Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 283. tölublaš - II 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983
SJONVARP
DAGANA
IO12-I8
/12
L4UG4RQ4GUR
10. desember
16.15 Fólk á förnum vegi
6. Á bresku heimili
Enskunimskeið í 26 þáttum.
16.30 íþróttir
Umsjónarmaður Ingólfur Hann-
esson.
18.30 Innsiglað með ástarkossi
Lokaþáttur.
Breskur unglingamyndaflokkur
í sex þáttum.
Þýðandi Ragna Ragnars.
18.55 Enska knattspyrnan
Umsjónarmaður  Bjarni  Felix-
son.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Ættarsetrið — sjötti þáttur.
Breskur gamanmyndaflokkur í
sjö þáttum.
Þýðandi Guðni Kolbeinsson.
21.20 I skammdeginu
Ása Finnsdóttir tekur á móti
söngelskum gestum í sjón-
varpssal. Gestir hennar eru:
Björgvin Halldórsson, Jóhann
Helgason, Jóhann Már Jó-
hannsson, Bergþóra Árnadóttir,
l'álmi Gunnarsson, Tryggvi
Hiibner og nokkur léttfætt
danspör.
Upptöku stjórnaði Tage Amm-
endrup.
22.10 Rússarnir koma
(The Russians Are Coming)
Bandarísk   gamanmynd   frá
1%6.
Leikstjóri Norman Jewison.
Aðalhlutverk: Carl Reiner, Eva
Marie Saint, Alan Arkin, Brian
Keith og Jonathan Winters.
Mikið írafár verður í smábæ á
austurstrðnd   Bandaríkjanna
þegar   sovéskur   kafbátur
strandar þar úti fyrir og skip-
verjar ganga á land.
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
00.20 Dagskrárlok
SUNNUD4GUR
11. desember
16.00 Sunnudagshugvekja
Séra Árelíus Níelsson flytur.
16.10 Húsið á sléttunni
5. Þrefalt kraftaverk
Bandarískur framhaldsmynda-
flokkur.
Þýðandi Óskar Ingimarsson.
17.00 Rafael
Nýr flokkur — Fyrsti hluti
Bresk heimildamynd í þremur
hhitum um ævi, verk og áhrif
ítalska málarans Rafaels, en á
þessu ári eru 500 ár liðin frá
fæðingu meistarans.
Umsjónarmaður   er   David
Thomas,  fyrrum  listgagnrýn-
andi við „The Times".
Þýðandi  og  þulur  Þorsteinn
Helgason.
18.00 Stundin okkar
Umsjónarmenn: Ása H. Ragn-
arsdóttir og Þorsteinn Mareis-
son.
Stjórn upptöku: Elín Þóra Frið-
finnsdóttir.
18.50 Áskorendaeinvígin
Gunnar   Gunnarsson   flytur
skákskýringar.
19.05 Hlé
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Sjónvarp næstu viku
21.10 Evita Peron — Síðari hluti
Ný  bandarísk  sjónvarpsmynd
um Evu Peron.
Leikstjóri Marvin Chomsky.
Aðalhlntverk Faye Dunaway og
James Farentino.
Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir.
22.50 Gary Burton
Frá djasstónleikum kvartetts
Gary Burton í Gamla bíói í maí
sl.
Upptöku stjórnaöi Tage Amm-
endrup.
23.50 Dagskrárlok
/MNMUDulGUR
12. desember
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.45 Tommi og Jenni.
20.50 Iþróttir. Umsjónarmaður
Bjarni Felixson.
21.35 Diskódans. Frá heimsmeist-
arakeppni í diskódansi 1983
sem háð var í London 10. nóv-
ember sl. Þátttakendur voru frí
36 þjóðum, þeirra á meðal ís-
landsmeistarinn, Ástrós Gunn-
arsdóttir, sem varð fjórða í
keppninni. Að auki kemur
hljómsveitin Mezzoforte fram í
þættinum.
22.35 Allt á heljarþröm. Breskur
grínmyndaflokkur í sex þáttum.
Þýðandi Þrándur Thoroddsen.
23.10 Dagskrárlok.
ÞRIOJUDkGUR
13. desember
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.45 Bogi og Logi. Nýr flokkur.
Pólskar teiknimyndir fyrir börn
um tvo athafnasama snáða, sem
lenda í ýmsum ævintýrum.
21.05 Derrick. Schubach snýr aft-
ur. Þýskur sakamálamynda-
flokkur. Þýðandi Veturliði
Guðnason.
22.15 Skiptar skoðanir. Umræðu-
þáttur í umsjón Guðjóns Ein-
arssonar fréttamanns.
23.15 Dagskrárlok.
Mánudagur 12. desember
Mezzoforte komu fram og spiluðu í heimsmeistarakeppninni. Þeir koma því fram í þessum þætti.
Myndin var tekin í Englandi síðastliöiö vor, þar sem þeir héldu tónleika í Watford, nánar tiltekiö á
Bailey's disco, sem mun vera dansstaður í Watford á Englandi.
Diskódans
Heimsmeistarakeppnin, sem haldin var í London í haust
Ástrós Gunnarsdóttir var í fjóroa sæti í heimsmeistarakeppninni í
diskódansi. Enginn íslendingur hefur áður náö svo gooum árangri
í þessari keppni.
Diskódans veröur á dagskrá
sjónvarpsins næstkomandi
mánudagskvöld. Má með
sanni segja aö þessi þáttur sé
ólíkur þeim sem yfirleitt eru í
sjónvarpi á mánudagskvöld-
um; þao er ao segja leikritun-
um.
Nú verður sem sagt sýndur
klukkustundarlangur þáttur frá
heimsmeistarakeppni í diskó-
dansi. sem haldin var í London í
nóvembermánuði siðastliðnum.
Islenski keppandinn, Astros
Gunnarsdóttir, stóö sig vel, lenti
í fjorða sæti af 36 keppendum.
MEZZOFORTE OG ÁSTRÓS
Hjá sjónvarpinu fengust þær
upplýsingar, aö islenska hljóm-
sveitin Mezzoforte kæmi fram í
þættinum auk þess sem flestir
keppendur væru sýndir dansa,
þeirra á meðal Astros Gunnars-
dóttir — að sjálfsögöu.
Hér á landi fór diskódans-
meistarakeppni Islands fram
seinni hluta sumarsins og í haust.
Magnús Kristjánsson sá um und-
irbuning og framkvæmd keppn-
innar hér og sagði hann að sam-
tals hefðu um 50 manns tekið
þátt í henni og heföu keppendur
veriö hvaöanæva af landinu.
Urslitakeppnin hefði siðan far-
ið fram um mánaðamotin októ-
ber/nóvemþer í veitingahúsinu
Hollywood. Ástrós Gunnarsdóttir
hefði sigrað þar og haldið til
London, til þátttöku í heims-
meistarakeppninni.
Magnús sagði ennfremur aö
þetta væri í fimmta skipti, sem
islendingar tækju þátt í heims-
meistarakeppninni. en fyrsta
skipti sem þeir næöu svo langt
aö eiga keppanda í fjórða sæti.
Þriðjudagur 13. desember
Þama sjést þeir Bogi og Logi í nautaati, eins og þau best gerast suöur á Spóni — eða hvað ... ?
Bogi og Logi
— teiknimyndir fyrir börn
Nýr flokkur teiknimynda fyrir börn, um þá Boga og Loga, hefur göngu sína næsta þriðjudagskvöld.
Þeir félagar eru sagöir athafnasamir snáöar og efalaust lenda þeir i ýmsum skemmtilegum ævintýr-
um í vetur. Teiknimyndirnar eru pólskar.
AIICNIKUDkGUR
14. desember
18.00 Söguhornið. Lata stelpan.
Sögumaður Sjöfn Ingólfsdóttir.
Umsjónarmaður Hrafnhildur
Hreinsdóttir.
18.10 Bolla. Finnsk teiknimynd.
Þýðandi Trausti Júlíusson.
Söguroaður Sigrún Edda
Björnsdóttir. (Nordvision —
Finnska sjónvarpið)
18.15 Börnin í þorpinu. 2. Pakk-
inn. Danskur myndaflokkur um
grænlensk börn. Þýðandi Jó-
hanna Jóhannsdóttir. Sögumað-
ur Birna Hrólfsdóttir. (Nordvis-
ion — Danska sjónvarpið).
18.35 Flýtur á meðan ekki sekkur.
Bresk náttúrulífsmynd um flug-
ur og önnur smádýr sem geta
gengið á vatni. Þýðandi og þul-
ur Oskar Ingimarsson.
19.00 Fólk i förnum vegi. Endur-
sýning — 6. Á bresku heimili.
Enskunámskeið í 26 þáttum.
19.15 Áskorendaeinvígin. Gunnar
Gunnarsson flytur skákskýr-
ingar.
19.30 Hlé.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.45 Akstur í myrkri. Endursýn-
ing. Norsk fræðslumynd frá
Umferðarráði.
21.10 Dallas. Bandarískur fram-
haldsmyndaflokkur. Þýðandi
Kristmann Eiðsson.
22.10 í skuldafjötrum. Bresk
fræðslumynd um lántökur
þróunarríkja undanfarin ár en
nokkur Suður-Ameríkuríki eru
nú að sligast undan greiðslu-
byrðinni. Þá er fjallao um af-
leiðingar þess fyrir Vesturlönd
ef til greiðsluþrots kæmi.
23.00 Á döfinni. Aukaþáttur um
jólabækur og hljómplötur. Um-
sjónarmaður Karl Sigtryggsson.
Kynnir Birna Hrólfsdóttir.
23.20 Dagskrárlok.
FOSTUCXVGUR
16. desember
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.45 Á döfinni. Umsjónarmaður
Karl Sigtryggsson. Kynnir
Birna Hrólfsdóttir.
21.00 Skonrokk. Umsjónarmaður
Edda Andrésdóttir.
21.40 Kastljós. Þáttur um innlend
og erlend málefni. Umsjónar-
menn Ingvi Hrafn Jónsson og
Ögmundur Jónasson.
22.50 Segir fátt af einum (Odd
Man Out). Bresk bíómynd frá
1947. Leikstjóri Carol Reed. Að-
alhlutverk: James Mason, Rob-
ert Newton og Kathleen Ryan.
írskur þjóðernissinni og stroku-
fangi særist við ránstilraun og
er síðan hundeltur svo að tví-
sýnt er um undankomu. Þýð-
andi Jón O. Edwald.
00.45 Dagskrárlok.
LIUG4RD4GUR
17. desember
16.15 Fólk á förnum vegi. 7. ferða-
lag. Enskunámskeið í 26 þátt-
um.
16.30 íþróttir.   Umsjónarmaður
Bjarni Felixson.
18.30 Engin   hetja   (Nobody's
Hero).  Nýr flokkur. Breskur
framhaldsmyndaflokkur í sex
þáttum fyrir börn og unglinga.
Aðalhlutverk: Oliver Bradbury.
Söguhetjan er ellefu ára dreng-
ur sem kemst í kast við lögin,
sakaour um ikveikju ásamt
bekkjarbræðrum sínum. Þýð-
andi Guðrún Jörundsdóttir.
18.55 Enska knattspyrnan.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskri.
20.40 Ættarsetrið. Lokaþáttur.
Breskur gamanmyndaflokkur.
Þýðandi Guðni Kolbeinsson.
21.20 Fram, fram fylking (Follow
that Camel). Bresk gamanmynd
frá 1967 um ævintýri Áfram-
flokksins í Útlendingahersveit-
inni. Leikstjóri Gerald Thomas.
Aðalhlutverk: Phil Silvers,
Kennerth Williams, Jim Dale,
Charles Hawtray og Angela
Douglas. Þýðandi Ellert Sigur-
bjórnsson.
23.00 Þvflíkt kvennaval (Fór att
inte tala om alla dessa kvinn-
or). Sænsk bíómynd frá 1964.
Leikstjóri Ingmar Bergman. Að-
alhlutverk: Jarl Kulle, Bibi
Andersson, Eva Dahlbeck og
Harriet Andersson. Gagnrýn-
andi nokkur hyggst rita ævi-
sögu sellósnillings og fer til
fundar við hann á sumarsetri
hans. Þar kemur margt á óvart,
ekki síst þær sjö konur sem búa
með tónsnillingnum. Þýðandi
Jóhanna Þráinsdóttir.
00.25 Dagskrirlok.
SUNNUD4GUR
18. desember
16.00 Sunnudagshugvekja. Séra
Árelíus Níelsson flytur.
16.10 Húsið á sléttunni. 6. Ætt-
artréð. Bandarískur fram-
haldsmyndaflokkur. Þýðandi
Óskar Ingimarsson.
17.00 Rafael. Annar hluti. Bresk
heimildarmynd í þremur hlut-
um um ævi, verk og áhrif ít-
alska málarans Rafaels. Þýð-
andi og þulur Þorsteinn Helga-
son.
18.00 Stundin okkar. Umsjónar-
menn Ása H. Ragnarsdóttir og
Þorsteinn Marelsson. Stjórn
upptöku: Elín Þóra Friðflnns-
dóttir.
18.50 Áskorendaeinvígin. Gunnar
Gunnarsson flytur skikskýr-
ingar.
19.05 Hlé
19.45 Fréttaigrip i táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskri.
20.40 Sjónvarp næstu viku. Um-
sjónarmaður Guðmundur Ingi
Kristjinsson.
21.10 Glugginn. Þittur um listir,
menningarmil og fleira. Um-
sjónarmaður Áslaug Ragnars.
22.05 John F. Kennedy. Banda-
rísk heimildarmynd sem rekur
stjórnmilaferil     Kennedys
Bandaríkjaforseta fri kosn-
ingabát'ittunni 1960 til dauða
hans 22. nóvember 1963. Þýð-
andi Jón O. Edwald.
23.50 Dagskrirlok.
Laugardagur 17. desember
Fram fram fylking
Bresk gamanmynd um Afram-flokkinn
Kærasta aðalpersónunnar fer til Norður-Afríku í leit að elskhuga sínum,
sem er í útlendingahersveit í N-Afríku.
Onnur bíómynd sjónvarps-
ins næsta laugardagskvöld er
gamanmynd frá árinu 1967,
þar sem ævintýri Áfram-
flokksins veröa efst á baugi.
Aðalpersónan, ungur Eng-
lendingur, er rekinn úr krikketliöi
sínu fyrir þrot á leikreglum. Hans
heittelskaða segir honum einnig
upp af sömu astæðu. Mann-
garmurinn treystir sér ekki til aö
lifa áfram viö þá skömm að hafa
veriö rekinn úr krikketliði bæjar-
ins og hafa auk þess misst kær-
ustuna.
Hann fer því til Norður-Afriku
ásamt þjóni sínum og ganga þeir
báöir í útlendingahersveitina
þar. Meöan þetta gerist játar fé-
lagi hans úr krikketliöinu aö hafa
logið upp á félaga sinn og hann
hafi semsagt ekki brotið af sér.
Kærastan heldur þá til Norö-
ur-Afríku í leit að ástinni sinni, til
að tilkynna honum aö mannorö
hans sé hreinsaö og hann hafi
endurheimt æru sína.
Aö sjalfsögðu gengur á ýmsu
meðan hann er í útlendinga-
hersveitinni og kærastan er að
leita að honum. En ekki er vert
aö segja nánar frá því aö sinni.
Gudað á skjáinn
Máttur
sjónvarpsins
Mikill er máttur sjónvarps-
ins. Núorðið eru sjónvarps-
tæki komin næstum inn á
hvert heimili hér ó islandi eins
og annars staðar í hinum vest-
rænu löndum og kannski sér-
staklega í Bandaríkjunum. í
gegn um sjónvarpiö berast
inn á teppíö til manna fréttir af
viðburöum úti í hinum stóra
heimi, oft þegar þeir eru að
gerast, þökk sé gervitunglun-
um og heimilið, fjölskyldan,
afi og amma, pabbi og
mamma og börnin blessuö,
geta fylgst með rétt eins og
þau sóu á staönum og séu
sjálf vitni að atburðunum.
Þannig geta heilu og hálfu
þjóðirnir, stórar og smáar,
fylgst meö geimskutlum skot-
ið í loftið, morðtilræðum við
forseta eða aðra fyrirmenn,
heimsóknum þjóðhöfðingja
eöa heimsmeistarakeppni í
knattspyrnu ef áhugi er fyrir
hendi. Þarf ekki annaö en ýta
á takka. Þannig er sjónvarpið
sennilega áhrifamesti miðill
sem til er og hefur nokkru
sinni veriö til og með aukinni
tækni á sviði sjónvarps-
búnaðar á það efalítið eftir að
gegna enn meira hlutverki í
daglegu lífi manna í framtíö-
inni, svo stóru hlutverki að
mann getur ekki byrjað að
gruna það.
Og þaö er ekki aðeins á sviöi
frétta- og upplýsingastreymis,
sem sjónvarpiö er mikilvægt og
áhrifaríkt í daglegu lífi fólks.
Eins og komið hefur fram í
fréttum og m.a. í þessum dálki,
hafa miklar umræöur átt sér
staö undanfarið í Bandaríkjun-
um um kjarnorkuvígbúnað
stórveldanna og hættuna á
gjöreyðingarstríði í kjölfar sýn-
inga á leikinni sjónvarpsmynd
sem      ABC-sjónvarþsstöðin
sýndi nýlega og þer heitiö „The
Day After, „Daginn eftir".
Sennilegt er aö enginn þáttur
sem sýndur hefur verið í
Bandaríkjunum í lengri tíma
hafi haft eins mikil áhrif á um-
ræöur manna í landinu og
þessi. Um hundraö milljónir
Bandaríkjamanna horfðu á
kvikmynd þessa og er hún þó
aöeins í 12. sæti yfir mest séöa
sjónvarpsefni frá upphafi þar.
Myndin sýnir eymd fólks í
þorginni Lawrence í Kansas í
Bandarikjunum eftir aö kjarn-
orkustyrjöld er gengin yfir og
vakti hún upp fleiri spurningar
en hún svaraöi, eins og „hvaö
getum við gert til að koma í veg
fyrir þetta?" Ritstjórnargrein í
bandaríska stórblaöinu The
New York Times fjallaöi um
myndina og áhrif hennar á fólk
og sagði m.a.: „Hundraö milljón
Bandaríkjamanna voru kallaöir
saman fyrir framan sjónvarps-
tækin sín og rækilega brenndir
til ösku og skildir á hinum
raunverulega degi eftir án þess
aö hafa eina einustu hugmynd
til aö festa hendur á."
En myndin vakti svo sannar-
lega forvitni almennings á
hættunni á kjarnorkustríöi. Um
fimmtíu milljónir sjónvarps-
áhorfenda, sem er fimm sinn-
um meiri fjöldi en venjulega
horfir á fréttatíma ABC-stööv-
arinnar, horfði á 75 mínútna
langan viöræðuþátt, View-
point, eftir sýningu á myndinni.
„Myndin gefur mjög einfalda
hugmynd af kjarnorkuvopna-
vandamálinu," sagði fyrrum
utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna Henry Kissinger, sem var
einn af sex sem tóku þátt í
sjonvarpsumræðunum. „Eigum
viö aö búa til stefnu meö því aö
hræöa okkur sjálf til dauöa?"
sagði hann svo.
Forsetinn, Ronald Reagan,
sem sá myndina snemma í nóv-
emþer og horfði aftur á hana
þegar hún var sýnd nú fyrir
stuttu.  let  hafa  eftir  sér  aö
myndin væri „nokkuð vel gerð.
Hún sagöi ekkert sem viö ekki
vissum fyrir, þaö aö kjarnorku-
stríð er hryllingur".
„Daginn eftir" er dæmigerö
fyrir áhrifamátt sjónvarpsins.
64 prósent þeirra sem horfa á
sjónvarp aö staöaldri í Banda-
ríkjunum horföu á myndina og
46 prósent heimila með sjón-
varp í Bandaríkjunum fylgdust
meö þegar Lawrence í Kansas
sprakk í loft upp. Getur nærri
aö hver einasti Bandaríkja-
maður hafi heyrt um myndina
um og eftir sýningu hennar.
Forseti Bandaríkjanna gefur frá
sér yfirlýsingu um hana og
helstu stjornmalaskörungar eru
leiddir inn i sjónvarpssal aö
ræöa efni hennar og jafnvel
ahrif á stefnu landsins í kjarn-
orkuvígþúnaði. Heil þjóð er
vakin til vitundar um hinar
hræöilegu afleiöingar kjarn-
orkustyrjaldar og fleiri þjóöir
fylgja í kjölfariö eftir því sem
myndin veröur seld sjónvarps-
stöðvum fleiri landa. Mig minnir
aö þaö islenska sé aö leita eftir
aö fá „Daginn eftir" til sýninga.
Og allt er þetta tilkomiö vegna
lítils tækis sem við kóllum yfir-
leitt „imbakassa" þar sem ég
þekki til.
— ai.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
62-63
62-63
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80