Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 243. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |



Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983
fH$*$3fttItf*frife
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö.
Alþýðubandalag
er ekki lengur
verkalýðsflokkur
Alþýðubandalagið er
ekki lengur verkalýðs-
flokkur. í nokkur undan-
farin ár hafa verkalýðsfor-
ingjar flokksins staðið höll-
um fæti í atkvæðagreiðsl-
um innan flokksins. Nú síð-
ast gerðist það, við kjór
fulltrúa á landsfund Al-
þýðubandalagsins í flokks-
félaginu í Reykjavík, að
helsti forystumaður Al-
þýðubandalagsins í verka-
lýðssamtökunum, þingmað-
ur flokksins í Reykjavík og
innsti koppur í búri um
áratugaskeið, Guðmundur
J. Guðmundsson, náði kjöri
á landsfundinn með hlut-
kesti.
Þrír aðrir kunnir for-
ystumenn Alþýðubanda-
lagsins í verkalýðshreyf-
ingunni, náðu með naum-
indum kjöri með minnsta
atkvæðamagni þeirra, sem
kosningu hlutu. Þetta er
ekki einstakt tilvik, þetta
getur ekki lengur talizt til-
viljun, vegna þess, að það
hefur gerzt of oft. Hin
augljósa niðurstaða er sú,
að Alþýðubandalagið er að
segja skilið við uppruna
sinn, sem verkalýðsflokkur
og stefnir í þess stað
markvisst að því að verða
flokkur vinstri sinnaðra
menntamanna.
Þetta eru merkileg tíma-
mót í íslenskum stjórnmál-
um. í rúma hálfa öld eða
allt frá því að Kommún-
istaflokkur íslands var
stofnaður hefur stjórn-
málaflokkur sósíalista á ís-
landi lagt höfuðáherzlu á
að rækta tengsl sín við
verkalýðssamtökin. Þetta
einkenndi starf Kommún-
istaflokksins og sömuleiðis
starf Sameiningarflokks
alþýðu-Sósíalistaflokksins.
Alþýðubandalagið sjálft
var stofnað beinlínis með
samstarfi milli Sósíalista-
flokksins og þáverandi for-
ystumanna Alþýðusam-
bands íslands.
Áratugum saman var
höfuðkapp lagt á, að full-
trúar úr verkalýðshreyf-
ingunni væru jafnframt
fulltrúar þessa flokks á Al-
þingi. Þar komu við sögu
menn á borð við Sigurð
Guðnason, Eðvarð Sigurðs-
son og Hannibal Valdi-
marsson, eftir að hann
gekk til samstarfs við
Sósíalistaflokkinn     um
stofnun Alþýðubandalags-
ins, svo og Björn Jónsson.
Nú er öldin önnur. Nú er
markvisst unnið að því að
niðurlægja eina verkalýðs-
foringjann, sem eftir er á
Alþingi í röðum Alþýðu-
bandalagsmanna, Guð-
mund J. Guðmundsson. Það
hefði einhvern tíma þótt
saga til næsta bæjar, að
formaður Dagsbrúnar og
formaður Verkamanna-
sambands íslands yrði að
sæta því að ná kjöri á
landsfund Alþýðubanda-
lagsins með hlutkesti. En
svo er komið nú og það er
engin tilviljun.
Það er svo önnur saga, að
ekki sýnir Alþýðubandalag
menntamannanna gömlum
baráttumönnum flokksins
á borð við Einar Olgeirsson
meiri virðingu en svo, að
það munaði aðeins tveimur
atkvæðum, að hann yrði
einnig að sæta því, að
hlutkesti færi fram um
það,  hvort hann einn af
stofnendum Alþýðubanda-
lagsins 1956, fengi að sitja
næsta landsfund flokksins.
Nú kann einhver að
spyrja, hvort Alþýðu-
bandalagið verði kannski
betri og viðræðuhæfari
flokkur, þegar mennta-
mennirnir hafa náð þar öll-
um tökum. Því er fljót-
svarað. Alþýðubandalagið
verður verri flokkur vegna
þess, að gömlu verkalýðs-
foringjarnir höfðu jarð-
samband sem hinir vinstri
sinnuðu háskólamenn, sem
nú ráða þar öllu, hafa ekki.
Hnignunarskeið Alþýðu-
flokksins hófst, þegar hann
hætti að rækta tengsl sín
við verkalýðssamtökin og
varð í þess stað flokkur
embættismanna        og
menntamanna. Alþýðu-
bandalagið er á sömu leið.
Sigur Vöku
Sigur Vöku, félags lýð-
ræðissinnaðra stúd-
enta, í kosningum til
hátíðanefndar 1. desember
er ánægjulegur. í rúman
áratug hafa vinstri menn
ráðið hátíðarhöldum stúd-
enta á fullveldisdaginn og
sinnt því verkefni þannig,
að bæði háskólinn og há-
skólastúdentar hafa orðið
fyrir álitshnekki. Nú má
búast við, að hátíðarhöldin
1. desember fari á ný fram
með þeirri reisn, sem þess-
um degi ber og verði jafn-
framt stúdentum og Há-
skóla íslands til sóma.
Fögnuður yfir þessum úr-
slitum mun ná langt út
fyrir raðir háskólastúd-
enta.
??????????????????????????????????????????????????????????????????
Rey kj a víkur br éf
??????????????
Gagnrýnin á
rikisstjórnina
Mörgum þykja stjórnmálafundir
með afbrigðum leiðinlegir og að
litla þýðingu hafi að sækja þá, þar
sem fátt fréttnæmt komi fram.
Auðvitað eru ræður stjórnmála-
manna á slíkum fundum misjafn-
ar, en þó er það svo, að oft er
forvitniíegt að fylgjast með þeim
svo og spurningum, sem fram
koma hjá fundarmönnum til
ræðumann.s. Þær gefa oft tölu-
verða vísbendingu um, hvað fólk
er að hugsa í sambandi við stjórn-
mál, atvinnumál og kjaramál.
Stjórnmálafundur, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn efndi til í Stapa í
Njarðvíkum sl. mánudagskvöld,
var fyrir margra hluta sakir fróð-
legur. Fundarmenn veittu athygli
miklum pólitískum styrk, sem
fram kom hjá Geir Hallgrimssyni,
utanríkisráðherra, í framsögu-
ræðu hans á fundinum og í svör-
um við fyrirspurnum. Mikil póli-
tísk reynsla ráðherrans og yfirsýn
kom vel í Ijós á þessum fundi, sem
sóttur var af um 300 manns.
En hvað var mest áberandi í
fyrirspurnum fundarmanna í
Stapa? Ríkisstjórnin var gagn-
rýnd á fundinum fyrir það að
kalla Alþingi ekki saman strax á
sl. vori til þess að fjalla um að-
steðjandi vandamál. Þessi gagn-
rýni heyrðist víða. Nokkrir fund-
armenn gerðu sérstaklega að um-
talsefni ákvæði bráðabirgðalaga
ríkisstjórnarinnar um afnám
samningsréttar um kaupgjaldsliði
fram til 1. febrúar nk. og þótti
ístöðulaust og fremur til bölvunar.
Laugardagur 22. október
??????????????
Þá töldu nokkrir ræðumenn að of
geyst væri farið í sakirnar og
skynsamlegra hefði verið að ná
þeim árangri, sem að væri stefnt í
áföngum. Nokkrir fundarmenn
töldu, að kjaraskerðingin hjá lág-
launafólki hefði átt að verða
minni en hjá öðrum og loks komu
fram raddir um, að við núverandi
aðstæður væri ástæðulaust að
borga alla þessa peninga í sjóði
verkalýðsfélaganna. Meiri ástæða
væri til að þeim peningum yrði
varið til þess að bæta kjör lág-
launafólks.
Allir þessir þættir hafa verið til
umræðu á undanförnum mánuð-
um, og mátti finna á fundar-
mönnum í Stapa, að þetta þætti
helst aðfinnsluvert í stefnu og
störfum núverandi ríkisstjórnar.
Áhyggjur vid
sjávarsíðuna
Á fundinum í Stapa kom fram,
að við sjávarsíðuna hafa menn
verulegar áhyggjur af stöðu sjáv-
arútvegsins. Þær eru kannski
meiri á Suðurnesjum en annars
staðar, vegna þess, að saltfisk-
verkun skiptir þar miklu máli og
raunar skreiðarverkun einnig, en
þetta eru þær greinar fiskvinnsl-
unnar, sem nú eiga við hvað mesta
erfiðleika að etja.
Utanríkisráðherra var spurður
um það, hvort gengislækkun væri í
bígerð. Einn ræðumanna sagði, að
hann væri út af fyrir sig á móti
gengislækkun, en það væri vitlaus
pólitík að borga 29 krónur fyrir
hvern Bandaríkjadollar, þegar það
kostaði 39 krónur að framleiða
hann.
Þá var því sterklega haldið fram
á fundinum, að Samvinnuhreyf-
ingin stefndi að því að yfirtaka
sjávarútveginn allt í kringum
landið. Var vísað til Suðureyrar
við Súgandafjörð og Patreksfjarð-
ar í þeim efnum. Jafnframt var sú
skoðun áberandi, að lenti fyrir-
tæki í einkarekstri í sjávarútvegi í
erfiðleikum, væri engu hlíft, en
þegar Sambandsfyrirtæki ættu
við erfiðleika að etja, svo sem
frystihúsið á Patreksfirði, væri
því bjargað með einhverjum
hætti, og þá ekki síður fyrirtæki
sem ríkið ætti hlut að, eins og
Þormóð ramma á Siglufirði. I
sjávarútveginum væri ekki eitt
látið yfir alla ganga.
Utanríkisráðherra tók það mjög
skýrt fram á fundinum, að gengis-
lækkun væri ekki í bígerð. Hann
kvað það ásetning ríkisstjórnar-
innar að halda genginu stöðugu,
en til þess að það mætti takast
þyrfti að beita bæði aga og aðhaldi
svo að atvinnuvegir okkar yrðu
samkeppnisfærir á erlendum
mörkuðum. Efnahagsstefna ríkis-
stjórnarinnar byggðist að veru-
legu leyti á stöðugu gengi. En
hvernig verða vandamál sjávar-
útvegsins leyst? Framtíð ríkis-
stjórnarinnar veltur á því, að hún
finni svarið við þeirri spurningu.
Sú skoðun er áreiðanlega orðin
útbreidd við sjávarsíðuna og ekki
að ástæðulausu, að Samvinnu-
hreyfingin stefni að mikilli út-
þenslu í sjávarútveginum. Þar
skipti rekstrarsjónarmið venju-
lega litlu máli, heldur sú pólitíska
aðstaða, sem það skapi Samvinnu-
hreyfingunni  og  Framsóknar-
flokknum að ná undir sig hverju
atvinnufyrirtækinu á fætur öðru í
sjávarplássum allt í kringum
landið. Sú krafa er augljóslega
gerð til forvígismanna Sjáífstæð-
isflokksins, að þeir komi í veg
fyrir að Framsóknarflokkurinn
misnoti aðstððu sína í þessu skyni.
Mismunandi
ástand
Stendur efnahagsstefna ríkis-
stjórnarinnar, sem þegar hefur
borið þann árangur að skapa stöð-
ugt verðlag og lækka fjármagns-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40