Morgunblaðið - 28.07.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.07.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1983 NOREGUi? Kynning- arrit um Noreg ÚT ER komið kynningar- og upplýs- ingarit um Noreg á íslensku. Markmiðið með útgáfu þess er að sjá skólum landsins fyrir fræðslu- efni um siigu, stjórnar- og staðhætti, atvinnulíf og menningu hinnar norsku þjóðar, en einnig hefur það upplýsingagildi fyrir þá sem hafa áhuga. Listaverk Reykjavíkurborgar Myndlist Valtýr Pétursson Það er löng og einkennileg saga, innkaup Reykjavíkurborgar á listaverkum. I eina tíð var til inn- kaupanefnd, sem var mjög þoku- kennd, svo að ekki sé meira sagt. Sú nefnd datt eihvern veginn upp fyrir og nýtt fyrirkomulag varð til. Það var borgarlögmaður, sem var þar í forsvari, og gerðist margt gott, meðan sá ágætis mað- ur Páll Líndal sat í þeirri stöðu. Svo komu stjórnir Kjarvalsstaða til sögunnar, og þá fór nú að fær- ast líf í tuskurnar. Um tíma var enginn leikur að átta sig á þeim forsendum, sem eftir var unnið, og nú upp á síðkastið hafa vísir lista- menn og listráðunautur Kjarvals- staða staðið að innkaupum. Af þessum línum gefur að skilja, að þegar haldin er sýning á starfsemi sem þessari, eða réttara sagt árangri þessara nefnda, verður ekki hjá því komist, að misjafnt verði í pokahorninu. Það er og reyndin. Sú sýning, sem nú er á Kjarvalsstöðum, sýnir það greini- lega, að mörg og stundum annar- leg sjónarmið hafa ráðið, hvað borgin eignaðist af listaverkum. Það spannar aðeins þrjú ár, sem nú er sýnt, en auðvitað hefur borg- in keypt listaverk um langan ald- ur og á sitt af hverju. Það er skemmtilegt að sjá þessa sýningu, þótt hún sé í meira lagi sitt úr hverri áttinni. Það má náttúrlega endalaust deila um, hvernig að slíkum innkaupum eigi að standa, og ætla ég ekki að fara út í þá sálma hér, en það er gott til þess að vita, að borgarráðsmenn virðast meir og meir meðvitandi um, að það sé skylda borgarinnar að sýna þeim listamönnum, sem starfa í Reykjavík, áhuga. Það verður sjaldan ofmetið framlag þessa fólks til borgarlífsins, og nú seinustu árin hefur sýningafjöldi orðið það mikill, að um snaran þátt myndlistar í tilveru þess fólks, er byggir Reykjavíkurborg, Yfírlit um salinn. efast enginn. Það mætti margan upp telja af sýnendum á þessari sýningu, en látum það eiga sig að sinni. Þarna eru áttatíu verk af ýmissri gerð, og ég er viss um, að fólk getur fundið ýmislegt við sitt hæfi. Það eru allar mögulegar stíltegundir þarna á ferð og engin ein virðist vera meira í tízku en aðrar. Þarna eru menn yfir sjötugt og fólk af yngstu kynslóð listamanna. Þarna eru snörp átök á köflum, og þarna eru einnig meinlaus verk, sem virðast eiga nokkuð erfitt upp- dráttar. Ég verð að játa, að for- sendur fyrir þessari sýningu eru nokkuð óljósar. Því er einskorðað við þrú ár? Mætti ekki fara eftir kjörtímabili hverrar borgar- stjórnar og þeir aðilar, sem til veljast að hugsa um innkaup skattborgaranna, þá látnir bera ábyrgð hverju sinni? Ekki meir um það. En Reykvíkingar ættu að taka virkan þátt í listalífi borgar sinnar með því að koma á þessa sýningu og sjá eigur sínar. Leöurjakki Verö 3.490 kr. Sportskór Verö 445 kr. Svefnpoki Verð GOÐ VARA - GOÐ ÞJONUSTA- GOTT VERÐ •Visrurstr.rti Kl^^^Tsimi 27211 Aðalfundur Sambands íslenzkra rafveitna Á aðalfundum sýslunefnda Aust- ur- og Vestur-Húnavatnssýslu sem lauk fyrir skömmu kom eftirfarandi fram. í V-Húnavatnssýslu var niður- jafnað sýslusjóðsgjald kr. 1.281.000. Stærstu útgjaldaliðir eru til heilbrigðismála tæplega 300 þús. og atvinnumála liðlega 300 þús., en einnig til byggingar sýsluhúss um 250 þús. Til vega- mála er varið liðlega 1.400.000 kr. Helsta framkvæmd á vegum sýslunnar er bygging heilsugæslu- stöðvar, en hún var fokheld í fyrra. Einnig má nefna sýsluhús sem verið er að ganga frá, en sýslusjóður á einn fjórða hluta í 600 fermetra húsi er byggt hefur verið á Hvammstanga sem versl- unar-, iðnaðar- og skrifstofuhús- næði. í þessu húsnæði er skrif- stofa lögreglunnar á Hvamms- tanga og þarna er héraðsbóka- og skjalasafn. í Austur-Húnavatnssýslu var niðurjafnað sýslusjóðsgjald 2.730.000 kr. og stærsti útgjalda- liðurinn var til heilbrigðismála eða 1.790.000 kr. Til vegamála er varið 1.400.000 kr. Undanfarin ár hefur sýslusjóðurinn byggt íbúðir fyrir aldraða á Skagaströnd og Blönduósi. Þá hefur verið steyptur sökkull undir viðbyggingu við sjúkrahúsið á Blönduósi. ^\skriftar- síminn er 830 33 AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMÓTA HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.