Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 296. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1983
Magnús Hafliðason
á Hrauni — Minning
Fæddur 21. nóvember 1891
Dáinn 17. desember 1983
Þegar ég nú í jólaamstrinu sest
niður og hugsa til Magnúsar afa
sem kvaddi okkur fyrr en við ætl-
uðum, skjóta ótal minningar upp
kollinum, minningar frá Hrauni í
Grindavík.
Fyrstu minningar mínar um afa
eru frá því ég var 5 ára og dvaldist
þá sem oftar hjá afa og eftirlif-
andi konu hans, Önnu Þórdísi
Guðmundsdóttur frá Kálfárvöll-
um í Staðarsveit.
Þetta var að sumarlagi og slátt-
ur í fullum gangi. Ekki var slegið
þá eins og nú er gert, en þess í stað
notast við orf og ljá, rakað í sátur
og bundnir baggar sem síðan voru
dregnir heim í hlöðu. Þessu öllu
fylgdist ég með og þá oftast í nánd
við afa, hann hefur sennilega ekki
kunnað við iðjuleysi mitt frekar
en annarra, því óðar en varði var
ég komin með hrífu og farin að
snúa heyi. Ekki veit ég hvert
gagnið ég gerði, en þessi vinna
varð eins og leikur, reyndar má
segja að alla þá tíma sem ég
dvaldist að Hrauni hafi vinnan
verið leikur, að ganga fjöru með
afa og tína alls kyns hluti sem
rekið höfðu á land, ganga með afa
yfir Leitið og út í Hverfi. Já, ég sé
hann enn fyrir mér lotinn í herð-
um með hendur fyrir aftan bak
þar sem mjólkurbrúsinn dinglaði
fram og til baka, derhúfan á sín-
um stað óg Snaggur, dillandi róf-
unni og fylgdi hverju fótmáli
hans. Þær voru ófáar ferðirnar yf-
ir Leitið og gjarnan gengum við
krakkarnir á eftir afa með hendur
fyrir aftan bak og reyndum að
líkia eftir honum.
I dag þegar ég er orðin móðir og
er að ala upp börnin mín vildi ég
stundum óska þess að líkjast afa í
lund. Aldrei öll þau ár, sem ég
naut þess að þekkja hann, heyrði
ég hann blóta eða brýna raust þótt
stundum gæti orðið kátt yfir spil-
unum því fátt þótti afa skemmti-
legra en að spila.
Ekki þykir mér ólíklegt að hann
hafi kennt öllum þeim barnabörn-
um sem hjá honum hafa dvalist að
meðhöndla spilin þótt ekki væri
nema að byggja hús úr þeim.
Já, ég gæti talið upp ótal minn-
ingar frá samskiptum okkar afa
en í dag er mér efst í huga að
þakka fyrir að hafa verið dóttur-
dóttir hans því að af öðrum öfum
ólöstuðum hefði ég ekki viljað eiga
annan, því í mínum minningum er
hann eins og afar eiga að vera.
Ein af síðustu minningum mín-
t
Elginmaöur mínn, faðir okkar, tengdafaöir og afi,
DAGUR HALLDÓRSSON,
Bjómaður,
Sogavegi 127,
tést í Landspítalanum 22. desember.
Margrét Eyjólfsdóttir,
börn, tengdabórn og barnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóöir og amma,
KRISTIN PÁLSDÓTTIR,
Hólmgaröi 62,
lést í Landspitalanum 23. desember
Malfriöur Einarsdóttir,
Guðlaug Einarsdóttir,          Sveinbjörn Björnsson
og barnabörn.
t
VALDIMAR ÓLAFSSON,
sem lésl í Sjukraskýli Bolungarvíkur hinn 20. desember sl., verður
jarösettur frá Hólskirkju þriöjudaginn 27. desember kl. 14 e.h.
Sólveig Halldórsdóttir.
t
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu viö andlát og útför
eiginkonu mínnar, móöur okkar, tengdamóður og ömmu,
ODDRÚNAR J. ÓLAFSDÓTTUR,
Nökkvavogi 44.
Guð gefi ykkur gleöileg jól og farsaelt nýár.
Albert Jónasson,
Ásgeröur Albertsdóttir,        Hans Aöalsteinsson,
Oddrún Albertsdóttir,          Þorbergur Ormsson
og barnabörn.
t
Þökkum sýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móður
okkar,
MARGRÉTAR SNÆBJORNSDÓTTUR,
Ljósheimum 11.
Steinunn Sveínsdóttir.         Haukur Arnason,
Ásbjörn Sveinsson,            Bára Þórsdóttir,
Snæbjörn Sveínsson,          Ingibjörg Þóröardóttir
og barnabörn.
um um afa er frá því er hann varð
rúmliggjandi, en þá kom ég til
hans og verður mér þá að orði að
þetta eigi nú ekki við hann Magn-
ús að liggja svona rúmfastur.
Hann samsinnti því en sagðist þó
ætla að safna króftum því það
væri stutt í ferðina erfiðu. Ég
svaraði honum því að hann væri
búinn að leggja svo vel inn að hún
yrði nú ekki mikið erfið fyrir
hann. Þá leit hann upp, brosti og
sagði: „Það er annarra að dæma
um það hversu vel ég hef gert."
Þessi orð hans lýsa honum betur
en öll önnur orð.
Að lokum vil ég þakka samveru
okkar og barna minna með hon-
um. Þær verða ógleymanlegar.
Guð veri með og styrki Ónnu á
komandi stundum. Ég vil Ijúka
minningu minni um elskulegan
afa með hans eigin orðum: „Þetta
verða skrýtin jól."
I Ircfna Birgitta Bjarnadóttir
Afmælishefti
Neytenda-
blaðsins
ANNAD hefti Neytendablaðsins
1983 er komið út og er það nokkurs
konar afmælisrit, en Neytenda-
samtökin áttu 30 ára afmæli á
liðnu vori.
Meðal efnis í blaðinu er m.a.
grein, þar sem saga samtakanna
er rifjuð upp, verðmerking í búð-
argluggum, nautahakk — kinda-
hakk og verðsamanburður á
mjólkurvörum á íslandi, í Noregi
og í Svíþjóð. Þá er rætt við Svein
Ásgeirsson, Gísla Gunnarsson og
Reyni Ármannsson.
Neytendablaðið er gefið út af
Neytendasamtökunum, ritstjóri
þess er Jóhannes Gunnarsson, en
formaður samtakanna er Jón
Magnússon.
Leiðrétting
MISRITUN varð í frétt af útskrift
nemenda í Fjölbrautaskóla Suður-
lands á Selfossi í Mbl. í fyrradag.
Rétt er, að skólameistari þar heit-
ir Þór Vigfússon. Fréttin var ekki
skrifuð af fréttaritara Mbl. á Sel-
fossi.
Menningarsjóður félags leikstjóra:
Andrés Sigurvinsson
fær yiðurkenningu
STJÓRN Menningarsjóðs félags leik-
stjóra á íslandi hefur nýlega ákveðið
að veita Andrési Sigurvinssyni leik-
stjóra viöurkenningu úr sjóðnum. Er
þetta í fjórða sinn sem slík viðurkenn-
ing er veitt.
Andrés Sigurvinsson hefur á und-
anförnum árum leikstýrt mörgum
sýningum með áhugaleikhópum,
ekki síst í skólum landsins, en á
þeim vettvangi er lagður mikilvæg-
ur grunnur að leiklistarstarfsemi í
landinu. Ennfremur stóð hann með
öðrum að endurreisn Stúdentaleik-
hússins og veitti forstöðu athyglis-
verðri starfsemi þess á síðastliðnu
sumri, sem opnaði nýja möguleika í
leikhúslífi á höfuðborgarsvæðinu.
1  stjórn  Menningarsjóðs félags
leikstjóra á íslandi eiga sæti Gunn-
laugur Ástgeirsson, Ásdís Skúla-
dóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir.
(Frétutilkynning)
Litlu
jólin
í Skála-
r    •
tuni
Þessar myndir tók ljósmynd-
ari Mbl. þegar vistmenn á
Skálatúni í Mosfellssveit
héldu litlu jólin. Þar ríkti
sannkölluð hátíðarstemmn-
ing, enda hófust litlu jólin á
helgileik sem hópur vist-
manna hafði æft og sýndi í
skrautlegum búningum við
kertaljós, eins og sjá má á
myndunum. Að loknum
helgileik mætti jólasveinn að
sjálfsögðu á staðinn og geng-
ið var í kringum jólatré.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32