Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 243. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						30
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983
Farið á kostum
Leiklist
Boili Gústafsson
í Laufási
Leikfélag Akureyrar.
May  Fair Lady. — Söngleikur í
tveimur þáttum, byggður á leikrit-
inu Pygmalion eftir Bernhard Shaw.
Texti: Alan Jay Lerner.
Tónlist: Frederick Lowe.
Þýðendun Egill Bjarnason og Ragn-
ar Jóhannesson.
Leikstjóri og höfundur dansa: Þór-
hildur Þorleifsdóttir.
rlljómsveitarstjóri: Roar Kvam.
Leikmynd: Jón Þórisson.
Búningar: Una Collins.
Lýsing: Viðar Garðarsson.
í rúma sjö áratugi hefur leikrit
Bernhards Shaw, Pygmalion, far-
ið sigurför um heiminn, eða allt
frá því að það var sýnt í fyrsta
sinn árið 1912. Shaw skrifaði það
fyrir pennavinkonu sína, Stellu
Campbell, er síðan lék aðalhlut-
verkið er verkið var sviðsett í
London. Á ofanverðri öldinni hef-
ur sagan um hamskipti blóma-
sölustúlkunnar fávísu orðið kunn-
ari og ennþá vinsælli í amerískum
búningi; léttum söngleik, sem
Lerner og Lowe gerðu úr verkinu
og hlaut nafnið May Fair Lady.
En efni þessa bráðskemmtilega
gamanleiks er ekki án ádeilu
fremur en önnur verk Shaws.
Hann leitast þar við að sýna fram
á, að gamalkunn og skörp stétta-
skipting á Englandi sé fyrst og
fremst fólgin í mismunandi fram-
burði og málfari.
Hann lætur þjóðfræðiprófess-
orinn Henry Higgins veðja um
það við vin sinn, að hann geti eftir
sex vikna æfingu kynnt þessa
óupplýstu blómasölustúlku, Elísu
Doolittle, sem hertogaynju í sam-
kvæmislífi æðri stétta. Hann
heldur því fram, að takist Elísu að
leggja niður fláan cockney-
framburð, muni engum koma til
hugar að hún sé af lágum stigum.
Mesta skopið er fólgið í lítt skilj-
anlegum rassambögum Elísu, og
leikritið var óbeinn þáttur í stöð-
ugri en næsta árangurslítilli bar-
áttu Shaws fyrir endurbættum
réttritunarreglum, sem áttu að
færa enskt ritmál nær talmáli.
Raunar höfðar ádeilan lítt til
aðstæðna hér á landi. íslensk al-
þýða hefur löngum talað vandað
mál og kunnað skil á góðum
skáldskap. Sem kunnugt er hafa
ýmsir mætustu rithöfundar okkar
talið að gamlar, óskólagengnar al-
þýðukonur hafi verið þeim til
fyrirmyndar um fegurst málfar
og lifandi frásagnarlist. Þvi á
málfarsádeila Shaws lítið erindi
hér á landi enn sem komið er, þótt
margt bendi til að svo kunni að
fara síðar.
Við þá breytingu sem þeir fé-
lagar, Lerner og Lowe, gerðu á
leikritinu, verður það að léttum,
dálítið rómantiskum söngleik,
sem krefst hljómsveitar, góðra
söngkrafta, dansara og margbrot-
innar sviðssetningar. Er mér i
minni sýning Þjóðleikhússins á
May Fair Lady árið 1962; þá var
þetta stærsta og best búna leik-
svið á íslandi notað til hins ítr-
asta og virtist ekki mega þrengra
vera. Þess vegna þóttu mér það
mikil tíðindi og bera vott um
óraunsæja dirfsku, er forráða-
menn Leikfélags Akureyrar
ákváðu að setja þetta fyrirferð-
amikla verk á svið í gamla Sam-
komuhúsinu. Ljóst er, að með
bjartsýni, hugkvæmni og sam-
stilltu átaki má hrinda ótrú-
legustu hlutum í framkvæmd.
Minnisstætt dæmi um slíkt þrek-
virki hér á Norðurlandi var sýn-
ing Leikfélags Húsavíkur á Fiðl-
aranum á þakinu fyrir nokkrum
árum. Og nú hefur hið 10 ára
gamla atvinnuleikhús á Akureyri
minnst merkra tímamóta með
frábærri sýningu á May Fair
Lady, sem með sanni má kalla
ótrúlegt afrek samstilltra og dug-
andi listamanna.
Þetta er fjölmennasta sýning,
sem Leikfélag Akureyrar hefur
sett á svið. Leikarar eru níu tals-
ins, sex dansarar, sautján söngv-
arar úr Passíukórnum og fimm-
tán manna hljómsveit Tónlist-
arskólans á Akureyri.
Sé í fyrstu vikið að umgerð
leiksins þá hefur Jóni Þórissyni
tekist hönnun leikmyndar með af-
brigðum vel. Hugkvæmni hans er
einstök og gerir senuskipti að því
er virðist fyrirhafnarlaus, en all-
ur svipur er einkar traustur og
sannfærandi. Sama má segja um
gerð búninga, sem unnir eru af
Unu Collins, og auka á reisn og
Blómasölustúlkan Klísa (Ragnheiður Steindórsdóttir) og prófessor Higgins
(Arnar Jónsson).
sannan svip sýningarinnar. Tón-
listarflutningur er veigamikill
þáttur sem vænta má. Þar sýnir
stjórnandinn, Roar Kvam, hversu
fjölhæfur listamaður hann er.
Fram að þessu hefur hann að
mestu sinnt alvarlegri gerð tón-
listar og einvörðungu í konsert-
formi. Hér laðar hann fram létta
og blæbrigðaríka leikhústónlist
með fólki sem komið er misjafn-
lega langt á tónlistarbrautinni.
Hljómsveitina skipa nemendur og
kennarar Tónlistarskólans, og
söngfólk er úr Passíukórnum. Hjá
Roari fer hér saman næm tilfinn-
ing fyrir verkinu og mikilvægur
agi, sem allir virða og á rætur að
rekja til sjálfsaga hans og mikils
viljastyrks. Það er ástæða til þess
að óska honum til hamingju með
frábæran þátt hans og tónlistar-
fólksins í þessari sýningu.
Vel hefur tekist með skipan
leikara í hlutverk. Aðalhlutverk
eru í höndum Ragnheiðar Stein-
dórsdóttur, sem leikur blómasölu-
stúlkuna Elísu, og Arnars Jóns-
sonar, sem leikur hlutverk pró-
fessors Higgins. Ragnheiður fer
hægt af stað og vinnur á með
tilgerðarlausum þokka og miklu
öryggi svo aldrei finnast bláþræð-
ir i túlkun hennar á þessu lifandi
leikfangi þeirra málvísindamann-
anna, sem lætur ekki blekkjast til
lengdar og lærir mæta vel að tak-
ast á við nýja tilveru. Arnar
spennir bogann hátt þegar í upp-
hafi og leikur hans einkennist af
sterkum átökum til enda. Hann
forðast þá mynd sem kunn er í
íslenskum leikhúsum, þegar
leiknir eru enskir hefðarmenn og
einkennist helst af einskonar Ox-
fordframburði á íslenskunni með
tilheyrandi töktum og tilgerðar-
látæði. Framburður Arnars er
frábær, skýr og blæbrigðaríkur og
sviðshreyfingar öruggar, en
viðbrögð hans óþarflega hörð á
stundum. Félaga Higgins, Picker-
ing ofursta, leikur Marinó Þor-
steinsson af hlýrri kímni og ör-
uggum skilningi. Þráinn Karlsson
fer á kostum í hlutverki Alfreðs
Doolittle, föður Elisu. Það er
ósvikinn gamanleikur sem hann
sýnir er gneistar af makalausu lífi
í látbragði, dansi, söng og fram-
setningu allri. Þórey Aðalsteins-
dóttir leikur frú Pears, ráðskonu
prófessorsins, á einkar viðfelldinn
hátt. Sunna Borg leikur móður
hans með reisn og glæsibrag,
Gestur E. Jónasson og Theódór
Júlíusson fara vel með fleiri en
eitt hlutverk hvor, og Patricia
Jónsson er skemmtilega drottn-
ingarleg. Þáttur leikstjórans hlýt-
ur að vera veigamestur þegar
þessi athyglisverða sýning er met-
in og óhætt er að segja að Þór-
hildur Þorleifsdóttir vinnur hér
mikið þrekvirki. Hún er og höf-
undur dansa og raunar er styrkur
sýningarinnar ekki sist fólginn í
öryggi og nákvæmni í hreyfingum
leikara, dansara og söngvara.
Þrátt fyrir hin þröngu mörk, sem
lítið svið setur fjölmennum söng-
leik, gengur allt hnökralaust frá
upphafi til enda og meira en það.
Sýningin er gædd leikandi töfr-
um. Snilldartök leikstjórans virð-
ast undraverð og bera svo sann-
arlega marglit og ilmandi blómst-
ur.
Það er ástæða til að óska LA til
hamingju með þessa sýningu.
Hún er merkur áfangi i sögu þess
sem atvinnuleikhúss og viðbrögð
áhorfenda á frumsýningu nú á
föstudagskvöldið báru með sér að
enginn varð fyrir vonbrigðum. Að
loknu langvarandi lófaklappi hélt
formaður LA, Guðmundur Magn-
ússon, ræðu og minntist þessara
tímamóta. Sérstakar þakkir flutti
hann Jóni Kristinssyni fyrir þátt
hans í stofnun atvinnuleikhúss á
Akureyri. Færði hann honum og
konu hans gjöf og blóm frá leikfé-
Iaginu fyrir óeigingjarnt braut-
ryðjendastarf þeirra í þágu þess.
Svo skemmtilega vill til að þau
hjón eru foreldrar Arnars Jóns-
sonar og tengdaforeldrar Þórhild-
ar Þorleifsdóttur. Jón hefur um
áratugaskeið starfað í Leikfélagi
Akureyrar og verið þar i hópi
traustustu leikara. Það dró ekki
úr fagnaðarlátum er Vala Krist-
jánsson gekk fram á sviðið og
færði Ragnheiði Steindórsdóttur
blóm, en sem kunnugt er lék Vala
hlutverk Elísu i Þjóðleikhúsinu
1%2 og hlaut mikið lof fyrir leik
sinn þá.
Fagnaðarlátum áhorfenda ætl-
aði seint að linna í Samkomuhús-
inu á Akureyri á frumsýningunni.
Það er sannarlega von mín og ósk
að þau réttmætu viðbrögð séu
undanfari mikillar aðsóknar. Það
er sannarlega vel þess virði að
leggja á sig langt ferðalag til að
sjá My Fair Lady í leikhúsinu i
höfuðstað Norðurlands.
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Halló dömurl
Sokkaviðgerd
Geri viö nælonsokka. sjúkra-
sokka, sportsokka. sokkabuxur,
einnig þunnar peysur. Allt verður
aö vera hreint. Fljót og góð af-
greiðsla. Vönduð vlnna. At-
greiðsiutími aðeins þriöjudaga
og laugardaga milli kl. 1—6 eftir
hádegi í síma 50074.
Ragnheiður Kristin Arinbjarnar,
Suðurgötu 81. uppi, Hafnarfiröi.
Geymiö auglysinguna Auglýsi
aðeins einu sinni.
Au pair
stúlka oskast til N.Y. New Roch-
elle, USA. Upplysingar í síma
22754.
Heildsöluútsalan
selur ódýrar sængurgjafir o.fl.
Freyjugötu 9. Opið frá kl. 13—18.
Ljóomæli  Herdísar  og
Ólínu og Litla skinniö
til  sölu  á  Hagamel  42,  sími
15688.,
I.O.O.F.	3 ¦ 16510248 ¦	
		
D Mímir 598310247 — 1.		Frl.
		
rjGilmi 59832107 = 2.		
		
I.O.O.F. 9.I.	10 = 16510248	'/, =
Fimir fætur
Dansæfing og aðalfundur té-
lagsins verður í Hreyfilshúsinu
sunnudaginn 23. okt. kl. 21.00.
Mætiö timanlega Nýir félagar
ávallt velkomnlr.
UM HEIMSPEKI
POSTHOLF 4407 124 RVK
Leshringar um andlega helm-
speki, víddareðlisfræðl, stjörnu-
speki og andlega sálarfræöi.
K rossinn
Almenn samkoma í dag kl. 16.30
að Alfhólsvegi 32, Kópavogi
Bræður frá Bandaríkjunum taka
pátt í samkomunni. Allir hjart-
anlega velkomnlr.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Dagsferoir sunnudag-
inn 23. október:
1. kl. 10. Hengillinn — Hengla-
dalir. Verö kr. 300.
2. kl. 13. Skarösmýrarfjall —
Hengladalir Verð kr. 300.
Brottför frá Umferöarmlðstöð-
inni, austanmegin. Farmiöar vlð
bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorö-
inna. Fwðafóik athugiö aö
Feröafélagið notar sjálft satlu-
húsiö f Þðramðrk helgina
22.—23. október og er ekki unnt
að fá gistingu þar þessa helgi.
Ferðafélag islands.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Mánudaglnn 24. október kl.
20.30 efnlr Ferðafélag islands i
samvinnu viö Islenska Alpa-
klúbbinn til kynningar á fatnaðl
til vetrarferöa og skiöagðngu-
búnaði, á Hðtel Heklu, Rauðar-
árstíg 18. Torfl Hjaltason og
Guöjón 0. Magnússon kynna.
Hér gefst gott tækifærl tll þess
aö fá upplýsingar um klæönað i
vetrarferðum frá þeim sem
þekkinguna hafa. Allir velkomnlr
meðan húsrúm leyfir. Veitingar í
hléi.
Ferðafólag Islands.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Sunnudagaskóli kl. 10.30. Safn-
aðarsamkoma kl. 14.00. Reeöu-
maður Úskar Gíslason Fleiri
samkomur veröa ekkl í klrkjunnl
þann dag vegna vígslunnar að
Völvufelli 11, sem fram fer kl.
16.00 fyrir safnaöarmeölimi og
velunnara
KFUM og KFUK
Amtmannsstíg 2B
Kristsvakning 1983 hefst í kvðld
kl. 20.30. „Trúrækni mín er í
góöu lagi". Vitnisburður Kristín
Möller. Söngur: Æskulýðskðr
KFUM og KFUK. Ræðumaður:
Margrét        Hróbjartsdóttir
SÖngstofa veröur opin eftir sam-
komuna Allir velkomnir
KFUM og KFUK
Amtmannsstíg 2B
önnur samkoman í Kristsvakn-
ingu 1983 veröur á morgun kl.
20.30. „Ég er of skynsamur tll aö
trúa." Vltnisburöur: Skarphéðlnn
Hjartarson. Söngur: Litll kórinn.
Ræðumaöur: Séra Karl Sigur-
björnsson Rabbstofa eftir sam-
komuna. Alllr velkomnlr.
ÚTIVISTARFERÐIR
Sunnudagur 23. okt.
Kl. 13 Grindaskörð — Drauga-
hliðar. Allir meö. Verö 250 kr.
Frítt f. börn m. fulloröunum.
Brottför frá bensinsölu BSi.
Upplýaingar i afmsvara: 14606.
Sjáumstl
Útlvlst.
ÚTIVISTARFERÐIR
Myndakvöld
Fimmtud. 27. okt. kl. 20.30 í sal
Sparisjóðs Vélstjðra (kjallara) aö
Borgartuni 18. Urvalsmyndir úr
Hornstrandaferöum sumarsins.
Kaffiveitingar í hléi. Allir vel-
komnir.
Jónsferð í Þórsmörk
Helgarferö 28.—30. okt.
Minningarferö um Jðn I. Bjarna-
son. Allir sem honum kynntust
eru hvattir tll að mæta. Uppl. og
fars. á skrifst., Lækjargötu 6A.
Sjáumst!
Útlvist
skíöadeild
Þrekæfingar veröa framvegis í
iR-húsinu við Túngötu mánudag
og fimmtudag kl. 18.50.
Stjórnin
Hörgshlío 12
Samkoma í kvöld, sunnudag kl.
8.
Elím, Grettisgðtu 62,
Reykjavík
í dag, sunnudag, veröur sunnu-
dagaskóli kl. 11.00 og almenn
samkoma kl. 17.00. Athugiö
breyttan samkomutíma. Verið
velkomin.
Hjálpræðis-
'1 herinn
Kirkjustræti 2
Sunnudag kl. 11.00 fjölskyldu-
skemmtun. Kapteinn Daniel
Óskarsson stjórnar og talar. Kl.
20.00 bæn. Kl. 20.30 hjálpræö-
issamkoma. Mánudag kl. 16.00
heimilasambandsfundur. Vel-
komin.
jP%
Sálarrannsóknar-
félag íslands
Breskl miðillinn Eileen Robeiis
heldur skyggnilýsingafund í Hðt-
el Heklu, þriðjudaglnn 25. okt.
og fimmtudaginn 27. Okt. kl.
20.30. Aögöngumiðar fást á
skrifstofu félagsins.
Stjórnln
Fróöleikur og
skemmtun
fyrirháasemlága!
Jttor]jmiIiInÍHÍ>
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40