Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 283. tölublaš - II 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA?
60
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983
TONLIST
Jass-kvöld í
Stúdenta-
leikhúsinu
Jass-kvöld veröur á sunnudag á
vegum Stúdentaleikhússins í Fé-
lagsstofnun stúdenta viö Hring-
braut.
Hljómsveitin Flat five kemur
fram og hana skipa: Þorleifur
Gíslason, tenorsax, Vilhjálmur
Guðjónsson, gítar. Kristján
Magnússon, píanó, Árni Scheving,
bassi, Árni Askelsson, trommur.
Flat five spilar bebob, en vill þó
ekki einskoröa sig viö eina
ákveöna stefnu í jass.
Flat five var stofnuö í fyrra en nú
eru aöeins tveir af stofnendunum
meö í hljómsveitinni, þeir Árni Ás-
kelsson og Vilhjálmur Guöjónsson.
Hinir meölimir hljómsveitarinnar
koma úr kvartett Kristjáns Magn-
ússonar.
Norræna húsiö:
Tónleikar
Antony de Bedts
j Norræna húsinu verða á
sunnudag kl. 17.00 tónleikar
bandaríska píanóleikarans Antony
de Bedts. Eru þaö einleikstónleik-
ar og þeir einu sem hann heldur
hér á landi. Á efnisskránni er m.a.
nokkur verk eftir L.v. Beethoven
og R. Schumann, auk Fantasíu í
B-moll op. 28 eftir A. Scriabin.
Antony de Bedts er fæddur í
Bandaríkjunum og hóf þar ungur
að leika á píanó, en hefur á undan-
förnum árum lagt stund á nám í
píanóleik viö tónlistarháskólann i
Vínarborg. Hann hefur haldiö
fjölda tonleika í Evrópu og Banda-
ríkjunum og unniö til ýmissa verö-
launa fyrir leik sinn.
t
Norskur vísna-
söngvari í
Norræna húsinu
Norski visnasöngvarinn Finn
Kalvik veröur staddur hér á landi
um helgina, en hann er hingaö
kominn í tilefni þess, aö Nord-
mannslaget heldur upp á 50 ára
afmæli sitt um þær mundir.
Finn Kalvik heldur tónleika í
boöi Norræna hússins sunnudag-
inn 11. desember kl. 14.30, en auk
þess syngur hann á hátíöarsam-
komu hjá Nordmannslaget, á Hótel
Loftleiöum.
Frakkarnir í
Félagsstofnun
stúdenta
Hljómsveitin Frakkarnir kemur
fram í Félagsstofnun stúdenta viö
Hringbraut í kvöld kl. 21.00. Þar
veröa kynnt lög af plötunni Þöra
1984, en hún er tileinkuö rithöf-
undinum og baráttumanninum um
mannréttindi George Orwell.
Vestfiröir:
Píanótónleikar
Halldórs
Haraldssonar
Halldor Haraldsson, píanóleik-
ari, fer í dag, 9. desember, til Flat-
eyrar og mun halda þar tónleika
og fyrirlestur síðdegis fyrir nem-
endur tónlistarskólans á staönum.
Um kvöldiö heldur hann síöan
opinbera tónleika í mötuneyti
Hjálms hf. Laugardaginn 10. des-
ember, heldur hann síöan tónleika
á vegum Tónlistarfélagsins á Isa-
firöi og veröa þeir í Alþýöuhúsinu
og hefjast kl. 17.00.
Á efnisskránni eru verk eftir
Brahms, Beethoven, Chopin, De
Falla, Sveinbjörn Sveinbjörnsson,
Bartók og Ravel.
SAMKOMUR
Germanía:
Aðventu-
fagnaöur
Germanía efnir til aöventufagn-
aöar í hliöarsal Hótel Sögu á
sunnudag kl. 15.00—18.00. Á
boðstólum veröur púns og pipar-
kökur aö þýskum aöventusiö og
blásarahljómsveit leikur undir
st/órn Hans Ploder.
Skemmtanir á
vegum Æskunnar
Á vegum Æskunnar hefur veriö
efnt til nokkurra skemmtana aö
undanförnu.
Laugardaginn 10. desember
verða tvær Æskuskemmtanir. í fé-
lagsmiöstóðinni Fellahelli í Breið-
holti hefst skemmtunin kl. 15. Þar
les Guðni Kolbeinsson úr þýöing-
Kvöldlokkur á
jólaföstu í
Fríkirkjunni
í Frikirkjunní í Reykjavík, veroa haldnir tónleikar í kvöld, föstu-
dagskvöld, og hefjast þeir kl. 22.00.
Þar koma fram Bernard Wilkinson, flauta, Daoi Kolbeinsson og
Janet Wareing, óbó, Einar Jóhannesson og Gunnar Egilson, klarin-
et, Hafsteinn Guðmundsson og Björn Árnason, fagott, og Joseph
Ognibene og Jean P. Hamilton, horn.
Þetta er í fjórda sinn sem tónleikar af þessu tagi, Kvöldlokkur á
jólaföstu, eru haldnir, og nú veroa eingöngu flutt verk eftir W.A.
Mozart. A efnisskranni eru m.a. þættir úr óperunni „Cosi fan tutte",
útsettir fyrir blásaraoktett, af óbóleikaranum Johann Nepomuk
Wendt og Fantasía í f-moll, annao tveggja verka sem Mozart samdi
fyrir orgelspilverk tengt klukkum (sjálfspilandi orgel).
um sínum á Margs konar dagar,
Frú Pigalopp og jólapósturinn;
hljómsveitin Þrek leikur og höf-
undur Poppbókar, Jens Kr. Guð-
mundsson, les brot úr viðtölum viö
Bubba og Ragnhildi Gísladóttur,
auk þess sem Siguröur Helgason
les kafla úr unglingasögunni Lassi
í baráttu.
Á Akranesi er skemmtunin hald-
in í samvinnu viö Ungllngareglurn-
ar og barnast. Stjörnuna. Valbjörg
Kristmundsdóttir les jólasögu;
Skagakvartettinn syngur og leiöir
söng; Þórir Sigurbjörnsson leikur á
nokkur óvenjuleg hljóöfæri, m.a.
hjólhestapumpu og sög og aö lok-
um veröur spilaö bingó. Vinningar
eru reiöhjól og útgáfubækur Æsk-
unnar, Árni Noröfjörö stjórnar
skemmtuninni.
Norræna húsió:
Sænsk hrollvekja
í Norðurljósum
Kvikmyndaklúbburinn Norður-
Ijós sýnir laugardaginn 10. des. kl.
17.15 myndina „Uppdraget" —
Verkefnið — eftir sögu Per
Wahlöö. I aöalhlutverkum eru
Tomas Hellberg, Christopher
Plummer, Carolyn Seymour, Fer-
nando Rey og Per Oscarsson.
Hér er á feröinni hrollvekja.
Sænskum stjórnarerindreka er fal-
iö aö miöla málum í deilu milli sósí-
alískrar frelsishreyfingar og ein-
ræðisstjórnar í ríki í Suöur-Amer-
íku.
Leikstjóri myndarinnar er Mats
Arehn, en handritiö er eftir Mats
Arehn, Ingemar Ejve og Lars
Magnús Jansson.
„Taras Shevtsenko"
í MÍR-salnum
í MÍR-salnum veröur á sunnu-
dag kl. 16.00 sýnd kvikmyndin
„Taras Shevtsenko".
Kvikmyndin fjallar um ævi og
störf hins fræga brautryöjanda í
úkraínskum bókmenntum skálds-
ins og myndlistarmannsins Taras
Shevtsenko, sem uppi var
1814—1861.   Taras   Shevtsenko
var sonur ánauöugs bónda, dvald-
ist á unglingsárum sínum í Vilnjus í
Litháen og síöar í St. Pétursborg.
Fyrsta Ijóöabók hans kom út 1840.
Stjórnvöldum í Rússlandi keisar-
ans þótti skáldskapur hans bylt-
ingarkenndur og hættulegur og
var hann dæmur í útlegö af þeim
sökum. Lýsir kvikmyndin þessum
sögulegu árum í ævi skáldsins.
Myndin er með enskum skýr-
ingartextum.
LISTSYNINGAR
Gerðuberg:
Ljósmyndir,
batik og vatns-
litamyndir —
síöustu
sýningardagar
Um helgina lýkur í Geröubergi
sýningu Katrínar H. Ágústsdóttur á
batikklæðum og vatnslitamyndum
sem opnuö var 1. desember.
Einnig lýkur sýningu Kristjáns
Inga á Ijósmyndum úr bókinni
„Kátt í koti" sunnudaginn 11.
desember.
Sýningarnar eru opnar mánu-
dag — fimmtudag frá kl. 16—22
og föstudag — sunnudag frá kl.
14—18.
Gallerí Heiöarás:
Málverkasýning
Jóns
Baldurssonar
i Gallerí Heiöarási, aö Heiöarási
8 í Árbæ, stendur nú yfir mál-
verkasýning Jóns Baldurssonar. Á
sýningunni eru 64 verk, 22 lands-
lagsmyndír og 42 fuglafantasíur.
Sýningin er opin daglega frá kl.
13.00—22.00 fram til jóla.
Björg Hauks:
Glerlist í
Bláskógum
Nú stendur yfir í húsgagnaversl-
uninni Bláskógum viö Ármúla sölu-
sýning á verkum eftir Björgu
Hauks úr steindu gleri. Hér er um
Sýning í tilefni
3ja ára afmælis
Gallerí Lækjartorg
Haukur Halldórsson og Jóhann G. Jóhannsson opna a morgun,
10. desember, sammélverkasýningu „Des'er '83" í Gallery Lœkjar-
torgi kl. 3. e.h.
Tilefni sýningarinnar er 3ja ára starfsafmæli Gallery Lækjartorgs.
Haukur og Jóhann sýna um 40 verk sem þeír hafa unnio saman á
þessu ári, þ.e.a.s. hver mynd er unnin í sameiningu. Viöfangsefniö
er konan og er sýningin tileinkud henni. Gerö myndanna byggist é
blandaöri takni í olíu ásamt kol og trelitum.
Sýningin er sölusýning og stendur til 24. dessmber nk. Opiö er
alla daga frá kl. 2—6 e.h., nema laugardaga og sunnudaga fré kl.
2—10 e.h.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
62-63
62-63
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80