Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						38
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1983
Fundur forsætisnefnda Norðurlandaráðs og norrænu félaganna:
Samstarf getur orðið
báðum aðilum til góðs
— segir Hjálmar Ólafsson, formaður Norræna félagsins
Forsætisnefnd sambands nor-
rænu félaganna á Norðurlöndum og
forsætisnefnd         Norðurlandaráðs
þinguöu saman á Álandseyjum um
miðjan síðasta mánuð, en það var í
fyrsta skipti sem þessir aðilar ræða
saman formlega. Það kom í hlut
Hjálmars Ólafssonar, _ formanns
Norræna félagsins á íslandi, að
stjórna viðræðunum af hendi nor-
rænu félaganna. Morgunblaðið
ræddi nýlega við Hjálmar um fund-
inn og helstu niðurstöður hans:
„Það er rétt, það kom í minn
hlut að stjórna fundinum á okkar
væng, þar sem formaður sam-
bands norrænu félaganna á Norð-
urlðndunum, Finninn Tuure Salo,
forfallaðist. Þessar umræður voru
mjög vel undirbúnar og fóru fram
í mikilli vinsemd. Við lögðum
áherslu á það að norrænu félögin
gætu haft verulegu hlutverki að
gegna til kynningar á Norður-
landaráði og til að dreifa upplýs-
ingum um ráðið og stofnanir þess.
Það eru á milli 90 og 100 þúsund
manns í norrænu félögunum. Gef-
ið er út sameiginlegt blað fjórum
sinnum á ári, Vi i Norden, haldnir
kynningarfundir og ýmislegt
fleira, svo það er augljóst að nor-
rænu félögin geta þjónað Norður-
landaráði mjóg mikið í upplýs-
ingaskyni. f því sambandi vitnuð-
um við til þess að árið 1977, þegar
Norðurlandaráð átti 25 ára af-
mæli, stóðu norrænu félógin að
upplýsingaherferð, sem tókst
mjög vel.
Svæðisskrifstofur á
Norðurlöndunum
Fyrir þremur árum ákvað
menningarmálanefnd Norður-
landaráðs að veita í tilraunaskyni
nokkurri fjárhæð til að opna
svæðisskrifstofur víðs vegar á
Norðurlöndum. Síðastliðin tvö ár
hafa verið starfandi sjö slíkar
skrifstofur á vegum norrænu fé-
laganna, þar af ein á Egilsstöðum.
Þetta hefur gefið góða raun. Við
tókum upp á því hér heima, að
hefja náið samstarf við íslands-
deild Norðurlandaráðs og fórum
til dæmis með þeim í skóla og á
fundi hja ýmsum klúbbum á Aust-
urlandi, og fræddum um norræn
málefni.
Við teljum að þessar skrifstofur
hafi sannað gildi sitt, og það var
eitt helsta markmið okkar á fund-
inum með forsætisnefnd Norður-
landaráðs að fá þá til að fallast á
að framlengja þennan tilrauna-
tíma með svæðisskrifstofurnar
um þrjú ár í viðbót. Það er að
segja, mæla með tillögu þar um á
þingi Norðurlandaráðs, sem hald-
ið verður í Stokkhólmi í febrúar-
lok.
Það er skemmst frá því að segja
að forsetar Norðurlandaráðs féll-
ust á þesa tillögu okkar. Enda
skildu þeir manna best að nor-
rænu félögin eru vel í stakk búin
til að upplýsa almenning um
Norðurlandaráð og stofnanir þess,
sem ekki virðist vanþörf á, ef
marka má skoðanakönnun sem
gerð var í sumar. Það kom í ljós að
þekking almennings á starfsemi
Norðurlandaráðs er almennt mjög
takmörkuð, sérstaklega hjá Norð-
Hjálmar Ólafsson, formaður Nor-
ræna félagsins á íslandi.
MorgunblaSið/ ÓI.K.M.
mönnum, Dönum og Svíum. Is-
lendingar og Finnar eru betur
upplýstir, og það er athyglisvert í
því sambandi, að einmitt í þessum
löndum stendur starfsemi nor-
rænu félaganna í hvað mestum
blóma.
Önnur mál
En það var ýmislegt fleira rætt
á fundinum. það var talað um
nauðsyn þess að efla kennara- og
nemendaskipti á milli Norður-
landanna. Við fslendingar höfum
lítið tekið þátt í þessari starfsemi,
en Svíar, Norðmenn og Danir
halda uppi reglubundnum sam-
skiptum á þessu sviði. Og fá til
þess fé af fjárlögum.
Við höfum þó sent tvo kennara
til  Danmerkur undanfarin  ár,  í
viku eða hálfan mánuð, til að
kynna fsland og íslensk málefni.
Hafa Danir borið kostnaðinn af
þessum ferðum. Eins er mikið um
það að íslenskir unglingar fari til
Norðurlandanna á lýðháskóla,
uppundir 100 manns á ári, og hafa
þeir notið fyrirgreiðslu Norræna
félagsins.
Þá var á fundinum lögð fram
tillaga um aukin tengsl við æsku-
fólk, en það var sérstaklega áber-
andi í könnuninni í sumar hve
æskufólk vissi lítið um
Norðurlandaráð og starfsemi þess.
Starfsemi nor-
rænu félaganna
Starfsemi norrænu félaganna
hefur einkennst af því undanfarin
ár, að sérstakir málaflokkar hafa
verið teknir fyrir. Norræna mála-
árið var 1980 til '81, Norræna
ferðamálaárið 1982, og nú eigum
við nokkurn hlut í Norræna um-
ferðaröryggisárinu. Þá hófst í
byrjun október Norrænt bók-
menntaár, þar sem með ýmsum
hætti er vakin athygli á norræn-
um bókmenntum. Og 1984 er
meiningin að leggja áherslu á
Norðurlöndin og framtíðina, halda
æskulýðsmót og stuðla að því að
æskufólk á Norðurlöndum komi
saman og kynnist.
Til að vinna að öllum þessum
margvíslegu málum er þörf á sam-
vinnu þeirra aðila sem málið er
skylt, til dæmis norrænu félag-
anna og Norðurlandaráðs. Fund-
urinn á Álandseyjum gaf fyrirheit
um að þetta samstarf gæti aukist
og orðið báðum aðilum til góðs,"
sagði Hjálmar Ólafsson að lokum.
Hugum nú að
Opið bréf t ¦ I Jóns Helgasonar dómsmálaráðherra
— eftir Þorgeir
Þorgeirsson
Heiðraði dómsmálaráðherra!
Um þessar mundir fellur skært
ljós fjölmiðlanna á vandamál sem
mér hefur verið hugleikið, ef svo
vægilega má til orða taka, nokkur
undanfarin ár. Blaðamaður við
málgagn ykkar framsóknarmanna
— Tímann — hefur lent í mann-
raunum og orðið sár í frumskógi
hins reykvíska næturlífs. Það er
með ógnir þessa frumskógar eins
og hrellingar annara myrkviða að
þá helst gera menn sér grein fyrir
háska þeirra ef trúboðar lenda þar
í hrakningum. Má þar nefna þá
Stanley og Livingstone til árétt-
ingar. Þeir boðuðu að vísu ekki
samvinnustefnuna heldur Guðs-
ríki.
Nú hefur semsé einn af trúboð-
um framsóknarstefnunnar, Skafti
blaðamaður, lent í hrakningum í
næturlífinu, fengið nokkra áverka
sem vel má greina á fjórdálka
andlitsmyndum blaðanna. Og
vitaskuld sitjum við hneyksluð og
horfum á þessar myndir.
Okkur líkar ekki að sjá hvernig
löggæslumenn hafa leikið þennan
bráðmyndarlega pilt að ósekju,
því hann segist bara hafa verið að
leita að frakkanum sínum í fata-
hengi þegar einkennisklædd villi-
dýr fyrrnefnd3 myrkviðar réðust
að honum.
í rnínum huga er mál Skafta
bara smámál, en það hefur af
fyrrgreindum ástæðum fengið
verulega umfjöllun og athygli svo
mér þykir rétt að nota það til að
benda þér nú á það að vandamálið
er miklu stærra og ógnvænlegra.
Mál Skafta er svosem einsog
toppurinn á ísjakanum sem við
höfum komið auga á þegar kast-
ljósi dagblaðanna er beint að
þessu. Niðrí koldimmum þagn-
arsjónum bíður hins vegar nífalt
stærri hluti af vandamálinu.
Um þann hlutann langar mig til
að ræða við þig, úrþví þú ert nú
dómsmálaráðherra og þar með
æðsti yfirmaður þeirra einkenn-
isklæddu villidýra sem læðast,
ekki mjög þófamjúk, um frum-
skóga næturlífsins hér um slóðir.
Nú vil ég enganveginn fara að
gera lítið úr raunum þessa pilts né
þeim sársauka sem hann þoldi að
ófyrirsynju. Hinu er þó ekki að
leyna að Skafti mun ná sér, mar-
blettirnir á honum verða smám-
saman fjólubláir síðan brúnir og
hverfa loks. Hann snýr til vinnu
sinnar á Tímanum og smámsaman
fennir þetta atvik á kaf í orrahríð
dagsins.
Nema við notum það til að skoða
vandamálið í heild sinni.
Fyrir nokkrum árum þurfti ég
að dvelja fáeinar vikur á hand-
lækningadeild Borgarspítalans.
Þá lá þar á sama gangi maður á
þrítugsaldri, hið gjörfilegasta
ungmenni í alla staði. Viðkunnan-
legur piltur. Ástandi hans var á
hinn bóginn svo varið að hann gat
varla hreyft nokkurn líkamspart
nema augun. Lesið gat hann bók
með sérstökum útbúnaði ef ein-
hver var til að fletta blaðsíðunum
fyrir hann.
Mér skildist að batavon hans
væri harla lítil.
Stofufélagar þessa unga manns
sögðu mér að bæklun hans væri af
völdum útkastara og lögreglu.
Þessu vildi ég þá ekki trúa svona
fyrirvaralaust og spurði bæði
lækna og sjúkralið að þessu. Jú,
rétt var það: þarna var komið eitt
af fórnardýrum löggæslunnar í
næturlífi Reykjavíkur.
Myndin af þessum lemstraða
pilti fylgdi mér svo einhvernveg-
inn útaf spítalanum og ég var það-
anífrá sítalandi um þetta fyrir-
bæri. Þá brá svo við að hvarvetna
hitti ég fólk sem kunni sögur af
mönnum sem lent höfðu jafn illa
eða ver í þessum einkennisbúnu
óargadýrum. Sumir höfðu jafnvel
verið sendir afturá vitsmunastig
frumbernsku sinnar með kyrk-
ingatökum sem lögreglumenn og
útkastarar kunna en fara ekki
með af skynsamlegu viti heldur
fautaskapog hugsunarleysi. Sögur
þessar eru svo gjörsamlega sam-
hljóða og margar að það verður æ
örðugra að vísa þeim frá sér eins-
og hverjum öðrum uppspuna.
Annað er það sem fylgir þessum
sögum eins og harðneskjan heims-
kunni, og það er sú fullyrðing að
tilgangslaust sé með öllu að hefja
mál útaf þvílíkum tilvikum. Þau
fari bara í rannsókn hjá annari
lögregludeild þar sem sitji ein-
valalið og líti á það sem konung-
lega skyldu sína að hvítþvo kolleg-
ana.
Þessvegna liggja fórnardýr
lögregluhrottanna útí vonleysinu
og þurft getur að bíða árum sam-
an eftir tækifæri til að ræða mál-
efni þeirra af nokkru viti.
Nú er kannski eitt af þessum
sjaldgæfu tækifærum. Þessvegna
er ég að skrifa þér bréfið atarna.
Mér sýnist harla augljóst að hér
sé verulega pottur brotinn í sjálfu
því kerfi sem yfirmenn þess virð-
ast hafa brenglaða réttlætisvitund
og misnota aðstöðu sína til þess að
lofa hrottum og illmennum að
þægja sínu brenglaða tilfinninga-
lífi — það virðist einu gilda hver
fyrir verður. Mér sýnist lögreglu-
stjórinn í Reykjavík meiraðsegja
þónokkuð borubrattur þegar hann
neitar að víkja barsmíðamönnum
sínum úr starfi meðan á rannsókn
Skaftamálsins stendur. Virðist
harla öruggur með sig þó skjól-
stæðingur framsóknar eigi í hlut.
Við sjáum hvað setur.
Jafnvel þó Skafti fengi sitt fram
væri það undantekning sem engu
breytir um það að fórnardýr þessa
hrottaskapar mundu halda áfram
að hrannast upp. Og þögnin mundi
umlykja þau framvegis sem hing-
aðtil.
Mér sýnist þetta alvarlega mein
liggja í sjálfu því kerfi að lög-
reglumenn skuli rannsaka það
hvort aðrir lögreglumenn hafi
orðið offari í starfi sínu. Og þetta
er líka álit margra annara mér
hæfari manna á þessu máli —
enda þótt enginn þeirra áræði að
kveða uppúr með skoðun sína af
hræðslu við barsmíð og hefndir.
Svona er þetta mál alvarlegt.
Tveim forvera þinna í stöðu
dómsmálaráðherra skrifaði ég um
Þorgeir Þorgeirsson
„Mál Skafta er svosem
einsog toppurinn á ís-
jakanum sem við höfum
komiö auga á þegar
kastljósi dagblaðanna
er beint að þessu. Niðrí
koldimmum þagnar-
sjónum bíður hins vegar
nífalt stærri hluti af
vandamálinu."
þessi mál. Hvorugur þeirra hafði
kurteisi til að svara bréfum mín-
um, hvað þá annað.
Undanfarna daga hef ég verið
að skoða myndir af þér í blöðunum
og mér sýnist á þér svo heiðríkur
og drengilegur svipur með þvílíkri
festu að ég hef um það vísa von að
slíkum svip gæti hæglega slegið
inní sálina, jafnvel þó hann væri
upphaflega bara hugsaður fyrir
Ijósmyndarann.
Þessvegna reyni ég nú að skrifa
þér líka.
Tillaga mín til þín er sú sama og
ég hef áður borið fram:
Taktu þessi barsmíðamál lög-
reglunnar útúr þeirri sjálfvirku
kattarþvottavél sem þau nú eru í.
Meðan lögreglumenn fá að þvo
hver öðrum í þessum málum verð-
ur aldrei hugað að því sem máli
skiptir; að greindarprófa menn og
karakterprófa áðuren farið er að
kenna þeim lífshættuleg fanta-
brögð, að láta þá svara til saka
fyrir stundaræði sitt ef þá henda
mistök, að gera lögregluna að
hæfu liði sem óhætt væri að fela
það vald sem þessir menn lögum
samkvæmt hafa.
En hvaða leið er þá útúr kerf-
inu?
Skipa verður óháða nefnd val-
menna til að kanna í botn hver
fótur er fyrir því almenningsáliti,
sem óneitanlega er staðreynd, að
hrottaskapur Reykjavíkurlögregl-
unnar færist óðum í vöxt og sé
með óeðlilegum hætti verndaður.
Þessi nefnd gæti auglýst eftir
fórnardýrum lögreglunnar og
safnað frásögnum þeirra og
sannprófað í mörgum tilvikum,
komist þá væntanlega að niður-
stöðu um það hvort hér er ekki um
að ræða tiltölulega fáa einstakl-
inga sem ráðleggja mætti að fá sér
annan starfa.
Ég hef það á tilfinningunni að
Logregluvandamálið sé nokkuð
svipað því margumrædda Ungl-
ingavandamáli að því leytinu til,
að það eru tiltölulega fáir ein-
staklingar sem koma óorði þessu á
logregluna alla. Og þá ekki þeir
greindustu né bestu.
Margt gott hefi ég séð til lög-
reglunnar hér í bæ og margan
fyrirmyndarmanninn hef ég þar
fyrirhitt. Án þeirra getum við ekki
verið. En mér finnst ég skulda
piltinum unga þarna á Borgarspít-
alanum forðum það að herða mig
uppí þessa uppástungu: að reynt
verði að hreinsa til svo það ævin-
týrafólk sem leggur útí frumskóga
næturlífsins í Reykjavík sé
minstakosti óhult fyrir lögregl-
unni.
Nóg er samt um önnur villidýr.
Fyrir dómi er stundum sett
fram varakrafa til að fylgja eftir
náist meginkrafan ekki fram.
Sinnir þú, Jón Helgason, ekki
þeirri kröfu að láta rannsaka
fyrrgreind mál skora ég á ein-
hvern dugandi blaðamann (t.d.
Skafta) að setjast við þessa rann-
sókn og birta hana í bók sem vafa-
laust myndi renna út einsog heitar
lummur. Sjálfur væri ég alveg
reiðubúinn að taka þátt í slíku
starfi hvenær sem er.
Með vinsemd og virðingu,
Þorgeir Þorgeirsson.
Þorgeir Þorgeirsson er rithöfund-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64