Morgunblaðið - 24.12.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.12.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1983 3 Magnús Hafliðason frá Hrauni látinn MAGNUS Hafliðason, útvegsbóndi frá Hrauni í Grindavík, lézt 17. des- ember síðastliðinn, 92 ára að aldri. Magnús var fæddur á Hrauni 21. nóvember 1891. Hann var son- ur hjónanna Sigríðar Jónsdóttur og Hafliða Magnússonar og ólst upp í stórum systkinahópi, aðal- lega við sjósókn. Fyrri kona hans var Katrín Gísladóttir frá Urriðafossi í Flóa og eignuðust þau fjögur börn, þrjár dætur og einn son. Soninn misstu þau er hann var um tví- tugt, en dætur þeirra eru enn á lífi. Árið 1948 giftist hann öðru sinni, Önnu Þórdísi Guðmunds- dóttir frá Kálfárvöllum í Staðar- sveit á Snæfellsnesi, eftir að hafa misst fyrri konu sína. Magnúsi og Önnu varð ekki barna auðið. Magnús var þekktur, bæði í heimsveit sinni og víðar, fyrir sjó- mennsku, björgunarstörf og fleira. Sjóinn sótti hann allt fram á efri ár, er heilsa hans brast og hann og Anna Þórdís fluttust á Elli- og vistheimilið Grund í Reykjavík. Anna Þórdís lifir mann sinn og býr nú á Elli- og vistheimilinu Grund._____ _ Fólk ekki borið út um jól og áramót „ÉG HEF engu við það, sem fram er komið í Morgunblaðinu, að hæta. Hvað gerist svo skýrist vænt- anlcga einhvern tímann í upphafi næsta árs. Fólk verður ekki borið út um jól og áramót, það dettur engum í hug,“ sagði Orn Smári Arnaldsson, sonur Grímu Guð- mundsdóttur, er Morgunblaðið ræddi við hann á fimmtudag um dómsniðurstöðu Hæstaréttar í út- burðarmálinu á Akureyri. Morgunblaðið reyndi að ná tali af Grímu Guðmundsdóttur, en vegna veikinda gat hún ekki rætt þetta mál við blaðið. Þess vegna varð sonur hennar, Örn Smári, fyrir svörum. „Þetta fólk hefur alltaf átt kost á því að koma sér í annað hús- næði og ef það reyndi að hlíta dómi, gæti það komizt hjá því að vera borið út. Það mætti jafnvel koma fram, að þegar menn hlíta dómi, þarf ekki að reyna á það, að fylgja honum eftir neitt frekar," sagði Örn Smári Arnaldsson. Lokað til 2. janúar VEGNA viðgerða á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll við Háaleitisbraut 1 verða skrifstof- urnar lokaðar fram til 2. janúar nk. Ef nauðsynlega þarf að ná í starfsmenn Sjálfstæðisflokksins er hægt að ná sambandi við þá í símum 17979, 35734, 21018 og 33091. Öryggi — þægingi — þjónusta Hagstæðir samningar eru hagnaöur þinn. Þú ert aðiii að toppafslætti í Útsýnarferð 1984. Lykillinn að vel heppnaðri ferð. Skoðanakönnun Útsýnar um ferðaóskir og feröaval sýndi eftirfarandi niöurstööur: 60% kjósa ferö á sólarströnd í fögru umhverfi. Spánn er efstur á vinsældarlista en næst kemur Ítalía, Grikkland og Portúgal. 20% kjósa dvöl í sumarhúsi Miö-Evrópu 16% velja flug + bíl meö frjálsri feröatilhögun. 4% velja siglingu eöa aðra ferðatilhögun í sumarleyfinu Útsýn býður alla þessa valkosti og alla farseöla á hagstæöum kjörum. Samningar og reynsla okkar er þinn hagur og kjarabót.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.