Morgunblaðið - 14.08.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.08.1983, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1983 SOLZHENITSYN Heldur tryggð við Rússland Þegar Solzhenitsyn fellst á það að fórna dýrmætum tíma sínum frá því að skrifa og yfirgefa þá kyrrð og ró, sem ríkir heima hjá honum í Vermont í Bandaríkjun- um, þá er það hvorki frægð né fjárhagslegur ávinningur, sem dregur hann burt. Hann er sann- færður um, að hann hafi mikil- vægan boðskap að flytja þjóðum Vesturlanda og í enn ríkara mæli finnur hann sig knúinn til þess að halda tryggð við samlanda sína í Rússlandi og aðrar þjóðir Sovét- ríkjanna. Solzhenitsyn er maður með köll- un og æ siðan hann glataði svo mörgum árum í fangabúðum Stal- íns og vann sigur í baráttu sinni við krabbameinið, sem næstum hafði drepið hann, hefur hann metið hverja mínútu að verðleik- um. Persónulega er hann þó ekki hinn alvörugefni spámaður tor- tímingarinnar, eins og opinberar yfirlýsingar hans og flestar ljós- myndir, sem af honum birtast, gefa til kynna. Alúð sú og per- sónutöfrar, sem einkenna Solzh- enitsyn, hafa mikil áhrif á alla þá, sem hitta hann. Solzhenitsyn er fjölskyldumaður með ríkan ásetn- ing í þá átt að gera heiminn að betri stað en hann hefur verið fram að þessu á 64 ára æviferli hans. Mörgum kann að finnast sem Templeton-ávarp Solzhenitsyns staðfesti skoðanir þeirra á honum sem rammasta afturhaldsmanni. En gegn hverju er hann þá að berjast í gagnrýni sinni á lífinu á Vesturlöndum? Honum finnst fátt vera til þess að dást að í þjóðfé- lagi, sem krefst takmarkalauss frelsis en vanrækir svo skyldur sínar. Þjóðfélagi, sem telur „ham- ingjuleitina" fremur vera fólgna í auðsöfnun en í leit að eilífum verðmætum. Þjóðfélagi, sem er svo fullt af kynþátta-, stétta- og hugsjónahatri, að það virðir að vettugi þá hættu, sem stafar af hinu ógeðfellda sovézka kerfi. Þetta kerfi heitir öllum jafnrétti, sem er þó ekki annað en Jafnrétti örsnauðra þræla". „Slíkar hvatningar til þess að hata eru teknar að einkenna hinn frjálsa heim nú á dögum. Satt að segja því meira sem persónufrels- ið eykst, því hærra sem velgengn- isstigið verður eða jafnvel of- gnóttin, þeim mun ofsafengnara verður þetta blinda hatur, hversu mótsagnakennt, sem það er. Hin þróuðu Vesturlönd nútímans sýna þannig með sínu eigin fordæmi, að hjálpræði mannsins finnst hvorki í gnægð efnislegra gæða né í því einu saman að græða peninga." Brezkir mannvinir kvarta með réttu yfir því, að margs konar grimmilegum refsingum hafi ver- ið fullnægt og villimannleg stríð háð í nafni trúarinnar. Það er hins vegar ekki trúin í hinni veraldlegu gerð sinni heldur þeirri andlegu, sem Solzhenitsyn skírskotar til. „Vesturlönd hafa ekki enn orðið fyrir innrás kommúnista. Trúin er enn frjáls. En söguleg þróun Vest- urlanda sjálfra hefur orðið með þeim hætti, að einnig þau fá nú að finna fyrir þverrandi trúartilfinn- ingu. Þau hafa líka orðið vitni að eyðileggjandi sundurlyndi, blóð- ugum trúarstyrjöldum og fjand- skap svo að ekki sé minnzt á þá bylgju veraldarhyggju, sem allt frá því síðla á miðöldum hefur flætt yfir Vesturlönd í vaxandi mæli. Þessi stigvaxandi ágengni á kraftana innan frá felur ef til vill í sér meiri hættu fyrir trúna en nokkur tilraun til þess að ráðast á trúna með ofbeldi utan frá.“ Solzhenitsyn hvetur til þess, að tilfinningin fyrir hinum eilífu hugtökum um gott og illt verði endurvakin í opinberu lífi, en framhjá henni sé svo gjarnan horft af skammsýnum pólitískum ástæðum. Hann bendir á, að þjóð- félag, sem fyrirgerir trúarlegum kjarna sínum fyrir ótakmarkað frelsi, á það á hættu að ala upp kynslóð, sem ekki ræður yfir nauðsynlegum sjálfsaga til þess að forðast það að fremja óverðugar athafnir í persónulegum sam- skiptum eða í opinberu lífi. „Frumlykillinn að tilveru okkar eða tortímingu felst í hjarta hvers einstaklings, hvernig hjartað vel- ur milli góðs og ills.“ Maður með köllun Alexander Solzhenitsyn hleypur ekki eftir fjölmiðlunum. Hver annar á þessum áratug myndi skella skuldinni af allri óhamingju 20. aldarinnar á eina orsök: „Maðurinn hef- ur gleymt Guði“? Aðeins Solzhenitsyn þorir opinberlega að lýsa hinni „miklu sósíalísku októberbyítingu“ sem „langvinnum þjáning- um Rússlands, sundurtættu af hópi mann- æta“ og fordæma það, sem „samskipti við mannætur“ að stofna til tengsla við Sov- étríkin. * I maímánuði sl. fóru Solzhenitsyn og kona hans í heimsókn til Bretlands, þar sem hann tók á móti svonefndum Templeton- verðlaunum úr hendi hertogans af Edinborg við hátíðlega athöfn. Verðlaun þessi námu 110.000 pundum og voru þau veitt Solzhen- itsyn sem „frumkvöðli að endurfæðingu trú- arinnar á meðal guðlausra þjóða“. í tilefni þessa flutti Solzhenitsyn ávarp í Guildhall í London fyrir fullum sal af áheyrendum, sem hlýddu á mál hans með athygli. Rússneski rithöfundurinn og Nóbelsverölaunahafinn, Alexander Solzhenits- yn, flytur ávarp sitt í Guildhall í London í vor, er hann tók við Templeton- verðlaununum. Solzhenitsyn stendur hér í bak við rimla í Sívala turninum í Kaupmannahöfn, sem Kristján IV Danakonungur reisti á sínum tíma. Fyrir meira en 250 árum heimsótti annar þekktur Rússi þennan turn. Það var Pétur mikli Rússakeis- ari, sem fór efst upp í turninn á hestvagni sínum. Solzhenitsyn fór fótgangandi. Hugrökk hjörtu, ekki sprengjan Það er rétt að leggja áherzlu á þá hættu, sem stafar af því að treysta um of á kjarnorkuvopn, hvað snertir varnir Vesturlanda, alveg eins og ekkert vit er í að halda því fram líkt og þeir gera, sem vilja einhliða afvopnun, að með því bara að afsala sér kjarn- orkuvopnum einhliða, verði dregið úr hættunni á styrjöld. Solzhen- itsyn fordæmir sem banvæn mis- tök „þá skoðun, að eina deiluefnið sé deilan um kjarnorkuvopn". Að verja friðinn hvílir í reynd „aðal- lega á hugrökkum hjörtum og staðföstum mönnum". Framar öðru leggur hann áherzlu á nauðsyn þess að vera á varðbergi gagnvart hinni komm- únísku hættu og viðurkenna raunveruleika Sovétkerfisins. Hann gagnrýndi Heimskirkjuráð- ið fyrir að vera „blint og heyrn- arvana" gagnvart trúarofsóknum í Sovétríkjunum og að það virtist „hugsa meira um framgang bylt- ingarhreyfinga í þriðja heimin- um“. Solzhenitsyn hefur einnig haldið því fram, að bandaríski predikarinn Billy Graham hafi ljáð stuðning sinn fölskum komm- únískum áróðri með þeirri „hörmulegu yfirlýsingu", að hann hefði ekki orðið var við trúarof- sóknir í Sovétríkjunum. Alveg eins og hann sjálfur neit- aði að búa þegjandi við hið illa í Sovétkerfinu, væntir Solzhenitsyn þess, að sérhver einstaklingur axli ábyrgð sína. „Líf okkar er ekki fólgið í því að sækjast eftir efnislegum ávinn- ingi, heldur í leit að andlegum vexti, sem er okkur samboðinn. Öll tilvera okkar á jörðinni er aðeins tímabundið stig á leið til einhvers æðra og við megum ekki hrasa eða detta né heldur megum við bíða til einskis á einhverri stigariminni. Lögmál eðlisfræðinnar og lífeðlis-. fræðinnar munu aldrei leiða í ljós hinar óvefengjanlegu leiðir skap- arans, er hann tekur þátt í lífi hvers og eins okkar og gefur okkur lífsorkuna, án þess að nokkru sinni verði lát á. Þegar þessi hjálp þverr, þá deyjum við. I lífi allrar jarðarinnar er hinn heilagi andi að verki af engu minni krafti. Þetta verðum við að skilja á hinni dimmu og hræðilegu stundu okk- ar.“ Solzhenitsyn er ekki að hugsa um tízkuna, þegar hann lýsir at- burðum okkar tíma sem orrustu milli heilags anda og anda hins illa. Sagnfræðingar, stjórnmála- fræðingar og heimspekingar munu gagnrýna skilgreiningu hans. Samt sem áður er ekki hægt að neita því, að nú „á okkar dimmu og hræðilegu stundu", horfumst við í augu við meiri hættur en nokkru sinni fyrr. Templeton-ávarpinu lýkur með at- hugasemd um vonina og með áskorun: „Hinar fimm heimsálfur okkar hafa lent í hvirfilvindi. En það er á slíkum reynslustundum, sem æðstu hæfileikar mannsandans koma fram. Ef við förumst og glötum þessum heimi, þá verður sökin okkar einna." Hér fer á eftir verulegur hluti Templeton-ávarpsins. Þar kannar Alexander Solzhenitsyn áhrif kommúnismans á Rússland.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.