Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983 Hamar og sög er ekki nóg NEMA ÞÚ VEUIR RÉTTA EFNIÐ** TÍSKULJÓS *L T. | »| ' Rafkaup Suðurlandsbraut 4 - Sími 81518 Stórkostleg bylting í gólfefnum! Perstorp, 7mm þy kk gólf boró, semhægteraó leggja beint á gamla gólfió! Nýju Perstorp gólfborðin eru satt að segja ótrúleg. Þau eru aðeins 7 mm á þykkt og þau má leggja ofan á gamla gólfið - dúk, teppi, parket eða steinsteypu. Það er mjög einfalt að leggja Perstorp gólfborðin og 7 mm þykktin gerir vandamál þröskulda og hurða að engu. Perstorp gólfborðin eru líka vel varin gegn smáslysum heimilis- lífsins eins og skóáburði, naglalakki, kaffi, te, kóki og logandi vindlingum. Þú færð Perstorp aðeins hjá okkur. Kalmar SKEIFUNNI 8.SIMI 82011 Garðabær: Jólasöngur á aðventu Á jólafostunni, sem nú fer í hönd, hefur Skólakór Garðabæjar tekið upp þá nýlundu að gefa verzlunum, fyrirtækjum og öðrum stofnunum kost á að njóta sönglistar kórsins. Af þessu framtaki hyggst kór- inn hafa nokkrar tekjur og verður þeim varið til að kljúfa kostnað af væntanlegri söngför til Þýska- lands á vori komanda. Þeir aðilar sem sýna vilja þess- ari viðleitni áhuga og um leið styrkja málefnið hafi vinsamleg- ast samband við Guðfinnu Dóru Ólafsdóttur í síma 42212. Þjóðleikhúsið: Miðasala hafin á jóla- frumsýningu MIÐASALA á jólafrumsýningu Þjóðleikhússins hófst í gær, en jóla- frumsýningin verður á leikriti Jakobs frá Hrauni, Tyrkja-Guddu. Leikstjóri Tyrkja-Guddu er Benedikt Árnason, tónlist er eftir Leif Þórarinsson og leikmynd og búningar eftir Sigurjón Jóhanns- son. Aðalhlutverkin eru í höndum Steinunnar Jóhannesdóttur, sem leikur Guddu, og Sigurðar Karls- sonar sem leikur séra Hallgrím. Fjöldi annarra leikara kemur fram á sýningunni. Njósnari Lincolns HJÁ Prentveri er komin út sagan Njósnari Lincolns, eftir Louis A. Newcome. Þetta er önnur útgáfa, en bókin kom út fyrir allmörgum árum og seldist þá upp á skömmum tíma. Efni bókarinnar er endurminn- ingar úr borgarastyrjöldinni í Bandaríkjunum. Louis Newcome höfuðsmaður var 15 ára þegar styrjöldin hófst, og það kom í hans hlut að inna af hendi þýðingarmikið starf í þágu upplýsingaþjónustunnar — hann var bara berfættur og rauðhærður strákur — hver hefði trúað því, að hann væri njósnari? Hann rataði í margan og mikinn háska, en hann slapp heill á húfi úr hverri hættu og missti aldrei móðinn. Laugavegi lok- að á morgun í FYRIRSÖGN í Morgunblaðinu í gær segir á bls. 30: „Laugavegi lokað fyrir almennri umferð á morgun". Þessi fyrirsögn var röng eins og raunar strax kemur í ljós við lestur fréttarinnar. Laugavegi er lokað fyrir almennri umferð á laugardag. Föðurnafn misritaðist FÖÐURNAFN misritaðist í frétt ’ um útkomu bókarinnar „Látum oss hlæja", sem bókaútgáfan Salt gefur út. Sá, sem myndskreytti bókina heitir Þorsteinn Eggerts- son, en ekki Bjarnason eins og stendur í fréttinni. Hlutaðeigend- ur eru beðnir velvirðingar á þessu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.