Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983
ROLEX
ROLEX
IRAVHMK IIIISIN
F RA\( H \1I( IIII Sl \
^
1
Frá Belgíu
31 tegund
af speglum
Nýtísku eða gamaldags:
Speglaborö — Speglasúlur
Sérstæöar og fallegar vörur.
Opiðtilkl. 10íkvöld.
Ki Vörumarkaðurinn hf.
Ármúla 1a, sími 86112. Ávallt á undan
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir BJÖRN BJARNASON
Frá utanrfkisráðberranefnd NATO 8. tíl 9. desember. Fulltrúar íslands: Geir Hallgrímsson, utanríkisraðherra,
Henrík Sv. Bjtfrnsson, fastafulltrúi — og fyrir aftan þá Ólafar Egilsson, skrifstofustjórí, og Þórður Einarsson,
?arafastafulltrúi. Á myndina vantar Htfrð H. Bjarnason, sendiraðunaut.
Samningavilji
á NATO-fundum
„VIÐ, fulitníar sextán aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, ítrekum að
við störfum saman í þagu friðar með frelsi," segir í upphafi yfirlýsingar
sem utanríkisriðherrar Atlantshafsbandalagsríkjanna sendu frá sér að
loknum fundum í Brussel hinn 9. desember síðastliðinn. Þetta var fyrsti
fundur ráðherranna eftir að hafist var handa við að koma bandarískum
Pershing H-eldflaugum og stýríflaugum fyrir í Vestur-Evrópu og eftir að
Sovétmenn slitu afvopnunarviðræðunum um Evrópueldflaugarnar í Genf.
Fjögurra ára reynslutími bandalagsins vegna Evrópueldflauganna var að
baki og samvinna aðildarþjóðanna hafði staðið af sér storminn.
Bandalag okkar ógnar eng-
um," segir í Brussel-
yfirlýsingunni frá 9. desember
1983. „Vopnum okkar verður
aldrei beitt nema á okkur sé ráð-
ist. Við viljum ekki öðlast yfir-
burði en við sættum okkur ekki
heldur við að aðrir nái yfirburð-
um yfir okkur. Aðeins er unnt að
standa vörð um lögmæta örygg-
ishagsmuni okkar með nánum
tengslum milli Evrópu og Norð-
ur-Ameríku. Við hvetjum Sov-
étmenn til að virða réttmæta ör-
yggishagsmuni okkar á sama
hátt og við sýnum þessum hags-
munum þeirra virðingu.
Við erum staðráðnir í að
tryggja öryggi á þeim forsendum
að jafnvægi rfki milli herafla sem
ekki sé öflugri en brýnasta nauð-
syn krefst. Vegna hættunnar sem
stafar af SS-20-eldflaugum Sov-
étmanna ætla þau aðildarrriki
sem málio snertir að halda fast
við framkvæmd tvíþættu ákvörð-
unarinnar frá 1979. Lokamark-
miðið er sem fyrr að hvorki séu
til sovéskar né bandarískar land-
fastar meðaldrægar kjarnorku-
eldflaugar. Flutning bandarískra
eldflauga má stöðva eða þeim má
fækka miðað við gang mála við
samningaborðið. I þessum anda
viljum við að sem fyrst hefjist
aftur afvopnunarviðræðurnar um
Evrópueldflaugarnar sem Sov-
étmenn slitu. (Danir og Grikkir
hafa fyrirvara á afstöðu sinni til
þessarar málsgreinar. Spánverj-
ar stóðu ekki að tvíþættu ákvörð-
uninni 1979 og hafa fyrirvara á
afstöðu sinni til þessarar máls-
greinar.)
Við hvetjum aðildarriki Var-
sjárbandalagsins til að grípa þau
tækifæri sem við bjóðum til að
koma á gagnkvæmum samskipt-
um sem byggjast á jafnræði og
raunsæi og stuðla að sannkallaðri
slökun.  I  afvopnunarviðræðum
verða viðræðuaðilar að ná
árangri einkum að því er varðar:
• fækkun langdrægra kjarn-
orkuvopna (START-viðræðurn-
ar);
• fækkun meðaldrægra kjarn-
orkuvopna (INF-viðræðurnar);
• jafnan og gagnkvæman niður-
skurð     venjulegra     vopna
(MBFR-viðræðurnar);
• bann við efnavopnum á vegum
afvopnunarnefndarinnar.
Við erum einnig staðráðnir í að
nota fyrirhugaða Stokkhólmsráð-
stefnu sem nýjan vettvang til að
breikka viðræðurnar við austur-
blokkina, til að semja um aðgerð-
ir er stuðla að trausti milli þjóða
og treysta stöðugleika og öryggi í
Evrópu allri.
Við munum halda áfram að
gera okkar ýtrasta til að tryggja
öryggi og frið í framtíðinni. Við
bjóðum Sovétríkjunum og öðrum
ríkjum Varsjárbandalagsins að
starfa með þeim að þvi að skapa
raunhæfar forsendur fyrir lang-
vinnum samskiptum sem byggj-
ast á jafnræði, hófsemi og gagn-
kvæmni. í þágu alls mannkyns
hvetjum við til opinna, alhliða
umræðna jafnhliða samvinnu í
þágu gagnkvæmra hagsmuna."
Hér er þessi yfirlýsing utanrík-
isráðherra NATO birt í heild því
að til hennar á vafalaust oft eftir
að verða vitnað á næstu vikum og
mánuðum. Stokkhólmsráðstefn-
an sem ráðherrarnir binda vonir
við hefst 17. janúar næstkom-
andi. Hana munu fulltrúar 35
ríkja frá Evrópu, Bandaríkjunum
og Kanada sækja og er ráðstefn-
an haldin á grundvelli samþykkt-
ar sem gerð vaf á Madrid-ráð-
stefnunni um öryggi og samvinnu
í Evrópu sem lauk í september
síðastliðnum.
Eins og sjá má af Brussel-
yfirlýsingunni vilja ráðherrar
NATO-ríkjanna   afdráttarlaust
halda áfram viðræðum við Sov-
étmenn og fulltrúa fylgiríkja
þeirra um afvopnunarmál. Binda
menn nokkrar vonir við að ný
skref verði stigin í þá átt ef þeir
George Shultz, utanrikisráðherra
Bandaríkjanna, og Andrei Grom-
yko, utanríkisráðherra Sovétrikj-
anna, hittast í Stokkhólmi í janú-
ar. Þeir hittust ekki á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna i New York
í haust vegna þess að Gromyko
fór ekki þangað. Hann vildi ekki
sætta sig við að þurfa að lenda á
herflugvelli en það skilyrði setti
Bandaríkjastjórn eftir að sovéski
flugherinn skaut suður-kóresku
farþegaþotuna niður. Siðan hafa
Sovétmenn slitið INF-viðræðun-
um og látið í ljós lítinn áhuga á
að halda START-viðræðunum
áfram.
Enginn vafi er á því að á
NATO-fundunum í siðustu viku
hafi ráðherrar frá Evrópuríkjum
bandalagsins lagt að George
Shultz að bjóða Andrei Gromyko
tii fundar við sig í Stokkhólmi,
jafnframt er líklegt að ýmsir að-
ilar innan Bandaríkjastjórnar
telji slíkan fund óþarfan eins og
málum er nú komið. Áherslu-
munurinn í afstöðu ráðamanna i
Vestur-Evrópu og Bandaríkjun-
um þegar þeir ræða stefnuna í
samskiptum við Sovétríkin er
einkum sá, að Evrópumönnunum
er meira kappsmál en fulltrúun-
um frá Washington að haldið sé
áfram að ræða við fulltrúa Sov-
étstjórnarinnar um takmörkun
vígbúnaðar og hvaðeina annað
sem talið er horfa til heilla.
Brussel-yfirlýsingin sem út var
gefin 9. desember siðastliðinn
sýnir hins vegar að fjölmiðlar
hafa liklega gert meira úr þessum
áherslumun eða ágreiningi eins
og sumir kalla hann en efni
standa til. Yfirlýsinguna geta
Kremlverjar skoðað sem einskon-
ar bónorðsbréf ef þeir settu sig i
andlegar stellingar til þess. Áróð-
ursvél þeirra sendir þó ekki neitt
frá sér enn sem gefur til kynna að
Sovétstjórnin vilji taka upp
raunhæfar viðræður um afvopn-
unarmál eða annað er stuðli að
slökun í samskiptum austurs og
vesturs.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48