Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983 Kirkjudagur Háteigskirkju: Jólasöngur við kertaljós NK. SUNNUDAG kemur eru átj- án ár liðin frá vígslu Háteigs- kirkju. HáteigsSöfnuður gerir sér dagamun nú í nánd hátíðarinnar og í tilefni dagsins með því að halda fjölskyldu- og barnaguðs- þjónustu kl. 11.00 árdegis og syngja jólasöngva við kertaljós kl. 22.00. f fjölskyldu- og barnaguðsþjón- ustunni verður fluttur helgileikur, sem Hulda Hrönn, sunnudaga- skólakennari, hefur undirbúið, nemendur úr ÆSKHf leika á blásturshljóðfæri undir stjórn Jóns G. Þórarinssonar, Barnakór Álftamýrarskóla syngur, stjórn- andi er Reynir Jónasson. Jólasöngvar við kertaljós hefj- ast kl. 22.00. Við friðsæla birtu kertaljósa verður flutt tónlist, sem helguð er aðventunni og nánd jólanna. Kirkjukór Háteigskirkju syngur undir stjórn organistans, dr. Orthulf Prunners, sem einnig mun leika á orgelið, og Gesíne Grundmann flytur sellótónlist. Jó- hann Hjálmarsson, rithöfundur, fer með eigin ljóð, trúarlegs eðlis. Þá er almennur söngur. Það eru margir sem hafa lagt leið sína í Háteigskirkju á fjórða sunnudegi í aðventu og litið upp frá erli dagsins og aðventunnar til þess að láta uppbyggjast af orði og söng, og sækja sér andlega endur- næringu og kraft á tímum spennu og hraða. Verið öll velkomin. Sóknarprestar Húsnædissamvinnufélagið Búseti: Salti og sykri blandað f hæfilegum skömmtum og síðan er sfldin kryddsöltuð. Síðustu síldirnar saltaðar á Seyðisfirði Síldarvertíðinni er fyrir nokkru lokið á Seyðisfirði. Meðfylgjandi síldarmyndir tók Kjartan Aðalsteinsson á Seyðisfirði er verið var að landa úr Bylgju VE og salta síðasta síldarfarminn. Stofnfélagar yfir 750 talsins Landað úr Bylgjunni VE. Framhaldsstofnfundur húsnæðis- samvinnufélagsins Búsetu var hald- inn að Hótel Borg 26. nóvember sl. Ákveðið var nafn félagsins, Búseti, félagssvæði Reykjavík og nágrenni, kosin stjórn, gerðar samþykktir og ákveðið stofngjald að upphæð kr. 500. Með þeim inntökubeiðnum sem bárust á fundinum eru stofnfélagar nú yfir 750. Gestur fundarins var Eysteinn Jónsson, fyrrum ráðherra, en einnig ávarpaði Birgir Marinós- son, formaður Landssambands is- lenskra samvinnustarfsmanna, fundinn. Ragnar Aðalsteinsson hrl. kynnti drög að samþykktum félagsins og voru þær einróma samþykktar eftir nokkrar breyt- ingar. Við stjórnarkjör var Jón Rúnar Sveinsson kosinn formaður, en Auður Styrkársdóttir, Ásdís Félag ísl. myndlistarmanna um Völundarreit: Mótmæla nýtingarhlutfalli SKIPULAG Völundarreits við Skúla- götu hefur að undanlornu verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Mikið hef- ur verið rætt og ritað um að sam- þykkja þurfl sem hæst nýtingarhlut- fall á reitnum, allt að tveimur íbúum Til áréttingar ÞAR SEM mér hefur verið bent á ónákvæmni í frásögn af bók til kennsiu í íslensku í grein minni „Samfélag bavíana" í Mbl. 13. des. sl. er rétt að taka eftirfar- andi fram svo að ekki leiði af neinn misskilningur: Umrædd bók er ætluð nem- endum 16 ára og eldri og er hún á engan hátt tengd Skólarann- sóknadeild né Námsgagnastofn- un. Um hitt mætti svo skrifa nokkuð mál hvers vegna höfund- ar bókarinnar vilja leggja það á kennara í íslensku að hafa á hendi umræður um kynlíf manna og dýra. íslenskukennar- ar hafa hvorki menntað sig né ráðið sig til slíks starfs. Og má þá ekki með sama rétti koma kynlífshugmyndum inn í hvaða námsgrein sem er? Ég er ekki að amast við kyn- lífsfræðslu fyrir nemendur skól- anna í greinum sem hún á rétt á sér heldur andæfi ég aðeins gegn þeim öfuguggahætti að vera alls staðar með hana slefandi, blaðr- andi, teiknandi. Reykjavík, 14. desember. Gunnar Finnbogason Ingólfsdóttir og Gísli Hjaltason meðstjórnendur til tveggja ára og Birna Þórðardóttir, Guðni Jó- hannesson og Reynir Ingibjarts- son meðstjórnendur til eins árs. Fimm voru kosnir í varastjórn og sem endurskoðendur voru kosnir Ingi Valur Jóhannesson og Jón Kjartansson, auk tveggja vara- manna. í ályktunum frá fundinum segir m.a. að framhaldsfundurinn fagni þeim áhuga sem virðist vera fyrir stofnun húsnæðissamvinnufélags og nú þurfi að vinna að stofnun landssamtaka. Þá beri að kynna sveitarstjórnum og verkalýðs- hreyfingum húsnæðissamvinnu. Fundurinn beinir því til stjórn- valda að móta tillögur í tengslum við félagið og skapa því fjárhags- legan ramma innan húsnæðis- lánakerfisins. Úr fréttatilkynningu. á hvern fermetra, þ.e. að byggt verði háhýsi fyrir sem flesta. Einnig hefur verið fjallað um bætta heiiarmynd við Skúlagötu, segir í frétt frá Félagi íslenskra myndlistarmanna. Síðan segir: Myndlistarmenn á félagsfundi Félags íslenskra myndlistar- manna þann 10. nóvember 1983 skora á stjórn Reykjavíkurborgar, að umrætt nýtingarhlutfall verði ekki samþykkt það hátt að sam- þykktin hafi í för með sér niðurrif Völundarhúss, Kveldúlfsskemmu og húss Sláturfélagsins. Auk þess fá viðstaddir félagsmenn ekki séð, að ofangreind hús hafi varpað nokkrum skugga á heildarmynd Skúlagötu til þessa og beina eftir- farandi tilmælum til stjórnvalda borgarinnar: 1. að uppbygging svæðisins verði gerð með tilliti til umræddra húsa, 2. að við endurbyggingu verði höfð í huga félagsleg aðstaða fyrir borgarbúa. Krókur á móti bragði Tíu smásögur eftir Agatha Christie BOKHLAÐAN hefur geflð út bókina „Krókur á móti bragði“ eftir Agöthu Christie. í kynningu á bókarkápu segir, að „drottning sakamálasagn- anna“ sé hér í sínu bezta formi. Auk þess að skrifa heilar bækur um einn atburð þá hefur hún skrifað margar smásögur og segir á bókarkápu að þar njóti hún sín bezt. 1 þessari bók birtast tiu smá- sögur og hafa flestar þeirra verið kvikmyndaðar. íslendingar fengu smjörþefinn af þessum sögum í nokkrum þáttum í íslenzka sjón- varpinu síðastliðinn vetur. Á bók- arkápu segir að Agatha Christie eigi 50 milljónir aðdáenda í öllum löndum heims. Agatha Christie Þessar telpur efndu til hlutaveltu á Ásbraut 15—17 í Kópavogi til ágóða fyrir Hjúkrunarheimili aldraðra þar f bænum. Þær söfnuðu tæpl. 560 krónum. Telpurnar heita Edda, Sigrún, Ágústa og Erna. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar VERPBRÉFAMARKAOUR HUSI VERSLUNARINNAR SIMI 83320 Símatímar kl. 10—12 og 3—5. KAUP OG SALA VEBSKULDABRtfA Heildsöluútsala Prjónuöu jólafötin á minnstu börnin. barnapeysur. dukar BÆKUR Önnur bók, sem hefur ekki hlot- ió þá athygli sem henni ber. heit- ir MÓMÓ og er unglingabók en engu siöur góó fyrlr fulloröna — einkum stressaóa. MÓMÓ er lítil stelpa sem sýnir okkur fram á aö vió erum tilfinningaverur, en þaö gleymist oft i lifsgæöakapp- hlaupinu. MÓMÓ er saga sem hrífur alla, og er vítnaó til af læröum sem leikum. Ef þú þekk- j ir einhvern stressaöan, er MÓMÓ tilvalin til aó opna augu hans, og þar sem bókin er skemmtileg er MÓMÓ góö gjöf. Meira á morgun. isafold Ódýrar bækur j Utnesjamenn. Marina, Sval- heimamenn, Ljóömæli Ólínu og [ Herdísar og Litla skinniö, til sölu j á Hagamel 42, milli kl. 11—12, j fyrir hádegi. Simi 15688. Veraldarhljómplata Kristján Jóhannssonar Bóndinn, hljómplata Jóhanns Más Jóhannssonar. Allar hljómplötur Örvars Kristjáns- sonar. Ódýrar jólahljómplötur. Einnig aörar islenskar og erlend- ar hljómplötur Flestar líka á kassettum TDK-kassettur allar geröir. Radióverslunin, Bergþórugötu 2, sími 23889. húsnæöi óskast v—v-w—fc*—\nrvv— ■ Aðal-Ðílasalan Honda Civic Sport '83, Datsun Cherry '83, Fiat Uno '83, Lada '83, Mazda 929 '83. Mazda 626 '83, Mazda 323 '83, Daihatsu '82, BMW '82, Peugeout Dísel '82, Toyota Dísel '82. Rétti tím- inn til bílaskipta Bíll er verö- mæti, munið aö endurnýja. Miklatorg er aöalbilasölutorg borgarinnar. Komlö á svæöiö. Aðai-Bílasalan, v/ Miklatorg, sími 15014. 3—5 herb. fyrirframgr. S: 43348 Hannes og s: 17593 Bjarni. I.O.O.F. 1 = 16512168’/4 = Jólav. I.O.O.F. 12 = 16512168'/4 = jólav. i kvöld kl. 20.30 veröur jóla- samkoma fyrir ungt fólk i Þri- búöum, félagamiöstöö Sam- hjálpar. Hverflstögu 42. Fjöl- breytt dagskrá. Allt ungt fólk velkomiö. Samhjálp. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR 11798 og 19533. Sunrtudagur 18. desember Dagsferö kl. 10.30: Esja — Kerhólakambur (856 m). Farar- stjórar: Quömundur Pétursson og Torfi Hjaltason. Verö kr. 150,00. Ath.: Engln gönguferö kl. 13. Farlö frá Umferöarmiö- stööinni, austanmegin. Farmiöar viö bíl. Feröafélag Islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.