Morgunblaðið - 27.11.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.11.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1983 3 Onnur bókin um Óla og Magga Fyrsti fundur viöræðunefnda ASÍ og VSÍ var haldinn í húsnæöi Kjararannsóknanefndar á föstudagsmorgun. Ljósmynd Morgunblatains Fyrsti viðræðufundur ASÍ og VSÍ: Rætt um kjör hinna lægst launuðu FYRSTI viðræðufundur ASÍ og VSÍ var haldinn á fóstudaginn. Þær nefndir, sem þarna hittust eiga að koma sér saman um hugs- anlegar leiðir til að bæta kjör hinna lægst launuðu. Á fundinum var farið yfir for- sendur könnunar, sem er að fara af stað á vegum Kjararannsóknar- nefndar á kjörum hinna lægst launuðu. Þetta er fyrsti formlegi við- ræðufundur aðila í tengslum við viðræður um eflingu íslenzks at- vinnulífs. BÓKAÚTGÁFAN Vaka hefur gefið út aðra bókina í bókaflokknum Ævintýraheimur Ármanns. Heitir hún Undarleg uppátæki og fjallar um ævintýri félaganna Óla og Magga, og er eftir Armann Kr. Ein- arsson. Á bókarkápu segir meðal ann- ars: í þessari líflegu bók gefst ís- lenskum börnum nýtt tækifæri til þess að skyggnast inn í ævintýra- heim verðlaunahöfundarins Ár- manns Kr. Einarssonar. Ármann sendir sögupersónur sínar úr daglega lífinu á vit óvæntra atvika sem tengjast und- arlegum uppátækjum. Jói frændi kemur hér mjög við sögu eins og í Óskasteininum, fyrstu bókinni í þessum flokki. En óli er aðalper- sónan ásamt Magga vini sínum, sem er einstaklega glúrinn við uppfinningar. Þessi smellna saga, sem hét áð- ur óli og Maggi, hefur verið upp- seld um árabil og kemur nú út með breyttum svip og nýjum teikning- um Péturs Halldórssonar, segir í kynningu forlagsins á bókarkápu. Undarleg uppátæki er sett og prentuð í Prentstofu G. Bene- diktssonar, en Bókfell hf. sá um bókband. Tímaritið Storð: Útkoma tefst vegna verkfalla í Hollandi TÍMARITIÐ Storð, 3. tölublað, sem prentað er í Amsterdam í Hollandi, tefst um ófyrirséðan tíma vegna verk- falls opinberra starfsmanna þar (landi, að sögn Haralds J. Hamar ritstjóra. Tímaritið er filmuunnið hérlendis en prentað og bundið í Hollandi. Bú- ið var að prenta blaðið, en kápa þess, sem send var í pósti héðan til Hol- lands, hefur ekki skilað sér vegna verkfallsaðgerðanna og því ófyrirséð hvenær 3. tölublaðið kemur út. Haraldur sagði i viðtali við Mbl., að hann hefði aldrei lent i neinu þvílíku áður, þrátt fyrir um 16 ára viðskipti við Hollendinga á þessu sviði. Hann sagðist ekki sjá neina aðra leið en að bíða átekta, þvi þó unnt væri að prenta kápuna annars staðar, þá væri myndin sem fara ætti á forsíðuna föst i póstinum, eins og filman að kápunni. Majónsósa og flatbaka f NÝÚTKOMNU fréttabréfi fs- enskrar málnefndar er lagt til að tekin verði upp ný nöfn á því, sem kallað hefur verið mayonnaise og pizza. Leggur málnefndin til að mayonnaise verði kallað majón- sósa og pizza kölluð flatbaka. Um þessi orð segir íslensk málnefnd í fréttabréfinu: „íslensk málnefnd mælir með því, að í stað „majones" verði notað orðið majónsósa. Það er reyndar ekki nýtt. Þetta orð (stafsett majonsósa) var t.d. not- að í þýddri bók, sem út kom 1975 og nefndist Matreiðslubókin þín. En hugmyndin kom fyrst fram í Velvakandadálknum Morgun- blaðsins á útmánuðum 1956. Orðið pizza, sem nú tíðkast víða um lönd og þannig ritað að ítölskum hætti, er heiti á sér- stökum matrétti. Þetta er e.k. baka (e. pie), oftast úr útflöttu brauðdeigi, sem ýmsu er síðan bætt eða stráð í til bragðbætis (tómötum, osti, brytjuðu kjöti). Síðan er það bakað, enda stund- um kallað „pizza pie“ á ensku (Webster). fslensk málnefnd mælir með því, að þessi réttur verði nefnd- ur flatbka á íslensku." MUNIÐ ÚTSÝNARKVÖLDIÐ Á BROADWAY 4. DESEMBER Það skiptir máli hvemig þú ferðast Nútímatækni og þekking okkar í þína þágu Tæknlvæddasta feröaskrifstofa landslns meö sérhæft starfsfólk þér til aöstoðar Cumberland hótal Marble Arch við anda Oxfordatr»ti«, aðal- veralunargötu Lundúna, ar hótal aem ialendingar kunna val að mata. L O N D O N Heimsborgin — miðstöð viðskipta og listalrfs Evrópu Seeluvika í London — eða löng helgl — meö þaulkunnugum farar- stjóra Útsýnar getur margborgaö sig fjárhagslega, auk þess aó vera dýrmæt lifsreynsla og óborganleg ánægja. Útsýn býöur þér bestu fáanleg kjör — þjónustu í sérflokki — og hefur valiö réttu hótelin meö nærri helmings afslætti, staösett þar sem dvölin veröur þér notadrýgst og þægilegust. Hvert sem áhugasviö þitt er, uppfyllir London óskir þinar, þvi borgin er eitt allsherjar leiksviö menningar og mannlegs lífs. Útsýn hefur jafnan allar upplýsingar um helstu viöburöi í London í viku hverrl. Brottför Verð frá kr. Helgarferöir föstudaga 8.275,- Vikuferöir miövikudaga 12.133,- Innifalið í verði er flug, gisting og morgunveröur, flutningur til og frá flugvelli og fararstjórn. í KAUPBÆTI: Tekið á móti þór um leið og þú kemur úr flugvélinni á Lund- únaflugvelli. Flutningur frá og til flugvallar, innritun á hótel, dagleg aöstoð þaulkunnugs (ararstjóra meðan á dvölinni stendur. Allt avo auðvelt og öruggt með Eyrúnu fararstjóra. Lundúnaferðin sem borgar aig. Ráöstefnur — Vörusýningar — Kaupstefnur — Viðskiptaferðir — AMSTERDAM Útsýn býöur helgarferöir til Amsterdam á hag- stæöu veröi. 6 daga feröir og einnig helgarferö- ir. Helgarferöir: Brottför föstudaga, verö frá kr. 10.810,- 6 daga ferðir: Brottför föstudaga, verð frákr. 12.160,- Sérstök jólafargjöld í desember til og frá Kaupmanna- höfn, Osló, Gautaborg, Stokkhólmi emburg. t og Lux- (ipij.ijiy , ili' Skíöaferöir Útsýnar veturinn 1983—1984 til Austurríkis. AUSTURRÍKI Lech Finkenberg og Mayerhofen Beint leiguflug meö Flugleiöum. 2 vikna ferðir. Brottfarardagar: Jólaferö 20. desember, 22. janúar, 5. og 19. febrúar, (fullbókaö), 4. marz. Verð frá kr. 18.030.- SVISS Anzére Beint leiguflug með Arnarflugi, 2 vikna feröir. Brottfarardagar: 20. desember, 3., 17. og 31. janúar, 14. og 28. febrúar, 13. og 27. mars, 10. apríl. Verö frá kr. 16.600,- KANARÍKLÚBBURINN íilill||_ ÍHH--53 \ ISHi ** ik w *. ; SimifZ* ■, $r;yf* —-t-* *»v w■_: y- COSTA DEL SOL Þar sem sólin skín allan ársins hring. Á Costa del Sol er alltaf mikiö líf og fjör. Brottfarardagar: 16. og 30. desember, 6. og 13. janúar, 3., 10., 17. og 24. febrú- ar. 9., 16., 23. og 30. mars. Verö frá aðeins kr. 14.800 í 2 vikur. Hægt aö framlengja dvölina í London. Feröaskrifstofan UTSÝN Brottfarardagar (leiguflugi: 14. des., 4. jan., 25. jan., 15. febr., 7. mars, 28. mars, 18. apr. og 9. maí. Brottfarardagar í áætlunar- flugi: Vikulega frá og meö 2. nóv- ember. Verö frá kr. 19.159,- Reykjavík: Austurstræti 17, simi 26611. Akureyri: Hafnarstræti 98, simi 22911.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.