Tíminn - 21.08.1965, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.08.1965, Blaðsíða 9
9 LACGARDAGUR 21. ágúst 1965 TÍgVllNN Flutti erindi á sex tungumálum og söng á níu Irma Weile-Jónsson söng- kona og fyrirlesari er stolt bona, jafnt af ætt sinni, upp- runa og menntun í mörgum löndum sem eiginmanni sínum lífs og liðnum, Ásmundi skáldi frá Skúfsstööum, og föðurlandí hans, og þó sér í lagi átthög um hans í Skagafirði, sem hún telur ríkasta sveit á íslandi, Þó ekki væri fyrir annað en eiga innan sinna marka slík an stað sem Hóla í Hjaltadal, hann grípi gestinn þeim tök um við fyrstu kynni að hann skynjar, að hið einfalda orð- tak „heim að Hólum“ er ekki orðin tóm, heldur ævarandi andlegt samhand mannsins við þann sérstaka blett landsins, sem felst í þessum orðum. Hún kveður engan annan stað en Hóla hafa vakið þessa til- finningu hjá sér, nema hin foma borg Celle í Norður- Þýzkalandí, sem of fáir íslend ingar þekki náið og margir jafnvel ekki af afspum. Þessi lágvaxna kona með aðalslegt yfirbragð, hálærð í tónlist og hefur hátt í tug tungumála á valdi sínu, varð fyrst kunn hér á landi árið 1937, er hún flutti hér í Reykja vík fræðsluerindi um ísland á sex tungumálum í stuttbylgju útvarp ætlað hlustendum á meginlandinu, Bretíandseyjum og Norðurlöndum. Árið eftir tengdist hún íslandi. Hún er marga ferðina búin að fara milli íslands og útlanda, oft á seinni árum til að kynna erlendís með útvarpsfyrirlestr um og blaðaskrifum. Og þegar ég hitti hana á dögunum heima hjá henni á Lindargötunni, var hún að ferðbúast til útlanda, en að því sinni til að leita sér heilsubótar. Þó gaf hún sér tíma til að renna á könnuna og bar mér kaffið í svo fín um bolla, að þeir gerast varia fínni hjá kóngum eða keisur um, hvað þá furstum eða bar- ónum, og fleiri slík raritet á frú Irma í fórum sínum, muni og myndir, að Það kemur á óvart, að þetta endurskin horf ins glæsitíma frá meginlandinu skuli vera til varðveitt í nám unda við Skuggahverfið í henni Reykjavík. En hvað um það, ég bað frú Irmu að segja lesendum sitt af hverju tagi frá liðnum dögum í ýmsum löndum álfunnar. — Hvað eruð þér víða eða oft búin að flytja erindi um ísland? — Hið fyrsta var, þegar ég kom hjngað 1937, þá flutti ég erindi á sex tungumálum, og var útvarpað á stuttbylgjum til Englands, Frakklands, Ítalíu Þýzkalands, Hollands og Dan merkur. Þetta útvarp vakti mikla athygli- En annars fór ég fyrst að gefa mig að fyrir- lestrahaldi að marki eftir stríð. Flest erindi hef ég átt í norð- ur-þýzka útvarpinu í Ham- borg, sum samin af mér en flutt af þul. Þar næst koma erindi í stöðvar í Frankfurt og Hannover, og loks í Parísarút- varpið. Flest hafa erindin fjall að um íslenzka menningu að fomu og nýju, stundum um ís- lenzka tónlist, og ofið inn á milli íslenzk tónverk á plötmn eða segulbandi. Annað efni, sem ég hef talað um, er t. d. íslenzkt æskufólk nútímans, at- vinnumál, svo sem fiskveiðar og verkun, 50 ára afmæli Há- skólans og 175 ára afmæli Reykjavíkur (hvorttveggja eft ir ósk Hamborgarútvarpsins), og Jón biskup Arason. Eínu sinni söng ég í Hamborgarút- varpið lög frá ýmsum löndum, á níu tungumálum, þar af fjög ur íslenzk sönglög.Mörg samtöl hafa verið átt við mig bæði í útvarp og blöð. En útvarpser indi mín eriendis eru víst ná- lægt þrjátíu orðin. Caroline Mathilde — Svipar þeim saman frænk- unum, henni og Margréti Bretaprinsessu? — Hvað er yður minnisstæð ast frá þessu fyrirlestrahaldi? — Það var eigínlega aðdrag- andinn að því eða tilviljunin, að ég flutti fyrsta erindið í Hamborgarútvarpið. Þetta var 1951. Eg var þá með lestínni inn til Hamborgar og var á leið að heimsækja föðursystur mína, sem átti heima í Celle, þessum elskulega bæ, sem er nærri sjö alda gamall og er allnokkuð í suður frá Ham- borg og þó nær Hannover. Föð- ursystir mín hafði á stríðsár unum búið í Hamborg, í hverf inu Altona en húsið og eigur hennar eyðilögðust í loftárás um. Við höfðum sent henni eitt og annað eftir að stríðinu lauk eins og margir urðu til að senda þessu fólki, sem missti aUt sitt Fólk hér á fs landi veít ekki hvað stríð er, þekkir ekki vitfirringu og eyðileggingu þess. Á fyrstu ár unum eftir stríðið var alls- leysið svo mikið meðal fólks af öllum stigum í Þýzkalandi, enginn átti peninga, fyrrver andi ríkisbubbar áttu margir ekki meira en fátæklingar, svo enginn hafði efni á að líta nið ur á annan af þessum 'sökum, margir jafnír í fátæktinni. Nú ég var ekki fyrr komin inn til Hamborgar en til mín kem ur stúlka þama á stöðinni, seg ist vera frá útvarpinu og vill fá mig til að segja eitthvað í fréttum frá íslandi, hún lætur spumingamar dynja á mér og ég svara en veitti Þvf lengi ekki athygli, að stúlkan hélt á hljóðnema, og er ekki að orð lengja það, að þetta samtal okkar kemur allt í útvarpinu um kvöldið. Svo hélt ég áfram ferðinni til Celle að hitta föð- ursystur mína. Og það hefur spurzt fljótt, að ég væri þang að komin. Eg var ekki búin að hvíla mig lengi en kemur mað ur mér bláókunnugur, á sýni- lega erindi við mig og er svo mikið niðri fyrir, að mér datt í hug að aumingja maðurinn hefðí sloppið út af einhverj um Kleppi. En svo fór málið að skýrast. Það átti að fara að minnast 200 ára afmælis sögu frægrar konu, sem eytt hafði síðustu æfidögum sínum þarna í Celle, Caroline Mathilde fyrr verandi Danadrottning, sem gerð hafði verið útlæ'g úr ríki sínu. Og þessí afmælisnefnd hafði heyrt samtalið við mig í útvarpinu, og allir könnuðust við Weile-ættina á þessum slóð um, faðir minn var þýzk-dansk ur, margir mundu líka eftir erindí mínu í stuttbylgjuútvarp ið héðan frá Reykjavík mörg um árum áður. En þessi maður var nú kominn á minn fund og segir: „Það var gott að Þér komuð á þessari stund. Nú á að fara að halda tveggja alda afmæli Caroline Matt, hilde, og þér eruð rétta mann- eskjan til að minnast drottning arinnar með ræðu. Eg maldaði nú líklega í móinn, en það kom fyrir ekki. Eg varð að gera manninum úrlausn og féllst á þetta og varð auðvitað að standa við það. Örlög þessarar ungu glæsi legu konu eru dæmi um það, að það nægir ekki að vera konungborin til að höndla lífs hamingjuna. Caroline Matt- hilde var systir Georgs kon- ungs þriðja á Englandi og var Irma Weile-Jónsson ræðir við fréttastúlku frá Hamborgarút- varpinu. 15 ára gömul gift Kristjáni konungi sjöunda x Danmörku- Hann var gerspilltur í uppeldi og bældur andlega í æsku, og með aldrinum varð hann geð bilaður. Þýzki læknírinn Stru- ensee fylgdi honum á ferðum og varð svo líflæknir konungs, náði síðar algeru valdi yfir honum og hafði öll ráð land- stjórnar í hendi sér um tíma. Drottningin unga varð ást- fangin af Þessu tungumjúka glæsimenni, og hún reyndi ekki að leyna því. Struensee gekk lengra í valdagræðginni en góðu hófi gegndi, var sviptur völdum og yfirheyrður, svo og drottning, og bæði víður- kenndu að hafa verið í ólögleg um ástaþíngum saman. Hann var síðar dæmdur til dauða og tekinn af, en hún til að fara úr landi og yfirgefa bam sitt. Var það átakanlegt, er hún kvaddi dóttur sína, rúmlega tvítug móðir og drottning Danaveldis, flutt nauðug vest ur yfir hafið tíl Englands fyrst og þaðan til Celle, þar sem hún lézt fáum árum síðar að- eins 24 ára að aldri. Hún hef ur verið glæsikona, og sjáið þér bara til, hvað Margrét Bretlandsprinsessa líkist þess ari frænku sinni og einkum er það sjarminn, sem einkennir þær báðar. Caroline Mathilde var höfð í haldi í gömlu her togahöllinni í Celle þau þrjú ár, sem hún átti þar eftir ólifuð og var jörðuð í kirkjugarði sókn arkirkjunnar þar. í svoneinda franska garðinum í þessari borg stendur minnismerki um þessa ógæfusömu drottningu. Borgin Celle er efni i góða grein út af fyrir sig, með fall egri byggingarlist frá liðnum öldum, og þar er t. d. elzta leik hús i Þýzkalandi, bráðum tvö hundruð ára gamalt, Kastala- leikhúsið svonefnda, og fjöldi sögulegra minja og listaverka. — Þér sögðuð áðan, að í föð urætt væruð þér dönsk-Þýzk. — Já, vel á minnzt. Það stóð einu sinni í blaði yðar ekkí alls fyrir löngu, að ég væri af þýzk-pólskum ættum. Þetta verð ég að fá leiðrétt. — Er það slæmur misskiln ingur? — Já, í mínu ungdæmi þótti það ekki sérlega göfugt ætt- erni. Svo kemur þetta á prentí í blaði yðar, og ég varð svo hissa, að ég átti ekki orð. En síðar, þegar presturinn fyrir norðan heldur fram þessu sama, þá gekk nú svo fram af mér, að ég hélt ég mundi bara fá slag. — Hvemig er annars ætt- emið í stóram dráttum? — Móðir mín var ungversk, dóttir óðalsbónda þar í landi, hún hét Stefanía Barkany, og systir hennar var Maria Bark- any, sem var ein frægasta leik kona í Berlín á öðrum og þriðja áratug aldarinnar, fór fyrst með aðalhlutverkin í leik ritum eftir ritsnillinginn Gerhart Hauptmann, og heim íli hennar þar í borg var lengi miðstöð listamanna og mennta- manna víðsvegar úr Evrópu um margra ára bil. Þar var ég tíður gestur, þegar ég var að byrja söngferil minn og kynnt ist vel mörgu heimsfrægu fólki. Faðir minn, Jens Weile, var Þýzk-danskur, úr Danmörku kominn af hinni kunnu Weile- ætt á Jótlandi, þeir voru þar kaupmenn og iðjuhöldar og hófu framleiðslu hins fræga Álaborgarákavítis, og sumir voru í hirð Danakonungs. Einn þeirra ættmenna var Jakob Peter Severin forstjóri Græn landsverzlunarinnar og styrkti hann Hans Egede, sem nefndur hefur verið postuli Grænlands Faðir minn var fornfræðingur og prófessor í þeirri grein Framhald á bls 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.