Morgunblaðið - 02.12.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.12.1983, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 277. tbl. 70. árg. FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Nicaragua: Uppreisnar- menn auðsýna sáttfýsi Wa.shington. 1. desember. AP. ÞRJÚ STÆRSTU samtök upp- reisnarmanna í Nicaragua hafa til- kynnt Bandaríkjastjórn að þau séu tilbúin til viðræðna við stjórn sand- inista og að hætta skæruhernaði ef stjórnin taki upp lýðræðislega stjórn- arhætti, að sögn háttsetts embætt- ismanns. Upplýsingar þessar komu fram er þrír leiðtogar uppreisnarmanna ræddu við Robert Stone, sendi- mann Bandaríkjaforseta, í Pan- ama í dag. Eitt af skilyrðum upp- reisnarmanna er að efnt verði til lýðræðislegra kosninga í Nicar- agua. Uppreisnarmennirnir segja það myndi jafngilda áþreifanlegum skrefum í lýðræðisátt ef sandin- istastjórnin efndi eitthvað af þeim loforðum sem Samtökum Amer- íkuríkja (OAS) voru gefin 1979. Gegn þeim loforðum hlutu sandin- istar viðurkenningu OAS, en þá voru samtök þeirra útlæg, enda Somoza ennþá á valdastóli. Sandinistastjórnin hefur boðað kosningar í Nicaragua 1985, en uppreisnarmenn vilja að efnt verði til þeirra fyrr. AP/Símamynd. Sjúkrahúslæknar í Vestur-Beirút huga að líki æðsta lögspekings drúsa, sem myrtur var í borginni í gærmorgun. Æðsti lögspekingur drúsa myrtur í Beirút Beirút, 1. desember. AP. ÆÐSTI LÖGSPEKINGUR drúsa, Halim Takieddine, var ráðinn af dögum á heimili sínu í vesturhluta Beirút, nákvæmlega ári eftir að Walid Jumblatt drúsaleiðtogi slapp naumlega frá morðtilræði. Jumblatt skellti sökinni á kristna hægri menn, en þjónustustújka Takieddine sagði banamann hans „tíðan gest“ á heimili hans í Beirút. Útgöngubanni að næturþeli var lýst yfir í Beirút vegna morðsins. Morðinginn hringdi í Taki- eddine í morgun og óskaði eftir lögfræðilegri aðstoð hans. Taki- eddine, sem var giftur og þriggja barna faðir, var einn heima ásamt 13 ára þjónustustúlku sinni, sem vék fram í eldhús er banamaður- inn birtist. Er hún hugðist færa þeim kaffi fann hún húsbónda sinn í blóði sínu á stofugólfinu en morðinginn var á bak og burt. Takieddine var hófsamur maður sem aðhylltist friðsamlega sam- búð kristinna manna og múham- eðstrúarmanna í Líbanon. Hafði hann lagt að pólitískum leiðtogum drúsa að sýna meiri sveigjanleik í viðræðum við stjórn Gemayels. Kom hann næstur andlegum leið- toga drúsa, Mohammed Abu Shakra. óttast er að morðið á Takieddine kunni að stofna vopna- hléinu í Líbanon í hættu. Amin Gemayel forseti ræddi við ráðamenn í Washington í dag og kvaðst vongóður um að viðræð- urnar yrðu til að flýta brottför út- lendra herja frá Líbanon. Spáði hann því að Sýrlendingar yrðu von bráðar á brott með heri sína. Þá kvað utanríkisráðherra Líbanon margt benda til að aðrar hersveit- ir yrðu brátt á brott, og er talið að hann hafi átt við ísraelsher. Reag- an forseti hét Líbönum stuðning Bandaríkjamanna til að koma varanlegum friði á í Líbanon en sagði langt í land þar til vandamál þessa heimshluta yrðu úr sögunni. Æðsta ráðið frestar fundi Moskvu, i. desember. AP. HAUSTFUNDI Æðsta ráðsins hcfur verið frestað til 28. desember, og er frestunin talin standa í beinu sam- bandi við veikindi Yuri V. Andropovs forseta, sem ekki hefur sézt opinber- lega í 104 daga. Þar sem Andropov er leiðtogi Æðsta ráðsins er nærvera hans á fundi ráðsins óhjákvæmileg, en hún mundi einnig kveða niður efasemdir um heilsu hans og tök á stjórnar- taumunum. Haustfundur Æðsta ráðsins hefur ekki verið haldinn jafn seint í tvo áratugi. Haustfundurinn afgreiðir venjulega fjárlög næsta árs og legg- ur línurnar í efnahagsmálum. Dýrt skrifborð Lúðvíks sextánda London, 1. desember. AP. KKRIFBORÐ Lúðvíks 16. var sleg- ið listaverkakaupmanninum Alex- ander Berendt í London á 918 þús- und sterlingspund, eða 38 milljónir króna, á uppboði hjá Christie’s upp- boðshaldaranum í dag. Skrifborðið smíðaði hinn frægi franski húsgagnasmiður Martin Carlin, og er það prýtt postulíns- plöttum. Nafni seljanda hefur verið haldið leyndu, en meðal fyrri eigenda borðsins eru Anna Thomson Dodge úr samnefndri bílafjölskyldu í Detroit, sem rak- aði saman frönskum húsgögnum í hús sitt, Rósakofann, við Sin- clair-vatn fyrir utan bílaborgina. Seldu Christie’s borðið fyrir 173 þúsund sterlingspund 1971 er seld voru húsgögn úr safni Dodge fyrir tvær milljónir punda á einu og sama uppboðinu. Það var rússneska stór- hertogafrúin Maria Feodorovna sem keypti fyrst borðið í París 1784. Eftir rússnesku byltinguna keypti Duveen lávarður borðið, listaverkasalinn frægi í London, en hann seldi síðan frú Dodge það. Annað franskt skrifborð var slegið frönsku safni á 260 þúsund pund, eða rúmar 10 milljónir, hjá Christie’s í dag. Slógust enn viö lögreglu Prentarar á Englandi slógust enn við herlögreglu við prentsmiðju í Warrington í norðvesturhluta landsins í gær. Ofbeldið var þó ekk- ert í líkingu við það í fyrradag er 21 lögreglumaður og 12 úr liði prentara slÖSUÖUSt. AP/Simamynd. Afsala sér ábyrgð á NATO-flaugunum Ksunmannihnfn I ditunmluir L'.á IK Rmrnk.L f.áll.ril... \.4kl t ii Kaupmannahötn, 1. desember. Frá Ib Björnbak, frétlaritara Mbl. og AP. Minnihlutastjórnin danska beið annan ósigur sinn í utanríkismálum í þinginu í dag er samþykkt var þingsályktun sem neyðir stjórnina til að þvo hendur Dana af áformum Atlantshafsbandalagsins um uppsetningu nýrra kjarnaflauga f Evrópu. Samkvæmt þingsályktuninni verður það hlutskipti utanríkis- og varnarmálaráðherra Danmerkur að afsala Dönum ábyrgð á eld- flaugunum á ráðherrafundi NATO í Brussel í næstu viku. Flaugunum verður komið fyrir í Evrópu á næstunni, þó ekki í Danmörku. Paul Schluter forsætisráðherra sagði stjórn sína mundu hlíta ákvörðun þingsins, sem samþykkti framangreinda ályktun með 87 at- kvæðum gegn 75. Uffe Ellemann-Jensen utanrík- isráðherra sagði ályktunina au- virðilega við umræður í þinginu, en hún kveður einnig á um að stjórnin hvetji til þess að viðræð- ur um fækkun meðaldrægra kjarnaflauga hefjist að nýju þegar í stað. Framtíð Ellemann-Jensen er enn ótrygg, þar sem heimildir úr röðum jafnaðarmanna herma að þeir muni leggja fram van- trauststillögu á hann dragi hann ekki til baka ummæli sín um sam- þykktir danska þingsins í örygg- ismálum í vor, sem þóttu móðg- andi. Paul Schluter forsætis- ráðherra væri tilneyddur að rjúfa þing eða efna til kosninga fyrr en ella ef vantraust yrði samþykkt. Ellemann-Jensen sagði að sér þætti miður ef ummæli hans hefðu reynst móðgandi. Einnig hét hann að framfylgja samþykkt þingsins í eldflaugamálinu í dag, og er talið að þær yfirlýsingar verði til að vantraust verði ekki borið upp, og að stjórn Schlúters geti því einbeitt sér að efna- hagsmálunum að nýju. Einnig er búist við að jafnað- armenn neyði stjórnina með þingsályktunartillögu til að kljúfa sig frá öðrum NATO-ríkjum og greiða atkvæði með tillögu hjá Sameinuðu þjóðunum sem kveður á um frystingu fjölda kjarnavopna Bandaríkjamanna og Rússa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.