Morgunblaðið - 15.12.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.12.1983, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1983 SALTER Kranavogir Dúkkulíaurnar 4 fullri farö 4 Kjarvalsatööum as + m m a Band nútímans kayrir af krafti í lokalaginu Urslitakvöid Músíktilrauna Tónabæiar oq SATT Dúkkulísurnar stálu senunni Eigum íyrirliggjandi 1000 kg Salter kranavogir ÓI.AFUR OÍSI.A-SOM & c:o. !lf. SUNDABORG 22 104 REYKJAVIK SIMI 84800 rUmsjon Sigurdur Sverrisson ^ Dúkkulísurnar fr4 Egilsstöðum komu heldur betur, s4u og sigr- uðu 4 úrslitakvöldi Músíktilrauna Tónabæjar og SATT 4 föstudag í síðustu viku. Ekki lék nokkur vafi 4, að hinir 900 gestir Kjarvals- staða kunnu best að meta þenn- an stórskemmtilega kvintett af þeim 4tta sveitum, sem tóku þ4tt í lokaslagnum. Ef marka m4 frammistöðu stelpnanna þetta kvöld er 4g öruggur 4 því, aö hljómsveitin 4 eftir aö njóta feiki- legra vinsælda hórlendis, þ.e.a.s. ef stelpurnar halda saman. Þær eru ungar aö 4rum og hafa allt til að bera í þetta. Járnsíöan var að sjálfsögöu á svaBöinu þetta umrædda kvöld. Eftir á aö hyggja leikur enginn vafi á, aö Músíktilraunirnar í ár heppn- uöust margfalt betur en í fyrra. Áhorfendafjöldinn ber því e.t.v., betur vitni en flest annað. Hér á eftir veröur fariö nokkrum oröum um þetta úrslitakvöld og vikið aö frammistööu einstakra sveita. Rennt úr hlaöi ★ Þarmagustarnir úr Kópavogi riöu á vaöiö. Þetta er fimm manna „instrúmental" hljómsveit, sem afl- aö hefur sér talsverös fylgis, eink- um á heimaslóöum. Hún vann ör- ugglega á einu undanrásakvöld- anna í Tónabæ og er flokkurinn keyröi lög sín í gegn lék vart vafi á aö hún naut nokkurra vinsælda á meöal krakkanna. Lögin voru ágæt, en bæði hljómborös- og bassaleikarinn týndust í „mixinu". Gítarleikararnir sluppu fyrir horn, en trommarinn var sennilega sterkasti hlekkurinn. ★Bad Boys hét næsta sveit og kom alla leiö frá Sauðárkróki. í henni eru fimm strákar og leika tveir á hljómborö (og annar þeirra syngur), einn á bassa, annar á gít- ar og sá þriöji á trommur. Tromm- arinn rembdist mjög viö aö gera sitt vel, en ofkeyröi sig í öllum lög- unum og hljóp út úr taktinum þeg- ar síst varöi. Bassaleikarinn var nokkuö góöur og sá er söng geröi þaö snoturlega. Hefur tæra rödd. Hins vegar voru lögin fremur átakalítil og slíkt dugar ekki þegar hafa þarf áhrif á 900 unglinga. ★Ogopoco úr Árbænum renndi sér þvínæst á sviö. Þetta er flokkur fjögurra stráka (vel á minnst, hvar voru allar stelpurnar?) sem leika á trommur, gítar, bassa og hljóm- borö. Sá er var á hljómboröunum söng jafnframt og geröi þaö bara ágætlega. Allir voru þeir Ogo- poco-strákarnir ágætir hljóöfæra- leikarar og lögin voru bara nokkuö góö. Þaö kom mér því talsvert á óvart hversu neöarlega flokkurinn hafnaöi i heildarrööinni. ★3/» hét sveitin, sem tróö upp aö leik Ogopoco loknum. Eins og áö- ur hefur komið fram á Járnsíöunni er þetta þriggja manna hljómsveit úr Kópavoginum. Ég fer ekki ofan af því, aö ég haföi lúmskt gaman af lögunum hjá 3/«. Þau eru aö uppi- stööu til einföld, en flutt á kraft- mikinn hátt. Bassaleikarinn er nokkuö lipur, sömuleiöis gítarleik- arinn, sem jafnframt semur öll lög- in. Hann er hins vegar ekki til stór- ræðanna í sólóum ef marka má þetta kvöld. Trommarinn skilaöi sínu þokkalega — ekki gallalaus. Besta sveitin? ★Bylur er sú sveit, sem aö mínu viti bar höfuö og herðar yfir allar aörar þetta kvöld hvaö hljóðfæra- leik snertir. Ég hef ekki heyrt í þessari fimm manna hljómsveit fyrr, en á örugglega eftir aö leggja mig eftir tónlist hennar í framtíð- inni. Meölimir Byls voru reyndar áberandi elstir í þessari keppni, en enginn hefur heldur sagt aö Mús- íktilraunir eigi aö bindast viö gelgjuskeiöið. Þaö er langt síðan ég hef heyrt í eins pottþéttri „instrúmental" sveit og trommar- Vísnavinir hafa opnað afurðasölu Vísnavinir opnuðu fyrir skemmstu allsérstæða verslun að Hringbraut 119. Ber hún nafn- iö Afurðasala Vísnavina og er þar hægt aö 14 keyptar ýmsar hljómplötur, sem tengjast þess- um félagsskap — beint eða óbeint. Svo menn hafi einhverja gleggri hugmynd um hvaö þar er, sem þarna er selt má nefna plötur eftir Hálft í hvoru, Vísnavini, Bergþóru Árnadóttur, Gísla og Arnþór Helgasyni o.fl. o.fl. Afuröasalan er opin dag hvern frá klukkan 13—19 og ættu allir þeir, sem hafa áhuga á aö næla sér í einhverja ofangreindra platna og svo e.t.v. aörar og hafa um leiö áhuga á aö styrkja félags- skapinn Vísnavini í jólafárinu, aö smella sér vestur á Hringbraut. inn er hreint frábær. Samstillingin sömuleiðis frábær hjá fimmmenn- ingunum. Lögin góö, en þaö dugöi ekki til. Ef ekki heföi komiö til dómnefnd hefði Bylur hafnað í 6. sætinu. ★Hvers vegna? er sveit fimm Hvergeröinga (eöa var trommarinn frá Selfossi?). Hún sigraöi örugg- lega á 3. undanúrslltakvöldinu í Tónabæ og margir vildu halda því fram, að þéttskipuö rúta heima- manna, sem renndi í bæinn, heföi ráöiö þar mestu um. Á föstudag voru Hvergerðingarnir alla vega kveönir í kútinn — máttu einfald- lega ekki viö margnum. Hvað sem því líður er söngvarinn góöur í sveitinni og trommarinn og gítar- leikarinn eru báöir ágætir þótt lág- ir séu í loftinu. I lokalaginu fékk Hvers vegna? til liös viö sig saxó- fónleikara, sem þeir heföu betur sleppt. ★Band Nútímans, þriöji flokkur- inn úr Kópavogi, var aö Dúkkulís- unum frátöldum sú hljómsveit, sem hvaö mest kom á óvart. Þetta eru fjórir strákar meö heföbundna Borgþóra Árnadóttir. Plötur hennar ar m.a. að finna hjé Af- uröasölu Víanavina. hljóöfæraskipan: trommur, bassi, gitar og hljómborö, en tónlistin var ekki beint heföbundin. Aö uppi- stöðu til fannst mér þetta vera hreint og klárt pönk, en nútíma- legur hljómur úr hljómboröinu gaf tónlistinni óvenjulegan blæ. Þaö er feikilegur kraftur í þessari sveit, sem drifin er áfram af öruggum trommuleik. Gítarleikarinn er pönkari í hnotskurn. Bassaleikar- inn ekkert sérstakur en skilar sínu. Söngvarinn nokkuö góöur. ★ Dúkkulísurnar stigu síöastar á sviö og reyndar mátti ekki miklu muna aö þær yröu hreinlega ekk- ert meö aö þessu sinni. Þær áttu aö vera 7. í röðinni, en voru ekki mættar á sviöiö á róttum tima. Voru reyndar heldur ekki mættar þegar Band Nútímans lauk sér af, en eftir smábiö „dúkkuöu" þær upp. Svo sagt sé frá í stuttu máli hreinlega áttu Egilsstaöapíurnar svæöið. Lög þeirra eru góö, hljóö- færaleikurinn öruggur og enginn veikur hlekkur í sveitinni. Gitarleik- arinn þar aö auki skemmtilega ör- uggur og lætur sig ekki muna um Enn gerast ævintýr... Forráöamenn hljómplötuút- gáfunnar Geimsteins í Keflavík sitja hreint ekki auðum hönd- um þessa dagana. Hver platan rekur aðra hjá fyrirtækinu og nýjasta afsprengið er enn ein platan í svonefndum ævintýra- plötuflokki. Ævintýrin, sem að þessu sinni eru send á markaöinn, eru Stíg- vélaði kötturinn og Kiölingarnir sjö. Gylfi Ægisson hefur samiö lög og texta viö þessi ævintýri, sem og hin fyrri á ævintýraplöt- um Geimsteins. Auk Gylfa koma menn á borö viö Hermann Gunnarsson, Ladda, Þóri Baldursson og Pál Hjálmtýsson fram á plötunni. Upptökur fóru fram í haust í upp- tökusal Geimsteins og sá Þórir Baldursson um þær, svo og hljóðblöndun og allar útsetn- ingar. Söngva bæRur við allra hæfí 22 jólasöngvar í léttum hljómborðsútsetningum. M.a. eru í bókinni flestlögin afplötunni eftirsóttu Bjart er yfir Betlehem, s.s. Bor- inn ersveinn í Betlehem, Gleðileg jól o.fl. Kátt er um jólin. Jólalög og sálmar hljómsett fyrir hljómborð og gítar. M.a. Adam átti syni sjö, Pabbi segir, Heims um ból, Nú skal segja o.fl. Gullkorn. 12 vinsælustu lög Magnúsar Eiríkssonar í léttum útsetningum fyrir hljómborð og gítar. M.a. Draumaprinsinn, Reyndu aftur, Róninn o.fl. Leikum og syngjum. Vinsælustu barnalögin í léttum raddsetningum fyrirpíanó, eftirJón Ásgeirsson. M.a. Efværi ég söngvari, Meistari Jakob, Litla Jörp o.m.fl. Söngvabækurnar frá Isalögum eru varanleg gjöfsem veitir ómældar ánægjustundir. DD Sími 91-73411

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.