokk-
anna. Er nefndinni ætlað að verða
forsetanum innan handar við ráð-
gjöf varðandi málefni Mið-Amer-
íku.
Á fundi fjögurra forseta Suður-
Ameríkuríkja í Mexíkó í gær var
þeirri ósk komið á framfæri við
Castró, leiðtoga Kúbumanna, og
Reagan, að þeir tækju höndum
saman við þá í tilraunum til þess
að koma í veg fyrir að strið brjótist
út á milli Hondúras og Nicaragua.
Auk forseta Mexíkó sátu fundinn
forsetar Venezúela, Kólombíu og
Panama.
Þrettán ára piltur fannst í jökulsprungu:
Vakinn til lífsins og
leikur nú á als oddi
Saas Fee, Sviss, 18. júlí. AP.
ÞRETTÁN ára belgískur drengur,
Christoph Netels, getur þakkað
æðri máttarvöldum fyrir að vera
enn í tölu lifenda.
Honum var í gær bjargað úr
18 metra djúpri jökulsprungu,
þar sem hann hafði hírst með-
vitundarlaus í 5 klukkustundir,
illa búinn undir slíka dvöl. Var
hann einungis í stutterma bol og
gallabuxum.
Þegar honum var loks bjargað
upp á yfirborð jökulsins var
hjarta hans hætt að slá og
líkamshitinn kominn niður í 17
gráður. Hann var því „fræði-
lega" látinn.
Eftir 40 klukkustunda linnu-
lausa aðhlynningu á gjörgæslu-
deild nærliggjandi sjúkrahúss
náði hann loks meðvitund að
nýju  og  braggaðist  ótrúlega
fljótt. Var líðan hans í morgun á
þann veg, að ætla mætti að hann
hefði ekki lent í neinu óvenju-
legu.
Christoph hafði laumast frá
foreldrum sínum á fimmtudag,
þar sem þau nutu veitinga í einu
fjölmargra fjallaveitingahúsa
við Fee-jökulinn og skellti
skollaeyrum við öllum viðvörun-
um um sprungur á jöklinum.
Hvítasunnufjöl-
skylda til Vínar
Vín, 18. juli AP.
FIMMTÁN meðlimir hvftasunnu-
safnaðar frá Sfberíu komu í dag til
Vínarborgar frá Sovétríkjunum.
Gáfu sovésk yfirvöld leyfi til brott-
flutnings í kjölfar linnulausrar bar-
áttu fólksins í 20 ár fyrir að fá að
flytjast úr landi.
Um tíma virtist svo sem fólkinu
ætlaði ekki að takast að komast úr
landi í dag, þar sem seinlega gekk
að koma greiðslum fyrir flugmið-
ana til Vínar áleiðis til réttra að-
ila i Sovétríkjunum. Það hafðist
þó að lokum og fólkið fékk að fara
leiðar sinnar.
Hér er um að ræða stóra fjöl-
skyldu, hjónin Pyotr og Maria
Chmykalov og fimm börn þeirra.
Tvö barnanna eru gift og eru mak-
ar þeirra í þessum 15 manna hópi,
fimm börn þeirra, svo og systir
Mariu. Þetta er önnur fjölskylda
hvitasunnumanna, sem fær
flytja frá Sovétríkjunum
skömmum tíma.
að
á
Tóku 19
í gíslingu
Ulamabad, Pakistan. 18. júlí. AP.
FRELSISSVEITIR Afgana náðu á
sitt vald 19 opinberum afgönskum
embættismönnum á laugardag er
þeim var gerð fyrirsát.
Fréttastofa, sem styður frelsi-
sveitirnar, sagði, að á meðal gísl-
anna væri einn yfirmanna afg-
önsku leyniþjónustunnar. Það er
enn óstaðfest.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48