Morgunblaðið - 24.01.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.01.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1984 39 Þorsteinn Díómedes- son — Minningarorð Opinber störf höfðu þegar hlað- ist á Sæmund meðan hann bjó í Heydal. Hann varð endurskoðandi Kaupfélags Hrútfirðinga 1920 og gegndi því í 50 ár. Ungur kosinn í hreppsnefnd, sat í henni í 40 ár, þar af 30 ár oddviti. Einn af stofn- endum Umf. Hörpu og fyrsti ritari þess. En fyrst að marki bættust á hann opinber störf, eftir að hann fluttist til Borðeyrar. Vandfundið var það er máli skipti í einu byggðarlagi, sem Sæmundur var ekki í forystu. Hreppstjóri, sýslu- nefndarmaður, í skattanefnd og umboðsmaður skattstjóra, í stjórn ýmissa félaga í byggðarlaginu um áratugaskeið. Forstöðumaður og gjaldkeri Sparisjóðs Hrútfirðinga frá 1938 til 1976 er Pálmi sonur hans tók við því starfi. Sýnt er að frátafasamt hefur vprið frá bústörfum og gestanauð mikil vegna svo fjölþættra opin- berra starfa, en þrátt fyrir það náði hann með hjálp barna sinna að byggja og bæta jörð sína með ágætum. f skólanefnd Reykjaskóla var Sæmundur í 38 ár. Var það síðasta opinbera starfið, sem hann lét af hendi. Reikningshaldari skólans var hann frá 1946 og þar til er Ríkisbókhaldið tók í sínar hendur bókhald allra opinberra stofnana. Fáa traustari stuðningsmenn hef- ur Reykjaskóli átt en Sæmund á Borðeyri. Þegar verst gegndi fyrir skólanum var Sæmundur einn öt- ulasti talsmaður þess, að hann skyldi endurreistur, en ekki af- hentur til annarra nota. Jafnan fylgdist hann með því, sem var að gerast í málefnum skólans, og ávallt hollráður þegar vanda bar að höndum og hinn öruggi reikn- ingshaldari þar sem aldrei skeik- aði eyri. Ég minnist þess eitt sinn er ég afhenti reikninga skólans til ríkisendurskoðunarinnar, að sá er við tók, sagði þegar hann leit á reikningana: „Já, þetta er frá skól- anum, sem skilar alltaf svo vel frágengnum reikningum." Þannig var Sæmundur í hverju því starfi, sem honum var til trúað. Það var gott að eiga Sæmund að vini og leita trausts og halds hjá honum. En nú er hann horfinn og við, sem eftir stöndum og horfum inn í hið óræða, söknum vinar í stað, en gleðjumst jafnframt að nú er það orðið, sem hann var mjög búinn áð þrá. Ég enda þessar línur með því að vitna í Spámanninn: „Þú' skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallið best af sléttunni." Guð blessi minningu Sæmundar Guðjónssonar. Olafur H. Kristjánsson 30. desember sl. lézt gamall vinnufélagi minn og tryggðavinur, Þorsteinn Díómedesson á Hvammstanga á sjúkrahúsinu þar, 83 ára að aldri. Hann fluttist þangað í þorpið meðan það var enn ungt að árum og þar átti hann heima alla tíð síðan, og mátti kall- ast einn af frumbyggjum þess. Þorsteinn fæddist 20. nóvember árið 1900 á Ytri-Völlum í Kirkju- hvammshreppi. Hann var sonur hjónanna Astu Jónatansdóttur, sem ættuð var af Vatnsnesi, og Díómedesar Davíðssonar frá Gilá í Vatnsdal. Þau áttu heima á ýms- um stöðum, oft stutt í hverjum stað, voru í húsmennsku á Ytri- Völlum, Litla-ósi og síðast á Ána- stöðum, en þaðan fluttu þau til Hvammstanga 1918 og byggði Díómedes sér bæinn Marberg í út- jaðri þorpsins þar sem þau bjuggu síðan. — Díómedes var fróðleiks- maður eins og fleiri ættmenn hans og náttúrufróður meira en al- mennt gerðist og ritaði um nátt- úrufræði. Synir þeirra erfðu það fróðleikseðli, en þeir voru: Stefán, lengst af verkamaður á Hvamms- Fljót í Skagafirði eru fögur sveit og fá byggðarlög jafn fá- menn hafa skilað jafn mörgu hæfileikafólki út í þjóðlífið. Fljótamenn Iáta gjarnan lítið yfir sér, eru hógværir og af hjarta lít- illátir, en skila engu að síður full- um skerfi til samfélagsins. Rósa Halldórsdóttir, sem hér er kvödd, var slíkur þegn, vinnusöm og vel- virk. Hún fæddist 15. dag janúar- mánaðar 1894 að Bjarnargili í Fljótum, dóttir hjónanna Þórönnu Gunnlaugsdóttur og Halldórs Jónssonar er þar bjuggu þá. Þau hjón eignuðust þrettán börn en þrjú þeirra dóu í æsku, þar af tvær Rósur, og var sú, sem hér er um rætt, sú þriðja með því nafni í systkinahópnum. Rósa Halldórsdóttir lifði æsku og uppeldi eins og þá var títt í íslenzkri sveit kringum aldamótin, við fábreytni og vinnusemi, en menningarhefð, sem einkenndi allt mannlíf í Fljótum. tanga, enn á lífi háaldraður, Þor- steinn næstur og yngstur Konráð kaupmaður á Blönduósi, sem lézt á miðjum aldri. Þorsteinn átti engan kost skóla- göngu í æsku frekar en svo margir af hans kynslóð. Hann stundaði allt fram á efri ár hvers konar erfiðisvinnu, var á yngri árum til sjós á vertíðum í Vestmannaeyj- um eða reri nyrðra, ýmist einn eða með öðrum á smátrillum, en að sumarlagi vann hann þá dag- launavinnu, sem var að hafa. Mörg sumur vann Þorsteinn við brúarsmíðar og þar hófust raun- verulega kynni okkar, því að við urðum þar samstarfsmenn í níu sumur og vann ég undir handar- jaðri hans mörg seinni sumrin. Hann var „gervismiður“ og er ég var puntaður upp í þá stétt unnum við ýmis smíðastörf saman við uppslátt og slíkt. Og þar að auki vorum við tjaldfélagar mörg síð- ustu sumrin. Kynnin við Þorstein, eða Steina Dí, eins og hann var tíðast nefnd- ur af kunnugum, voru góður skóli. Hann var mikill kappsmaður við Fljótin eru snjóþung sveit en jörðin kemur græn undan fönn og ar eru í dag stærri bú en fyrrum. æsku Rósu var útræði helft brauðstrits, bæði á bolfisk og há- karl. Hún ólst því jöfnum höndum upp við tvær undirstöðugreinar ís- lenzks atvinnulífs, búskap og sjáv- arútveg, en Fljótamenn vóru ann- álaðir sjósóknarar. Ung að árum flyzt hún til Siglu- fjarðar, sem þá var að breytast úr smáþorpi í stækkandi sjávarpláss og síðar höfuðstað síldveiða og síldariðnaðar. Þar hefja þau bú- skap hún og maður hennar, Kjart- an Stefánsson frá Móskógum í Fljótum, togaraskipstjóri, bróðir Jóhanns Stefánssonar, sem lengi var skipstjóri á togaranum Geir. Sambúð þeirra varð ekki löng því Kjartan lézt eftir fárra ára sam- búð, 30. apríl 1934. Hann hafði siglt skipi sínu til Englands með fiskfarm, eins og títt var þá og síðar og veikzt í hafi á heimleið vinnu. Leit helzt aldrei upp frá verki. Hann þoldi ekki slugs eða slór og sendi stundum beitt skeyti þeim, sem slæptust um í vinnu- tíma eða voru hysknir við vinnu. Hann var víðlesinn og fróður og notaði flestar stundir til bóklestr- ar, einkum las hann hvers kyns fróðleik og þá ekki sízt um nátt- úrufræði, sem honum var mjög hugleikin. Mun hann hafa borið manna bezt skyn á náttúrufræði- (botnlangabólga) og lézt af þeim kvilla. Þau Rósa og Kjartan eignuðust tvo syni, Friðrik, bifreiðarstjóra á Akureyri, og Kjartan, fram- kvæmdastjóra, sem búsettur er í Garðabæ. Var yngri sonurinn skírður í höfuð föður síns við kistu hans. Síðar eignaðist Rósa dóttur, Stellu Klöru Thorarensen, sem búsett er í Kanada. Börn hennar þrjú gengu öll í hjúskap og eiga þrjá afkomendur hvert. Eftir að Rósa var orðin ein fyrirvinna tveggja sona vann hún margvísleg störf, sem til féllu, lengst af verzlunarstörf og vöku- störf við Sjúkrahús Siglufjarðar. Hún var ósérhlífin og tókst að koma börnum sínum vel til manns. Árið 1957 flyzt hún til Reykja- víkur og hefur störf á Landakots- spítala, þar sem hún vann meðan aldur og heilsa leyfðu, lengst af við vökustörf. Þeir vóru ófáir sjúklingarnir sem hún hafði hlúð að, áður en lauk. Sjálf lézt hún á sjúkrahúsi 3. janúar sl., eftir erfið veikindi. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Ævi Rósu Halldórsdóttur var leg efni norður þar á unglingsár- um mínum og voru það greinilega áhrif frá föður hans. Þorsteini lét vel að segja frá mönnum og atburðum frá liðinni tíð, ef hann hafði þá áheyrendur, sem honum líkaði. Fléttaði hann oft kímnisögur og smáskrýtlur inn í frásögnina. Hann var hagmæltur og hafði gaman af kveðskap og kunni býsn, einkum af lausavís- um. Þorsteinn kvæntist ekki né átti afkomendur. Hann bjó alllengi einn á Marbergi eftir andlát for- eldra sinna, en síðan fluttist hann í hús bróðursonar síns, Benedikts Stefánssonar, þar sem hann átti síðan athvarf alla tíð hjá þeim Benedikt og Guðnýju Benedikts- dóttur konu hans. Hin síðari árin hafði Þorsteinn sér til dundurs og afþreyingar að tálga íslenzka fugla og mála síðan. Hafa þessir fuglar hans orðið þekktir og komizt inn á mörg heimili og að auki á sýningar. Mun hann hafa gefið þá flesta vinum og kunningjum. Þetta eru í fáum orðum ævi- þættir Þorsteins Díómedessonar. Hann var jarðsettur frá Hvammstangakirkju laugardag- inn 14. janúar sl. Honum verð ég ævinlega þakklátur fyrir langa og trygga vináttu. Þór Magnússon ekki samfelldur dans á rósum, frekar en einstæðra mæðra á þeirri tíð. Hún gekk engu að síður sinn æviveg til enda sjálfbjarga og hafandi goldið hverjum sitt. Hún skuldaöi engum neitt á kveðju- stundu. En ófáir vóru í skuld við hana fyrir hjálp og vinarþel. Börn hennar og barnabörn sjá nú á bak góðrar móður og ömmu. Ég og mitt fólk sendi þeim inni- legar samúðarkveðjur. Stefán Friðbjarnarson Rósa Halldórs- dóttir — Minning Að lokum þakka ég allt sem þið hjónin hafið gert fyrir okkur fjöl- skylduna á Beigalda, ég þakka liðnar samverustundir okkar hjónanna með ykkur þegar við nutum gistivináttu ykkar á glað- værum stopulum stundum, þegar við vorum stödd í Reykjavík, en allt tilheyrir þetta hinu liðna sem geymist en glatast ekki. Hulda mín ég veit að það er sárt að sjá á bak ástkærum eigin- manni, þegar síðdegi ævidagsins er í augsýn með hinni eftirvænt- ingarfullu tilhlökkun sem það æviskeið vekur að mega sitja á friðarstóli, líta yfir farinn veg og gleðjast yfir unnum sigrum á lífs- leiðinni. En láttu ekki sorgina villa þér sýn, láttu ekki erfiðleik- ana smækka þig. Megi góður guð hjálpa þér til að koma sterkari en nokkru sinni fyrr úr hinni miklu þolraun, þar sem minningin um góðan dreng verður sú huggun sem veitir helgi og frið, sem tím- inn einn er fær um að lækna. Gulla, Addi, Binna og eftirlif- andi foreldrar hins látna, Lilja og Andrés, Beigaldafjölskyldan sendir ykkur innilegar samúð- arkveðjur. Árni Guðmundsson Er við kveðjum vin okkar Guð- mund Andrésson þá er margs að Skartgriparánið í Christies: Ekkert á myndbandinu að græða minnast. Hann var gæddur þeim góða eiginleika að geta verið vinur og félagi okkar en haft samt stjórn á okkur í vinnu sem kannske hefur ekki oft verið auð- velt, en þar hjálpaði hið góða skap og létta lund hans mikið til. Það lýsir honum ef til vill bezt er ég sagði einum vinnufélaga í annarri deild frá lá.i hans. Hann kom hon- um ekki vel fyrir sig, en spurði hvar hann hefði verið staðsettur í deildinni. Ég sagði við gluggaborð- ið í fremra verkstjóraherberginu. Þá áttaði hann sig á því og sagði: já, hress og snöggur í hreyfingum, passar. Það er sagt að maður komi í manns stað og má það rétt vera, en við erum ekki aliir eins sem betur fer og veit ég að við eigum eftir að sakna hans við glugga- borðið er við mætum á morgnana, því það var oft hressilega talað þar, er hann útbýtti vinnuseðlum af miklu örlæti til okkar. Það er svo að við verðum víst aldrei sáttir við dauðann og stundum þegar kallið kemur þá finnst manni þetta vera tímaskekkja. En eitt er víst að við lifum allt af nema dauðann. Að lokum viljum við þakka hon- um allt gott og biðjum guð að styrkja Huldu konu hans, börn og barnabörn í sorg þeirra. Kveðja frá strákunum í gömlu deildinni Lundúnum, 23. janúar. AP. MIKLAR vonir voru bundn- ar við myndsegulbands- upptöku af skartgriparáninu í Christies-uppboðshöliinni á dögunum, er fjórir bófar vopnaðir stutthlaupa hagla- byssum þustu inn í salinn, brutu glerhirslur og höfðu á brott með sér skartgripi að verðmæti 2,5 milljónir punda. Nú er Ijóst að á myndsegulbandinu er ekkert að byggja og lögreglan stend- ur uppi ráðþrota. Atburðurinn hjá Christies náð- ist á myndsegulband, það vantaði ekki, en gefum talsmanni Scotland Yard-lögreglunnar orðið: „Ræn- ingjarnir voru allir með skíða- grímur og hefði verið erfitt að þekkja nokkurn mann þannig til fara þó að myndgæði hefðu verið upp á það allra besta. Þar er líka komið að aðalvandamálinu, myndgæðunum. Þau eru hörmuleg og ekkert á myndbandinu að græða." Lögreglan veit nú lítið hvert hún á að snúa sér, fyrrgreindur talsmaður staðfesti það og sagði jafnframt, að enn væri lýst eftir vitnum. t Þökkum auösýnda samúö vlö andlát og útfðr EGILS EGILSSONAR, Krókí, Biskupatungum. Þórdfs ívarsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega hlýhug og vináttu vlö andlát og útför ÓLAFS MAGNÚSSONAR, Hvanneyrarbraut 62, Siglufirfti. Júlfana Siguróardóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Sigurftur Jónason, Arnar Ólafsson, Guftrún Árnadóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.