Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983 33 Lárus Ýmir óskarsson leikstjóri og Andrés Indriðason höfundur bera saman bækur sínar. með móður sinni. Hún er skilin við föður barnsins og er að selja íbúðina sem þau voru að byggja. Steingrímur og Fjóla, roskin hjón, koma að skoða íbúðina, Bjössi fylgist með milli þess sem hugur hans reikar til fyrri tíma þegar pabbi var ekki farinn og til liðinna atvika. Leikritið er lýsing á hugarheimi barns sem stendur úrræðalaust gagnvart öfugsnúinni þróun í samskiptum foreldra sinna, en getur litlu til leiðar komið um ráðagerðir full- orðna fólksins. Með hlutverk Bjössa fer Hrannar Már Sig- urðsson, foreldra hans leika Steinunn Jóhannesdóttir og Sig- urður Skúlason, og hjónin leika Margrét Ólafsdóttir og Róbert Arnfinnsson. Leikritið skrifaði Andrés 1979, og sendi inn í samkeppni sem Ríkisútvarpið efndi til í til- efni alþjóðaárs barnsins. Lárus Ýmir Óskarsson leikstýrði verkinu, upptaka fór fram í lok september, og verður það vænt- anlega á dagskrá sjónvarpsins í febrúar. Reykjavík, þótt á því séu ýmsir vankantar. Síðan hefur mér vit- anlega ekkert gerst í þessu máli. Verkaskipting, og verksvið ríkis og borgar, virðist ekki vera á hreinu, þótt mér sýnist augljóst að allt frumkvæði á þessu sviði verði að koma frá menntamálaráðu- neytinu. Ég spurði sérkennslu- fulltrúa ríkisins, Magnús Magnús- son, hvað þessu máli liði. Hann sagði að það væri „í biðstöðu" og það eru sjálfsagt orð að sönnu." — En er nauðsynlegt að vera með sérdeildir fyrir fatlaða? Væri ekki allt eins hægt og æskilegt að hafa fatlaða nemendur í almenn- um bekkjardeildum? „Auðvitað væri það æskilegast en þó er ég þeirrar skoðunar, að við munum alltaf þurfa litla sér- deild. Þetta er ekki spurning um annað hvort eða, heldur bæði og. En til að hægt sé að blanda fötluð- um nemendum inn í skólalífið þarf að gera þeim kleift að ferðast um skólana. Sjálft módelið í Hlíða- skóla er ágætt, þar sem fötluðu nemendunum er blandað í bekki eftir því sem þeir eru færir um. Fram til þessa hefur skólinn verið þeim ófær, þótt það sé að breytast nú með tilkomu stigalyftanna. Blöndunin getur varla orðið algjör en hún er æskilegt markmið. Það þurfa að koma til úrræði, sem henta nemendum á hverjum tíma. Obbinn af líkamlega fötluðu fólki getur vel verið í almennum skól- um og almennum deildum og á að vera þar. En það vill oft fylgja hreyfihömlun annarskonar fötlun, sem flækir málið. Og ef umræðan um blöndun í bekkjardeildir hefur ekki önnur áhrif en þau, að hætt sé að leita eftir bestu úrræðum hyerju sinni fyrir einstaklinginn, ja, þá er sú umræða neikvæð og verr af stað farið en heima setið." Til leigu við Sundahöfn 150 fm upphitað geymsluhúsnæði fyrir hreinlegan vaming. 6 m lofthæð, stórar dyr. Bókbandsnámskeið Myndlista- og handíöaskóli íslands getur ennþá bætt viö nemendum í bókbandsnámskeiö sín en hvert námskeiö er tvisvar í viku: Mánudaga og fimmtudaga kl. 2—4. Mánudaga og miövikudaga kl. 5.10—7.30. Mánudaga og miövikudaga kl. 7.30—9.30. Þriöjudaga og fimmtudaga kl. 7.30—9.30. UPPLÝSINGAR ÍSIMA 84045 Skipholti 1 Reykjavík sími: 19821 ★ Óbreytt verð frá 1983 ★ S-L ferðaveltan dreifir greiðslum á yfir 20 mánuði ★ Eemhof-Kempervennen stóraukið sætaframboð ★ Fjölskylduferðir í algjörum sérflokki Nú fylgjum við glæsilegu sumri í hollensku sumarhúsunum eftir og hefjum strax sölu á sumarferðunum 1984, - og það á óbreyttu verði frá árinu 1983. í sumar var uppselt í allar ferðir, biðlistar mynduðust og margir urðu frá að hverfa. Við gengum því strax frá samningunum fyrir næsta sumar og opnum þannig öllum fyrirhyggjusömum fjölskyldum leið til þess að tryggja sér heppilegustu ferðina tímanlega og hefja strax reglubundinn sparnað með Eemhof Sumarhúsaþorpið sem sló svo rækilega í gegn á sl. sumri. Frábær gisting, hitabeltissundlaugin, fjölbreytt íþrótta-, leikja- og útivistaraðstaða, veitingahús, verslanir, bowling, diskótek, tennis, mini-golf, sjóbretti o.fl. o.fl. o.fl. Endalaus ævintýri allrar fjölskyldunnar. Vetrarsalan opnar þér greiðfæra leið Vetrarsala Samvinnuferða-Landsýnar a hollensku sumarhúsunum er okkar aðferð t Sí opn. sem .11,. flestum viW3.nleg. L greiðfaera leið í gott sumarirí með alla fiölskvlduna. í erfiðu efnahagsastandi er ómeUinlegt að geta tryggt sér hárré«u fer^na með góðum fyrirvara og notfært sér óbreytt verð frá árinu 1983, SL-ferðaveltuna og SL-kiörin til þess að létta á kostnaði og dreifa greSslúbyrðinni á sem allra lengstan t,ma. SL-ferðaveltunni. í henni er unnt að spara í allt að 10 mánuði og endurgreiða lán jafnhátt sparnaðinum á 12 mánuðum eftir heimkomu. Þannig má dreifa greiðslum á yfir 20 mánuði og gera fjármögnun ferðalagsins miklum mun auðveldari en ella. Og enn munum við bjóða SL-kjörin. Með þeim má festa verð ferðarinnar gagnvart gengisbreytingum og verjast þannig öllum óvæntum hækkunum. Þetta er okkar leið til þess að gera Hollandsævintýrið 1984 að veruleika hjá sem allra flestum fjölskyldum. Kempervennen Nýtt þorp, byggt upp í kjölfar reynslunnctr í Eemhof og af sömu eigendum. Öll aðstaða er sú sama og í Eemhof og í Kempervennen er síðan bætt um betur og aukið enn frekar við stærð sundlaugarinnar, veitingastaðanna og sameiginlegrar þjónustu auk þess sem bryddað er upp á ýmsum spennandi nýjungum fyrir börnin. Fyrirhyggja í ferðamálum - einföld leið tii lægri kostnaðar og léttari greiðslubyrði Nýr Hollandsbæklingur á skrifstofunni oghjá umboðsmönnum um allt land Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.