Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983
31
Rannsóknastofnun land búnadarins:
Tilraunabúið á Reyk-
hólum veröi lagt niöur
MtthúMim í B*rfastrand*rsýshi, 14. desember.
FRÉTTARITARI hafði fregnir af því, að leggja ætti niður
fjárbú tilraunastöðvarinnar á Reykhólum og náði hann því
sambandi við Inga Garðar Sigurðsson tilraunastjóra og spurði
hann hvort rétt væri að slíkt væri í bígerð. „Já, samkvæmt
ákvörðun stjórnar Rannsóknastofnunar landbúnaðarins,
RALA, sem á fundi sínum með aðstoðarmanni landbúnaðar-
ráðherra, samþykkti að leggja niður fjárbúið.
Fjármagn til tilraunastöðv-
anna á undanförnum árum hefur
farið minnkandi en þó keyrir um
þverbak á þessu ári. En það
sama hefur ekki gerst í höfuð-
stöðvunum í Reykjavík, þar hef-
ur starfsemin vaxið mikið frá
því að lögin um RALA tóku gildi.
Stjórnarmenn viðurkenndu að
skerðing á Reykhólum væri gerð
til þess að auðvelda að halda
hinum tilraunastöðvunum gang-
andi. Afurðir eftir vetrarfóðraða
á eru heldur meiri á Reykhólum
en öðrum ríkisbúum og tilkostn-
aður ekki meiri. Kjötframleiðsla
eftir vetrarfóðraða kind er svip-
uð en ullarmagn og gæði eru
langt fyrir ofan önnur ríkisbú.
Ullin gefur urnfram landsmeðaltal
átU dilka verð miðað við hverjar
100 ær. Fram kom á stjórnar-
fundi RALA að hún hyggst varð-
veita Reykhólastofninn, en ekk-
ert lá fyrir hvernig hún ætlaði
að framkvæma þá varðveislu,
eða hvað það myndi kosta."
— Hvað kostar það ríkið mik-
ið að reka fjárbúið á Reykhól-
um?
„Það er ekki hægt að svara
þessari spurningu nákvæmlega,
vegna þess að rekstur tilrauna í
jarðrækt og búfjárrækt tvinnast
saman og mætti nefna tölurnar
100 til 300 þúsund miðað við árið
1982. Væri hægt að færa álíka
góð rök fyrir hvorri tölunni sem
væri. Álit mitt á þessari ákvörð-
un er það að ég er mjög andvígur
því að rekstur fjárbúsins verði
lagður niður og er búið að vinna
að ræktun hvíta fjárstofnsins í
20 ár og hefur náðst mjög góður
árangur í ræktun hreinhvítrai
ullar og betri skinna. Þessi full
yrðing mín er byggð á umsögi
þeirra iðnaðarmanna, sem hafi
fengið þessa vöru til vinnslu.
Ég tel það grundvallaratrið
að Reykhólastofninn sé á til
raunabúi vegna þess að gætí
verður varúðar í blöndun vií
aðra stofna, sem ræktaðir hafs
verið með önnur ræktunarsjón-
armið í fyrirrúmi, þar sem ekki
hefur verið tekið tillit til ullar-
ræktunar. Ekki verður heldur
hægt að flytja Reykhólastofninn
á önnur tilraunabú, því ekki er
leyft að flytja fullorðið fé yfir
varnarlíriur sauðfjárveikivarna."
— Nú heyrist það stundum
manna á milli, að sauðfjártil-
raunir megi aðeins framkvæma
eftir pólitískum línum ráða-
manna í landbúnaði. Telur þú að
hér sé um flokkspólitíska
ákvörðun að ræða?
„Nei, ég vil ekki trúa því, að
ákvörðun um jafn faglegt mál
geti verið tekin á flokkspólitísk-
um grunni. Það hlýtur að vera
tilviljun, að þegar það hefur
komið   til   umræðu   að   leggja
Frá Reykhólum.
niður tilraunir í sauðfjárrækt, á
því 20 ára tímabili, sem ég hef
verið tilraunastjóri á Reykhól-
um, þá hefur alltaf verið fram-
sóknarmaður landbúnaðarráð-
herra. Meðan Ingólfur Jónsson
var landbúnaðarráðherra heyrði
ég ekki á þetta minnst og í ráð-
herratíð Pálma Jónssonar lá
þessi umræða í láginni. Á þessu
bryddaði á síðari hluta ráð-
herratímabils Halldórs E. Sig-
urðssonar og þegar Steingrímur
Hermannsson var landbúnað-
arráðherra   skipaði   hann   sér-
staka nefnd til þess að gera út-
tekt á tilraunastöðvunum og í
því nefndaráliti var lagt til að
fjárbúskapnum á tilraunastöð-
inni á Reykhólum yrði hætt. En
að sögn eins nefndarmanna var
það gert til þess að koma á móts
við ákveðin sjónarmið í landbún-
aðarráðuneytinu. Þegar þessi
ákvörðun er tekin nú, er Jón
Helgason landbúnaðarráðherra,
og fulltrúi hans sat á stjórnar-
fundi RALA," segir Ingi Garðar
að lokum.
— Sveinn.
Ný bók frá Guðrúnu
- jólagjöf barnanna í ár
HHMHj
111
I

Sitji Guðs englar
SITJI GUÐS ENGLAR eftir Guðrúnu Helga-
dóttur. Heillandi og nœrfatrin saga um
marga krakka í litlu htísi. Þar búa líka afi
ogamma ogauðvitað mamma ogstundum
kompabbi og ruglaði öltu. fírœðurtiir hjól- \
uðu upp í eldhús og Páll tábraut hermann-
inn. Enpetta bjargaðist alltpví krakkarnir
unnu stríðið.
Ungir lesendur bíða með eftirvasnt-
ingu eftir hverri nýrri bók frá Guð-
rúnu Helgadóttur. SITJI GUÐS ENGLAR
er jólagjöf barnanna í ár.
Kr. 34S.25
BræÓraborgarstíg 16 Pósthólf 294
AUK hf  Auglysingastota Kristmar 83 75
121Reykjavík Simi 12923-19156
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48