Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 276. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, PIHHTUDAGUR1. DGSEHBER1983
37
Gunnar Gunnars-
son — Minning
Mér var tilkynnt um lát Gunn-
ars Gunnarssonar að kvöldi mið-
vikudagsins 23. nóv. sl. Mér kom
lát hans ekki á óvart því flestir
vissu að ekki var í mannlegu valdi
að breyta þar nokkru um. Þó er
það þannig að jafnvel þótt svo sé,
hrekkur maður við. Á hugann
leita minningar sem geymdar eru,
og þá gjarnan fyrst hinar björtu
úr leik og störfum. Eftir situr svo
minningin um góðan dreng, félaga
og vin. Sú minning er mér mikil
eign en þó dýrmætust þeim sem
næst honum stóðu.
Gunnar Gunnarsson var fæddur
á Akranesi þ. 11. ágúst 1935 og var
því aðeins 48 ára er hann lést.
Foreldrar hans voru hjónin Lauf-
ey Gunnlaugsdóttir og Gunnar
Sigurðsson sjómaður á Akranesi,
Iengi búsett í Hraungerði (Mel-
teigi 8) og síðar að Sóleyjargótu
14.
Gunnar ólst upp í hópi 6 syst-
kina og eru nú fjögur þeirra látin,
langt fyrir aldur fram. Þau hétu:
Sigurður f. 1918 d. 1982, Vilhelm-
ína f. 1922 d. 1962, Ingunn f. 1926
d. 1976 og svo Gunnar sem var
yngstur systkina sinna og við
kveðjum í dag. Eftir lifa: Helga
elst þeirra systkina f. 1916, hús-
móðir á Akranesi, og Gunnlaugur
f. 1920, vörubifreiðarstjóri, einnig
búsettur á Akranesi.
Við Gunnar ólumst upp í sama
húsinu þar til fjölskyldan flutti í
nýja húsið að Sóleyjargötu 14 og
vorum auk þess systkinabörn svo
eðlilegt má teljast að margar af
bernskuminningum mínum séu
tengdar honum á einn eða annan
hátt. Ég er nokkru eldri en Gunn-
ar var og bitnaði það oft á honum.
Gunnar var tæplega meðalmað-
ur á hæð, grannur og kvikur í
hreyfingum og með afbrigðum
duglegur til allra verka. Þar fór
saman handlagni, þekking á starfi
sínu og umfram allt ánægja af að
vinna. Hann lagði snemma stund
á verslunarstórf og var lipur og
vel látinn afgreiðslumaður, léttur
í lund og þægilegur við sína við-
skiptavini. Hann rak um skeið
fiskbúð og fiskverkun á Akranesi
ásamt bróður sínum Sigurði. Þar
naut sín vel þekking þeirra
bræðra á öllu því sem fiskur hét,
enda framleiðsla frá þeim ávallt í
hæsta gæðaflokki.
Við Gunnar fengum snemma
áhuga á Bridge og minnist ég nú
margra ánægjustunda er við sát-
um og spiluðum félagarnir í
heimahúsum eða hjá Bridgefélagi
Akraness. Hann naut þeirra
stunda og hafði gaman af að taka
áhættu og skemmti sér konung-
lega þegar dæmið gekk upp. Gunn-
ar hafði áhuga á ýmsu fleiru, þó
held ég að ekkert hafi heillað hann
meira en laxveiði, sem hann
stundaði þegar færi gafst. Nú síð-
ast á sl. sumri komst hann fár-
sjúkur í uppáhaldsána sína, en
hafði ekki krafta til að stunda
veiðiskapinn eins og hann hefði
óskað.
Gunnar giftist eftirlifandi eig-
inkonu sinni Svövu Björnsdóttur
þ. 28. febrúar 1959. Börn þeirra
eru: Sigríður Birna f. 1957, Gunn-
laug f. 1959, Þóra f. 1961 og loks 21
ári síðar fæddist þeim hjónum
sonurinn Gunnar Logi f. 1982. Þau
hjónin fluttu til Reykjavíkur 1969
og urðu tengsl okkar minni eftir
það. Ég hitti hann þó oft og var þá
spjallað um gömlu góðu dagana,
skipst á fréttum af skyldmennum
L^Lt -   ¦ ¦¦*¦	'¦^:-:.^-''	1	3 : fj
		' ^H	
og um það hvað var að gerast hjá
okkur þá stundina.
Ég man það glöggt er ég hitti
hann eitt sinn, það var síðari
hluta árs 1981, og við röbbuðum
saman nokkra stund. Ég mun
ávallt minnast þess þegar hann
sagði mér að hann ætti barn í von-
um. Ánægja og stolt skein úr aug-
um hans og hróðugur var hann er
hann sagði mér síðar að hann
hefði eignast son. Sonurinn var
augasteinn foreldra sinna, sem
vonlegt er, en Gunnar lét velferð
barna sinna sig miklu skipta,
sagði mér ávallt fréttir af þeim og
gladdist mikið þegar vel gekk.
Svava var trygg eiginmanni sín-
um og kom það best fram í veik-
indum hans þar sem hún stóð eins
og klettur við hlið hans uns yfir
lauk. Dætur hans báru mikla um-
hyggju fyrir föður sínum, voru
hugulsamar og hlýjar í viðmóti við
hann og stóðu ásamt móður sinni
traustar við hlið hans í erfiðum
veikindum.
Eins og gengur, þótt fólk sé gift,
þurfa skoðanir þess ekki alltaf að
renna í sama farveg. Þess vegna
ætla ég að hjónaband þeirra hafi
verið byggt á traustum grunni því
ýmislegt bjátaði á í lífi þeirra, en
þeir eru fáir sem komast með öllu
áfallalaust í gegnum lífið. Það
verður mörgum manninum hált á
braut lífsins og erfitt að gæta
hófs. Svo var um Gunnar. Og þótt
við vitum að ekki fáist sú að lífs-
fylling sem leitað er eftir og næsta
víst að okkur skrikar fótur á hin-
um þrönga vegi hófseminnar, þá
lærist þetta stundum seint og hjá
sumum of seint.
Veikindi Gunnars stóðu í rúmt
ár en ótrúlegt hugrekki og kjarkur
hafa e.t.v. seinkað endalokunum.
Menn bera ekki utan á sér þrek og
þor en ég vissi að Gunnar hafði
fengið í vöggugjöf bæði þá eigin-
leika og marga góða eiginleika
aðra sem gerðu hann að vænsta
manni, traustum sínum félögum,
dagfarsprúðum manni sem allra
vanda vildi leysa.
Það er sárt að sjá á bak ástvini
aðeins 48 ára gmölum, en eftir
stendur minningin um góðan
dreng, minning sem bjart er yfir.
Ég votta eiginkonu hans, börn-
um og barnabörnum innilega sam-
úð mína, svo og öllum ættingjum
hans og vinum.
Far þú í friði
friður Guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Baldur Ólafsson,
Akranesi.
t
Þökkum auösýnda samúö og vinarhug við andlát og útför konu
minnar, móöur og systur,
UNNAR HLÍFAR JÓNSDÓTTUR HILDIBERG,
Sólbergi vio Nesveg.
Kristján Jónsson,
Jón Hrldiberg,
Kristján G. Hildiberg Jónsson.
SPECK
Lensi-, slor-, skolp-,
sjó-, vatns- og
holræsa-dælur.
Utvegum einnig dælu-
sett meö raf-, Bensín-
og Diesel vélum.
SflyiiTÐ.MLflgjiuir
<J<§OT©®@!nj <&
Vesturgötu 16,
sími 13280
Fróóleikur og
skemmtun
fyrirháasemlága!
„SCHEPPACH
u
Nýjung
trésmíða-
vélaeigendur
Eigum nokkur stykki af
bandsögum fyrir
„Scheppach" HM 1 &
HM 2 á kynningarveröi
kr. 10.600.-.
Laugavegi 29.
Sími: 24320, 24321 og 24322.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40