Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 243. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						öll kvöld
wp^foútáb
Bítlaæðið
V*
SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983
Norskir ráðgjafar:
Vinna að
úttekt á
skipulagi
SÍS
RÁÐGJAFAR frá norska fyrirtæk-
inu Asbjörn Habestad hafa undan-
farnar vikur unnið að mikilli úttekt
á skipulagi Sambands íslenzkra
samvinnufélaga, með það fyrir aug-
um að gera tillögur um breytingar á
fyrirtækinu í nútímalegra horf.
Norsku ráðgjafarnir hafa farið
mjög gaumgæfilega í gegnum alla
rekstrarþætti fyrirtækisins og
hafa fengið framkvæmdastjóra og
deiJdarstjóra hinna ýmsu deilda í
viðtöl.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem Morgunblaðið hefur aflað sér,
hefur komið fram hjá Norðmönn-
unum, að nauðsynlegt sé að gera
umtalsverðar breytingar á skipu-
lagi Sambandsins á næstu árum,
en þess ber þó að geta, að Norð-
mennirnir eru aðeins ráðgefandi
og því munu þeir leggja niðurstöð-
ur sinar fyrir stjórn Sambandsins,
sem síðar mun taka ákvörðun um
hvort farið verður út í breyt-
ingarnar eður ei.
Því má svo bæta við, að sú regla
hefur verið viðhöfð innan Sam-
bandsins, að menn hætti þar
störfum 65 ára að aldri. Því er
ljóst, að nokkrir helztu forvígis-
menn fyrirtækisins og dóttur-
fyrirtækja munu láta af störfum á
næstu 2—3 árum. Þeir Erlendur
Einarsson, forstjóri, Hjalti Ein-
arsson, framkvæmdastjóri inn-
flutningsdeildar,      Vilhjálmur
Jónsson, forstjóri Olíufélagsins hf.
og Kristleifur Jónsson, banka-
stjóri í Samvinnubankanum.
Fanginn sem strauk:
I einangrun á
Litla-Hrauni
FANGINN sem strauk af Litla-
Hrauni á miðvikudag hefur nú verið
settur í einangrun á Litla-Hrauni og
er það refsing fyrir að strjúka úr
vistinni. Heimilt er að halda honum
í einangrun í allt að þrjá mánuði.
Fanginn náðist á fimmtudag.
Lögreglan hafði spurnir af honum
í heimahúsi í Reykjavík og sótti
hann. Hann var fiuttur austur í
gær og settur í einangrun.
Búnaður fyrir Rás 2 upp á Klif
Morgunblaðið/ólafur Bragason.
RAN, þyrla Landhelgisgszlunnar, var fengin til að flytja búnað fyrir Póst & síma upp á Klifið í Vestmannaeyjum í vikunni, að sögn Magnúsar H.
Magnússonar, stoðvarstjóra Pósts & síma í Vestmannaeyjum. „Búnaðurinn, sem þyrlan flutti fyrir okkur eru sendar, loftnet og annar búnaður vegna
útsendinga á Rás 2, en stöðin á Klifinu þjónar Vestmannaeyjum og reyndar öllu Suðurlandinu," sagði Magnús ennfremur. Það kom fram hjá
Magnúsi, að farnar voru nokkrar ferðir, en heildarþyngd varningsins var um 4 tonn. „Það er stefnt að því, að þessi búnaður verði tilbúinn í næsta
mánuði, þegar útsendingar á Kás 2 eiga að hefjast.
Utvarpsráð:
Viðræður um
beina útsend-
ingu á leikjum
ÚTVARPSRÁÐ samþykkti á
fundi sínum sl. föstudag, að for-
stöðumaður fjármáladeildar og
íþróttafréttamaður hefji við-
ræður við Landsímann um verð
stofnunarinnar á beinni útsend-
ingu knattspyrnuleikja erlendis
frá. Um er að ræða sjö leiki —
tvo úrslitaleiki í Evrópumótum
í vor, úrslitaleik Mjólkurbikars-
ins og úrslitaleik bikarkeppni
enska knattspyrnusambandsins
og þrjá valda leiki úr deilda-
keppninni á Englandi.
Áhugamannahópur
vill kaupa Álafoss
— segir Albert Guðmundsson f jármálaráðherra
„ALLT starfsmannafélagið í Ála-
fossi, ýmsar prjónastofur um allt
land, sem hafa viðskipti við Álafoss,
og önnur fyrirtæki sem lifa af við-
skiptum sínum við Álafoss, svo sem
Hilda hf., hafa haft samband við mig
og lýst áhuga á að mynda með sér
félag um kaup á Álafossi," sagði Al-
bert Guðmundsson fjármálaráð-
herra, er Mbl. spurði hann hvort í
undirbúningi væri félagsstofnun um
kaup á Alafossi.
Albert sagði að upphaflega
hefði hann ætlað að leggja fyrir
Alþingi eitt frumvarp um sölu á
ýmsum ríkisfyrirtækjum. Tækni-
legir örðugleikar hefðu verið á því,
og nú væri í undirbúningi frum-
varpagerð, þar sem sérstakt frum-
varp yrði flutt um hvert fyrirtæki.
Tollverðir teknir med ótoll-
afgreitt áfengi og tóbak
Hafa viðurkennt að hafa þegið að gjöf frá sjómönnum
TVEIR tollverdir hafa viour-
kennt að hafa þegið gjafir frá
sjómönnum, ótoílafgreitt áfengi
og tóbak og þannig gerst brot-
legir í opinberu starfi. Á fimmtu-
dagskvöldid var tollvördur tek-
inn ölvaður undir stýri á bifreið
sinni. í bifreiðinni fannst ótoll-
afgreidd áfengisflaska. Maður-
inn skvroi frá því, að hann hefði
verið að starfi í Mánafossi með
félaga sínum, sem þá var kallað-
ur fyrir.
Við rannsókn málsins fannst
ótollafgreitt áfengi og tóbak í
vinnuskáp, og á heimilum
þeirra fundust nokkrar ótollaf-
greiddar áfengisflöskur, whisky
og vodka auk tóbaks. Þeir hafa
viðurkennt að hafa þegið áfeng-
ið og tóbakið að gjöf. Þá fund-
ust innflutt matvæli, nokkrir
kjúklingar og hamborgar-
hryggir. Tollverðirnir voru
hafðir í haldi í tæpan sólar-
hring og sleppt á föstudags-
kvöldið.
Sagðist hann reikna með að mál
þessi sæju dagsins ljós á Alþingi
bráðlega.
Varðandi  Álafoss  sagði  hann
áhugamenn um kaupin vera stór-
an hóp manna, sem hefði það sam-
eiginlegt að lifa af samskiptum
sínum við Álafoss.
Flugleiöir:
Um 20% aukning
í Atlantshafsflugi
ni  (it    „:___*  ¦          «  -    ¦   ...  i        n t   Lr..                • ,,
„HVAÐ einstaka rekstrarþætti
áhrærir hafa að verulegu leyti náðst
þau markmið sem sett voru varðandi
Nordur-Atlantehafsflugið. Þar hefur
orðið um 20% aukning í flutningum
það sem af er árinu," segir Sigurður
Helgason, forstjóri Flugleiða, m.a. í
grein í nýjasla hefti Flugfrétta.
„Verulegur samdráttur hefur
orðið í Evrópuflugi vegna bágbor-
ins efnahagsástands hér innan-
lands, aukinnar samkeppni frá
ferjum og auknu flugi annarra að-
ila. Var samdráttur þessi yfir
sumarmánuðina nálægt 15%,"
segir Sigurður Helgason ennfrem-
ur.
„í innanlandsfluginu hefur
einnig orðið samdráttur um 10%
sem er fyrst og fremst afleiðing af
bágbornu efnahagsástandi hér
innanlands. í rekstraráætlun var
gert ráð fyrir vissum samdrætti,
bæði í Evrópuflugi og innanlands-
flugi, en samdráttur varð í reynd
meiri en ráð var fyrir gert," sagði
Sigurður Helgason.
„Sá þáttur sem jákvæðastur
hefur verið í flugrekstri nú undan-
farna mánuði er lækkun eldsneyt-
iskostnaðar. Miðað við sama tíma
árið áður hefur eldsneytisverð
lækkaðum 15—18%.
Bætta rekstrarafkomu má Svo til
eingöngu rekja til þessa rekstrar-
þáttar," segir Sigurður Helgason,
forstjóri Flugleiða.
Maður féll
af fjórðu hæð
MAÐUR féll af fjórðu hæð húss við
Bergþórugötu á þriðja tímanum f
fyrrinótt. Lögregla og sjúkralið
komu á staðinn og var maðurinn
fluttur á slysadeild. Hann mun vera
úr lífshættu. Ekki var kunnugt um
nánari tildrög slyssins, er Morgun
blaðið fór í prentun í gær.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40