Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983
9
Ný þjónusta Eimskips:
Reglubundnir flutningar
til og frá Borgarnesi
Borfcmrnesi, 12. desember.
HF. EIMSKIPAFÉLAG íslands hef-
ur ráðið umboðsmann í Borgarnesi
og hefur nú hafið reglubundna flutn-
inga á milli Borgarness og hinna
ýmsu þjónustuborga fyrirtækisins
um víða veröld. Þetta gerir Eimskip
án þess að vera með siglingar til
Borgarness, hér koma til sögunnar
þær breytingar sem orðið hafa í
starfsemi Eimskips sem og annarra
skipafélaga með gámavæðingunni
svokölluðu, þannig að skipafélögin
sjá nú orðið í auknum mæli um
flutningaþjónustuna alla leið frá
kaupanda til seljanda, þó yfir land
sé að fara hluta leiðarinnar. í þessu
tilviki hefur Eimskip samið við vöru
flutningafyrirtæki  hér  á staðnum
sem sér um flutningana til og frá
Reykjavík jafnóðum og skipin eru
losuð eða lestuð.
Borgarnes, og þá um leið hérað-
ið allt, er fyrsti staðurinn hér á
landi sem Eimskip kemur í sam-
band við umheiminn á þennan
hátt og kynntu nokkrir forráða-
menn fyrirtækisins, Þórður Sverr-
isson, fulltrúi framkvæmdastjóra
flutnings- og markaðssviðs, Kjart-
an Jónsson og óskar V. Friðriks-
son, þessa nýju þjónustu á fundi
hér fyrir skömmu. Páll Guð-
bjartsson, forstjóri Vírnets hf., er
hinn nýi umboðsmaður Eimskips í
Borgarnesi og fyrirtækið Steinar
og Jóhann-vöruflutningar sem
Halldór Gfslason rekur hefur tek-
¦ÍÍ-nííS*   ******
Nýjar LP-plötur:
1. vinsælar plölur
David Bowie - Ziggy Stardust (21p llve)
Genesis - Genesis
Bara-flokkurinn - Gas
Paul McCartney - Pipes Of Peace
Mozzoforte - Yflrsýn
Marc and the Mambas - Torment &
Toreros
Psychic TV - Dreams Less Sweet
(Lp+12")
Psychic TV - Force
The Hand Of Chace
The Jam - Snap
2. danstónlist
ABC - Beauty Stab
Duran Duran - Seven and the
Ragged Tiger
Gang Of 4 - Hard
Malcolm McLaren - Duck Rock
Milli tveggja elda
New Order - Power, Corruption & Lies
Rip Rig and Panic - Attitude
Rolling Stones - Undercover
Yello - Solid Pleasure/Claor Que Si/
You Gotta Say Yeas
3.12"45 rppm
Cabaret Voltaire -
Just Fascination
Joy Division - Atomsphere
Killing Joke - Me Or You
New Order - Blue Monday
New Order - Confution
Pil - This Is Not A Love Song
Siouxsie and the Banshees —
Dear Prudence
4. þungarokk (Hoavy Metal)
Cirith Ungol - Frost and Fire
Iron Maiden - Piece of Mind/Klllers etc.
Kiss - Lick It Up/Dynasty/Unmasked
Mötley Crue - Mötley Crúe
Rainbow - Bent Out Of Shape
Saga - Heads Or Tales
Ýmsir - Hardrock '83/U.S. Metal/
Metal Massacre
5 Reggae
Black Uhuru —
Black Sounds Of Freedom
General Saint & Clint Eastwood —
Two Bad D.J.
Linton Kwesi Johnson —
Force Of Victory
Linton Kwesi Johnson —
Bass Culture
Bob Marley — Confrontation
Michael Smith — Ml Cy-aan Believe It
6. Jazz
Gary Burton Quartet — Picture This
Gary Burton Quartet — Easy As Pie
Gary Burton Quartet/Steve Swallow —
Hotel Hello
7. Pönk
Anti-Nowhere League —
Live In Yogoslavia
Conflict —
It's Time To See Who's Who
Crass - Yea Sir I Will/Christ/Penis Envy/
Stations/Feeding + allir singlararnir
Exploited — Punks Not Dead
Flux Of Pink Indians —
Strive To Survive (Frábær)
Punk And Disorderly (Safnplata)
Sex Pistols — Anarchy In The UK 12"
Rudimentary Peni —
Death Church (Frábær)
Eigum ad sjálfsögðu allar ís-
lenskar sem erlendar plötur
sem skipta máli, bækur og
tímarit.
OAHNIÐ
Laugavegur I7b. S. 12040
ið að sér flutningana til og frá
Reykjavík. Sögðu Eimskipsmenn
að þegar hefði orðið umtalsverð
aukning á flutningum félagsins til
Borgarness og héraðsins alls á
þeim stutta tíma, sem liðinn væri
síðan þetta nýja fyrirkomulag
flutninganna var tekið upp og
hefði nýbreytnin mælst vel fyrir.
Þó sögðust þeir hafa áhuga á að
flutningarnir myndu enn aukast,
ekki síst útflutningur frá staðn-
um.
Eins og áður sagði eru vörur til
Borgarfjarðar sem koma með
skipum Eimskips að utan settar
strax á flutningabíla og fluttar
hingað uppeftir sama dag eða dag-
inn eftir. Þær eru síðan geymdar
hér í húsplássi sem umboðsmaður-
inn hefur umráð yfir og þær leyst-
ar þar út. Þetta fyrirkomulag get-
ur sparað þeim aðilum sem flytja
vörur þannig beint inn til landsins
mikla snúninga og Reykjavíkur-
ferðir, ekki síst ef frumvarp við-
skiptaráðherra um heimild til að
veita sparisjóðum leyfi til að
versla með gjaldeyri nær fram að
ganga og hægt verður að ganga
frá þeirri hlið málanna hér í
Sparisjóði Mýrasýslu.
HBj.
Rangt húsnúmer
í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær
um opnun nýrrar verslunar, Búð-
arkots, að Laugavegi 92, var hús-
númerið vitlaust. Þar var sagt að
versluninni væri í bakhúsi að
Laugavegi 12. Verslunin er eins og
áður sagði í húsi nr. 92, að húsa-
baki við Stjörnubíó.
Hársel
í FRÉTT í Mbl. i gær um nýja
hárgreiðslustofu að Tindaseli 3, í
Breiðholti, misritaðist heiti stof-
unnar. Stofan heitir Hársel og eru
hlutaðeigendur beðnir velvirð-
ingar á þessu ranghermi.
Hermann Valsson hjá Pálmason & Valsson hf., heldur hér á klippum
eins og þeim, scm skýrt er frá f fréttinni. Á myndinni sjást einnig
tjakkur og atgeir, sem fáanlegir eru hjá sama fyrirtæki.
Björgunartæki til að
ná mönnum út
úr bílum, sem
lent hafa í árekstri
BJÖRGUNARTÆKI, ætluð til að bjarga fólki úr bflum, sem lent hafa í
árekstri, eru nú fáanleg hér á landi. Fyrirtækið Pálmason & Valsson hf.
á Klapparstíg 16 í Reykjavík hefur einkumboð fyrir björgunartæki frá
hollenska fyrirtækinu V.B. Holmatro.
Hermann Valsson, hjá Pálma-
son & Valsson hf., sagði í spjalli
við blm. Morgunblaðsins fyrir
skömmu, að fyrirtækið hefði á
boðstólum klippur, atgeira og
tjakka. „Klippurnar gegna því
hlutverki," sagði Hermann, „að
klippa í sundur dyrapósta,
gluggapósta, stýrisstöng eða
gólfbita. Það tekur aðeins um
fimm sekúndur að klippa hvern
póst í sundur.
Tjakkurinn, sem við höfum á
boðstólum, hefur 10 tonna átak
og hann getur rétt bílþök eða
lyft þeim upp ef þau hafa lagst
saman."
Hermann sagði helsta kost
þessara tækja vera þann, að þau
ynnu hratt og hljóðlega, en um-
fram allt örugglega. „Það hefur
oft mjóg slæm áhrif á mann,
sem fastur er inni í bifreið, sem
lent hefur í árekstri, ef mikil
barsmíð og læti eru við að losa
hann og bjarga honum," sagði
Hermann. „En þannig vill oft
fara, þegar notuð eru kúbein og
járnsagir við björgunarstörf."
Hermann Valsson gat þess að
lokum að slökkviliðio í Reykja-
vík hefði þegar fengið til sin at-
geir og klippur og tjakkur væri
væntanlegur til þess, nú á næst-
unni.
Hin nýbyggða brú yfir Laxá í Leir&rsvéít Sláturhús Sláturfélags Suðurlands sést á bak við.
MorgunblaoiA/HBj.
Borgarfjörður:
Svigrúm til aukinna vega-
framkvæmda næsta sumar
— vegna sparnaðar við útboð í haust
Borgftrnest, 24. nóvember.
BYGGINGU nyrrar brúar yfir Laxá í
Leirársveit er lokið og hafin er undir-
bygging vegarins frá Geldingaá, yfir
Leiri og Laxá og suður fyrir Akranes-
vegamót.
Skóflan hf. á Akranesi, sem tók
að sér vegarlagninguna fyrir 4.486
þúsund krónur sem er um 37% af
kostnaðaráætlun vegagerðarinnar,
hófst handa um fyrstu fram-
kvæmdir i vikunni, að sögn Birgis
Guðmundssonar, umdæmisverk-
fræðings Vegagerðar rikisins á
Vesturlandi.     Kostnaðaráætlun
vegagerðarinnar  hljóðaði  upp  á
rúmar 12 milljónir. 15 aðilar buðu i
verkið, 10 þeirra voru undir kostn-
aðaráætlun og 3 þeirra voru undir
50% af kostnaðaráætlun, en Skófl-
an hf. á Akranesi var lægstbjóðandi
eins og áður sagði. Verkið felst i
undirbyggingu vegarins frá Geld-
ingaá, þar sem bundna slitlagið frá
Borgarnesi endar, yfir Leirá, þar
sem nýtt ræsi var byggt í sumar í
stað gamallar brúar og Laxá, þar
sem ný glæsileg brú var byggð í
sumar en er ótengd, og allt suður
fyrir Akranesvegamót að enda
bundna slitlagskaflans frá Akra-
nesi. Er þetta um 5 kílómetra veg-
arkafli og sagði Birgir að vonast
væri til að hægt verði að leggja
bundið slitlag á hann næsta sumar,
a.m.k. hluta hans. Takist það verð-
ur vegurinn á milli Akraness og
Borgarness, sem er um 35 kílómetra
langur, allur með bundnu slitlagi.
Aðspurður um hvað gert yrði við
það fjármagn sem sparaðist með
hagstæðri útkomu á þessu verki,
sagði Birgir það vera Alþingis að
ákveða slíkt, en ljóst væri að hægt
yrði að framkvæma meira á næsta
ári af verkum sem á áætlun hefðu
verið 1985. Hagnaðurinn kæmi þvi
ekki fram að fullu fyrr en árið 1985.
— HBj.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48