Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 243. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983
Fjölmiðlar, listir og fótamennt
eftir Flosa Ólafsson
Hér fer i eftir ræða, sem Flosi
Ólafsson, leikari, flutti á ráðstefnu
Bandalags íslenskra listamanna um
„listir og fjölmiðla" í Norræna hús-
inu 16. október sl.
Hið kunna skáld og heimspek-
ingur, Rainer Maria Rilke, segir
einhvers staðar.
„Ekkert er fjær því að komast í
snertingu við listir en umsagnir
um þær. Meira eða minna vel —
eða illa heppnaður misskilningur
er allt og sumt sem á slíku er hægt
að græða."
Nú hefur það, svona einsog fyrir
slys, hent mig að fara að hugleiða
það sem að mati Rilkes er fjærst
því að komast í snertingu við list-
ir, nefnilega „umfjöllun um listir í
fjölmiðlum", og má því vænta þess
að „meira eða minna vel, eða illa
heppnaður misskilningur" verði
afrakstur ] "ssara þankabrota og
geta þá m«""><nir<rvitar og list-
vitringar mundað stílvopnin og
leiðrétt missKiimnginn á prenti, í
fjölmiðlum eða á öldum ljósvak-
ans.
Ég hef lengi verið sama sinnis
og kollega minn, skáldið og heim-
spekingurinn Maria Rilke, hef lit-
ið svo á, að umsagnir um listir
kæmu listum harla lítið við og
sjálfsagt geta margir fallist á það
sjónarmið með mér, að góð list sé
alveg einfær um að tala sínu máli.
En hér þarf aðeins að staldra
við. í því svonefnda „mannúðar-
samfélagi", sem hér er sagt vera
við lýði, er sú skoðun ofarlega á
baugi að list sé mannbætandi og
þess vegna sé æskilegt að gera
hana að almenningseign, líkt og
Sundlaug Vesturbæjar, svo allir
geti þá væntanlega fengið að njóta
hennar, gegn skynsamlegri þóknun
og fara í heita pottinn guði og
hinu góða til dýrðar.
Allt er þetta að sjálfsögðu gott
og blessað, nema bara það, að list-
in kemur ekki til fólksins frekar
en fjallið til Múhameðs. (Nú er ég
kominn á hættulega hátíðlega
braut.)
Víst er að ólæs maður les ekki
Litlu gulu hænuna, hvað þá Sturl-
ungu.
Ef gengið er út frá því sem vísu,
að það sé af hinu góða, að sem
flestir séu í stakk búnir að njóta
fagurra lista, þá gæti það flökrað
að manni, að fjölmiðlamönnum
þætti það hluti af köllun sinni að
hefja hana til nokkurs vegs, þó
ekki væri nema með því að vekja
einsog svolitla athygli á menning-
arviðleitninni í landinu, líkt og
gert er, þegar knattspyrna, lyft-
ingar og pönk er annars vegar.
Saklaust fólk gæti látið sér
detta í hug að það væri fjölmiðlum
kappsmál að hafa menningarlegan
metnað, sem birtist þá væntan-
lega í vitsmunalegri umfjöllun um
það sem verið er að sýsla í hinum
ýmsu listgreinum í landinu. Gefa
kannski af og til örlitla leiðarlýs-
ingu, til að auðvelda vegfarendum
að nálgast fjallið, svo hinni hátíð-
legu samlíkingu sé nú haldið til
streitu.
Það er ef til vill of mikið sagt,
að allir íslenskir fjölmiðlar séu
beinlínis menningarfjandsamleg-
ir, en stundum get ég ekki varist
því að undrast, hvað blöðin, út-
varpið og sjónvarpið láta sig listir
og menningarviðleitni litlu skipta
og af hve litlum metnaði er fjallað
um þessi mál.
Stundum undrast maður satt að
segja innviði blaða og efni sjón-
varps og útvarps og manni verður
á að hugsa sem svo: Á hvaða
vitsmuna- og þroskastigi halda
fjölmiðlamenn eiginlega að fólkið
í landinu sé?
Auðvitað er íslendingum gróf-
lega misboðið með því að ætla
þeim að hafa áhuga á því efni sem
setur mestan svip á flesta fjöl-
miðla í landinu og lýsir furðulegu
vanmati á þá sem landið byggja.
Það hefur meira að segja komið
fyrir að fjölmiðlar hafa lagt í um-
talsverðan tilkostnað og fyrirhöfn
til þess eins — að því er virðist —
að sýna íslendingum og sanna, að
hér búi vanvitar einir.
Og nú ætla ég að taka á mig
svolítinn krók, máli mínu til
stuðnings.
Ef farið yrði vestur á Strandir,
gengið í gripahús Strandamanna
og búsmalinn í fjósum og fjárhús-
um spurður, hvort bragðaðist bet-
ur súrhey eða þurrhey, er næsta
víst að kýr og kindur svöruðu ein-
Flosi Ólafsson
„Auðvitað er íslending-
um gróflega misboðið
með því að ætla þeim að
hafa áhuga á því efni
sem setur mestan svip á
flesta fjölmiðla í land-
inu og lýsir furðulegu
vanmati á þá sem landið
byggja."
um rómi súrhey, einfaldlega vegna
þess að þurrhey hefur um langan
aldur ekki verið á boðstólum sem
skepnufóður á Ströndum vestur.
Strandamenn verka sinn heyfeng í
súr eins og það er kallað og skepn-
urnar hafa, í háa herrans tíð, ekki
fengið að kynnast öðru en súrheyi
til að jórtra í íslenska svartnætt-
inu.
Ef menn afturámóti gerðu nú
för sína vestur á Strandir með
nokkra kapla af þurrheyi og gæfu
skepnunum í eina viku ekkert ann-
að en þurrhey, þá kæmi sannar-
lega upp „nýr flötur á málinu",
cins og sagt er í stjórnmálunum.
Kúm og kindum hefði semsagt
ekkert verið gefið í viku annað en
þurrhey og eftir þessa sömu viku
yrði svo efnt til skoðanakönnunar
í gripahúsunum, um það hvað íbú-
arnir hefðu étið umrædda viku.
Auðvitað stæði ekki á svarinu hjá
ferfætlingunum. Allir svöruðu
einum rómi þurrhcy, einfaldlega
vegna þess að ekki hafði verið boð-
ið uppá neitt nema þurrhey þá
vikuna.
Það var einmitt svona skoðana-
könnun, sem Ríkisútvarpið efndi
til í vor.
Hópi sjónvarps- og útvarpsneyt-
enda var gefinn kostur á því að
svara því bréflega, hvað af „and-
legu vikufóðri" sjónvarpsins —
vikuna 2. maí til 8. maí — þeir
hefðu meðtekið.
Nú skal það hér tíundað, hvað
sjónvarpið bauð uppá þessa um-
ræddu viku:
Mánudaginn 2. niaí.
Fréttaágrip á táknmáli —
Fréttir og veður. Auglýsingar og
dagskrá — Tommi og Jenni —
íþróttir — Já, ráðherra — Erlent
sjónvarpsleikrit.
Þriðjudaginn 3. maí.
Fréttir á táknmáli — Fréttir og
veður — Auglýsingar og dagskrá
— Bresk barnamynd — Derrick —
Áströlsk fræðslumynd.
Miðvikudagurinn 4. maí.
Fréttir á táknmáli — Fréttir og
veður — Auglýsingar og dagskrá
—  Bresk dýralífsmynd — Dallas
— íslensk fræðslumynd.
Föstudagurinn 5. maí.
Fréttir á táknmáli — Fréttir og
veður — Auglýsingar og dagskrá
— Á döfinni — Prúðuleikararnir
— Umræðuþáttur — Sænsk bíó-
mynd.
Laugardagurinn 7. maí.
íþróttir — Enska knattspyrnan
—  Fréttaágrip á táknmáli —
Fréttir og veður — Auglýsingar og
dagskrá — Þriggja manna vist —
Bíómynd og endursýnd bíómynd.
Sunnudaginn 8. maí.
Hugvekja — Norræn barna-
mynd — Bresk brúðumynd — önn-
ur bresk brúðumynd — Frönsk
teiknimynd — Fréttaágrip á
táknmáli — Fréttir og veður —
Auglýsingar og dagskrá — Sjón-
varp næstu viku — Mynd um Nínu
Tryggvadóttur — Ættaróðalið.
Þetta var semsagt vikufóðurgjöf
sjónvarpsins frá 2. maí til 8. maí
og það fóður, sem kom til umsagn-
ar þeirra, sem beðnir höfðu verið
að horfa á sjónvarpið þá vikuna.
Og niðurstöðurnar létu ekki á
sér standa. Flestir höfðu horft á
það sem sjónvarpið hafði uppá að
bjóða framangreinda viku, og
flestir af þeim flestu höfðu horft á
„Dallas" og „Tomma og Jenna".
Þessar dæmalausu niðurstöður
voru svo kynntar öllum fjölmiðl-
um rækilega og því síðan slegið
upp með heimsstyrjaldar fyrir-
sögnum í öllum blöðum, að af öllu
sjónvarpsefni væri það „Dallas"
og „Tommi og Jenni", sem íslenska
þjóðin væri sólgnust í að horfa á.
Það virtist einhvern veginn
gleymast í fagnaðarlátunum að
ósköp lítið annað hafði verið boðið
uppá þessa margumræddu fyrstu
viku í maí.
Já, blöðin voru sannarlega ólöt
að parkera landslýð á þetta skræl-
ingjaplan, en sjónvarpið brást
hart við og pantaði 26 nýja þætti
af „Dallas" og hafa okkur þá bor-
ist á annað hundrað þættir af
þeirri dramatík.
Hvernig sem á því stendur, virt-
ist mun hljóðara um annan þátt
hlustendakönnunar Ríkisútvarps-
ins og hafa niðurstöðurnar úr
þeim hluta könnunarinnar líklega
ekki þótt jafn glæsilegur frétta-
matur eins og tilreidd ást þjóðar-
innar á „Dallas".
Spurt var: „Á hvers konar efni
horfir þú?"
Og nú komu svör, sem fjölmiðl-
ar hafa, einhverra hluta vegna,
ekki kosið að hafa hátt um, svör,
sem gefa það til kynna að áhorf-
endum hefur ranglega verið ætlað
það að vera hálfbjánar, svör, sem
almenningur krefst að tekin verði
til greina af sjónvarpinu, eins og
fyrirheit hafa verið gefin um, svör
sem sýna það svart á hvítu, að
sjónvarpinu er ekki lengur stætt á
því að vanrækja þá skyldu sína að
framleiða íslenskt efni, svör sem
sýna að sjónvarpið hefur misboðið
fólki stórlega með endalausri
kassettu-afspilun á alls konar
furðulegri afþreyingu, dulbúnum
hljómplötuauglýsingum og er-
lendri fótamennt.
„Á hvers konar efni horfir þú?"
var spurt.
Og nú koma svörin. Takið vel
eftir.
Tuttugu og fimm efnisliðir eru
Héraðsfundur Reykja-
víkurprófastsdæmis
HÉRAÐSFUNDUR Reykjavíkur-
prófastsdæmis verður haldin í Nes-
kirkju í dag, sunnudag, kl. 16.00.
Slíka fundi sækja samkvæmt
lögum sóknarprestar og safnaðar-
fulltrúar, en hin síðari ár hefur sú
hefð skapast, að auk þeirra koma
formenn sóknarnefndar á héraðs-
fund og einnig aðrir úr sóknar-
nefnd og annað áhugafólk. A hér-
Póstur og sími
og Intelsat
HLUTI niðurlagssetningar í frétt um
beinar sjónvarpssendingar enskra
knattspyrnuleikja í vetur á baksíðu
Mbl. miðvikudaginn 19. október sl.
brenglaðist.
Þar var haft eftir Gústavi Arn-
ar, yfirverkfræðingi Pósts og
síma, að gjald fyrir beinar útsend-
ingar rynní til Pósts og síma hér
og þeirra aðila erlendis, sem tækju
upp efni og sendu það í gervi-
hnöttinn. Rétt er setningin svona:
„Hann gat þess, að Mikla norræna
ritsímafélagið fengi engan hlut
þess gjalds, það rynni til Pósts og
síma hér og Intelsat. Sjónvarpið
borgar síðan Visnews-fréttastof-
unni sérstaklega fyrir að taka upp
efnið og senda upp í gervihnött-
inn."
Þetta leiðréttist hér með og er
beðist velvirðingar á villunni.
aðsfundum er rætt um málefni
prófastsdæmisins með skýrslum
prófasts og fulltrúa safnaðanna og
annarra kjörinna fulltrúa í nefnd
og ráð, reikningar eru lagðir fram
og almennar umræður eiga sér
stað. En á þennan fund koma
einnig nýkjörnir fulltrúar Reykja-
víkurborgar í samvinnunefnd
borgar og prófastsdæmis, þeir
Markús Órn Antonsson, forseti
borgarstjórnar, og Sigurður E.
Guðmundsson, borgarfulltrúi, en
héraðsfundur mun kjósa tvo menn
í nefndina fyrir sitt leyti. Þá verð-
ur lagt fram endurskoðuð tillaga
skipulagsnefndar og hún afgreidd.
Sérstakur liður héraðsfundar að
þessu sinni verður erindi dr.
Gunnars Kristjánssonar, sem
fjallar um Martein Lúther á þessu
500 ára afmælisári siðbótar-
mannsins.    fjr fréttatilkynningu.
íslenzka hljómsveitin:
Sala áskriftarkorta
er til 28. október
Hlutavelta í
Hafnarfirði
HLUTAVELTA verður haldin í
dag, sunnudag, í anddyri Víði-
staðaskóla og hefst hún kl. 14.
Ágóðinn mun renna til þroska-
heftra. Meðal hluta á hlutavelt-
unni verða munir sem Karmel-
systur í Karmelklaustri gáfu í
vetur.
Tröllaleik-
ir í Iðnó
Leikbrúðuland sýnir Tröllaleiki í
Iðnó í dag, sunnudag, kl. 15. Þetta
eru fjórir einbáttungar, Ástarsaga úr
fjöllunum, Búkolla, Eggið og Risinn
draumlyndi.
í sýningunni kennir margra
grasa í brúðugerð og tækni. Þær
Helga Steffensen, Hallveig Thorl-
acius og Bryndís Gunnarsdóttir
standa að sýningunni. Leikstjóri
er Þórhallur Sigurðsson. Myndin
er af risanum draumlynda, sem
leikur sér með strengjabrúðu.
í FRÉTT Mbl. á föstudag af fyrstu
áskriftartónleikum fslenzku hljóm-
sveitarinnar féll niður hluti setn-
ingar svo að merking gjörbreyttist.
Hér á eftir birtist niðurlag fréttar-
innar í heild:
Nú stendur yfir söfnun áskrif-
enda, en alls verða 400 áskriftar-
kort seld og er við það miðað að
þau seljist öll fyrir upphaf starfs-
árs. Því gefst ekki kostur á miðum í
lausasölu. Umsóknir um áskrift
þurfa að hafa borist skrifstofu
hljómsveitarinnar, að Fríkirkju-
vegi 11, fyrir 28. október, annað
hvort bréfleiðis, eða símleiðis. Að-
göngumiðar á fyrstu tónleikana
verða afhentir á skrifstofu
hljómsveitarinnar 1.—5. nóvem-
ber. Áskriftargjald eru kr. 1.600
sem greiða má í tvennu lagi, fyrir
5. nóvember og fyrir 10. desember.
Þeir sem kjósa að stykja hljóm-
sveitina sérstaklega geta gerst
styrktarfélagar, en þeir greiða kr.
2.400 fyrir áskrift, sem greiða má
með sama hætti.
Blaðið biðst velvirðingar á þess-
um mistökum.
Garðabær:
Aðalfundur Norræna félagsins
NORRÆNA félagið í Garðabæ held-
ur aðalfund sinn á þriðjudagskvöld-
ið í félagsmiðstöðinni Garðalundi.
í frétt frá félaginu segir, að auk
venjulegra aðalfundarstarfa muni
drengir úr tónlistarskólanum í
Garðabæ spila og Hjálmar Ólafs-
son formaður Norræna félagsins á
íslandi koma í heimsókn.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40