Morgunblaðið - 26.01.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.01.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1984 Úað og dúað: Sverrir Guðjónsson, Björgvin Halldórsson og Páll Þorsteins- son. Erla Traustadóttir liflr sig inn í lög úr My Fair Lady. Guðbergur Auðunsson rennir í gegnum gamalt degurlag: í grænum Edens garði ... Ný söngskemmtun í Broadway: Vinsælustu dægurflugur síðustu ára og aratuga - og ný rokkhátíð frumsýnd í febrúar „STEFNAN er að vera með tvær sýningar í gangi í einu. Nú frumsýnum við „í gegnum tíðina - Manstu lagið?“ á fóstudagskvöldið og í næstu viku er ætlunin að byrja æfingar á nýrri rokkhátíð. Þessar tvær skemmtanir verða svo til skiptis hér í Broadway,“ sagði Björgvin Halldórsson tónlistar- maður, sem skipulagt hefur og skapað vinsælar söngskemmtanir í veitingahúsinu Broadway í vet- ur og fyrravetur. Þar verður frumsýnd annað kvöld söng- skemmtun/sýning, þar sem margir af þekkt- ustu dægurlagasöngvurum landsins undanfar- in ár og áratugi leiða saman hesta sína og flytja vinsæl dægurlög frá liðnum árum. Sér- stakir heiðursgestir verða kynntir á hverri skemmtun — gesturinn annað kvöld verður Jónas Jónasson, forstöðumaður Akureyrar- deildar RUV, sem í gegnum tíðina hefur sungið nokkur eftirminnileg lög inn á hljómplötur og fór á kostum í áramótaglensi útvarpsins á ný- ársnótt. Söngvararnir, sem koma fram á „Manstu lagið?“, eru: Erla Traustadóttir, Þuríður Sig- urðardóttir, Ragnar Bjarnason, Skapti Ólafs- son, Einar Júlíusson, Guðbergur Auðunsson, Sigurður ólafsson, Sigurður Johnnie, Harald G. Haralds, ómar Ragnarsson, Sverrir Guð- jónsson, Pálmi Gunnarsson, Þorgeir Ástvalds- son og Björgvin Halldórsson. Þeir Björgvin, Sverrir og Páll Þorsteinsson aðstoða söngvar- ana í ýmsum lögum auk þess sem þeir Páll og Björgvin annast kynningar. Hljómsveit Gunn- ars Þórðarsonar annast undiríeik en Gunnar hefur annast útsetningar. Morgunblaðsmenn litu inn á æfingu í Broad- way sl. mánudagskvöld og tóku þar tali tvo söngvaranna, Sigurð Ólafsson og Skapta Ólafsson. Sigurður Johnnie kyrjar rokk — en sýnir á sér óvænU hlið í ballöðum í næstu andrá. Þeir eru víst með útsölu á skemmdum eggjum núna... * — stálinu stappað í Sigurð Olafsson „GUÐ MINN almáttugur — ætli ég verði bara ekki borinn út á undan eins og þeir segja. Jæja, það er útsala á skemmdum eggjum, ég verð að vera undir það búinn að fá eitthvað af þeim yfir mig.“ Þannig lýsir Sigurður Olafs- son söngvari líðan sinni fyrir frumsýningu á Broadway- skemmtuninni annað kvöld. „Eg hef alltaf verið taugaóstyrkur áður en ég kem fram,“ sagði hann í spjalli við blm. „Jafnvel þótt ég syngi við þrjár jarðarfar- ir á dag, þá er ég óstyrkur fyrir hverja og eina. Þær voru að segja við mig um daginn konurn- ar í Dómkirkjukórnum: Hvers vegna ertu svona nervös, maður, þetta er þriðja jarðarförin þín í dag! Ég gat náttúrlega ekki svar- að öðru en því, að ég syngi bara einu sinni við hverja jarðarför." — Syngurðu alltaf jafn mik- ið? „Nei, nei, þetta er orðið lítið. Við sungum saman á nokkrum skemmtunum í fyrra við Þura dóttir mín. Svo er ég að fara að syngja í kvöld — var reyndar að koma af æfingu á því. Sumt af þeim lögum hef ég ekki sungið í marga áratugi ..." — Hvað ætlarðu að syngja á Broadway-skemmtuninni? „Ja, það eru tvö lög á mann. Mín lög verða „Mig dreymir heim“ eftir 12. september og svo óperettulag, „Jörðin snýst". Sigurður ólafsson varð 67 ára í byrjun desember sl. Hann er búinn að syngja í liðlega hálfa öld, byrjaði 13 ára gamall að syngja opinberlega. Gekk til liðs við Karlakór Reykjavíkur 1936 og fór að syngja með hljómsveit Bjarna Böðvarssonar upp úr 1940. Hann hefur alltaf unnið fulla vinnu með söngnum: verið í fiskflökun, við akstur, í áhalda- húsi Reykjavíkurborgar og um margra ára skeið var hann að- stoðarmaður á rannsóknarstofu Háskóla Islands. „Það vildu allir nota mann en ekki allir hafa í vinnu," sagði hann. „Það gat stundum verið erfitt að fá frí til að syngja við jarðarfarir eða eitthvað þvíum- Sigurður Ólafsson: Alltaf jafn óstyrkur, jafnvel þótt ég syngi við þrjár jarðarfarir á dag. Morgunbladið/Friðþjófur Helgason. líkt. Einn daginn setti ég hnef- ann í borðið — þú mátt ekki gleyma því, að ég var með stórt heimili. Eftir það söng ég hvað sem var, allt frá sálmum við jarðarfarir til gamanvísna á árshátíðum." — Þú hefur líka verið frægur hestamaður — ertu enn að ríða út? „Ekki í svona kulda — fyrst ekki þarf að sækja ljósmóður eða lækni. Ég hef alltaf verið á móti þessari skammdegisreið, sem ég kalla svo. En þegar kemur fram í mars fer mig að kitla í rassinn og þá fer ég að fara á bak. Fram í júlílok er besti tíminn fyrir mig. En annars er þetta engin hestamennska orðin hjá mér, ég er með tvo hesta. Það er nú allt og sumt.“ — Jæja, þú ætlar samt að mæta á skemmtunina og syngja fullum hálsi? „Já, já, ég rembist við það eins og rjúpan við staurinn. Annars var ég að hugsa það í nótt hvort ég væri ekki eini ellilífeyrisþeg- inn, sem hefur troðið upp á svona stórskemmtun eins og þeir eru að halda í Broadway. En þeir eru víst með útsölu á skemmdum eggjum ..." - ÓV. Aldrei haft áhuga á að vera söngvari — segir Skapti Ólafsson, sem syngur beint frá hjartanu ÞAÐ ERU RÉTT þrjú ár síðan Skapti Ólafsson ákvað að hætta að fást við hljóðfæraleik. Að loknu þorrablóti íslendingafélagsins í London í byrjun febrúar 1981 stakk hann trommukjuðunum í pokann sinn og sagðist vera hættur. I ár eru liðin fjörutíu ár síðan hann byrjaði að stunda hljóð- færaleik. 27 ár eru síðan hann söng fyrst lögin tvö, sem hann ætlar að syngja í veitingahúsinu Broadway, sem annað kvöld frumsýnir nýja söngskemmtun undir heitinu „I gegnum tíðina — Manstu lagið?“. Lögin eru auðvitað „Allt á floti alls staðar“ og „Mikið var gaman að því“. „Blessaður vertu, þetta leggst bara vel í mig,“ sagði Skapti að lokinni æfingu með hljómsveit Gunnars Þórðarsonar í Broad- way á mánudagskvöldið. „En það er að vísu orðið mjög langt síðan ég söng þetta fyrst... “ Það var Tommy Steele, „svar Breta við Elvis Presley", sem á sínum tíma tryllti ungdóm Evr- ópu með fyrrnefnda laginu, „Water Water Everywhere". Jón Sigurðsson í bankanum sneri því og kallaði „Allt á floti". Það varð feiknarlega vinsælt hér fyrir aldarfjórðungi eða svo. — allt- jent man hálffertugur blaða- maður vel eftir laginu og rámar í að hafa heyrt og séð Skapta syngja það fullum hálsi af úti- sviði í Tívolí sáluga. „Það lag sló líkast til öll met hér í vinsældum — ekki síst ef maður segir miðað við grammifóneign lands- manna,“ jánkaði Skapti. Hann er prentari að atvinnu eins og alla tíð — en af Tommy Steele er Skapti Ólafsson: Hættur eftir 37 ára spilamennsku. það að frétta nýjast, að hann slær í gegn í hverjum söngleikn- um á fætur öðrum í London. Skapti hefur sjálfur alltaf haldið meira upp á „Mikið var gaman að því“, og segist aldrei hafa átt í erfiðleikum með að muna texta þess. „Það hefur allt- af komið beint út úr hjartanu á mér. Texta hins lagsins hefur verið meiri vandi að muna.“ — Hvaðan kemur það lag upp- haflega í þínar hendur? „Ja, það var nú eiginlega til- viljun. Ég vann með Carl Billich og fleirum i hljómsveit í Góð- templarahúsinu, þar sem dans- lagakeppnir SKT voru haldnar. Þetta lag, „Mikið var gaman að því“, hafði borist í keppnina frá Steingrími heitnum Sigfússyni, sem þá var organisti á Patreks- firði. Einhvernveginn æxlaðist það svo, að enginn söngvaranna vildi syngja lagið en Billich vildi endilega hafa það með og lagði að mér að syngja það. Þar heyrð- ist það fyrst." — Og sló rækilega í gegn? „Jú, það féll unga fólkinu vel í geð. En það var sett á plötu fyrr en seinna og þá í útsetningu Gunnars Reynis Sveinssonar, sem þá var kornungur maður. Þetta var tekið upp í útvarpinu í gamla Landssímahúsinu við Austurvöll. Menn skutust þang- að inn í hádeginu og eftir hálfan annan tíma var búið að taka upp tvö lög og ég farinn að prenta aftur. Enda var það nú svo, að maður hafði ekkert með þetta að gera sjálfur — útgefendurnir réðu þessu alveg á þeim tima.“ — Þú hefur alltaf verið í prentverki, eins og raunar marg- ir aðrir hljómlistarmenn. „Já, músík hefur aldrei verið mín aðalatvinna. Og ég hef aldr- ei haft neinn sérstakan áhuga á að vera söngvari. Mest hef ég gert af því að spila — gerði það raunar í 37 ár meira og minna, allar tegundir tónlistar. Mitt mál var mest að sitja á bak við trommusettið. Þetta voru meira tilviljanir í hverju maður lenti í músíkinni, enda hafði ég alltaf mitt lifibrauð af öðru. Og sann- leikurinn er nú sá, að ég hef ekki sungið nein ósköp um ævina, ég held að ég hafi ekki sungið nema sex lög inn á plötur og á þær ekki einu sinni sjálfur." — Heldurðu að þú sláir ekki til eftir þetta prógramm í Broad- way og byrjir aftur af fullum krafti? „Nei, andskotinn! Það held ég ekki. Ég er bara með í þessu að gamni — fyrst kollegar mínir frá þessum árum vildu vera með, því skyldi ég þá ekki gera það líka? Eg hef sloppið óskaddaður frá þessum tíma og reyni bara að hafa gaman af... “ — ÓV.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.