Morgunblaðið - 06.09.1983, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR
„Vann skylduverk
fyrir föðurlandið"
— segja Rússar um flugmanninn, sem skaut niður þotuna —
Reagan greindi í nótt frá viðbrögðum Bandaríkjastjórnar
Monkvu, Washington, Ottawa, 5. september. AP.
RÁÐAMGNN í Sovétríkjunum sögðu í dag, að orrustuflugmaðurinn, sem
skaut niður suður-kóreönsku farþegaþotuna með 269 manns innanborðs,
hefði „unnið skylduverk fyrir foðurlandið“. Þeir kenndu hins vegar Banda-
ríkjastjórn um dauða farþeganna og líktu henni við Hitler og stjórn hans.
Reagan, Bandaríkjaforseti, flutti ræðu í nótt í útvarpi og sjónvarpi, þar sem
hann greindi frá viðbrögðum stjórnarinnar vegna þessa máls. Eru þau eink-
um fóigin í því að segja upp gagnkvæmum samningum þjóðanna um sam-
starf í samgöngumálum, einkum flugmálum.
Sovétmenn hafa ekki enn viður-
kennt að hafa skotið niður suður-
kóreönsku farþegaþotuna, en hafa
þó nálgast játninguna með óljósu
orðalagi og eftir ýmsum króka-
leiðum. í fréttatíma sovéska ríkis-
útvarpsins í nótt sagði fréttamað-
urinn, að orrustuflugmaðurinn,
sem skaut þotuna niður, hefði
„unnið skylduverk fyrir föður-
landið og varnir þess“. Sagði hann
flugmenn þotunnar hafa verið að
njósna á tíma mikillar spennu i
alþjóðamálum og til þess mætti
rekja „flugslysið og dauða farþeg-
anna“.
Fréttamaðurinn sagði, að sak-
lausir farþegarnir, grunlausir með
öllu, hefðu „verið leiddir eins og
lömb til slátrunar. Það minnir á
Villtu Sovétmenn
um fyrir þotunni?
Seoul, 5. seplember. AP.
YFIRMAÐUR Kóreanska flugfélagsins sagði í dag, að „miklar líkur“
væru á, að Sovétmenn hefðu undir höndunum tækjabúnað, sem villti
um fyrir flugvélum og ylli því, að þær færu af réttri leið.
Á fundi með háttsettum
mönnum í Suður-Kóreustjórn
sagði Cho Choong-Hoon, yfir-
maður Kóreanska flugfélagsins,
að „miklar líkur“ væru á að Sov-
étmenn hefðu smíðað tæki, sem
hefðu þau áhrif á siglinga- og
staðsetningartæki flugvéla, að
flugmennirnir teldu sig vera
annars staðar en rétt væri.
Hann sagði einnig, að siglinga-
kerfið eða stjórntölva vélarinn-
ar, sem Sovétmenn skutu niður,
hefði verið „mötuð" rétt, það
hefði komið i ljós, þegar farið
var yfir þær tölvuupplýsingar,
sem gefnar voru fyrir brottför-
ina frá Anchorage í Alaska. Cho
taldi auk þess ekki útilokað, að
Sovétmenn lygju til um slysstað-
inn, en þeir hafa enn ekki viljað
heimila annarra þjóða mönnum.
t.d. Japönum, að leita að líkum
hinna látnu.
Lee Bum-Suk, utanríkisráð-
herra Suður-Kóreu, sagði á
fréttamannafundi i dag, að það
væru „engar sannanir" fyrir því,
að farþegaþotan hefði verið á
rangri leið, enda væri engar upp-
lýsingar um það að hafa frá Sov-
étmönnum. I Suður-Kóreu hafa
verið mikil mótmæli um helgina,
og er talið að mörg hundruð þús-
und manns hafi tekið þátt í
þeim. Hafa blöð þar í landi hvatt
mjög stjórnvöld til að grípa til
harðra aðgerða, eins og t.d. til að
loka Kóreusundi fyrir siglingum
sovéskra skipa, en stjórnin
kveðst munu hafa um það sam-
ráð við bandamenn sína hvað
gert verður.
það, að þegar Hitler og lýður hans
framdi glæpi sína, ráku þeir oft á
undan sér börn og konur. Hér var
um það sama að ræða, það er síst
ofmælt".
Ronald Reagan, Bandaríkjafor-
seti, flutti í nótt kl. eitt að ísl.
tíma útvarps- og sjónvarpsávarp
til þjóðarinnar þar sem hann
skýrði frá viðbrögðum stjórnar-
innar. Þykja þau ekki mjög harka-
leg enda Reagan forseta umhugað
um að samskipti stórveldanna
versni ekki mikið frá því, sem nú
er. Sagði hann, að samstarfssamn-
ingi Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna í samgöngumálum, einkum
flugmálum, hefði verið sagt upp
og auk þess myndu Rússar verða
krafnir um „fullkomna skýringu"
á því hvers vegna farþegaþotan
var skotin niður.
Einn æðsti yfirmaður varnar-
mála í Japan, Kazuo Tanikawa,
sagði í dag, að Japanir myndu
birta þær upplýsingar, sem þeir
hefðu um tortímingu suður-kóre-
önsku þotunnar, ef Sovétmenn
fengjust ekki til að játa á sig
verknaðinn. Sagði hann það bestu
leiðina til að leiða sannleikann i
ljós. Kanadamenn bönnuðu í dag
sovéska flugfélaginu Aeroflot að
fljúga til Kanada um tveggja
mánaða skeið.
Víða um lönd hefur verið efnt til mótmæla fyrir framan sendiráð og
önnur aðsetur Sovétmanna vegna hinna hörmulega afdrifa suður-kóre-
önsku flugvélarinnar og farþega hennar. Þessi mynd var tekin fyrir
utan aðsetur sendinefndar Sovétmanna hjá Sameinuðu þjóðunum í
Glen Cove í New York og það er Bandaríkjamaður af kóreskum ættum
sem er að brenna sovéska fánann. AP
Líbanski herinn
í miklum átökum
Beirút, 5. september. AP.
LÍBANSKI herinn átti í dag í hörð-
um bardögum við vopnaðar sveitir
drúsa skammt frá flugvellinum í
Geimferjan Challenger lauk í gærmorgun árangursríkrí og vel beppnaðri ferð og kom til lendingar nokkru fyrir
aftureldingu. Þetta er í fyrsta sinn, sem geimferja fer á loft og lendir að næturlagi.
Beirút. Sýrlendingar hafa krafist
þess af Arababandalaginu, að grip-
ið verði til sérstakra refsiaðgerða
gegn Líbanonsstjórn vegna þess,
sem þeir kalla hernað hennar á
hendur múhameðstrúarmönnum.
Líbanski stjórnarherinn réðst í
dag til suðurs frá Beirút og braut
á bak aftur vopnaðar sveitir
drúsa skammt frá alþjóðaflug-
vellinum í borginni. Hefur hann
nú á valdi sínu 20 km langan spöl
af þjóðveginum til suðurs. Tals-
maður bandarísku hermannanna
í alþjóðlega gæsluliðinu sagði i
dag, að tveir Bandaríkjamenn
hefðu særst af sprengjubrotum,
sem rignt hefði yfir þá þegar
bardagarnir voru hvað ákafastir
milli kristinna manna og drúsa.
Sýrlendingar, sem hafa stóran
hluta Líbanons á valdi sínu og
styðja þá, sem berjast gegn
stjórn Amins Gemayels, kröfðust
þess í dag, að Arababandalagið
beitti Líbanonsstjórn stjórn-
málalegum, efnahagslegum og
fjármálalegum þvingunum vegna
árása hennar á múhameðstrú-
armenn í landinu. Sýrland er eina
arabalandið, sem hefur landa-
mæri að Líbanon og er búist við,
að stjórnin í Damaskus muni
brátt loka landamærum ríkjanna
og koma þannig í veg fyrir mest-
öll verslunarviðskipti arabaþjóð-
anna við Líbarion.
Shamir á í
erfiðleikum
Tel Atít, 5. september. AP.
YITZHAK Shamir, utanríkis-
ráðherra ísraels, átti í dag í vax-
andi erfiðleikum með að koma
saman nýrri stjórn, enda hefur
einn þeirra flokka, sem stóðu
að stjórn Begins, nú tekið upp
viðraéður við Verkamannaflokk-
inn.
Agudat-flokkurinn, sem
hefur fjóra þingmenn, hefur
átt viðræður við fulltrúa
Verkamannaflokksins um
hugsanlega samvinnu þeirra,
og einnig hafa tveir aðrir
smáflokkar, sem hafa níu
þingmenn saman, fallist á
sams konar viðræður að því
er talsmaður Verkamanna-
flokksins sagði.