Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983 25 tilgreindir og nú er að vita á hverja þeirra flestir horfa. Þrír dagskrárliðir sjónvarpsins eru í algerum sérflokki hvað áhuga áhorfenda snertir, þeir eru: íslenskir skemmtiþættir, fréttir og íslensk leikrit. (79 stig — 64 stig — 63 stig.) Hér kemur það fram að íslensk leikrit vekja sama áhuga og sjálf- ar fréttirnar og er þess hér með krafist að sjónvarpið taki nótis af því. Ég nenni ekki að hafa skoðun á því, hvort of mikið sé af íþrótta- efni í sjónvarpinu. Hins vegar eru skoðanir þeirra sem tóku þátt í hlustendakönnuninni ótvíræðar. íþróttir fengu aðeins 18 stig og voru eitt af því sem áhorfendur óskuðu síst eftir. Enska knatt- spyrnan fékk 14 stig og var þriðja neðsta dagskrárgreinin af tuttugu og fimm. í þessu samhengi er svo rétt að geta þess að á árinu 1982 (nýrri skýrslu er ekki að fá frá sjónvarpinu) frumsýndi sjón- varpið að eigin sögn tvö íslensk leikrit, „Líkamlegt samband úr norðurbænum" og „Stundarfrið". Það er að vísu rangt með farið að „Stundarfriður“ hafi verið frum- sýning. Það var tekið upp úr Þjóð- leikhúsinu. Eitt íslenskt leikrit var frumflutt í islenska sjónvarp- inu á árinu 1982. Við höfum það semsagt gefið að íslensk leikrit eru það sem fólk helst kýs að fá að sjá í sjónvarpi, en sáralitill áhugi er fyrir íþrótt- um. Með hliðsjón af þessum stað- reyndum verður síðasta skýrsla Ríkisútvarpsins (1982) eiginlega stórhlægilegt plagg. Tölur til gamans. Á því herrans ári 1982 voru íþróttir sá dagskrárliður, sem fékk langmestan umfjöllunartíma. Til samans fengu allir þessir dagskrárliðir minni tíma en íþróttirnar einar: Tónlist, trúmál, barnaefni, þjóðfræði, íslensk leik- rit. skemmtiþættir og kennsluefni. íþróttum var sjónvarpað í 13.873 mínútur (þrettán þúsund átta hundruð sjötíu og þrjár), en íslenskri leiklist í 311 mínútur (þrjú hundruð og ellefu). Þessar tölur getur að líta í ársskýrslu Ríkisútvarpsins 1982 á bls. 39 í töflu 4. En nú má vænta þess að dag- skrármeistarar sjónvarpsins taki sig á, hafandi þessa ágætu hlust- endakönnun að leiðarljósi og auki veg þeirra dagskrárliða, sem áhorfendur óska eindregið eftir, en dragi úr því sem fæstir nenna að horfa á. Framleiðsla á íslensku dagskrárefni verður aukin og allir verða voða kátir. Nú fer sá tími í hönd að list- rænn og menningarlegur metnað- ur sjónvarpsins vex til muna og hætt verður að reyna að telja fólki trú um að það vilji bara Dallas, pönk og ensku knattspyrnuna. Og auðvitað ættu blöðin að fara að athuga sinn gang líka. Hvað eru þeir margir sem lesa íþrótta- síðurnar? Eins og nú standa sakir er um- fjöllun um menningu og listir í landinu í algeru lágmarki í sjón- varpinu. Þjóðleikhúsi, Borgarleikhúsi, Óperunni, Synfóníuhljómsveit- inni, málurum, rithöfundum og öðrum listgreinum er markaður þröngur bás meðal föndrara í af- skaplega snubbóttum þætti, sem nefndur hefur verið „Á döfinni" og fúnkerar nánast eins og rusla- tunna eða auglýsingaþáttur. Það er staðreynd að fjölmiðlar í landinu vanmeta áhuga lands- manna á menningu og listum stór- lega og er ekki úr vegi að benda á það í fullri vinsemd, að árlega seljast um og yfir hundrað þúsund miðar í Þjóðleikhúsinu, milli sex- tíu og áttatíu þúsund hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur, fjörutíu til fimmtíu þúsund á Islensku óper- una, víst eitthvað svipað á Sin- fóníutónleika og talsvert á annað hundrað þúsund manns munu heimsækja Kjarvalsstaði árlega. Þetta leiðir hugann að því hvort ekki sé hugsanlegt að fjölmiðlar hafi í raun og veru vanmetið menningaráhugann í landinu. Það væri óneitanlega ósköp notalegt, ef fjölmiðlar ykju örlítið á metnað sinn með því að skýra frá því þegar íslenskir alvörutón- listarmenn eru að „gera það gott“ í útlandinu. Á meðan nær óaflátanlega er verið að flytja verk íslenskra tónskálda á erlendri grund, söngv- arar eru að slá í gegn og verða heimsfrægir og erlend pressa er uppfull af lofsöng um íslenska listamenn, virðist það skipta ís- lenska fjölmiðla mestu máli, hvort „Mezzoforte" eða „Tappi tíkar- rass“ séu komnir í áttugasta og fjórða sæti á ónafngreindum popplagavinsældalista. Þetta eru fréttir, sem virðast komnar í blöðin af annarlegum þrýstingi og eru auðvitað vel til þess fallnar að skotselja síðustu tólflaga plötuna. Slík fréttamennska er fyrir neð- an virðingu fjölmiðla, sem þykjast hafa einhvern metnað. Poppmúsík á sjálfsagt fullan rétt á sér, en hún á ekki rétt á eyrunum á mér. Þess vegna er mér gróflega misboðið, þegar ég kemst ekki í gegnum gamla bæinn minn öðruvísu en hálfærður af hávaða, sem dælt er úr hátölurum yfir vegfarendur úr hljómplötubúðum. Stundum flökrar það að mér að fólk hafi ekki aðgang að þögninni, hvað þá sæmilegri tónlist fyrir þessari ærandi hljóðmengun. Hér er líka pottur brotinn hjá sjónvarpinu. Ég þori að fullyrða, að einhver mesti tónlistarhlustun- artimi sjónvarpsins er síðustu tíu mínúturnar fyrir kvöldfréttirnar klukkan átta, á meðan beðið er eftir fréttunum. Það er ekki einleikið að árum saman hefur þessi tími eingöngu verið helgaður þeirri tónlist sem að framan er lýst og eins og til þess eins að vekja athygli á því hvaða poppplötur eru á markaðn- um og þurfa að seljast. Og manni verður á að spyrja: Hver leggur línurnar um tónlist- arflutning af þessu tagi, eða tón- listarflutning sjónvarpsins yfir- leitt? Að lokum vil ég segja þetta: Ég er þeirrar skoðunar að fátækleg umfjöllun fjölmiðla hvað varðar listir og menningarmál sé ekki sprottin af menningarfjandskap einum saman — þó auðvitað beri að vanmeta þann þátt ekki. — Mér er nær að halda að fjölmiðlamenn geri sér í raun og veru ekki ljóst, hver menningaráhugi er raun- verulega ríkjandi í landinu. Nú fer sá tími vonandi í hönd að listrænn og menningarlegur metnaður fjölmiðla (og þá vonandi listamannanna líka) eykst og hætt verður að reyna að telja fólki trú um að það vilji bara Dallas, pönk og ensku knattspyrnuna. Aðsóknin að leikhúsunum, tón- leikum og listasöfnum, bóksala og síðast en ekki síst hlustendakönn- un Ríkisútvarpsins bendir ótví- rætt til þess að fsland byggi ekki skrælingjar einir. Að ekki sé minnst á síðustu rannsóknir á neysluvenjum búfén- aðar Strandamanna. Flosi Ólafsson er leikari rið Þjóð- leikhúsið. Húsbyggjendur Þeim húsbyggjendum, sem þurfa á rafmagnsheimtaug aö halda í hús sín í haust eöa vetur, er vinsamlegast bent á að leggja inn umsókn um hana sem allra fyrst, til þess aö unnt sé aö leggja heimtaugina áöur en frost er komið í jörðu. Gætiö þess aö jarövegur sé kominn í sem næst rétta hæö, þar sem heimtaug verður lögö, og að uppgröftur úr húsgrunni, byggingarefni eöa annaö hindri ekki lagn- ingu hennar. Heimtaugar veröa ekki lagðar, ef frost er komiö í jöröu, nema gegn greiðslu þess aukakostnaöar, sem af því hlýst. Nánari upplýsingar eru gefnar á heimtaugaafgreiöslu Rafmagnsveitunnar, Hafnarhúsinu, 4 hæö. Sími Raf- magnsveitunnar er 18222. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Orion i bílinn, á hreint ótrúlegu veröi. GUNNAR GUNNARSSON AUGLÝSINGASTOFA Funahöfða 19 (Ármannsfell hf.), sími 84473 PANELOFNAR PANELOFNAR PANELOFNAR PANELOFNAR KÓPAVOGI Hef ojinað nýja auglýsingastofu o{4 veiii, að sjálfsögðu, alla þá þjónustu sem góðum auglýsingastofum ber að veita. I tér með býð ég nýja viðskiptavini (og gamla) velkomna og minni á að ég er ekki í símaskránni, þannig að vissara er að punkta símanúmerið niður. Gunnar Gunnarsson Auglýsingastofa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.