Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983
fttofgpmfyfofrft
Útgefandi
FramKvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Áuglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiosla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 20 kr. eintakiö.
Samkeppni um
peninga
Eftir að Ronald Reagan,
Bandaríkjaforseti, lækk-
aði skatta meðal annars í
þeim tilgangi að örva fjár-
magnsstreymi til einkarekst-
urs varð þróunin ekki á þann
veg í Bandaríkjunum. Skatta-
lækkunin leiddi til mikils
halla á fjárlögum þar sem
ekki tókst að skera opinber
útgjöld niður sem skyldi. Til
að brúa þetta bil leitaði
bandaríska        fjármála-
ráðuneytið til almennings og
bauð ríkisskuldabréf með
hærri vöxtum en nam arði af
hlutabréfum á kauphallar-
mörkuðum. Þessi lánsfjáröfl-
un Bandaríkjastjórnar hefur
haldið áfram jafnt og þétt í
nokkur misseri og er ein meg-
inástæðan fyrir því að vextir
haldast jafnháir í Bandaríkj-
unum og raun er en háu vext-
irnir hafa hins vegar styrkt
gengi dollarsins með alkunn-
um afleiðingum.
Þessar staðreyndir eru rifj-
aðar upp hér og nú í tilefni af
ræðu sem Sigurgeir Jónsson,
aðstoðarbankastjóri Seðla-
banka íslands, flutti á spá-
stefnu Stjórnunarfélagsins í
síðustu viku og birtist í Morg-
unblaðinu í gær. Þar benti
Sigurgeir á það að á næsta ári
þarf ríkið að afla mjög mikils
lánsfjár á innlendum markaði
meðal annars vegna húsnæð-
islána. Samkvæmt lánsfjár-
áætlun 1984 er ráðgert að rík-
ið fái 560 milljónir króna að
láni innanlands en í ár fer
sala spariskírteina ríkissjóðs
varla mikið yfir 100 milljónir
króna. Um lánsfjáröflun ríkis-
sjóðs sagði Sigurgeir Jónsson
síðan:
„Það er algerlega óraunsætt
að ætla að þetta geti gerst,
nema boðið sé upp á mjög
hagstæð kjör og þar á meðal
háa raunvexti. Ekki verður
heldur fram hjá því litið að
bankakerfið og ríkið munu
lenda í harðri samkeppni um
sparifé almennings. Um leið
er ríkissjóður óbeint kominn í
harðari samkeppni við at-
vinnulífið um lánsfé en verið
hefur til þessa."
Enginn efast um vilja Al-
berts Guðmundssonar, fjár-
málaráðherra, til að skjóta
traustari stoðum undir einka-
framtak í atvinnurekstri og á
sem flestum sviðum. En nú er
því sem sé spáð að ríkissjóður,
bankarnir og atvinnufyrir-
tækin muni heyja harða sam-
keppni um takmarkað sparifé
landsmanna á næsta ári. Sig-
urgeir Jónsson  nefndi  tvær
leiðir fyrir ríkið til að treysta
samkeppnisaðstöðu sína, að
hefja útgáfu gengistryggðra
spariskírteina og ríkisvíxla.
Aðstaða bankanna til að ná til
sín peningum er sterk, þó er
líklegt að þeir sitji ekki að-
gerðarlausir gagnvart vax-
andi samkeppni frá ríkissjóði.
Eins og málum er háttað
standa atvinnufyrirtækin
höllum fæti gagnvart ríki og
bönkum. Skilningur er tak-
markaður á því hér á landi,
svo að ekki sé meira sagt, að
hlutabréf eigi að vera jafn-
arðbær og ríkisskuldabréf.
í hinni hörðu samkeppni
um peningana sem fyrir-
sjáanleg er verða þeir sem eft-
ir þeim sækjast að standa
jafnfætis. Almennur og heil-
brigður peningamarkaður
nær hvorki að mótast né þró-
ast hér á landi ef stjórnvöld
setja það sem skilyrði að
ríkishítin hafi allt sitt alltaf á
þurru, hvað svo sem á dynur.
Markaðsöflunum einum er
treystandi til að skapa hið
eðlilega meðalhóf og jafnvægi
á þessu sviði. Ríkisstjórn og
bankarnir verða að leyfa
markaðnum að ráða ferðinni í
þessu efni og ryðja burt
hindrunum sem koma í veg
fyrir að svo sé.
Brauð handa
hungruðum
Hjálparstofnun kirkjunn-
ar snýr sér enn og aftur
til almennings fyrir jólin með
tilmælum um að fólk láti fé af
hendi rakna til að létta sár-
asta hungur þeirra sem
bágstaddastir eru í veröldinni.
íslendingar bregðast að jafn-
aði vel við slíku ákalli þótt
hart sé í ári. En að þessu sinni
er ekki aðeins líf og heilsa
hinna hungruðu í húfi heldur
einnig það hvort vel tekst til
við framleiðslu á matartöflum
úr skreið en í því formi ætlar
Hjálparstofnun kirkjunnar að
flytja framlög fslendinga úr
landi. Það yrði fagnaðarefni
ef þessi tilraun með skreiðar-
töflurnar gengi vel. Hjálpar-
stofnunin þarf að sjá til þess
að hingað berist eins fljótt og
kostur er fréttir af viðbrögð-
um þeirra sem matinn fá.
Morgunblaðið hvetur þá sem
eru aflögufærir til að hlýða
ákalli      Hjálparstofnunar
kirkjunnar.
Friðarjól 1983:
„Tendrum friðarljós og sýnum
samstöðu með þeim sem líða skort
— segir biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson
„Á SÍÐUSTU jólum hóf kirkjan
okkar þátttöku í alþjóðlegri og al-
kirkjulegri hreyfingu undir kjör-
orðinu „Friðarjól". Þessi hreyfing
varð til í borgarhverfi í Genf I
Sviss fyrir fjórum árum, en varð að
alþjóðlegri hreyfingu í fyrra og
breiddist út um allan heim. Og aft-
ur höldum við friðarjól í ár. Okkur
hefur þegar borist vitneskja um 50
lönd, víðs vegar um heim, sein
hyggjast taka þátt í „Friðarjólum
1983" og ísland er sannarlega eitt
af þeim," sagði herra Pétur Sigur-
geirsson, biskup íslands, á fundi
með fréttamönnum í gær.
Um markmið friðarjólanna
sagði biskup:
„Það er lagt til að við lýsum á
sérstakan hátt samstöðu okkar
með þeim sem líða skort í heim-
inum í dag og réttum þeim
hjálparhönd. Ennfremur að við
tendrum friðarljós samtímis á
aðfangadagskvöld klukkan níu,
berum það að glugga eða göng-
um með það til dyra, þar sem
friðarloginn lýsir út til næstu
nágranna með ósk um gleðileg
jól og með bæn um frið á jörðu."
Hvatt er til þess að næstkom-
andi sunnudag, þann 18. desem-
ber, fasti menn og lýsi þannig
samstöðu sinni með því fólki
víða um heim sem býr við ör-
birgð og á ekki annars úrkosta
en fasta. Jafnframt að menn láti
andvirði einnar máltíðar renna
til sveltandi fólks, til dæmis í
gegnum Hjálparstofnun kirkj-
unnar.
Á aðfangadagskvöld klukkan
níu er fólk síðan hvatt til þess að
halda á lifandi ljósi úti í glugga,
fyrir utan dyr eða hvar sem það
U
Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, og Bernharður Guðmundsson
fréttafulltriíi í skrifstofu biskups á Klapparstíg.    Morgunbla&io/ ói.k.m.
ber helst fyrir sjónir nágrann-
ans, sem tákn um vináttu og frið
við alla menn fjær og nær.
„Friðarjólin eru sameiginleg-
ur boðskapur réttlætis og frið-
ar," sagði biskup, „samstaða til
liknar þeim sem búa við neyð og
örbirgð, með sameiginlegu tákni,
friðarloganum, sem menn
tendra á aðfangadagskvöld. Ef
við hugum að því að frummerk-
ing orðsins „friður" er vinátta og
ást, þá skiljum við að friður er
líf í kærleika þar sem eigingirni,
hatur eða reiði drottnar ekki
lengur í hjartanu. Orðið „friðar-
jól" er því vel við hæfi, því boð-
skapur jólanna er meðal annars:
Lifðu í friði við alla menn og
dyggðina, en í ófriði við lesti."
Starfsfólk hins nýja útibús Verslunarbankans. F.v.: Ester Ásbjörasdóttir gjaldkeri, Árni H. Bjarnason útibússtjóri,
Auður Vésteinsdóttir afgreiðslustjóri og Inga Malmberg afgreiðslustúlka.
Útibú Verslunarbanka íslands hf.
opnað í dag í Húsi verslunarinnar
Verzlunarbanki íslands hf. hefur í
dag starfsemi sína í Húsi Verslunar-
innar í Kringlumýri. Með tilkomu
þessa útibús bankans hafa allir eign-
araðilar að Húsi Verslunarinnar
flutt þangað inn, en Verslunarbank-
inn er stærsti eignaraðili að húsinu.
Utibú bankans þar er í rúmu hús-
næði á fyrstu heð hússins og er það
ekki nýtt til fullnustu, en í framtíð-
inni er áformað að aðalstöðvar
bankans verði fluttar í Hús Verslun-
arinnar. Miðast sá flutningur við
hversu hratt uppbyggingu Nýja mið-
bæjarins miðar.
í máli Sverris Norland, for-
manns bankaráðs Verslunarbank-
ans við formlega opnun útibúsins í
gær, kom fram að starfsemi bank-
ans verður flutt í áföngum í það
húsrými sem ónotað er, en tölvu-
deild bankans var flutt í hús
Verslunarinnar fyrr á þessu ári.
Nefndi hann í þvi sambandi að
ýmsar þjónustudeildir væru ráð-
gerðar á fyrstu hæðinni, svo sem
yeðdeild og gjaldeyrisdeild, en
bankinn hefur nú hlotið takmark-
aða heimild til erlendra viðskipta,
þ.e. innlendir gjaldeyrisreikningar
og afgreiðsla gjaldeyris til ferða-
manna og námsmanna. Hefur
Verzlunarbankinn tekið upp þessa
þjónustu í samvinnu við Utvegs-
banka  fslands.  Sagðist  Sverrir
fagna þeirri ákvörðun viðskipta-
ráðherra að rýmka reglur um
gjaldeyrisviðskipti einkabanka í
landinu. Þá þakkaði hann þeim
aðilum sem unnið hafa að bygg-
ingu útibúsins og færði þeim
Björgúlfi Bachman, aðalféhirði
bankans og Þorvaldi Guðmunds-
syni, fulltrúa bankans í Húsi
Verslunarinnar, sérstakar þakkir
fyrir vel unnin störf.
Fyrst um sinn gegnir Árni H.
Bjarnason, skrifstofustjóri aðal-
bankans, forstöðu útibúsins í Húsi
Verslunarinnar þar til umsóknar-
frestur um starfið rennur út þann
23. þessa mánaðar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48