Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983 Kafli úr viðtalsbók EðvarÖs Ingólfssonar, „Við klettótta stönd“ Jóhanna Vigfúsdóttir „Maður sofnaði sæll og ur út frá litlu kertaljósi Um þessar mundir er að koma út hjá /Éskunni viðtalsbókin „Við klettótta strönd“ sem Eðvarð Ing- ólfsson skráir. Þetta eru frásagnir ellefu einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að hafa meira eða minna varið lífi sínu undir Jökli á Snæfellsnesi. Hér birtist fyrri hluti frásagnar Jóhönnu Vigfúsdóttur. Jóhanna er löngu kunn fyrir þátt sinn í félagsstörfum á Snæfellsnesi. í rúma hálfa öld var hún organisti Ingjaldshólskirkju, formaður Kven- félags Hellissands í 25 ár og for- stöðumaður sunnudagaskólastarfs- ins þar frá upphafi þess eða í rúm 33 ár. I frásögn sinni minnist Jóhanna bernskudaga sinna, samferðamanna og fjallar um mannlífið undir Jökli fyrr á árum. Bjart yfir bernskuárum Það er bjart yfir æskuárum mínum á Hellissandi. Ég átti góða foreldra og ólst upp í stórum systkinahópi. Ég geri ráð fyrir því að miðað við tímana í dag hefðum við verið álitin fátæk. En við höfð- um alltaf nóg að bíta og brenna. Faðir minn var trésmiður og hafði yfirleitt nóga vinnu en það þurfti alltaf að fara vel með til að sjá fyrir þessu stóra heimili. Ég naut þess að eiga ömmu og afa á staðnum. Afi minn hét Jens Sigurðsson, fyrrum útvegsbóndi í Rifi, en amma mín hét Guðný Bjarnadóttir. Þau höfðu flutt til Rifs 1895 frá Bjarneyjum í Breiða- firði en síðan fluttu þau út á Sand og bjuggu á Selhóli. Fyrstu minningarnar eru frá heimsóknum mínum til afa og ömmu á Selhól. Amma kenndi mér að lesa þegar ég var á sjöunda ári og ég þakka henni að miklu leyti þá tilfinningu sem ég hef fyrir mæltu máli. Þetta fór allt fram eftir vissum reglum: stafa þrisvar á dag með fríum á milli sem voru ekki meiri en það að mér var sett fyrir að prjóna miðju í illepp á dag og ljúka við leppinn á tveim til þrem dögum. Þess á milli mátti ég leika mér. Við þessar aðstæður lærði maður bæði vinnusemi og að njóta þess líka að eiga frí. Amma hefði átt að verða kenn- ari því hún var lagin að segja börnum til. Hún var oft beðin fyrir þau börn sem aðrir höfðu gengið frá að kenna. Hún hafði lag á því að vekja áhugann og maður lærði að lesa þannig að skipta hverju orði eftir atkvæði. Það kom að góðu haldi seinna meir. Hún kenndi mér líka, ásamt foreldrum mínum, margar bænir sem ég kann enn í dag. Helgiáhrif þeirra stunda eru svo sterk í vitund minni að ég get ennþá leitað á vit þeirra. Stundum fékk ég að gista. Ég sé hana ömmu mína fyrir mér þar sem hún greiðir fallega kastaníu- brúna hárið sitt á meðan hún kennir mér bænir og gefur mér heilræði, þar sem ég kúri í rúminu hennar. Heilræði eins og þessi: „Geymdu aldrei til morguns það sem þú getur gert í dag,“ „Vinnu- gleðin er oft varanlegasta gleðin," og „Þú átt alltaf að velja vandlega götuna fyrir barnið sem þú leiðir." Slíkar setningar sem þessar eru reyndar efni í heilan fyrirlestur. Við elstu systkinin fórum fljótt að vinna og lékum okkur þess á milli sem börnum er títt. Dreng- irnir smíðuðu kofa og söfnuðu að sér hornum, kjálkum og leggjum, en það voru skepnurnar þeirra. Við telpurnar lékum okkur hins vegar mikið að brúðum og búskap á sumrin og hirtum öll glerbrot og annað ónýtt dót til búsáhalda. Það var ekki ónýtt fyrir okkur ef ein- hver braut fallegan disk eða skál því þá fengum við stáss í stofuna sem jafngilti í okkar augum postulínsstyttum nútímans. Við lékum okkur líka í þessum hefðbundnu hópleikjum sem enn eru iðkaðair, svo sem stórfiska- leik, feluleik, eitt par fram fyrir ekkjumann, skessuleik og auðvitað boltaleik. Á vetrum var mikið far- ið á skíði sem reyndar voru smíð- uð úr tunnustöfum og mikið rennt sér á skautum og sleðum. Þar sem fæstir höfðu efni á því að eignast skauta voru bara notaðir hross- leggir í staðinn. Og allir skemmtu sér vel. Á veturna fór tíminn mikið í skólanámið því þá var allnokkur utanbókarlærdómur og maður varð að þylja lexíuna fyrir kenn- arann. Við systkinin ólumst líka upp við það að syngja mikið og foreldrar okkar voru óþreytandi í því að kenna okkur ljóð og lög. Móðir mín spilaði á orgel fyrstu árin á meðan hún hafði tíma til. En oft var bara raðað sér á eld- húsborðið og sungið, sérstaklega í rökkrinu. Sunnudagarnir voru alltaf í heiðri hafðir. Þá fór pabbi alltaf í betri fötin og margan morguninn vaknaði ég við það að hann gekk um gólf og raulaði fallegt lag. Kannski var messa þennan dag og þá átti hann að mæta í sönginn, en hann var í kirkjukórnum í ein sex- tíu ár. Og strax eftir hádegið var mamma komin í upphlut eða peysuföt. Stundum komu kunningjarnir í heimsókn og þá var tekið lagið eins og kallað var. Það var hátíð- leiki og reisn yfir þeim samveru- stundum. Þetta sameinaði fólk og gerði því glatt í geði. Pabbi hafði verlð í söngfélögum þegar hann var að læra í Reykjavík og kunni ósköpin öll af lögum og ljóðum. Hann kenndi mér Friðþjóf og Björn úr Friðþjófsljóðum, báðar raddir, og svo skiptumst við á að syngja þær. Og aldrei gleymi ég því þegar hann kenndi mér lagið Við brunninn bak við hliðið eftir Fr. Schubert. Mér þótti það svo fallegt. Mamma var líka ótrúlega viljug að segja okkur sögur, þó hún sæti við saumavélina eða með prjón- ana, því að lífið var nú ekki ein- tómur söngur. Margt kvöldið sofn- uðum við systkinin út frá sag- arhljóðinu í kjallaranum og saumavélarsuðinu í borðstofunni. Þannig var unnið með samstilltu átaki við að fæða og klæða þennan stóra hóp. Allt þurfti að vinna heima; sauma hverja flík og vinna ullar- föt á allan mannskapinn. Oftast var spunakona fengin eina viku að vetrinum. Ein þeirra hét Helga Erlendsdóttir. Þá hljóp heldur en ekki á snærið hjá mér. Á meðan ég vatt af snældunum hjá henni sagði hún mér sögur og rímur all- Eðvarð Ingólfsson an tímann og þeytti auðvitað rokkinn eftir sem áður. Helga Níelsdóttir, fóstursystir mín, var móður minni ómetanleg stoð við uppeldi og gæslu barn- anna. Það kom í okkar hlut að vinna margt verkið saman, sam- fylgd okkar varð 70 ár og man ég ekki til þess að á milli okkar hafi nokkurn tíma fallið styggðaryrði. Helga er nú háöldruð kona á elli- heimilinu Grund, en fylgist ennþá af áhuga með öllum afkomendum okkar stóru fjölskyldu. Enda um- hyggja þeirra fyrir henni gagn- kvæm. Minnisverðir atburðir Þú spyrð um minnisverða at- burði. Mér er náttúrlega minnis- stæður frostaveturinn 1918. Þá voru öll rúm flutt inn í borðstofu og svokallaður Geysisofn kyntur dag og nótt. Hann var tvíhólfa, það neðra var með hringjum og þar mátti elda en halda svo heitu í efra hóifinu. Vængjahurðir voru fyrir þessum hólfum. Þegar opnað var fram í eldhúsið þá var það hél- að innan eins og frystiklefi. Börn- um var ekki hleypt út. Þessi harka stóð í viku. Ég man líka mjög vel eftir mínu fyrsta ferðalagi sem mér var lofað að fara suður í Breiðuvík. Þá fór ég að heimsækja móðurbróður minn, Hans Jensson, og konu hans, Þóru Sigurbjörnsdóttur. Hún var mjög grasafróð enda dóttir hins kunna Sigurbjörns Guðleifssonar grasalæknis. Hún gerði ágætis smyrsl úr vallhumli, sauð hann í smjöri. Einnig vissi ég til þess að hún notaði maríustakk til að hreinsa og græða sár. Átti að leggja við sárið þann hluta blaðsins sem að jörðinni sneri til að hreinsa en hinn til að græða. Þetta var um mitt sumar. Ég fór þessa ferð með tólf ára gömlum syni þeirra, Jens að nafni. Ég var þá 10 ára. Ekki var veðurútlit sem best þegar lagt var af stað, rign- ingarsuddi og gola hér heima. Ég reið Rauðku. Það var hryssa sem afi minn átti. Hún var ekki alltof viljug og þess vegna álitin vel við mitt hæfi. Jens var með trússa- hest í taumi og reiddi m.a. amboð og fleira. Allt gekk nú vel þar til komið var inn fyrir Ólafsvík og inn að Fossá. Þá var farið að hvessa og rigna. Og þarna kom vindhviða og feykti húfunni af Jenna. Síðan fór að snarast af trússahestinum þannig að við urðum að fara af baki og laga það. Þessi varningur fór illa við reiðing. Jens ákvað að fara stystu leið yfir fjallið. Það er upp Múlann fyrir vestan Fróðá og niður Hestbringur að sunnanverðu, en þær eru skammt fyri ofan Ytri- Tungu — þangað sem ferðinni var heitið. Var nú lagt á fjallið og heldur minni rigning en komin svarta þoka. Mér fór nú ekki að verða um sel og fannst seint ganga því oft þurfti að laga á trússahest- inum. En Jens var hinn hressasti og kallaði út úr þokunni: „Reyndu að dingla löppunum svo Rauðka hreyfi sig eitthvað og þá hitnar þér líka.“ Og þarna lamdi ég öllum skönkum öðru hverju og gekk nú betur. Já, mikil var dýrðin þegar kom- ið var yfir fjallið og síðdegissólin glampaði á gulan fjörusandinn við grænar grundir. Þá var fallegt yf- ir að líta þarna af fjallsbrúninni. Og ég tala nú ekki um þegar niður var komið, um litadýrðina í fjöll- unum í Breiðuvík. Niður Hestbringur eru snar- brattir sneiðingar og nú snaraðist enn af klyfjahestinum. Þá held ég bara að hann frændi hafi sagt eitthvað ljótt. En nú var stutt í að við kæmumst til bæja. Og mikil var gleðin að hafa þessa erfiðu ferð að baki. Vikan, sem ég dvaldist í Ytri- Tungu, líður mér aidrei úr minni. Allt var gert svo mér liði sem best, m.a. farið í Búðahraun og þar kenndi Þóra mér að þekkja ótal jurtir sem ég kunni ekki skil á áð- ur og hafði ekki séð. Enda er talið að flestar þær jurtir sem vaxa hér á landi séu í Búðahrauni. Sjóslys Stundum urðu sorglegir atburð- ir eins og sjóslys. Þá urðu allir í þorpinu svo daprir. Fólk átti svo margt sameiginlegt. Það fyrsta, sem ég man eftir af slíkum at- burðum, var þegar tveir menn drukknuðu í Keflavíkurlendingu. Það kom ólag á bátinn í lending- unni og hrinti honum upp á Höf- uðið, en svo nefndist klettur sem skagar þarna fram í lendingunni. Afi minn var á þessum bát og tók þetta ákaflega nærri sér enda voru þessir menn handgengnir heimilinu. Ég sá að fólk var að glað- u gráta og nú var ekkert sungið í bili. Pabbi var að smíða líkkistur í kjallaranum. JÓl Jólahald þegar ég var að alast upp var svo gjörólíkt óhófi nútím- ans að það var eins og allt annar heimur. Fyrsti undirbúningur jólanna var fólginn í því að bræður mínir fóru út í hraun einhvern tíma að hausti, þegar þítt var, til þess að ná í lyng. Pabbi hafði smíðað stórt jólatré sem notað var ár eftir ár. Það var ávallt bundið á það á Þorláksmessu og var oft kaldsamt í kjallaranum þar sem við bleytt- um lyngið svo það yrði grænna. Öll fengum við nýjar flíkur sem móðir mín saumaði og ef tími vannst til smíðaði pabbi eitthvað; annars fengum við bara kerti og kannski spil. Klukkan sex á að- fangadagskvöld voru ailir komnir í sparifötin og búið að ganga frá öllum þrifum, en síðasta vikan fyrir jól fór vanalega í bakstur og hreingerningar. Mest var hátíðin að fara til kirkju á aðfangadagskvöld. Ég man hve mér þótti hátíðlegt þegar komið var upp á „holtin" og kirkj- an blasti við, uppljómuð og með kerti í hverjum glugga. Spari- skóna höfðum við bundna í klút og skiptum um skó neðan við Ingj- aldshólinn — því að auðvitað fór- um við þetta gangandi. Heima beið svo mamma með uppábúið borð og síðan fengum við áður- taldar gjafir ásamt nýju fötunum sem við vorum í. Kvöldið var kyrrlátt og sungnir jólasálmar. Ekki mátti spila eða hafa neinn hávaða. Maður sofnaði sæll og glaður út frá litlu kerta- ljósi sem bar ljómandi dýrð, og um morguninn áttum við víst að mamma færði öllum kakó og kök- ur í rúmið. Á aðfangadag og jóladag var messað til skiptis í ólafsvík og á Hellissandi. Ef messuna bar upp á jóladag þótti sjálfsagt að allir færu til kirkju. Nú var steik og ávaxtagrautur til matar og borðað í fyrra lagi vegna messutímans. Jólatréð var komið upp í allri sinni dýrð og lyngilmurinn barst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.