Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983
Morgunblaðið/Friðþjófur.
Frá afhendingu gjafar útgerðar Kampen í bústað þýzka sendiberrans í gær.
Dr. Jörg R. Kríeg sendiherra afhendir Haraldi Henrýssyni forseta SVFÍ
ávísunina og Hannes Hafstein framkvemdastjóri SVFÍ fyigist meo.
Haraldur Henrýsson hjá SVFÍ
um gjöf útgerðar Kampens:
Framlagið auðveld-
ar SVFI að auka
öryggi sæfarenda
„Þetta framlag er þegið með þökkum og það mun koma í
góðar þarfír," sagði Haraldur Henrýsson, forseti Slysavarn-
afélags íslands, er hann hafði tekið við ávísun úr hendi Dr.
Jörg R. Krieg sendiherra Vestur-Þýzkalands, sem var gjöf frá
útgerð þýzka flutningaskipsins Kampen, sem fórst á Kötlu-
grunni 1. nóvember sl. Gaf útgerðin SVFÍ 10 þúsund vestur-
þýzk mörk, sem er jafnvirði röskra eitthundrað þúsund
króna.
Sendiherra Sambandslýðveldis-
ins sagði er hann afhenti forráða-
mönnum SVFÍ ávísunina að með
þessari gjöf vildi útgerð Kampen
sýna þakklæti sitt í verki fyrir þá
fórnfýsi og ósérhlífni, sem íslenzk-
ir björgunaraðilar auðsýndu við
björgun skipverja af Kampen.
Sendiherrann sagði jafnframt
að það væri þægilegt til þess að
vita að þýzkir ferðalangar, sem í
auknum mæli legðu leið sína til
íslands, gætu átt von á því að
verða hjáipað ef í nauðir ræki.
Sagði sendiherrann Þjóðverja
snortna af vðskum framgangi
björgunarmanna, og ættu þeir
mikið lof skilið.
Haraldur sagði að fjárhæðin
kæmi að góðum notum í þeirri við-
leitni Slysavarnafélagsins að efla
öryggi sæfarenda. Þótt gjöfin væri
til SVFÍ kvaðst hann líta á fram-
lagið sem þakklætisvott til allra
þeirra sem á einhvern hátt áttu
aðild að björgun skipverja af
Kampen. Sagði Haraldur þar hafa
komið við sögu auk björgunar-
sveita SVFÍ, bæði sjómenn, loft-
skeytamenn, einkum í Eyjum,
flugumferðarstjóra í Reykjavík og
Vestmannaeyjum og björgunar-
menn Varnarliðsins á Keflavíkur-
flugvelli.
Auk þessa sagði Haraldur að
tilkynningaskylda skipa hefði
sannað ágæti sitt í sambandi við
björgunina, því með henni væri á
skjótan hátt hægt að beina nær-
stöddum skipum á vettvang.
„Skilaboð til Söndru
u
Frumsýning
í dag
„Skilaboð til Söndru", kvik-
mynd gerð eftir samnefndri sögu
Jökuls Jakobssonar, verður frum-
sýnd í dag í Háskólabíói. Kvik-
myndafélagið IIMBI stendur að
gerð myndarinnar en í því eru
Guðný Halldórsdóttir, höfundur
handrits og framkvæmdastjóri,
Kristín Pálsdóttir, leikstjóri mynd-
arinnar, Ragnheiður llarvey, sem
sá um förðun og búninga, og Árni
Þórarinsson, upptökustjéri.
„Söguþráðurinn snýst um Jón-
as, miðaldra rithöfund," sögðu
þær Kristín og Guðný í samtali
við Mbl. „Þetta er maður með
fastmótað lífsmunstur og verð-
mætamat, en sumarið sem hann
vinnur að kvikmyndahandriti
fyrir ítalskt fyrirtæki hittir
hann fólk sem raskar þessu öllu.
Konan hans er farin til útlanda í
leit að sjálfri sér og hann ræður
til sín unga stúlkum, Söndru, til
að sjá um ráðskonustörf. Hann
Ráðskonan Sandra mætir til starfa.
Kemst njonega ao pvi ao nun
kann ekkert til þeirra verka, en
eitthvað verður til þess að hann
lætur hana halda áfram samt
sem áður."
Með aðalhlutverk fara Bessi
Bjarnason og Ásdís Thoroddsen,
í minni hlutverkum eru Elás
Mar, Bryndís Schram, Benedikt
Árnason, Rósa Ingólfsdóttir,
Bubbi Morthens, Andrés Sigur-
vinsson,  Þorlákur  Kristinsson,
Við tóku myndarinnar: Einar Bjarnason kvikmyndatökumaður og Kristín
Pálsdóttir leikstjóri.              __________
Birna Pórðardóttir, Jön Laxaai
og fleiri.
Kvikmyndatökumaður var
Einar Bjarnason og honum til
aðstoðar Alex DeVaal, hljóð tók
Böðvar Guðmundsson og honum
til aðstoðar Martien Coucke,
skrifta var Elín Þóra Frið-
finnsdóttir og um leikmynd ann-
aðist Hákon Oddsson. Karl Sig-
tryggsson klippti myndina og
Þorsteinn Ulfar Björnsson
klippti hljóð. Aðstoðarmaður í
Grikklandi var Panos Coutras.
Þau Einar, Guðný og Kristín
eru öll úr sama skóla, London
International Film School, og
reyndar fjórir í viðbót þau
Martien, Panos, Alex og Þor-
steinn.
Myndin var tekin að mestu
leyti á íslandi, í júní og júlí í
sumar, en seinustu tökur fóru
fram í Grikklandi. Vinnsla
myndarinnar hefur staðið yfir
síðan. Kostnaður við hana er um
það bil fjórar milljónir og er hún
fjármögnuð með styrkjum úr
kvikmyndasjóði, lánum, auk þess
sem greiðslufrestur er á launum.
„Skilaboð til Sðndru" er nú
fullgerð, komin úr okkar hönd-
um. Hún er orðin sjálfstæður
einstaklingur og verður nú að
bjarga sér sjálf," sögðu þær
kvikmyndagerðarkonur Guðný
og Kristín í þessu spjalli daginn
fyrir frumsýningu. „Ökkur hefur
enn ekki gefist tími til að hugsa
um framhaldið, enda mikið átak
að koma þessu í höfn."
Landsvirkjnn:
Gjaldskrárhækkanir ekki
umfram almennt verðlag '84
STJÓRN   Landsvirkjunar  sam-
þykkti á fundi sínum í gær rekstr-
aráætlun fyrirtækisins fyrir 1984
og þá niðurstöðu áætlunarinnar, að
Sagt frá súlu-
byggð í Hellisey
Á desemberfundi Fuglaverndarfé-
lags fslands, fengu fundarmenn að
kynnast því hvernig dugandi fugla-
skoðari stendur að verki er hann tek-
ur sér fyrir hendur verkefni, sem
krefst mikillar vinnu og nákvæmni
fuglaskoðarans.
¦ Það var Þorsteinn Einarsson
fyrrum íþróttafulltrúi, einn helsti
fuglaskoðari landsins, sem sagði
frá því er hann fyrir mörgum ár-
um fór út í Hellisey í Vestmanna-
eyjum til þess að kynna sér að
nokkru lifnaðarhætti hafsúlunnar.
í um það bil klukkustundar fyrir-
lestri sagði hann frá þessari för
sinni í súlubyggðina þar, en hún er
ein af 10 súlubyggðum hérlendis.
Hafði Þorsteinn komið sér upp
byrgi á eynni á þeim stað sem
hann hafði gott útsýni yfir súlu-
byggðina. Á þeim stað voru alls 60
hraukar — hreiður. tJr byrginu
fylgdist Þorsteinn með heimilislíf-
inu hjá hafsúlunni í nær 27 klst.
óslitið. Hafði hann jafnóðum hald-
ið dagbók yfir það sem fyrir augu
bar í byggðinni sjálfri og flugi súl-
unnar yfir henni. Var frásögn hans
í senn lærdómsrík og lifandi og
miðlaði hann fundarmönnum
miklum fróðJeik. Hann gat þess
t.d. að fyrir þremur árum hefði
hafsúlustofninn í heiminum verið
talinn 213.000 pör. — Gat hann
þess að stofninn hér á landi væri
talinn vera um 22.300 bjón og eru
hafsúlubyggðir alls taldar vera 10
sem fyrr segir, og er Eldey að
sjálfsögðu þeirra stærst. Myndi
súlustofninn í Evrópulöndum vera
um 180.000 hjón. Hann sagði frá
því að meðan hafsúlan væri ung-
fugl væri hún ósvikinn flökkufugl,
sem færi frá íslandi jafnvel allt
suður til Senegal í Afnku. Hann
Hafsúlan af pelikanastofni — já það leynir sér ekki.
sagði frá því að sér virtist því
þannig varið með súluna að hún
þekkir ekki afkvæmi sitt ef svo fer
að unginn hrekst frá hreiðrinu.
Endar hrakingarsagan venjulega á
þann veg að fullorðnu súlurnar
drepa þessa unga. Þetta virtist
Þorsteini staðreynd þó ótrúlegt
muni það þykja. Þá sagði hann frá
því aðspurður, að þegar súlan
stingi sér eftir æti, færi hún yfir-
leitt ekki djúpt niður og myndi í
flestum tilfellum aðeins kafa niður
svo sem 3'á m í djúpið. Vitað er að
hún getur kafað miklu dýpra. —
Og þegar súlan stingur sér, er hún
komin á hartnær 100 km hraða síð-
asta spölinn áður en hún stingur
sér undir yfirborð sjávar.
Þá sakar ekki að geta þess, að
Þorsteinn vék að því orðum að haf-
súlan er af sama stofni og pelikan-
inn.
Á veturna er að ðllu jöfnu einn
fræðslufundur í mánuði í Fugla-
verndarfélaginu og koma menn
jafnan fróðari af þeim, enda góðir
fyrirlesarar.
til að tryggja hallalausan rekstur
þurfi ekki að koma til hækkunar á
gjaldskrá til almenningsrafveitna
nema til að mæta kostnaðarauka
vegna hugsanlegra verðlagshækk-
ana umfram forsendur þjóðhags-
áætlunar fyrir 1984, að því er Hall-
dór Jónatansson, forstjóri Lands-
virkjunar, sagði í samtali við blaða-
mann Mbl. í gær.
Halldór sagði að gjaldskrá
fyrirtækisins hefði verið lagfærð
á undanförnum árum svo að mið-
að við lítið breytt verðlag ætti
hún að standa fyrir sínu. „Gjald-
skráin er orðin að raungildi svip-
uð og hún var fyrir 10—12 árum,
þegar allt fór að fara úr böndun-
um vegna verðbólgu og verðlags-
þróunar," sagði Halldór Jóna-
tansson.
„Mestu gjaldskrár-
hækkanirnar urðu á árunum
1981 og 1982. En það er rétt að
láta koma fram, að gjaldskrár-
hækkanir umfram byggingavísi-
tölu urðu af illri nauðsyn, þvi um
80% af rekstrarkostnaði er
fjármagnskostnaður. Hann er
augljóslega mjög háður gengis-
þróun enda hafa nær allar fram-
kvæmdir verið greiddar með er-
lendum lánum."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48