Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 290. tbl. 70. árg. LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 Prentsmiöja Morgunblaðsins Danuta Walesa lagði blómsveig að minnis- merki verkamanna (■dansk, 16. des. AP. DANUTA Walesa, kona Lechs Wal- esa, lagöi í dag fyrir hönd manns síns blómsveig við minnismerki það í Lenin-skipasmíðastöðvunum í Gdansk, sem reist var til minningar um verkamenn þá, er þar voru drepn- ir 16. desember 1970. Sjálfur liggiir Walesa veikur af inflúensu og fól þvi konu sinni að framkvæma þessa at- höfn. Mikill fjöldi lögreglumanna var á verði við minnismerkið og voru þeir viðbúnir með vatnsslöngur og bryn- varðar bifreiðar, ef til óeirða keæmi. Einnig höfðu mörg hundruð lögreglu- menn tekið sér stöðu í borgunum Varsjá og Nova Huta, sem er útborg Krakow í suðurhluta Póllands. Kommúnistastjórnin í Póllandi hafði neitað beiðni Walesa um að fá að flytja ávarp við minnismerkið, sem svo mjög hefur verið tengt Samstöðu, samtökum hinna frjálsu verkalýðsfélaga í Póllandi, er ein- mitt voru stofnuð í skipasmíða- stöðvunum í Gdansk. I yfirlýsingu, sem Walesa lét frá sér fara í dag, skoraði hann á stjórnvöld í Póllandi að fallast á að Samstaða fengi að starfa hindrunarlaust að nýju, svo að komið yrði I veg fyrir „snarpar og harkalegar deilur í landinu". Prestur að nafni séra Jerzy Popi- eluszko, sem stjórnvöld höfðu hald- ið í gæzluvarðhaldi fyrr í þessari viku, flutti messu í dag fyrir fjöl- mennum hópi verkamanna við Len- in-skipasmíðastöðvarnar. Tileink- aði hann ræðu sína þeim „verka- mönnum, sem myrtir voru í skipa- smíðastöðvunum í Gdansk fyrir 13 árum og í Wujek-kolanámunum f.vrir 2 árurn". Pólski presturinn séra Jerzy Popiel- uzko flytur messu fyrir verkamenn við Lenín-skipasmíðastöðvarnar í Gdansk í gær. Poul Schliiter, forsætisráðherra Danmerkur: „Ég vildi þessar kosning- ar og ég ætla að vinna þær“ Kaupmannahöfn, 16. desember. AP. Kosningaspjöldin keppa nú við jólaskrautið um aö setja svip á daglegt líf í Danmörku en þingkosningar munu fara þar fram 10. janú- ar nk. Er Hægriflokknum, flokki Poul Schliiters, forsæt- isráðherra, spáÖ mikilli fylg- isaukningu í skoðanakönn- unum en aðalstjórnarand- stöðuflokkurinn, jafnaðar- menn, munu aftur á móti tapa samkvæmt þeim. „Ég vildi þessar kosningar og ég ætla að vinna þær,“ sagði Schluter í gær, skömmu eftir að fjárlagafrumvarp stjórnar hans hafði verið fellt á þingi. Dönsku blöðin tala í dag um „einvígi hinna stóru“, jafnaðarmanna og hægrimanna, og ber þeim öllum saman um, að í þeim átökum Paul Schliiter hafi Schliiter bæði töglin og hagldirnar. Síðustu 15 mánuð- ina hafa allar fréttir af dönsk- um efnahagsmálum verið góðar Kasparov sigraði liondon, 16. des. AP. GARY Kasparov sigraði Victor Korchnoi í 11. skákinni í dag og var þar með orðinn sigurvegari í einvíg- inu. Eru úrslitin á þann veg, að Kasparov hefur hlotið 7 vinninga en Korchnoi 4. Kasparov vann 4 skák- ir, tapaði einni og sex skákir urðu jafntefli. Kasparov hafði hvítt í síðustu skákinni og tefldi fram drottn- ingarpeði en Korchnoi svaraði með svonefndri Benonivörn. Skákin varð fljótt flókin en tví- sýn og gaf til kynna, að Korchnoi hygðist leggja sig allan fram til þess að vinna, enda mátti hann til, þar sem jafntefli nægði and- stæðingi hans til sigurs í einvíg- inu. Svo fór, að Korchnoi teygði sig of langt eftir vinningi og tap- aði. Þeir Vassily Smyslov og Zoltan Ribli tefla 11. skák sína á morg- un, laugardag. Sjá skákskýringar á bls. 2. fréttir og segja kannanir, að eftir 10. janúar nk. muni Hægriflokkurinn ekki eiga 26 menn á þingi sem nú, heldur 52. Allt útlit er hins vegar fyrir að samstarfsflokkarnir muni tapa en ef spárnar rætast þarf Hægriflokkurinn ekki nema einn samstarfsflokk eftir kosn- ingar. Það hefði líka þær afleið- ingar, að stjórnin gæti fylgt eig- in stefnu í utanríkismálum í stað þess að láta stjórnarand- stöðuna segja sér fyrir verkum í því efni. Sjónvarpað var frá umræðun- um um fjárlögin en ræður manna snerust kannski minnst um þau heldur voru þær líkari almennum framboðsræðum. Voru 170 ræður fluttar á 13 klukkustundum og sagði Lasse Jensen, yfirmaður fréttadeildar danska sjónvarpsins, að „sjón- varpsvélarnar hafa sömu áhrif á stjórnmálamennina og hun- ang á býflugur. Þeir misnota ekki sjónvarpið — þeir gieypa það með húð og hári“. Bjargad úr hönd- um IRA Ballinamore, 16. des. AP. HERMÖNNUM og lögreglu tókst í dag að bjarga Don Tidey úr höndum mannræningja írska lýð- veldishersins (IRA) eftir harðan skotbardaga. Tidey, sem er for- stjóri fyrir stórmarkaðskeðju, hafði verið fangi mannræningj- anna í 22 daga og höfðu þeir kraf- izt 5 millj. punda lausnargjalds fyrir hann (um 200 millj. ísl. kr). í átökunum í dag biðu einn lög- reglumaður og einn hermaður bana. Til skotbardaga kom, er mannræningjarnir, sem voru að flytja Tidey milli felustaða, óku framhjá eftirlitsstöð lögregl- unnar í bænum Ballinamore, sem liggur ekki langt sunnan við landamæri Norður-lrlands. Mikil ringulreið skapaðist á meðal IRA-mannanna, er bif- reið þeirra var stöðvuð og tókst Tidey þá að slappa burt. IRA- mennirnir flýðu til skógar eltir af lögreglu og írskum hermönn- um. Til skotbardaga kom hvað eftir annað og særðust tveir lögreglumenn og tveir hermenn, þar af annar lögreglumaðurinn og annar hermaðurinn til ólífis. Um 600 hermenn og lögreglu- menn höfðu kannað þetta svæði gaumgæfilega undanfarna daga I leit sinni að Tidey, sem er 49 ára gamall og forstjóri Qu- innsworth-stórmarkaðanna. Fólk í borginni Andineshk í tran flytur á brott húsgön gog annað það litla, sem heillegt var eftir á heimili þess eftir loftárás íraka á borgina á miðviku- dag. Ali Khamanei, forseti írans, hótaði í gær frökum grimmilegum hefndum og sagði: „frakar skulu fá að gjalda fyrir glæpi sína.“ Vopnahlé tilkynnt, en rofið 4 stundum síðar Grísku skipin lögð af stað til bjargar Arafat Beirút, Trípólí og (ienf, 16. desember. AP. GRÍSKA skipið Vergina lagði í dag upp frá Aþenu undir fána Grikklands og Sameinuðu þjóðanna áleiðis til Trípólí í Líhanon, þar sem það mun ásamt fjórum öðrum skipum flytja Arafat og menn hans a brott frá borginni. Ilin skipin áttu að leggja upp í kvöld. tsraelskir varðbátar gerðu snemma í morgun árás á bækistöðvar PLO í Trípólí. Var þetta í fjórða sinn á einni viku, sem Israelar skjóta á búðirnar. Skothr- íðin í morgun stóð yfir í hálfa aðra klukkustund, en ekki var vitað um manntjón. Skömmu eftir árás ísraela var tilkynnt í Damaskus í Sýrlandi, að hinar stríðandi fylkingar í Líbanon hefðu komist að samkomulagi um vopnahlé. Aðeins fjórum stundum síðar höfnuðu sex flugskeyti skammt frá einni braut flugvallar- ins í Beirút og sprungu með tilheyr- andi látum. Þar meö var friðurinn úti og enn eitt vopnahléð að engu orðið. Starfsmaður libanska sendiráðs- ins í Genf tilkynnti í dag, að miklir möguleikar væru á að fundur um þjóðarsátt í Líbanon yrði haldinn i Montreaux í Sviss á þriðjudag. Gemayel, Líbanonforseti, sem er á heimleið eftir ferðalag til nokkurra landa, hafði áður sagt, að fundað yrði í Damaskus á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.